Morgunblaðið - 26.06.2020, Blaðsíða 21
MINNINGAR 21
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. JÚNÍ 2020
Mörg minninga-
brot koma upp í
hugann, fallegar,
bjartar og dýrmæt-
ar minningar sem
ég reyni að raða saman í mynd
af einstakri konu, Bergrós eða
Rósu eins og hún var kölluð. Svo
kraftmikil og kappsfull í öllu
sem hún tók sér fyrir hendur.
Bergrós vildi gera allt sem best.
Hún var glaðlynd með góða
kímnigáfu, gat verið beinskeytt
ef þess þurfti, heiðarleg og hug-
rökk í samskiptum og þorði að
hafa skoðun á mönnum og mál-
efnum. Hugðarefnin voru mörg
og margbreytileg, hvort sem það
var að rækta og hugsa um blóm-
in í garðinum eða ganga um fal-
lega náttúru, hlusta á tónlist
sem hún naut í botn, njóta
myndlistar og samvista við fjöl-
skyldu og vini og svo margt
fleira. Rósa hafði brennandi
áhuga á lífinu í öllum sínum fjöl-
breytileika og naut þess sem
það gaf, jafnt í hversdagsleik-
anum sem öðru, það er mikil
kúnst.
Kæra vinkona, ég mun gæta
vel fallegu og dýrmætu minning-
anna um vináttu okkar og lífið.
Elsku Sveinn og fjölskylda.
Okkar innilegustu samúðar-
kveðjur
Kristín og Ólafur.
Í minningu daganna skæru
og ilmandi og gáskafullu
munum við fegurstu rósina
brotna af bergi
en með mjúka þyrna
sem snertu okkur svo djúpt
að við gleymum aldrei
og elskum eilíft.
(ÞK)
Hún Rósa okkar er dáin. Sorg
okkar er hyldjúp. Við höfum
misst góða vinkonu og sjáum á
bak sterkri og jákvæðri konu.
Rósa átti senuna, aðsópsmikil,
yfirveguð og á sama tíma ákveð-
in og hlý. Við minnumst hennar
eflaust á misjafnan máta en öll
eigum við núna tóman sal í lífi
okkar þar sem Rósa bjó áður
þótt salur minninganna verði
alltaf bjartur.
Við kynntumst Rósu á sveita-
bænum Hrauni í Ölfusi. Þar
kom hún fyrst fyrir rúmum 50
árum barn að aldri og var
kaupakona í sex ár – duglegur
og drífandi gleðigjafi sem setti
ógleymanlegt mark á sveitina.
Inga Þóra man að það var alltaf
gaman þar sem Rósa var og
einnig eftir því hve þær höm-
uðust mikið við að ljúka heim-
ilisverkunum svo þær gætu
fengið frí til að leika sér og finna
upp á einhverju nýju með Her-
dísi frænku sem var á hinum
Hraunsbænum.
Inga Þóra hitti Rósu af og til
eftir kaupastúlkuárin. En svo
hafði Herdís frænka frumkvæði
að því vorið 2016 að hóa saman
ýmsum sem voru í sveitinni,
frændfólki og kaupafólki, og höf-
um við hist upp frá því 1-2 sinn-
um á ári á Hrauni og Rósa var
auðvitað þungamiðja – hlý, bros-
andi, sterk, hreinskilin, ákveðin,
spyrjandi og sú sem gerði okkur
glöð. Svo hittumst við flesta
daga á fésbókinni sem Gamla
gengið, ræddum minningarnar
frá Hrauni og settum inn tónlist
frá „kaupakonuárunum“. Rósa
kom okkur sífellt á óvart með
fjölbreyttum smekk sínum á
tónlist, meðal annars með að
dúndra inn splunkunýju rokki,
Bergrós
Þorgrímsdóttir
✝ Bergrós Þor-grímsdóttir
fæddist 16. janúar
1959. Hún lést 6.
júní 2020.
Útförin fór fram
18. júní 2020.
svo sem Highway
Tune með Gretu
Van Fleet.
Hún Rósa okkar
er dáin. Lát hennar
er okkur þung
byrði sem við reyn-
um að létta með
hugsun um hlýju
hennar og þau góðu
áhrif sem hún hafði
á okkur, um þessa
Rósu sem verður
ávallt snar þáttur í bestu minn-
ingum okkar.
Við vottum fjölskyldu hennar
dýpstu samúð okkar,
Þorlákur Karlsson og
Þórhildur Björnsdóttir,
Inga Þóra Karlsdóttir
og Garðar Gestsson.
Elskulega Rósa mín.
Maður getur ekki annað en
brosað þegar maður hugsar til
til allra góðu minninganna sem
maður á með þér. Upp úr
standa minningarnar frá því ég
kom upp í Mosó til ykkar Sveins
og krakkanna að gista. Ég man
svo vel eftir öllum stundunum
þegar ég sat við eldhúsborðið í
sólríka eldhúsinu þínu og dáðist
að þér þegar þú hækkaðir í út-
varpinu, dillaðir þér glöð og
söngst hástöfum með þegar Hit
the road Jack eða Don’t worry
be happy ómaði. Þessi lög færa
mig til baka í tíma í hvert sinn
þegar ég heyri þau og ylja hjart-
anu um leið. Þau færa mig aftur
í gleðina og umhyggjuna sem
umvöfðu mann í nærveru þinni.
Það er stórt skarð sem situr eft-
ir nú þegar þú hefur kvatt þenn-
an heim allt of snemma. Mikið
eigum við öll eftir að sakna þín.
Brosið þitt, jákvæðnin og
dásamlegi hláturinn þinn. Það er
erfitt að finna jafn fallegt hjarta.
Er sárasta sorg okkur mætir
og söknuður huga vorn grætir
þá líður sem leiftur úr skýjum
ljósgeisli af minningum hlýjum.
(H.J.H.)
Innilegar samúðarkveðjur
elsku Sveinn, Grímur, Rakel,
Pétur og fjölskyldur. Megi allar
fallegu minningarnar um ynd-
islegu Rósu ylja ykkur og
styrkja á þessum erfiðu tímum.
Missirinn er yfirþyrmandi. Ég
veit að amma og afi hafa tekið
vel á móti elskunni sinni og
gæta hennar þar til við hittumst
öll aftur á ný í öðrum heimi.
Takk fyrir allt elsku frænka.
Nína Sif.
Elsku vinkona Begga mín,
það var sárt að að fá símtal frá
Sveini þínum og heyra að þú
varst farin, mig setti hljóða og
minningarnar streymdu fram.
Þú varst önnur af tveimur
mínum bestu æskuvinkonum frá
því við kynntumst þá 9 ára í Ár-
bæjarskóla. Tókst á móti mér
með hlýju brosi og bliki í auga
er ég kom ný inn í bekkinn hjá
Sigrúnu kennara.
Margoft fékk ég að fylgja þér
inn á heimilið þitt í Hlaðbænum
og bíða á milli tíma í skólanum
því mun lengra var heim til mín
en flestra annarra í bekknum.
Foreldrar þínir, Nína og Þor-
grímur tóku mér ætíð mjög vel,
fékk leyfi hjá þeim að kalla þig
Beggu en þú varst alltaf kölluð
Rósa af þínum nánustu, síðar
heimsótti ég þau af og til í eld-
húsdagsumræður fram á þann
dag er þau yfirgáfu þessa jörð.
Við fylgdumst að í gegnum
unglings-, tánings- og okkar
fyrstu hjúskaparár, svo fór að
leiðir aðskildust í lífsins amstri
og uppeldi barna, forsendur
breyttust en héldum alltaf góðu
sambandi, þó að við værum ekki
inni á gafli hjá hvor annarri þá
var það þannig, þótt liði tími á
milli þess að við rákum inn nefið
hjá hvor annarri í kaffibolla og
samfunda var alltaf eins og við
hefðum hist eða talað saman í
gær.
Begga var sjálfri sér sam-
kvæm, hreinskilin og gekk
hreint til dyra og verks, og
ávallt kom „Segðu mér hvað er
að frétta af…“ byrjuðu samræð-
urnar.
Hún var mjög tónelsk og hag-
yrt, elskaði að rækta garðinn
sinn á heimili þeirra hjóna og
hélt vel utan um sína nánustu.
Skemmtileg, trygg og traustur
vinur, tók á móti veikindum sín-
um sem hún hefur barist við í
hartnær fjögur ár með miklum
baráttuvilja, ótrúlegri þolin-
mæði, styrk og æðruleysi.
Er á meðan er sagði hún og
huggaði mig þegar tárin runnu,
hún var ein af mínum eðalstein-
um í mínu stundarglasi. Gengin
er glæsileg vinkona allt of fljótt,
takk fyrir samfylgdina í gegnum
lífið, hvíl í friði þar til við hitt-
umst á ný.
Hver minning dýrmæt perla að liðn-
um lífsins degi,
hin ljúfu og góðu kynni af alhug
þakka hér.
Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem
gleymist eigi,
og gæfa var það öllum, er fengu að
kynnast þér.
(Ingibjörg Sigurðardóttir)
Elsku Sveinn, Sveinn Þor-
grímur, Rakel Rós, Pétur Haf-
liði og fjölskyldur, ég votta ykk-
ur innilega samúð mína, hún var
mjög stolt af ykkur. Megi minn-
ingarnar umvefja ykkur í tóma-
rúminu og gefa ykkur kærleika,
gleði og styrk í sorginni.
Aldís Gunnarsdóttir.
Okkar ástkæri, eiginmaður, faðir,
tengdafaðir, afi og langafi,
SKÚLI ANDRÉSSON
frá Framnesi, Borgarfirði eystra,
lést á Hjúkrunarheimilinu Dyngju á
Egilsstöðum 19. júní. Jarðsett verður frá
Bakkagerðiskirkju laugardaginn 27. júní klukkan 13.
Kristín Sigurlaug Eyjólfsdóttir
Sigrún Skúladóttir Gunnlaugur Haraldsson
Björn Skúlason
Eyjólfur Skúlason Sigrún Bjarnadóttir
Valgeir Skúlason Lára Vilbergsdóttir
Anna Bryndís Skúladóttir
Andrés Skúlason Gréta Jónsdóttir
Emil Skúlason Oddný Freyja Jökulsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær eiginkona, móðir okkar,
tengdamóðir, systir og amma,
GUÐFINNA ELÍNBORG
GUÐMUNDSDÓTTIR,
Blönduhlíð 19, Reykjavík,
lést í faðmi fjölskyldunnar aðfaranótt
18. júní. Jarðsungið verður frá Háteigskirkju miðvikudaginn
1. júlí klukkan 13.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki kvennadeildar
Landspítalans og líknardeildar Landspítalans í Kópavogi fyrir
frábæra umönnun og hlýhug.
Kjartan Egilsson
Hlynur Örn Kjartansson Ragnar Már Kjartansson
Tara Brekkan Pétursdóttir Ágúst Sævar Guðmundsson
Natalía Marín B. Hlynsdóttir
Pétur Ragnar B. Hlynsson
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir og afi,
JÓN A.K. LYNGMO
framkvæmdastjóri,
lést á Landspítalanum við Hringbraut
fimmtudaginn 18. júní.
Hann verður jarðsunginn frá Digraneskirkju fimmtudaginn 2. júlí
klukkan 13.
Sigrún Ingadóttir
Inga Dóra Magnúsdóttir
Ólína J. Lyngmo Ingibjartur Bjarni Davíðsson
og barnabörn
Innilegar þakkir sendum við öllum sem
sýndu okkur samúð og hlýju við andlát
elskulegrar móður okkar, tengdamóður,
ömmu og langömmu,
ZOPHANÍU G. BRIEM,
Góu.
Svanborg Briem Bragi Ólafsson
Líða Briem
Einar Jón Briem Anna Jóna Jóhannsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Elsku pabbi minn, bróðir okkar, mágur
og frændi,
GUÐMUNDUR S. INGIMARSSON,
Tunguheiði 18, Kópavogi,
sem andaðist á Líknardeildinni í Kópavogi
10. mars, verður jarðsunginn frá Seljakirkju
mánudaginn 29. júní klukkan 13. Þeim sem vilja minnast hans
er bent á Heru líknarþjónustu eða Líknardeildina í Kópavogi.
Alexander Már Guðmundsson
Guðrún Kristinsdóttir Helgi H. Stefánsson
Alexander Ingimarsson Edda Ástvaldsdóttir
Birna Rúna Ingimarsdóttir Friðþjófur Th. Ruiz
og fjölskyldur
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
KARLA JÓNSDÓTTIR
sjúkraliði,
Mánatúni 6, Reykjavík,
lést mánudaginn 22. júní. Útförin fer fram
frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 2. júlí klukkan 11.
Þeim sem vilja minnast hennar er bent á líknardeild
Landspítalans í Kópavogi.
Sigurbjörg Guðjónsdóttir Kolbeinn Magnússon
Helga Guðjónsdóttir Steinar Jónsson
Jón Hrafn Guðjónsson Margrét Torfadóttir
Guðrún Guðjónsdóttir Kurt A. Rasmussen
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi,
JÓN HJÖRLEIFSSON
athafnamaður,
verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju,
miðvikudaginn 1. júlí klukkan 13.
Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir
en þeim sem vildu minnast hans er bent á Hollvinasjóð
hjúkrunarheimilisins Hjallatúns, Vík í Mýrdal, kt. 430206-1410,
bnr. 0317-13-300530.
Eva María Jónsdóttir Sigurpáll Scheving
Ragna Sara Jónsdóttir Stefán Sigurðsson
Hjörleifur Jónsson Hildur Pétursdóttir
Sigrún Ágústsdóttir
og barnabörn
Það er með trega
í hjarta sem ég
skrifa þessi orð, því
hún Rúna okkar er
látin.
Við Rúna höfum þekkst og
verið vinkonur í yfir 50 ár. Fyrir
50 árum var hópur stelpna að
vinna á Lögreglustöðinni, þar á
meðal var Rúna. Ég aftur á móti
var að vinna annars staðar en
fékk inngöngu í þennan frábæra
hóp, sem hefur reynst mér dýr-
Guðrún
Halldórsdóttir
✝ Guðrún Hall-dórsdóttir
fæddist 1. febrúar
1949. Hún lést 15.
júní 2020.
Útför Guðrúnar
fór fram 25. júní
2020.
mætt og met mikils,
því tryggir vinir eru
vandfundnir.
Skömmu eftir
kynni okkar
ákváðum við að
stofna saumaklúbb,
sem í byrjun stóð
fyllilega undir nafni.
Þar var Rúna
fremst í flokki með
hannyrðir af ýmsu
tagi.
En mér er minnisstæðast jóla-
teppið sem hún var að sauma í
nokkur ár. Mjög fallegt og Rúna
var ekkert að bíða með að nota
það og byrjaði hún að nota tepp-
ið strax og hún var búin að
sauma myndina í fyrsta hornið.
Alltaf var jafn yndislegt að
heimsækja hana, hvort sem hún
bjó í risinu þar sem hennar fyrsti
saumó var haldinn eða í Heið-
arselinu, hlýlega heimilinu
þeirra Péturs.
Þar áttum við margar góðar
stundir saman.
Við höfum verið vinkonur all-
ar götur síðan, vináttan aðeins
styrkst með árunum. Þar sem
við höfum fylgst með lífshlaupi
hvor annarrar í gegnum öll þessi
ár, með uppvexti barna hennar
og barnabarna, bæði í gleði og
sorg.
Hún Rúna var baráttukona og
fylgin sér í öllu sem hún tók sér
fyrir hendur. Glæsileg og með
æðruleysi tók hún á móti lífinu,
sem er til fyrirmyndar. Ég dáð-
ist alltaf af yfirvegun og jafn-
aðargeði hennar hvað sem á
gekk.
Ég er stolt af því að geta kall-
að hana Rúnu vinkonu mína.
Ég sendi Pétri, börnum og
allri fjölskyldunni mínar innileg-
ustu samúðarkveðjur og bið að
Guð styrki þau í sorginni.
Hulda Jónsdóttir.
Morgunblaðið birtir minning-
argreinar endurgjaldslaust
alla útgáfudaga.
Formáli | Minningargreinum
fylgir formáli sem nánustu að-
standendur senda inn. Þar koma
fram upplýsingar um hvar og hve-
nær sá sem fjallað er um fæddist,
hvar og hvenær hann lést og loks
hvaðan og klukkan hvað útförin
fer fram. Þar mega einnig koma
fram upplýsingar um foreldra,
systkini, maka og börn. Ætlast er
til að þetta komi aðeins fram í for-
málanum, sem er feitletraður, en
ekki í minningargreinunum.
Minningargreinar