Morgunblaðið - 26.06.2020, Blaðsíða 15
15
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. JÚNÍ 2020
Um 10% íslenska ökutækja-
flotans teljast nú ganga fyrir
raforku eða metani að hluta
eða öllu leyti. Miðað við þróun
síðustu missera í innflutningi
rafbíla mun hlutur þeirra
áfram aukast jafnt og þétt.
Undanfarinn áratug hafa
verið leiddar í lög hér á landi
reglur ESB um orkunotkun og
losun gróðurhúsalofttegunda
vegna bílaumferðar.
Þessar reglur eru auðvitað
fyrst og fremst mótaðar af
ástandinu í ESB þar sem hlut-
ur endurnýjanlegrar orku er
mjög lítill. Aðeins um 17%
orkunotkunar ESB-landanna
er annað með endurnýjanlegri
orku og þar af er drjúgur hluti
frá óhreinum bruna á lífmassa
eins og timbri.
Þessar reglur ESB eru því ekki hugs-
aðar út frá aðstæðum á Íslandi þar sem um
80% orkunotkunar er mætt með endurnýj-
anlegri orku og raforka er nánast öll fram-
leidd með endurnýjanlegum hætti.
Innleiðing án innstungu
Lög nr. 40/2013 kveða á um að 5% orku-
gjafa í samgöngum skuli vera endurnýj-
anleg. Reglugerð 960/2016 kveður jafn-
framt á um 6% minnkun á losun
gróðurhúsalofttegunda frá samgöngum og
vinnuvélum. Bæði lögin og reglugerðin
voru sett til innleiðingar á reglum ESB.
Þessar reglur eru þannig úr garði gerðar
að rafbílavæðingin hér á landi er einskis
metin. Rafbílarnir eru hreinlega ekki taldir
með þótt hlutur þeirri mæti nú kröfunni
um 5% hlut endurnýjanlegrar orku og sé
kominn vel áleiðis með að mæta kröfunni
um 6% samdrátt í losun gróðurhúsaloftteg-
unda sem tekur gildi í lok þessa árs.
Ástæðan fyrir þessu er að ESB-
reglurnar taka mið af einstökum seljendum
orku á bíla en ekki ástandinu eða þróuninni
í heild sinni. Þær telja ekki með bíla sem
hlaðnir eru orku við heimahús eða vinnu-
staði. Jafnvel þótt meirihluti íslenska bíla-
flotans gengi fyrir endurnýjanlegri ís-
lenskri raforku myndu
Íslendingar ekki teljast búnir
að uppfylla kröfur ESB um
5% endurnýjanlega orkugjafa
í samgöngum eða 6% sam-
drátt gróðurhúsalofttegunda!
Að óbreyttum lögum mun
engu skipta hve rafbílar verða
stór hluti af bílaflotanum. Ís-
lendingar munu áfram þurfa
að kaupa dýrt og orkusnautt
lífeldsneyti til íblöndunar í
bensín og dísilolíu til að upp-
fylla evrópsku reglurnar sem
við erum þó í raun að uppfylla
með öðrum hætti. Milljarðar
króna hafa runnið úr landi af
þessum sökum undanfarin ár.
Yfir 7 milljarða kostnaður
Í svari fjármálaráðherra við
fyrirspurn minni um kostnað
ríkissjóðs af þessari meðgjöf
með lífeldsneytinu árið 2015
kom fram að hann væri um
1,2 milljarðar það ár. Miðað við fjórðungs
aukningu í eldsneytissölu frá 2015 og 15%
hækkun á krónutölu meðgjafar má gera
ráð fyrir að kostnaður ríkissjóðs á síðasta
ári hafi verið um 1,7 milljarðar króna. Alls
gæti ríkissjóður því hafa sent erlendum
framleiðendum lífeldsneytis yfir 7 milljarða
króna á síðustu fimm árum.
En árangurinn?
Í nýrri 170 síðna aðgerðaáætlun Íslands í
loftslagsmálum er hvorki minnst á þessar
reglur, hrikalegan kostnaðinn sem þeim
fylgir né hver ávinningurinn í loftslags-
málum gæti verið. Þingmenn vinstri flokk-
anna sem innleiddu ESB-reglurnar um
íblöndunina árið 2013 hafa hins vegar svar-
að spurningunni um árangurinn fyrir sitt
leyti með nýlegri tillögu á þingi um að
íblöndun pálmaolíu í eldsneyti verði bönn-
uð. Íblöndunina telja þeir nú hafa aukið
losun gróðurhúsalofttegunda, valdið stór-
kostlegri loftmengun í Asíu, auk þess að
stuðla að eyðingu regnskóga, ógna líf-
fræðilegri fjölbreytni og ýta undir vinnu-
þrælkun og illa meðferð á konum og börn-
um.
Eftir Sigríði Ásthildi
Andersen
»Að óbreytt-
um lögum
mun engu skipta
hve rafbílar
verða stór hluti
af bílaflotanum.
Sigríður Á. Andersen
Höfundur er þingmaður.
Evrópureglur telja
rafbílana ekki með
Val á dómurum er viðkvæmt
mál ekki síst hafi þeir vald til að
grípa fram fyrir hendur á lýðræð-
islega kjörnum fulltrúum. Þess
þykir gæta í vaxandi mæli í Evr-
ópu að dómarar færi sig inn á svið
löggjafarvaldsins með úrskurðum
sínum. Jafnframt setur ágrein-
ingur um hvernig staðið skuli að
skipan dómara svip á umræður,
meðal annars hér þar sem nú er
beðið eftir hvað Mannréttinda-
dómstóll Evrópu (MDE) segir um
valið á dómurum í landsrétt um árið.
Dómstólar hafa misþungt vægi utan eigin
heimalanda. Þýski stjórnlagadómstóllinn í
Karlsruhe dregur oft að sér athygli fyrir nið-
urstöður sínar, einkum ef þær miða að því að
þrengja vald þýskra stjórnmálamanna til að
skuldbinda skattgreiðendur vegna evru- eða
ESB-skuldbindinga.
Þýska stjórnlagadómstólnum hefur þótt sér-
staklega uppsigað, megi orða það svo, við Seðla-
banka evrunnar (SE). Nýlega gáfu dómarar
bankanum þriggja mánaða frest til að færa
betri rök fyrir útgáfu skuldabréfa til að létta
undir með þjóðum vegna COVID-19-faraldurs-
ins. Án nánari skýringa gæti Bundesbank,
þýski seðlabankinn, ekki tekið þátt í útboðinu.
Þýsk stjórnvöld eiga lokaorðið um hvort SE
gefi nægar skýringar. Þeir sem leituðu álits
stjórnlagadómstólsins segja að þeir snúi sér
þangað aftur sætti þeir sig ekki við niðurstöðu
stjórnvalda.
Í fréttum um þetta mál er bent á að líklegt sé
að afstaða dómaranna í Karlsruhe gagnvart
ESB mildist frá og með mánudeginum 22. júní
2020. Þá varð breyting á dómurum í réttinum.
Andreas Vosskuhle, forseti dómstólsins, hvarf
úr Karslruhe-réttinum eftir 12 ára hámarks-
setu. Við tók Astrid Wallrabenstein, tilnefnd af
ESB-sinnuðum græningjum.
Hún er sögð hallast að þíðu í sam-
skiptum þýska dómstólsins og
ESB-dómstólsins.
Reuters-fréttastofan hefur eft-
ir ónafngreindum stjórnlagapró-
fessor að Wallrabenstein sé mun
vinsamlegri ESB en Vosskuhle.
Spáir prófessorinn því að SE
þurfi ekki að kvíða dómsnið-
urstöðum á borð við þær sem
birst hafi á undanförnum árum.
Sú skýring að niðurstöður
þýska stjórnlagadómstólsins ráð-
ist af afstöðu einstakra dómara til
ESB minnir á að dómararnir eru valdir af
þýska sambandsþinginu í Berlín. Ekki er farið í
launkofa með hvaða stjórnmálaflokkur tilnefnir
þá. Að baki valinu eru lýðræðisleg sjónarmið
sem talið er eðlilegt að endurspeglist innan
réttarins sem fjallar um pólitísk álitamál eins
og Hæstiréttur Íslands gerir þegar lagt er mat
á hvort lög standist stjórnarskrána eða ekki.
Nú þegar Vosskuhle, tilefndur af jafn-
aðarmönnum (SPD), hættir verður Stephan
Harbarth, tilefndur af kristilegum (CDU/CSU),
forseti dómstólsins. Hann varð dómari árið
2018 eftir að hafa setið í þýska sam-
bandsþinginu síðan 2009.
Þýskir þingmenn eru ekki bundnir af neinu
excel-skjali þegar þeir velja menn í æðsta dóm-
stól lands síns. Nú liggur fyrir MDE í Strass-
borg að ákvarða hvort svo sé um íslenska þing-
menn.
Trump á NATO-fundi
Eitt mikilvægra verkefna forseta Bandaríkj-
anna er að finna hæfa menn með „réttar skoð-
anir“ til setu í hæstarétti. Þannig tryggir for-
setinn sér áhrif til langs tíma. Á þessu
kjörtímabili hefur Trump skipað tvo hæstarétt-
ardómara. Hvort Trump situr annað kjör-
tímabil kemur í ljós í nóvember. Forsetinn á
verulega undir högg að sækja um þessar mund-
ir.
Eitt af því sem gerir Trump lífið leitt er út-
koma bókar eftir John Bolton sem var þjóðar-
öryggisráðgjafi forsetans frá apríl 2018 til sept-
ember 2019. Að fyrirlagi bandarískra
stjórnvalda var árangurslaust reynt að stöðva
útgáfu bókarinnar. Dómari sem úrskurðaði í
málinu neitaði að banna hana. Þeir sem nota
Kindle á Amazon fengu bók Boltons senda að-
faranótt þriðjudags 23. júní.
Þar segir Bolton frá því að í sama mund og
Donald Trump tilnefndi seinni dómarann, Brett
Kavanaugh, í hæstarétt (9. júlí 2018) hafi ríkt
mikil spenna innan ráðgjafaliðs forsetans vegna
þátttöku hans í ríkisoddvitafundi NATO í
Brussel 11. og 12. júlí.
Nokkru fyrir fyrir fundinn, föstudaginn 29.
júní 2018, ræddu Trump og Jens Stoltenberg,
framkvæmdastjóri NATO, saman í síma. Þar
fór Trump mikinn vegna evrópsku NATO-
ríkjanna. Bandaríkjamenn greiddu alltof stóran
hluta af kostnaði við bandalagið, því yrði að
ljúka. Trump sagði að Bandaríkjamenn greiddu
80-90% ef ekki meira. Bolton segist ekki vita
hvaðan forsetinn hafði þessar tölur. Þá sagði
forsetinn við Stoltenberg að til þessa hefði
Bandaríkjunum verið stjórnað af „idjótum“, sá
tími væri liðinn. Evrópumenn gætu ekki lengur
níðst á sér og þjóð sinni.
Stoltenberg hringdi eftir forsetasímtalið til
Boltons sem bannaði öllu starfsliði sínu að
hlusta svo að hann gæti talað tæpitungulaust
við NATO-stjórann og skýrt fyrir honum al-
vöru málsins.
Bolton segir að næstu daga hafi Trump spurt
sig hvers vegna þeir hættu bara ekki í NATO.
Þeir hittu svo Stoltenberg á morgunverð-
arfundi 11. júlí í Brussel, aðeins nokkrum
klukkustundum fyrir ríkisoddvitafundinn. Þar
notaði Trump tækifærið meðan sjónvarpsmenn
fengu að taka mynd í upphafi til að sauma enn
að Stoltenberg vegna fjárframlaganna til
NATO.
Trump áréttaði svo síðar á fundinum að Stol-
tenberg væri persónulegur vinur sinn en kvart-
aði enn á ný undan því að við öllum blasti að
haft væri fé af Bandaríkjamönnum, því yrði að
ljúka. Jim Mattis varnarmálaráðherra reyndi
að segja eitthvað til varnar NATO en Trump
bandaði honum frá sér, segir Bolton.
Morguninn 12. júlí sagði Trump við Bolton að
í ræðu mundi hann hóta úrsögn úr NATO lægi
ekki fyrir skuldbinding allra um að greiða 2% af
vergri landsframleiðslu til varnarmála.
Trump kallaði Bolton til sín inni á ríkis-
oddvitafundinum. „Eigum við að gera þetta?“
hvíslaði forsetinn. Bolton svaraði að hann skyldi
fara að línunni en ekki yfir hana.
Undir ræðulok sagði Trump að hann styddi
NATO „hundrað prósent, þúsund milljón pró-
sent“ en að bandalagsríkin yrðu að „greiða 2%
fyrir 1. janúar, annars gerðu Bandaríkjamenn
bara það sem þeim hentaði“.
Þá segir Bolton:
„Þegar við fórum út [af NATO-fundinum] var
Merkel að tala. Trump gekk til hennar til að
kveðja og hún stóð upp til að taka í höndina á
honum. Þá kyssti hann hana á báðar kinnar og
sagði: „Ég elska Angelu.“ Það hófst lófatak í
salnum og allir stóðu upp og kvöddu okkur.
Sama kvöld sagði Trump á Twitter:
„Mikill árangur í dag hjá NATO! Aðild-
arríkin hafa greitt milljörðum dollara meira síð-
an ég var kjörinn. Flottur andi!““
Kjarninn í bók Boltons er að Trump hafi jafn-
an eigin hag í fyrirrúmi. Allt annað sé auka-
atriði í huga forsetans. Það auðveldaði fylgdar-
mönnum Trumps á NATO-fundinum að hemja
hann að Kavanaugh var á leið í hæstarétt. For-
setinn vissi að á heimavelli skipti það meiru en
yfirlýsingar í Brussel.
Eftir Björn Bjarnason » Þýskir þingmenn eru ekki
bundnir af neinu Excel-
skjali þegar þeir velja menn
í æðsta dómstól lands síns.
Björn Bjarnason
Höfundur er fv. ráðherra.
Dómaraval hjá stjórnmálamönnum
… hætta að streyma ofurvextir
frá ykkur til mín.
Á síðustu misserum hefur orðið
mikil og góð breyting á fram-
kvæmd peningastefnu í landinu.
Vextir Seðlabankans hafa síðasta
árið lækkað úr 4% í 1%. Vaxta-
lækkanir það sem af er ári eru
ekki komnar til af góðu þar sem
spár benda til að atvinnuleysi
stefni í 10%. Við slíkar aðstæður
er engin þörf á peningalegu að-
haldi. Af viðtali við seðla-
bankastjóra í Markaðnum 17. júní
sýnist mér að það hafi orðið
ákveðin stefnubreyting í fram-
kvæmd peningastefnunnar eftir að
hann tók við sem seðlabankastjóri.
Þar sýnist mér helst að breyting
hafi verið á beitingu á svonefndri
Taylor-reglu sem víða er notuð við
að segja fyrir um hvernig breyta
þarf vöxtum eftir því hvar hag-
kerfið er statt í hagsveiflunni
hverju sinni. Umfjöllun um þetta
var í rammagrein í Peningamálum
haustið 2007. Það vekur sérstaka
athygli við lestur þeirra greinar
að þar er gefin forsenda um svo-
kallaða hlutlausa raunvexti upp á
3,5% á ári. Undirritaður hefur
lengi verið á þeirri skoðun að
þetta sé allt of há tala og hún
þyrfti að vera um 2% lægri til að
vit sé í. Þegar hagkerfi vex um 3%
til 4% á ári þá skil ég engan veg-
inn að rökrétt sé að raunávöxtun
áhættulausra eigna sé 3,5%.
Vextir of lengi of háir eftir óðaverð-
bólgu 1978 til 1980
Það er mín skoðun að vextir hafi fljótlega
eftir setningu Ólafslaga (1979) og síðar verið
of háir. Fyrir því voru til að byrja með rök-
réttar skýringar eftir óðaverðbólgu áranna
1978 til 1980 þegar peningalegar eignir og
sparnaður varð verðlaus á skömmum tíma og
gríðarleg verðmæti fluttust þannig frá lífeyr-
issjóðum og sparendum til skuldara. Með
verðtryggingu stöðvaðist þessi flutningur
verðmæta milli þjóðfélagshópa en flæðið
breyttist og tók að flæða frá skuldurum til líf-
eyrissjóða og sparenda. Þetta
flæði hefur nú staðið linnulaust í
rúm 30 ár og loksins, loksins er
alla vega hlé á þessu og vonandi
hættir þetta. Á meðfylgjandi
línuriti má sjá hvernig raunvext-
ir hafa þróast frá því að hús-
bréfin komu fyrst til sögunar og
svo þau bréf sem notuð hafa ver-
ið til að fjármagna Íbúðalánasjóð
eftir að fjármögnun hans var
breytt árið 2004.
Af myndinni sést klárlega
hvernig áhættulausir raunvextir
hafa lækkað hægt og seint eftir
að sparendur fóru að geta treyst
því að fá þau verðmæti til baka
sem lánuð voru. Að mínu mati
hefur þetta tekið allt, allt of lang-
an tíma og afleiðingin er mikill
tilflutningur verðmæta á milli
kynslóða.
Miðað við árslok 2018 voru
skuldir heimilanna rúmlega 2.000 milljarðar,
2% ársvextir af þeirri upphæð eru 40 millj-
arðar. Til samanburðar eru veiðiheimildir í
þorski um 250 þúsund tonn á ári og árs leiga á
hverju kílói um 175 kr./kg sem eru þá tæplega
45 milljarðar króna. Ég er því á þeirri skoðun
að gróft reiknað hafi tilflutningur verðmæta
með of háum vöxtum á hverju ári, síðustu 30
árin, numið álíka verðmæti og leiguverð á öll-
um úthlutuðum veiðiheimildum þorsks. Mikið
verð ég glaður ef þessu tímabili í hagsögu okk-
ar lýkur nú árið 2020.
Eftir Óttar Guðjónsson
» Tilflutningur
frá heimilum
jafnast á við
verðmæti
þorskkvótans.
Óttar Guðjónsson
Höfundur er hagfræðingur.
Loksins, loksins
börnin mín…
Áhættulausir raunvextir frá 1990, Húsbréf, Íbúðabréf og HFF.