Morgunblaðið - 26.06.2020, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 26.06.2020, Blaðsíða 32
Sumardagskrá Jazzklúbbsins Múlans heldur áfram þegar hljómsveitin Bara gaman stígur á svið. Tónleik- arnir fara fram í kvöld, föstudaginn 26. júní, kl. 20 í Flóa á jarðhæð Hörpu. Hljómsveitina skipa fimm ungir djasstónlistarmenn sem allir hafa verið virkir í íslensku tónlistarlífi. Þeir eru Tumi Árnason, Mikael Máni Ás- mundsson, Magnús Jóhann, Valdimar Olgeirsson og Bergur Einar. Skipuleggjendur segja þá flytja orkumik- inn og melódískan samtímadjass sem er eftir alla liðs- menn hljómsveitarinnar. Hljómsveitin Bara gaman spilar eigin djasstónlist í Hörpu í kvöld FÖSTUDAGUR 26. JÚNÍ 178. DAGUR ÁRSINS 2020 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 697 kr. Áskrift 7.530 kr. Helgaráskrift 4.700 kr. PDF á mbl.is 6.677 kr. iPad-áskrift 6.677 kr. Knattspyrnukonan Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir hjá Breiðabliki greindist með kórónuveiruna í gær. Set- ur smitið Pepsi Max-deildina í uppnám, en allir leik- menn og þjálfarateymi Breiðabliks þurfa að fara í sóttkví, sem og allir leikmenn og þjálfarateymi KR. Kom Andrea inn á sem varamaður er Breiðablik og KR áttust við síðastliðinn þriðjudag. Ljóst er að smitið hef- ur mikil áhrif á deildina, þar sem fresta þarf leikjum hjá Breiðabliki og KR. Óvíst er hvort fleiri leikmenn eða dómarar þurfi einnig að fara í sóttkví. »27 Smit í íslenska fótboltanum setur Pepsi Max-deildina í uppnám ÍÞRÓTTIR MENNING Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Seinni hluti tíræðisaldurs er eins góð- ur og hver annar til þess að skipta um húsnæði. Eftir 65 ár í sama húsi seg- ist Rannveig Sigríður Sigurðardóttir ekki hafa haft neitt val, hafi nánast verið gert að flytja, og því hafi hún keypt sér nýtt húsnæði fyrir um þremur árum, þá 97 ára. Ragnheiður hefur iðkað sund um árabil, fer í sundleikfimi tvisvar í viku og segir það sérlega heilsubætandi. „Ég mæli með því fyrir alla, ekki síst eldra fólk,“ leggur hún áherslu á. „Ég er að vísu orðin hálfblind og það háir mér svolítið, en ég sit og prjóna, núna borðklúta eða svonefnda karklúta, og læt stjana við mig,“ segir hún. Vísar til þess að hún fái sjúkraþjálfara reglulega í heimsókn og heimsendan mat nokkrum sinnum í viku. „Ég hef gefið öllum sex barnabörnunum svona karklúta,“ heldur hún áfram en auk þess á hún fimm barnabarna- börn. Handavinna er Rannveigu í blóð borin. Hún fór í sérnám í handavinnu í Myndlista- og handíðaskólanum, var í stjórn Handavinnukennarafélags Íslands í nokkur ár og kenndi í þrjá- tíu ár, 1952-1982, við Gagnfræðaskóla verknáms, sem síðar varð Ármúla- skóli og svo Fjölbrautaskólinn við Ár- múla, og síðan í Hagaskólanum 1982- 1984. Hún var lengi í kirkjukór Kópa- vogskirkju og í sóknarnefnd Digranesprestakalls Kópavogs 1971- 1986. Fékk ekki að fara Foreldrar Rannveigar voru Sig- urður Einarsson, bóndi í Vogi á Mýr- um, og Guðrún Árnadóttir. Systurnar voru tvær, en Guðrún Nanna, sem var fimm árum yngri en Rannveig, lést fyrir tæplega þremur árum. „Ég fæddist og ólst upp í Vogi, var þar fram yfir þrítugt og flutti þá í Kópa- vog,“ rifjar hún upp. Segist hafa lært handtökin af sér eldra og reyndara fólki og tekið þátt í hefðbundnum sveitastörfum. „Eftir að ég gat hreyft mig mokaði ég flórinn, rak kýrnar, fór í smalamennsku og svo fram- vegis.“ Lífið í sveitinni var áhyggjulaust. „Við höfðum alltaf nóg að bíta og brenna,“ segir Rannveig. Nægur fiskur hafi verið í sjónum, selur veiddur af og til og egg tínd. Mikið hafi verið af lunda í eyjunum, en hann hafi reyndar horfið þegar minkur hafi komist þangað. „Maður fór flestra sinna ferða ríðandi því engir voru vegirnir og því síður bílar. Mig lang- aði mikið á Alþingishátíðina á Þing- völlum, sem bar upp á afmælið mitt 1930, en ég fékk ekki að fara með hópnum, sem fór ríðandi frá Mýrum. Ég man vel eftir þessum degi, glamp- andi sól og ég í smalamennsku en ekki á Þingvöllum, þó mér þætti ég vera nógu gömul til þess.“ Eiginmaður Rannveigar var Gunn- ar Guðmundsson, skólastjóri í Kárs- nesskóla, sem lést 1980. Dætur þeirra eru Guðrún Elísabet, matvælafræð- ingur og gæðastjóri hjá Nathan & Ol- sen, og Sigurborg, tölvunarfræðingur hjá Sensa. Hjónin byggðu hús í Skólatröð 1952 og þar bjó hún þar til 2017, þegar hún flutti vegna fram- kvæmda í hverfinu. „Íbúunum var ekki vært þar lengur og þá fór ég í nýtt húsnæði enda mátti ekki minna vera, loks þegar ég lét af því verða að flytja.“ Morgunblaðið/Árni Sæberg Tímamót Rannveig Sigríður Sigurðardóttir hefur lengst af búið í Kópavogi og nýtur lífsins í nýja húsnæðinu rétt eins og í sundleikfiminni. Tími til að breyta til  Rannveig Sigurðardóttir 100 ára flutti í nýtt húsnæði fyrir þremur árum eftir að hafa búið í sama húsi í 65 ár MAfmælisbragur »16

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.