Morgunblaðið - 26.06.2020, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 26.06.2020, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. JÚNÍ 2020 Það vakti töluverða athygli þegar þýski kafbáturinn U-36 kom til hafnar við Skarfabakka í Reykjavík í gærmorgun, í fylgd hafnsögubáta. Kafbáturinn mun taka þátt í NATO-æfingu sem fer fram við Ís- landsstrendur 29. júní til 10. júlí. Ber æfingin nafnið Dynamic Mon- goose. U-36 er af nýjustu gerð kafbáta, af gerðinni 212 sem hönnuð er af Howaldtswerke-Deutsche Werft AG fyrir þýska og ítalska sjóherinn. Kafbátar af þessari gerð eru 57 metra langir og 6,8 metrar að breidd og búast má við að það sé þröngt um áhöfnina. Tíu slíkir kafbátar hafa verið framleiddir og er gert ráð fyrir að 16 bætist við á næstu árum. Ekki er um að ræða ódýr tæki og kostar hver bátur á bilinu 280 til 560 millj- ónir evra eftir því hvernig hann er búinn, jafnvirði 44 til 88 milljarða íslenskra króna. U-36 er í fyrstu kafbátasveit þýska sjóhersins og er með heima- höfn í Eckernförde í Slésvík- Holtsetalandi. gso@mbl.is Þýska kafbátinum U-36 fylgt inn sundin blá af hafnsögubátum Tekur þátt í æfingu NATO Morgunblaðið/Eggert Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is Starfshópur um öryggismál í skóla- og frístundastarfi á vegum Reykja- víkurborgar leggur til að settar verði upp öryggismyndavélar þar sem þörf er talin á við grunnskóla, leik- skóla og frístundastarfsstöðvar í borginni. „Ljóst er að öryggismyndavélar geta aukið öryggi barna og starfs- fólks fyrst og fremst með því að hafa ákveðinn fælingarmátt fyrir óvið- komandi mannaferðir á þessum starfsstöðum og einnig þegar kemur að skemmdarverkum og þjófnaði,“ segir í skýrslu starfshópsins. Hópurinn var skipaður eftir mikla umræðu um öryggismál í skólum í kjölfar þess að karlmaður fór inn í Austurbæjarskóla á miðjum skóla- degi, lokkaði níu ára gamla stúlku af- síðis og þuklaði á henni og hafði uppi kynferðislega tilburði. Í tillögum starfshópsins er mælst til þess að starfsfólk í skólastarfi sé auðkennt, til dæmis með auðkenn- iskorti og að gestir fái gestakort í hálsbandi. Einnig er lagt til að starfsfólk sé auðþekkjanlegt í úti- veru, til að mynda í skærlitum vest- um. Merkingum í skólabyggingum er ábótavant, skýrt þarf að vera hvar skrifstofu skóla er að finna og hvar aðalinngangur sé. Fækka ætti ólæst- um inngöngum. Mælst er til þess að öryggis- myndavélar verði eingöngu utan- dyra við leikskóla, frístundaheimili og félagsmiðstöðvar en þær verði bæði innan dyra og utan í grunnskól- um. Telur hópurinn að skoða ætti hvort viðbótarlýsing eða skynjara- ljós geti dregið úr óæskilegum heim- sóknum á skólalóðir á kvöldin og um helgar. Einnig vill hópurinn að kann- að verði hvort aðgangsstýring geti hentað í skólum sem eru í alfaraleið, til dæmis í miðborginni, eða þar sem dæmi eru um óæskilegar heimsókn- ir. Myndavélar borgi sig fljótt upp Ítarlega er fjallað um kosti þess að setja upp öryggismyndavélar í skól- um í skýrslunni. Vitnað er til orða eins skólastjóra sem sagði að myndavélarnar nýttust til að geta stigið niður fæti þegar einstaklingar byrja að sýna brotahegðun. Þá komi þær í veg fyrir fjárhagstjón og því geti kostnaður við uppsetningu fljótt borgað sig upp. Verulegur kostnaður er sagður hljótast af kostnaði vegna skemmd- arverka. Þannig nemi kostnaður vegna rúðubrota um 50 milljónum króna á síðustu fjórum árum. Dæmi séu um að rúðubrotum hafi fækkað mikið eftir að settar voru upp myndavélar við skóla. Myndavélar verði innan- og utandyra Morgunblaðið/Árni Sæberg Austurbæjarskóli Alvarlegt atvik varð kveikjan að úttekt á öryggismálum.  Tillögur starfshóps um bætt öryggismál í skóla- og frístundastarfi í Reykjavík kynntar  Starfsfólk verði auðkennt og inngöngum fækkað  Myndavélar nýtist í skólastarfi og gegn skemmdarverkum Öryggismál í skólum » Starfshópur um öryggismál í skóla- og frístundastarfi fundaði frá nóvember síðast- liðnum og fram í maí. » Mælist hópurinn til þess að skólar geri eigin verklagsreglur um innra öryggi og bæti upp- lýsingagjöf. » Bæta þarf skráningu koma og brottfara á leikskólum og í frístundastarfi. Starfsfólk gangi með auðkenniskort á vinnutíma.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.