Morgunblaðið - 26.06.2020, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 26.06.2020, Blaðsíða 17
Það er óboðlegt að frumvarpi verði troðið í gegnum þingið van- hugsað til að uppfylla endurskoðun á lífs- kjarasamningi og til að þingmenn geti farið sem fyrst í sumarfrí og látið sig engu skipta kostnað þeirra sem eiga allt undir húsnæðisaðstoð. Það eina sem þingmenn geta orðið sammælst um eru þinglok til að komast í margra mánaða sum- arfrí, jafnvel þótt alþingi hafi verið óstarfhæft mánuðum saman vegna Covid-19 breytir það engu þar um. Það er löngu orðið tímabært að beina ódýrara og notuðu húsnæði til þeirra sem minna mega sín til að forðast forsendubrest síðar, þar sem lágtekjuhópar treysta í blindni á kerf- ið. Því er ætlað að brúa bil þeirra sem eru undir tilteknum tekjumörkum og er hugsað sem ríkisaðstoð fyrir þá sem hafa ekki átt fasteign síðastliðin fimm ár. Frumvarpið er ómarkvisst eigi að stýra þeim sem eru í vandræð- um í nýtt húsnæði sem er mun dýrara en notað og umfram þann ávinning sem hlýst af 20% niðurgreiðslu hús- næðis til lækkunar. Það virðist loða við ráðherra fé- lagsmála og forkólfa verklýðsfélaga að stjórnast af dómgreindarleysi ef ekki einfeldni þegar kemur að því að leysa húsnæðisvanda þeirra tekju- lágu. Hver fræðingurinn af öðrum er skipaður af stjórnvöldum, hvernig megi ná fram hagfelldum lausnum, og síðan er brugðist við með óábyrg- um hætti. Það er óumdeilanlegt að nýtt húsnæði er umtalsvert dýrara en notað og ekki síst sé litið til fasteigna- kaupenda á landsbyggðinni, þá er verið að tala um tuga prósenta mis- mun. Þó svo að byggingarmarkaður sé að stefna í lægð er óásættanlegt og vítavert að stýra skattfé landsmanna með framangreindum hætti ásamt því að auka greiðslubyrði hjá lág- tekjufólki, sem á allt sitt undir vitrænum lausn- um til að eignast ódýr- ara húsaskjól. Skuldugt fólk var borið út með kerf- isbundnum hætti af heimilum sínum vegna óstjórnar og ótrausts verklags. Þó svo að stjórnvöld séu beitt miklum þrýstingi af fjármagnseigendum og byggingarverktökum að ríkið spýti í varðandi uppbyggingu á nýju húsnæði, er tímabært að látið sé af óhæfri stjórn- sýslu. Núverandi frumvarpi má helst líkja við að ríkið væri að niðurgreiða matarmiða til aðstoðar þeim sem minna mega sín, t.d. hjá Fjöl- skylduhjálpinni, með þeim kvöðum að miðarnir nýttust eingöngu í dýrustu matvörubúðinni. Stjórnvöld og verkalýðsfélög hafa haft nægan tíma til að hlutast til um ódýrara úrræði varðandi húsnæði til þeirra lægst settu án árangurs síð- ustu 40 árin. Það er góðra gjalda vert að aðstoða meðborgara sína sem berjast í bökkum, engu að síður verð- ur að vera glóra í því sem á sér stað. Það á að rýmka reglur og höfða til ábyrgðarkenndar þeirra sem þurfa að nýta sér félagslega aðstoð til að þeir geti keypt sér húsnæði á sem hagkvæmastan hátt, þó svo að ein- hverjar kvaðir séu til staðar. Til dæmis mætti hafa sem skilyrði ákveðinn aldur og ástand húsnæðis. Það er löngu kominn tími til að þeir sem veljast til starfa sem ráðgjafar og eiga að hafa vit fyrir öðrum séu þess megnugir að valda starfinu svo vel fari. Félagslega uppbyggingu og íbúðarkaup með sem hagkvæmustum hætti er aldrei hægt að samræma með sama verklagi um allt land og öðrum skyndilausnum. Sveitarfélög vítt og breitt um land- ið hafa áratugum saman misnotað fé- lagslegt húsnæðiskerfi til atvinnu- uppbyggingar, þó svo að nóg framboð hafi verið á húsnæði á almennum markaði og því verður að linna. Verkamannabústaðakerfið sáluga flosnaði upp eftir að verðtryggingin var innleidd 1979 þar sem félagslegar íbúðir voru of dýrar. Það er löngu orðið tímabært að huga að því að hús- næði sé sem ódýrast ásamt hag- stæðum lánakjörum. Almenningur keypti félagslegar íbúðir um land allt, þó svo að þær væru mikið dýrari en sambærilegar eignir, þar sem verka- mannabústaðakerfið var skyldugt að innleysa þær aftur. Rekstur félagslegra leiguíbúða, samanber Bjarg og systurfélög, sem er rekinn í umboði verkalýðs- og stéttarfélaga, ásamt niðurfellingu ríkis og sveitarfélaga, er ósjálfbær til lengri tíma litið og tæknilega gjald- þrota vegna hárrar vaxtabyrði. 4,5% vextir ásamt verðtryggingu á upp- sprengdu húsnæðisverði á þenslu- tímabili er galið. Framangreint leigu- úrræði getur ekki staðið undir sér til lengri tíma litið nema eigendur leggi félaginu til meira fé eða með vaxta- lækkun, ella verður að hækka leigu- verð. Húsaleiguskilmálar og kvaðir varðandi framangreindar íbúðir gefa fyllilega til kynna að það er ekki allt sem sýnist. Það er löngu orðið tíma- bært að látið sé af óhæfu verklagi og þetta eigi bara að reddast. Stjórnvöld réttlæta of oft nánast hvað sem er og láta sig litlu skipta hvernig til takist til lengri tíma litið. Alþingi er að þessu sinni að henda út illa ígrundaðri húsnæðisaðstoð og það ber að stöðva. Stjórnvöld verða að fara að sýna meiri festu og líta til lengri tíma en bara að komast í gegnum kjörtímabilið með óábyrgum hætti. Frumvarp um hlutdeildarlán til fyrstu kaupenda galið í núverandi mynd Eftir Vilhelm Jónsson » Ábyrgðarlaus stjórn- völd réttlæta of oft nánast hvað sem er og láta sig litlu skipta hvernig til takist til lengri tíma litið. Vilhelm Jónsson Höfundur er fjárfestir. UMRÆÐAN 17 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. JÚNÍ 2020 Átök um strauma og stefnur eru eðlilegur hluti lýðræðis og mik- ilvægt hreyfiafl þess þegar best lætur. Þeg- ar verst lætur er hins vegar hætt við að sannleikurinn verði undir í róti stjórnmál- anna og tilgangurinn helgi meðalið. Þá er mikilvægt að missa ekki sjónar á grundvallargildum stjórnskipunar lýðræðisins, ástunda víðsýni og hafa í heiðri réttindi og skyldur allra þegna samfélagsins. Á laugardaginn kjósum við forseta lýðveldisins og brýnt er að vanda val- ið. Forseti lýðveldisins Íslands á ekki að vera hluti af daglegum átökum stjórnmálanna en hann á að beita áhrifavaldi sínu til góðs, hafa góð áhrif á leikinn án þess að vera leik- maður sjálfur. Mér finnst mikilvægt að á þeim stóli sitji fulltrúi og mál- svari þeirra gilda og réttinda sem eru í raun forsenda þess að við get- um treyst lýðræðinu og því kerfi sem við höfum búið opinberu valdi. Þótt fyrir geti komið í undantekning- artilfellum að hann skjóti málum til þjóðarinnar þá þarf hann að njóta trausts kjósenda og stjórnmálafólks þvert á flokkapólitík. Það er forsenda þess að hann geti beitt áhrifavaldi sínu. Þetta er ekki auðvelt hlutverk en nú vill svo til að á Bessa- stöðum situr forseti sem hefur rækt það af stakri prýði undanfarin fjögur ár og okkur stendur til boða að kjósa til áfram- haldandi starfa. Guðni Th. Jóhannesson hefur ekki bara reynst góður forseti heldur hefur hann birst okkur sem einlæg og góð mann- eskja sem hefur kjark til að setja mál á dag- skrá og standa með mannréttindum. Það er beinlínis tilhlökkunarefni að Guðni og Eliza Reed kona hans stýri búi á Bessastöðum fjögur ár til viðbótar. Til að tryggja að svo verði megum við til með að nýta kosninga- réttinn og taka þátt í kosningunum hvort sem er á laugardaginn eða ut- ankjörstaðar í vikunni. Það hvet ég alla til að gera! Góður forseti! Eftir Þórgný Dýrfjörð Þórgnýr Dýrfjörð » Guðni Th. Jóhann- esson hefur bir st okkur sem einlæg og góð manneskja sem hef- ur kjark til að setja mál á dagskrá og standa með mannréttindum. Höfundur er deildarstjóri og stuðn- ingsmaður Guðna Th. Jóhannessonar til embættis forseta Íslands. Það er virkilega dásamlegt að upplifa aftur vorið og sumarið á landi okkar. Eftir harðan, erfiðan vetur og fordæmalausa at- burði er ljúft að sjá að nú lifnar í högum og gróðurinn sprettur fram. Við tökumst á við áskoranir og reyn- um okkar besta að gera eins vel úr aðstæðum og okk- ur er nokkur kostur. Auðvitað tekst okkur misvel upp en allt að einu gefumst við ekki upp fyrr en í fulla hnefana. Ég er á ferðalagi um landið okk- ar og nýt þess að hitta fólk og taka upp létt spjall og kynnast stað- háttum. Það gefur mér víðsýni og ekki síst fróðleik um menn og mál- efni. Ég verð var við að fólk ræðir mikið um komandi forsetakosn- ingar og ekki síst hvað það skiptir okkur miklu máli að hafa þar í stafni traustan, trúverðugan og um- fram allt jákvæðan einstakling sem við erum stolt af. Nú í hartnær fjögur ár höfum við verið heppin með okkar góða forseta, Guðna Th. Jóhannesson, sem hefur verið þjóð okkar til mikils sóma bæði innan lands og utan. Hann og hans góða kona hafa sýnt okkur það svo áþreifanlega hversu einlæg, heim- ilisleg og kærleiksrík þau hafa ver- ið í allri sinni fram- komu. Þetta er svo mikilvægt og gerir okkur svo auðvelt að styðja hann og konu hans til áframhaldandi verka fyrir þjóð okkar. Gerum kosningu for- seta okkar glæsilega á laugardaginn 27. júní. Við hjónin ákváðum að kjósa utankjör- fundar áður en lagt var af stað í ferðalag- ið, við bara vorum ekkert viss um að vera í okkar heimabyggð á kjördegi. Því vil ég hvetja ykkur, kæru landsmenn, til að nýta ykkar kosningarétt í þess- um kosningum. Nú er tækifærið að sýna hug okkar í verki með því að mæta á kjörstað á kjördegi eða kjósa utankjörfundar hjá sýslu- mönnum um allt land og kjósa for- seta okkar til næstu fjögurra ára. Megi Guð og gæfan fylgja ykkur öllum, kæru samlandar mínir, og njótum saman sigursins að loknum kjördegi. Eftir Geir Jón Þórisson »Nú er tækifærið að sýna hug okkar í verki með því að mæta á kjörstað á kjördegi eða kjósa utankjörfundar. Geir Jón Þórisson Höfundur er fyrrverandi yfirlögregluþjónn. Atkvæði okkar þarf til Vanmetum ekki áhrifin sem við höfum hvert á annað. Við sendum frá okkur strauma sem hafa áhrif á aðra. Sumir bæta verulega samfélagið með viðmóti sínu, við- horfi og fasi. Forseti Íslands, herra Guðni Th. Jó- hannesson, er maður sem með jákvæðu fasi sínu, mennsku, visku og alþýðlegheitum bætir almennt geðslag þjóðarinnar. Ég kaus ekki Guðna í síðustu for- setakosningum en er þakklát þeim sem gerðu það og tryggðu okkur heiðurshjónin Guðna og Elizu Reid á Bessastaði undanfarin fjögur ár. Andrúmsloftið sem fylgir þeim hefur verið heilbrigt og gott. Þau setja for- dæmi sem skiptir máli í heimi þar sem „freki kallinn“ breiðir úr sér með hræðsluáróðri og innihalds- lausum loforðum um töfralausnir. Við erum lánsöm á Íslandi að búa við lýðræði og frelsi en því fylgir ábyrgð. Því er ég þakklát fyrir að fá að mæta á kjörstað 27. júní og merkja við Guðna Th. Jóhannesson í forsetakosningum. Með því vil ég þakka honum fyrir vel unnin störf í embætti og kjósa hann til næstu ára. Þakklæti er orð sem oft kemur upp í hugann þegar ég hugsa til Guðna. Þakklæti fyrir að búa í landi þar sem sonur barnaskólakenn- ara og íþróttakennara getur orðið forseti eftir að hafa aflað sér æðri menntunar hér á landi og erlendis. Þakklæti fyrir að forsetinn talar alltaf fyrir algildum mannréttindum hvar sem hann kem- ur. Þakklæti fyrir hvað forsetahjón- in eru velviljuð og til mikillar fyr- irmyndar. Um tíma var ég framkvæmda- stjóri góðgerðasamtaka og kynntist þá af eigin raun hvað Guðni og Eliza eru alltaf boðin og búin að leggja góðum málefnum lið, beina kastljós- inu að þeim sem eru í viðkvæmri stöðu. Þau eru ósérhlífin, vinnusöm og örlát. Það er valdeflandi fyrir lands- menn að hafa forseta sem er jákvæð- ur og lausnamiðaður, talar máli þeirra sem eru minnimáttar og fer ekki í manngreinarálit. Þegar ég var stelpa fannst mér alltaf að forseti Ís- lands, Kristján Eldjárn, væri vinur okkar og hluti af fjölskyldunni. Ég áttaði mig á því löngu síðar að við þekktum hann ekkert persónulega, hann var samt okkar maður og það er valdeflandi að alast upp við það að forsetinn sé með almenningi í liði. Guðni er einmitt liðsmaður lands- manna. Jákvæður en raunsær. Í stórveldi vestanhafs er forseti sem sendir frá sér svo vonda strauma að það hefur áhrif á heim- inn allan og gerir mig, miðaldra konu í vesturbæ Reykjavíkur, þreytta og hrædda út af stanslausu bullinu í honum. Til þess eru vítin að varast þau. Mætum á kjörstað og veljum vandað fólk til setu á Bessastöðum. Guðna og Elizu sem við getum verið stolt af og treyst. Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur. Verum ekki værukær heldur skundum á kjör- stað á laugardaginn kemur, gerum okkur glaðan dag og njótum þess að vera virk í lýðræðissamfélagi. Nú má enginn sitja heima – mætum á kjörstað Eftir Sirrý Arnardóttur »Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur. Verum ekki værukær heldur skund- um á kjörstað á laug- ardaginn kemur. Sirrý Arnardóttir Höfundur er stjórnendaþjálfari og fyrrverandi fjölmiðlakona. Veistu um góðan rafvirkja? FINNA.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.