Morgunblaðið - 26.06.2020, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. JÚNÍ 2020
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Smiðjuvegi 34 • gul gata Kópavogi • biljofur@biljofur.is
Viðgerðir // Bilanagreining // Varahlutir // Smurþjónusta
Hjá Bíljöfri starfa þaulreyndir bifvélavirkjar með áralanga reynslu
að baki og hafa yfir að ráða fullkomnum tölvum til að lesa
og bilanagreina bílinn þinn
Sérhæfð þjónusta fyrir
544 5151tímapantanir
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Ríkið mun veita minkaræktinni í
landinu stuðning til að bændur geti
fóðrað dýrin. Sárafá skinn af fram-
leiðslu síðasta árs hafa selst vegna
kórónuveirufaraldursins enda erfitt
að halda uppboð við þessar aðstæð-
ur. Formaður Sambands íslenskra
loðdýrabænda telur að stuðningur
ríkisins í ár geri það að verkum að
þeir bændur sem eftir eru geti hald-
ið velli.
Landbúnaðarráðherra, sam-
göngu- og sveitarstjórnarráðherra
og umhverfisráðherra kynntu minn-
isblað um framtíð minkaræktarinn-
ar í ríkisstjórn í fyrradag. Kristján
Þór Júlíusson landbúnaðarráðherra
segir að ríkisstjórnin hafi fallist á
tillögur þeirra um að styðja tíma-
bundið við bakið á greininni, til að
reyna að fleyta henni yfir þennan
erfiða hjalla. „Það er gert meðal
annars á forsendum dýravelferðar
en ekki síður á grundvelli nýtingar
lífræns úrgangs og áhrifa hennar á
loftslagsmál,“ segir Kristján Þór.
Hann segir að einboðið sé að nýta
kosti loðdýraræktarinnar til að eyða
lífrænum úrgangi frá matvælafram-
leiðslu enda sýni úttektir að þetta
tvennt fari ágætlega saman.
Stuðningurinn felst í því að reynt
verður að tryggja 80 milljóna króna
framlag á þessu ári sem rynni til
fóðurstöðvanna til að tryggja að bú-
in fái fóður fyrir minkana. Jafn-
framt eru áform um annan eins
stuðning síðar. Báðir styrkirnir eru
tengdir umhverfissamningum sem
gerðir verða við bændur, að sögn
ráðherra.
Laskaðir vegna kreppu
Einari Eðvald Einarssyni, minka-
bónda í Skagafirði og formanni
Sambands íslenskra loðdýrabænda,
líst vel á ákvörðun ríkisstjórnarinn-
ar. Mikil þörf sé á að aðstoða þá
bændur sem eftir eru og ekki síður
að fá viðurkenningu á umhverfis-
þættinum. Segist hann sannfærður
um að fóðurstöðvar séu frábær vett-
vangur til að nýta úrgang frá mat-
vælaframleiðslu. Þar sé hægt að
framleiða loðdýrafóður og eftir at-
vikum aðrar vörur.
Vegna gegndarlausrar offram-
leiðslu á minkaskinnum í heiminum
var heimsmarkaðsverð afar lágt á
árinu 2016-2019 og undir fram-
leiðslukostnaði skinna. Einar segir
að samdráttartímabilið hafi ekki
verið jafn langt síðustu áratugi.
Framleiðslan dróst saman, meðal
annars minnkaði framleiðslan hér á
landi um meira en helming, og segir
Einar að menn hafi farið inn í þetta
ár með væntingar um gott afurða-
verð. Það hefur ekki ræst enda ekki
ekki hægt að halda uppboð með
kaupendum frá Kína og öðrum
markaðssvæðum vegna kórónu-
veirufaraldursins og útlit fyrir að
það verði ekki fyrr en í haust, í
fyrsta lagi. Netuppboð sem reynd
hafa verið í staðinn hafa ekki skilað
miklu.
Staðan núna er sú að bændur eru
nánast tekjulausir þótt árið sé hálfn-
að og koma auk þess lemstraðir út
úr kreppu á markaðnum. Megnið af
framleiðslunni er óselt. „Stuðningur
ríkisstjórnarinnar ætti að tryggja að
þeir sem eftir er halda velli og von-
andi tekst að finna góðan grundvöll
fyrir umhverfissamning sem við og
þjóðin nýtur góðs af,“ segir Einar.
Vonast til að greinin haldi velli
Morgunblaðið/Björn Jóhann
Minkur Einar E. Einarsson er einn af tíu minkabændum sem eftir eru í landinu.
Minkabændur eiga ekki fyrir fóðri vegna faraldursins Ekki hægt að selja framleiðslu síðasta árs
Ríkið aðstoðar við fóðurkaup og undirbýr samning um nýtingu úrgangs frá matvælaframleiðslu
Kjörsókn utan kjörfundar í forseta-
kosningum hefur aldrei verið betri í
Íslandssögunni, en 43.581 hafði kos-
ið um fimmleytið í gær. Þegar jafn-
langt var í kosningar árið 2016 höfðu
rúmlega 36 þúsund manns greitt at-
kvæði og á sama tíma árið 2012 voru
atkvæðin 30.300 talsins.
„Þetta eru fjölmennustu kosning-
arnar sem hafa verið utan kjör-
fundar. Enda er það ekkert skrýtið
þar sem forsetakjör er um hásumar.
Margir sem eru að kjósa núna höfðu
ætlað sér að fara út úr bænum,“
sagði Bergþóra Sigmundsdóttir,
kjörstjóri sýslumannsins á höfuð-
borgarsvæðinu.
Kosið verður til forseta á morgun,
laugardag, og eru þeir Guðni Th. Jó-
hannesson, sitjandi forseti, og Guð-
mundur Franklín Jónsson, við-
skipta- og hagfræðingur, í framboði.
Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar
fer nú fram á þremur stöðum á höf-
uðborgarsvæðinu, í Smáralind ann-
ars vegar og undir stúkunni á Laug-
ardalsvelli í húsnæði KSÍ hins vegar.
Hvorugur forsetaframbjóðend-
anna mun halda kosningavöku op-
inberlega fyrir stuðningsmenn að
kvöldi kjördags líkt og verið hefur.
Talsmaður Guðna Th. Jóhann-
essonar sagði í samtali við mbl.is að
forsetinn muni fylgjast með gangi
mála í góðra vina hópi. Þá sagðist
Guðmundur Franklín Jónsson, mót-
frambjóðandi Guðna, að hann eigi
von á því að stuðningsmenn um allt
land muni halda sínar eigin veislur.
Aldrei fleiri kosið
utan kjörfundar
Tæplega 44 þúsund greitt atkvæði
Morgunblaðið/Eggert
Kjörstaður Metfjöldi greiddi
atkvæði utan kjörfundar í ár.
Snorri Másson
snorrim@mbl.is
80 starfsmönnum kísilverksmiðju
PCC á Bakka var í gær sagt upp
störfum og hefur fyrirtækið ákveðið
að stöðva tímabundið framleiðslu sína
í verksmiðjunni. Rúnar Sigurpálsson,
forstjóri kísilverksmiðjunnar sagði í
samtali við mbl.is í gær að aðgerð-
irnar væru nauðsynlegar og ekki ráð-
ist í þær af léttúð. Segir Rúnar það
hafa verið þverskurð af fólki í fyrir-
tækinu sem var sagt upp.
Í fréttatilkynningu frá PCC sagði
að kórónuveirufaraldurinn hefði rask-
að heimsmarkaði með kísilmálm og
haft veruleg neikvæð áhrif á verð og
eftirspurn. Því hefðu stjórnendur
PCC-Bakka ákveðið að stöðva fram-
leiðsluna tímabundið þar til markað-
urinn næði sér á strik. Sagði einnig að
félagið hefði leitað allra leiða til þess
að halda framleiðslunni gangandi við
þessar aðstæður, en óvissa í heims-
hagkerfinu kallaði á þessar aðgerðir.
Þá verður slökkt á báðum ofnum
verksmiðjunnar í lok júlí.
Erfitt að spá um framhaldið
Rúnar segist binda vonir við að
geta ráðið fólkið aftur til starfa: „Ég
vona að ég nái að endurheimta mitt
fólk til baka. Það er ekkert flóknara
en það.“ Hann segir erfitt að skera úr
um hve lengi ástandið á markaðnum
vari. „Hvort þetta verði sex mánuðir
eða tólf mánuðir eða eitthvað annað
get ég ekki sagt til um. Við erum að
kljást við alheimsfaraldur í augna-
blikinu sem enginn veit í sjálfu sér
hve lengi mun vara,“ segir hann.
Rúnar segir að til þess að hægt
verði að fara aftur af stað með fram-
leiðsluna þurfi fyrirtækið að sjá tals-
verða breytingu á verðinu frá því sem
nú er. „Mín reynsla af hrávörumark-
aðnum er þó sú að þegar viðskiptin
byrja eru þau mjög öflug, þannig að
ég er að vona að sú hegðun muni ekk-
ert breytast,“ segir Rúnar.
Viðhald og endurbætur út ágúst
Slökkt verður á ofnunum í júlí en
félagið mun sinna viðhaldi og endur-
bótum á hreinsivirki verksmiðjunnar,
sem felur meðal annars í sér að hluti
þaksins verður fjarlægður og nýjum
tækjabúnaði komið fyrir. Þessari
vinnu ætti að vera lokið í ágústlok.
80 starfsmönnum
PCC sagt upp
Faraldurinn hefur haft mjög neikvæð áhrif á eftirspurn
Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson
Kísilverksmiðjan á Bakka Áttatíu starfsmönnum kísilverksmiðju PCC á Bakka var sagt upp í gær.