Morgunblaðið - 26.06.2020, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 26.06.2020, Blaðsíða 26
3. UMFERÐ Bjarni Helgason bjarnih@mbl.is Þróttarinn Mary Vignola átti frá- bæran leik þegar liðið náði í sín fyrstu stig í úrvalsdeild kvenna í knattspyrnu, Pepsi Max-deildinni, gegn Fylki í 3. umferð deildarinnar á Würth-vellinum í Árbænum á þriðju- daginn síðasta. Hún fékk tvö M fyrir frammistöðu sína í einkunnagjöf Morgunblaðsins. Vignola, sem er 21 árs gömul, jafn- aði metin fyrir Þróttara með stór- glæsilegu skoti utan teigs í uppbót- artíma en hún hefur æft fótbolta frá því hún man eftir sér og er fædd og uppalin í Bandaríkjunum. „Heilt yfir leið okkur bara mjög vel eftir leikinn í Árbænum,“ sagði Mary Vignola í samtali við Morgun- blaðið. „Að sjálfsögðu ætluðum við okkur að sækja þrjú stig en að fá eitt stig er samt sem áður skref í rétta átt og við erum virkilega spenntar fyrir framhaldinu. Það er alltaf gaman að skora en ég veit í raun ekki hvað flaug í gegnum huga mér þegar ég ákvað að skjóta. Ég sá bara markið og ákvað að láta vaða. Boltinn fór í netið og það tók mig smátíma að átta mig á því að hann hefði farið inn en tilfinningin eftir á var hrikalega góð. Ef við horfum á þessa fyrstu leiki sem við höfum spilað þá hefur verið góður stígandi hjá okkur og við erum alltaf að bæta okkur sem lið. Næsti leikur gegn Breiðabliki verður því mjög stór prófraun en við erum til- búnar í slaginn.“ Vissi að þetta yrði erfitt Þróttarar eru nýliðar í efstu deild og spá flestir því að liðið fari niður um deild í haust. „Ég vissi að það væri erfitt verk- efni fyrir höndum þar sem Þróttur er nýliði í efstu deild og ég var þess vegna meðvituð um það að allir leikir yrðu mikil barátta. Ég geri mér fulla grein fyrir því að sumarið verður erf- itt enda erum við að spila gegn bestu liðum landsins. Að sama skapi finnst mér liðið vera mjög tilbúið í þessa baráttu og það er gríðarlegur keppnisandi í hópnum. Við viljum virkilega spila í deild þeirra bestu og á meðan hungr- ið er áfram til staðar í leikmanna- hópnum þá er ég sannfærð um að stigin muni koma á endanum. Markmiðið er svo fyrst og fremst að halda sæti sínu í deildinni og það er aðalatriðið á þessum tímapunkti.“ Komst til Íslands í þriðju tilraun  Mary Vignola er tilbúin í baráttuna sem fylgir nýliðum í efstu deild Ljósmynd/Sigfús Gunnar Þróttur Mary Vignola skoraði stórglæsilegt mark gegn Fylki í Árbænum. Markheppinn bakvörður Vignola lék með Tennessee- háskólanum á síðustu leiktíð þar sem hún skoraði 9 mörk í átján leikjum og endaði sem markahæsti leik- maður liðsins á tímabilinu. „Ég spilaði sem framherji á loka- ári mínu með Tennesse en fram að því hafði ég alltaf spilað sem bak- vörður með liðinu. Það var vissulega gaman að breyta aðeins til en að sama skapi hefur mér alltaf liðið mjög vel í bakvarðarstöðunni. Það er mín besta staða og ég kann hana mjög vel. Ég vil sækja og ég reyni að taka eins mikinn þátt í sókn- arleiknum og mögulegt er. Það er minn helsti styrkleiki ef svo má segja en ég er líka hörð í horn að taka á hinum enda vallarins og mér finnst gaman að verjast líka.“ Beið lengi vegna veirunnar Bakvörðurinn átti að koma til landsins í janúar en það dróst veru- lega vegna kórónuveirufaraldursins. „Ég átti að koma til landsins fljót- lega eftir áramót en það dróst heldur betur á langinn vegna kórónu- veirunnar. Tvær flugferðir sem ég var búin að bóka til landsins voru felldar niður vegna veirunnar. Ég vissi þess vegna ekkert hvenær ég myndi geta byrjað að æfa með liðinu en allt er þegar þrennt er og fyrir rúmlega mánuði gekk þetta loks upp. Fyrstu tvær vikurnar fóru í sóttkví en við höfum æft eðlilega með liðinu síðustu tvær vikur. Það var skrítið að vera einangraður í landi þar sem maður er ekki kunnugur staðháttum en það gekk samt mun betur en ég átti von á. Við æfðum á hverjum degi og vorum í daglegu sambandi við þjálfarana þannig að ég var tilbúin í slaginn þegar ég mætti á mína fyrstu æfingu.“ Vignola stefnir hátt og er með há- leit markmið fyrir framtíðina. „Það er erfitt að spá um það hvað tekur við hjá mér að tímabili loknu. Fótboltaheimurinn er sérstakur og það er erfitt að plana of langt fram í tímann. Ég sé alveg fyrir mér að spila í Bandaríkjunum á einhverjum tímapunkti því það er mitt heima- land og það er erfitt að vera of lengi að heiman. Að spila fótbolta er mín ástríða og ég er á Íslandi til þess að halda áfram að bæta mig og verða betri leikmaður. Markmiðið er að sjálfsögðu að gera sig gildandi í bandarískri knattspyrnu og auðvitað er það draumur hjá öllum knatt- spyrnukonum að spila fyrir landið sitt,“ bætti Mary Vignola við. 26 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. JÚNÍ 2020 Körfuboltalið Vals í kvennaflokki hefur fengið liðsauka úr Breiðholt- inu en Nína Jenný Kristjánsdóttir er komin til félagsins frá ÍR og hef- ur samið við Hlíðarendafélagið til næstu tveggja ára. Nína Jenný er 23 ára miðherji og uppalin í FSu á Selfossi en lék með Val 2015-16 áð- ur en hún gekk til liðs við ÍR. Þá er Sóllilja Bjarnadóttir orðin leik- maður Breiðabliks á ný eftir eitt ár hjá KR. Sóllilja hefur leikið sex A- landsleiki og skoraði 5,4 stig að meðaltali fyrir KR á síðustu leiktíð, en hún er uppalin hjá Breiðabliki. Valur fær mið- herja frá ÍR Ljósmynd/Valur Hlíðarendi Nína Jenný Kristjáns- dóttir samdi við Val. Hlín Eiríksdóttir og Elín Metta Jensen úr Val og Sveindís Jane Jónsdóttir úr Breiðabliki eru allar í úrvalsliði Morgunblaðsins í annað sinn í þremur fyrstu umferðunum. Lið 3. umferðar má sjá hér fyrir ofan. Auk þeirra hef- ur Alexandra Jóhannsdóttir úr Breiðabliki verið valin tvisvar.  Elín Metta er efst í M-gjöf blaðsins eftir þrjár umferðir með 5 M sam- anlagt en næstar koma þær Hlín og Laura Hughes úr Þrótti með 4 M hvor. Þar á eftir koma ellefu leikmenn með þrjú M hver.  Valur er með flest M samanlagt, 22, en Breiðablik er með 19, Fylkir 18 og Þór/KA 15, Þróttur 13, Selfoss 12, Stjarnan 12, KR 9, ÍBV 9 og FH er með fæst M eftir þrjár umferðir, 8 samtals. vs@mbl.is 3. umferð í Pepsi Max-deild kvenna 2020 3-5-2 Hversu oft leikmaður hefur verið valinn í lið umferðarinnar 2 Auður Scheving ÍBV Berglind Björg Þorvaldsdóttir Breiðabliki Barbára Sól Gísladóttir Selfossi Íris Una Þórðardóttir Fylki Hafrún Rakel Halldórsdóttir Breiðabliki Elín Metta Jensen Val Clara Sigurðardóttir Selfossi Sveindís Jane Jónsdóttir Breiðabliki Hlín Eiríksdóttir Val Mary Alice Vignola Þrótti Jasmín Erla Ingadóttir Stjörnunni 2 2 2 Elín Metta er efst í M-gjöfinni Mjólkurbikar karla 3. umferð: Breiðablik – Keflavík ............................... 3:2 Víkingur Ó. – Víkingur R. ............... 5:6 (1:1) England Burnley – Watford................................... 1:0  Jóhann Berg Guðmundsson lék ekki með Burnley vegna meiðsla Southampton – Arsenal ........................... 0:2 Chelsea – Manchester City ..................... 2:1 Staðan: Liverpool 31 28 2 1 70:21 86 Manch.City 31 20 3 8 77:33 63 Leicester 31 16 7 8 59:29 55 Chelsea 31 16 6 9 55:41 54 Manch.Utd 31 13 10 8 48:31 49 Wolves 31 12 13 6 44:34 49 Tottenham 31 12 9 10 50:41 45 Sheffield Utd 31 11 11 9 30:31 44 Arsenal 31 10 13 8 43:41 43 Crystal Palace 31 11 9 11 28:36 42 Burnley 31 12 6 13 35:45 42 Everton 31 11 8 12 38:46 41 Newcastle 31 10 9 12 29:42 39 Southampton 31 11 4 16 38:54 37 Brighton 31 7 12 12 34:41 33 Watford 31 6 10 15 28:46 28 West Ham 31 7 6 18 35:54 27 Bournemouth 31 7 6 18 29:50 27 Aston Villa 31 7 6 18 36:59 27 Norwich 31 5 6 20 25:56 21 Noregur Rosenborg – Bodø/Glimt......................... 2:3  Alfons Sampsted lék allan leikinn með Bodø/Glimt. Sarpsborg – Strömsgodset..................... 2:3  Ari Leifsson lék allan leikinn með Strömsgodset. Svíþjóð Bikarkeppnin, 8-liða úrslit: Malmö – AIK ............................................ 4:1  Arnór Ingvi Traustason lék síðustu 32 mínúturnar með Malmö.  Kolbeinn Sigþórsson lék síðustu 40 mín- úturnar með AIK. Hammarby – Gautaborg......................... 1:3  Aron Jóhannsson var ekki í leikmanna- hópi Hammarby. Häcken – Elfsborg................................... 1:2  Oskar Tor Sverrisson lék fyrri hálfleik- inn með Häcken. Spánn Real Madrid – Mallorca ........................... 2:0 Eibar – Valencia ....................................... 1:0 Real Betis – Espanyol.............................. 1:0 Staðan: Barcelona 31 21 5 5 70:31 68 Real Madrid 31 20 8 3 59:21 68 Atlético Madrid 31 14 13 4 39:22 55 Sevilla 31 14 11 6 44:32 53 Getafe 31 13 10 8 40:29 49 Villarreal 31 14 6 11 49:40 48 Real Sociedad 31 14 5 12 47:39 47 Valencia 31 12 10 9 41:44 46 Granada 31 12 7 12 37:36 43 Athletic Bilbao 31 10 12 9 33:27 42 Levante 31 11 5 15 37:44 38 Osasuna 31 9 11 11 36:46 38 Real Betis 31 9 10 12 41:48 37 Alavés 31 9 8 14 31:46 35 Real Valladolid 31 7 13 11 26:36 34 Celta Vigo 31 7 12 12 29:35 33 Eibar 31 8 8 15 32:47 32 Mallorca 31 7 5 19 29:52 26 Leganés 31 5 10 16 23:44 25 Espanyol 31 5 9 17 26:50 24  Knattspyrnu- maðurinn Rúrik Gíslason er far- inn frá þýska fé- laginu Sand- hausen eftir að hafa leikið með því í tvö og hálft tímabil en þetta kom fram í hlað- varpsþætti Hjörvars Haf- liðasonar, Dr. Football, í gær. Rú- rik kom til Sandhausen frá Nürn- berg í ársbyrjun 2018 en hann lék áður með dönsku liðunum FC Kø- benhavn, OB og Viborg. Rúrik er 32 ára og hefur leikið 53 landsleiki fyrir Íslands hönd. Rúrik farinn frá Sandhausen Rúrik Gíslason KNATTSPYRNA 1. deild kvenna, Lengjudeildin: Extra-völlur: Fjölnir – Haukar ........... 19.15 Sauðárkrókur: Tindastóll – Keflavík.. 19.15 Norðurálsvöllur: ÍA – Grótta .............. 19.15 Varmá: Afturelding – Víkingur R....... 19.15 Kópavogsv.: Augnablik – Völsungur .. 19.15 2. deild kvenna: Grýluvöllur: Hamar – Hamrarnir............ 19 Framvöllur: Fram – ÍR........................ 19.15 Í KVÖLD! Sara Björk Gunnarsdóttir, lands- liðsfyrirliði í knattspyrnu, leikur ekki með Wolfsburg í bikarúrslitum gegn Essen 4. júlí þar sem samn- ingur hennar við þýska félagið verður runninn út. Sara hefur sam- ið við annað félag og mun hún formlega ganga í raðir þess um mánaðamótin. Hefur hún verið sterklega orðuð við Evrópumeist- ara Lyon. „Þetta eru fyrirmæli frá klúbbnum sem ég er að fara í og það eru ástæður fyrir því sem mað- ur verður að virða,“ sagði Sara í samtali við mbl.is í gær. Sara ekki með í bikarúrslitum Ljósmynd/Wolfsburg Wolfsburg Sara Björk Gunn- arsdóttir leikur ekki í úrslitum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.