Morgunblaðið - 26.06.2020, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 26.06.2020, Blaðsíða 22
22 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. JÚNÍ 2020 Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar  Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum.  Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum.  Smíðum gestahús – margar útfærslur.  Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum.  Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is Nauðungarsala Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolur.is. Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum, sem hér segir: Brúarholt II, Grímsnes- og Grafnhr, fnr. 226-7854 , þingl. eig. Þb. Sog- ið Grímsnesi ehf., gerðarbeiðendur Heilbrigðiseftirlit Suðurlands og Grímsnes-og Grafningshreppur og Vátryggingafélag Íslands hf. og Skálpi ehf. og Ekran ehf. og Árvirkinn ehf., mánudaginn 29. júní nk. kl. 09:30. Galtalækjarskógur, Rangárþing ytra, fnr. 219-6847 , þingl. eig. Váttur ehf., gerðarbeiðandi þb.Steingrímur Wernersson, mánudaginn 29. júní nk. kl. 11:30. Sýslumaðurinn á Suðurlandi 22. júní 2020 Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolur.is. Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum, sem hér segir: Hvammur, Akureyri, fnr. 215-6376 , þingl. eig. Kristján Ingimar Ragn- arsson, gerðarbeiðendur ÍL-sjóður og Akureyrarbær, fimmtudaginn 2. júlí nk. kl. 12:00. Lækjarvegur 6, Langanesbyggð, fnr. 216-7907 , þingl. eig. Sara Stefánsdóttir, gerðarbeiðendur Sjóvá-Almennar tryggingar hf. og Langanesbyggð, miðvikudaginn 1. júlí nk. kl. 12:30. Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra 25. júní 2020 Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolur.is. Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum, sem hér segir: Akurey 2, Rangárþing eystra, fnr. 219-2890 , þingl. eig. Gísli Davíð Sævarsson og Ingunn Elfa Gunnarsdóttir, gerðarbeiðandi Byggða- stofnun, þriðjudaginn 30. júní nk. kl. 10:00. Akurey 3, Rangárþing eystra, fnr. 219-2885 , þingl. eig. Ingunn Elfa Gunnarsdóttir og þb. Gísli Davíð Sævarsson, gerðarbeiðandi Byggða- stofnun, þriðjudaginn 30. júní nk. kl. 10:05. Sýslumaðurinn á Suðurlandi 23. júní 2020 Félagsstarf eldri borgara Árskógar Smíði, útskurður, tálgun, pappamódel með leiðb. kl. 9-16. Hádegismatur kl. 11:30 – 13. Kaffisala kl. 14:45 – 15:30. A llir velkomnir í Félagsstarfið sími: 411-2600. Félagsmiðstöðin Hæðargarði 31 Við hringborðið kl. 8:50. Púttvöllurinn og Hæðarvellir opnir öllum allan daginn. Hádegismatur kl. 11:30. Tæknilæsinámskeið kl.13. Síðdegiskaffi kl. 14:30. Við vinnum eftir Samfélagssáttmálanum, og þannig tryggjum góðan árangur áfram. Allir velkomnir óháð aldri. Nánari upplýsingar í síma 411-2790 Garðabæ Jónshúsi/ félags - og íþróttastarf: 512-1501.Opið í Jónshúsi og heitt á könnunni alla virka daga frá 08:30-16:00. Hægt er að panta hádegismat með dagsfyrirvara. Meðlæti með síðdegiskaffinu er selt frá 13:45 -15:15. Dansleikfimi Sjál kl. 9:30. Gönguhópur frá Jónshúsi kl. 10:00. Gerðuberg 3-5 kl. 08:30-16:00 Opin handavinnustofa kl. 10:00-12:00 Prjónakaffi Hraunsel Ganga í Kaplakrika kl. 08.00 Billjard kl. 08.00 Línudans kl. 10.30 Bridga kl. 13.00 Boccia kl 13.30 Hvassaleiti 56-58 Morgunkaffi og spjall frá 8:30-10:30. Útvarpsleikfimi kl. 9:45. Kennsla í notkun snjalltækja 10:30. Gönguferð kl. 13:30/Bíódagur ,,Afinn" kl. 13:15. Korpúlfar Gönguhópar gengnir frá Borgum og inni í Egilshöll kluk- kan 10:00. Endilega mætið í vöfflukaffi klukkan 14:30 í Borgum. Minnum á ferðina á slóðir Skáld-Rósu farið af stað stundvíslega klukkan 09:00 frá Borgum. Samfélagshúsið Vitatorgi Í dag, klukkan 13:30, verður haldið stórt sumarbingó á Vitatorgi. Spjaldið kostar 350 kr. & 3 spjöld á 1000 kr. Eingöngu verður tekið við reiðufé. Vinningar verða t.d. frá Borgar- leikhúsinu, Dressman, 66° Norður, 17 sortum, Matarkjallaranum, Bjarti og Veröld, Sölku & Hótel Örk. Þá verður vöfflukaffi í framhaldi af því. Verið öll velkomin til okkar á Lindargötu 59! Síminn hjá okkur er 411-9450. Seltjarnarnes Dagskráin í dag föstudaginn 26.júní. Kl. 10:30 kaffisp- jall í króknum. Kl. 11:00 leikfimi í salnum á Skólabraut. Kl. 13:30 er samsöngur í salnum á Skólabraut. Kl. 14:00 er menning og skemmtun í salnum á Skólabraut. Hlökkum til að sjá ykkur. Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolur.is. Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum, sem hér segir: Auðbrekka 2, Kópavogur, fnr. 205-8813 , þingl. eig. Þb. HÆ ehf., gerðarbeiðendur Kópavogsbær og Sjóvá-Almennar tryggingar hf., þriðjudaginn 30. júní nk. kl. 10:30. Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu 25 júní 2020 Vantar þig pípara? FINNA.is með morgun- Smá- og raðauglýsingar atvinna@mbl.is Pantaðu pláss fyrir þína atvinnuauglýsingu á Þegar við kveðj- um okkar góða vin, Jóhann Líndal, rifjast upp að það eru 30 ár frá okkar fyrstu kynnum. Við vorum svo heppin að þegar við kynntumst þeim hjónum á Spánarströnd þá voru þau í næsta nágrenni við okkur og líka nokkur hópur Íslend- inga sem við kynntumst vel. Þessi hópur var óvenju sam- stæður og áttum við ánægju- legar samverustundir sem ein- kenndust af glaðværð og allir nutu sín við bestu aðstæður. Þar var Jóhann fremstur í flokki, hrókur alls fagnaðar. Með tímanum fækkaði í hópn- um af ýmsum ástæðum. Vorum við ein eftir af gamla hópnum, ásamt Jóhanni og Elsu, síðasta haust. Jóhann fæddist í Bolungar- vík og var alinn þar upp í stórum systkinahópi af móður sinni, sem snemma varð ekkja. Jóhann Líndal missti föður sinn tveggja ára. Það verður að telj- ast mikið afrek hjá þessari ungu móður að koma upp 10 barna hópi eins og fátækt var á þessum árum og sýndi dugnað hennar, áræði og eljusemi. Starfsferill Jóhanns var far- sæll. Hann fór ungur til fram- haldsnáms til Svíþjóðar og gerðist rafveitustjóri í sínum heimbæ, og löngu síðar raf- veitustjóri í Keflavík. Jóhann Líndal, þessi stóri, sterki og myndarlegi maður, var einstaklega hlýr og þægi- legur í allri viðkynningu. Á góðra vina fundi naut hann sín best að segja sögur af félögum sínum fyrir vestan, að ógleymd- um öllum þeim vísum og ljóðum sem hann hafði á hraðbergi. Hann hafði líka óendanlega gaman af að minnast veiðiferð- anna sem hann fór með Sigga vini sínum gegnum árin. Við kveðjum okkar góða vin með þökk fyrir allar ánægjustund- irnar sem við höfum átt í gegn- um árin. Hjónaband þeirra Elsu og Jóhanns var einkar farsælt og hamingjuríkt og þau máttu svo Jóhann Líndal Jóhannsson ✝ Jóhann LíndalJóhannsson, fæddist 25. nóv- ember 1930. Hann lést 23. apríl 2020. Útför Jóhanns fór fram 18. júní 2020. sannarlega vera stolt af sínum stóra og myndarlega barnahópi og barnabörnum. Við sendum þeim okkar innileg- ustu samúðar- kveðjur frá Spáni. Jón Þorvaldsson og Sigrún Stella Jónsdóttir. Það er ár og dagur síðan við Jóhann Líndal hittumst fyrst, en skömmu síðar vorum við saman í liði stuðningsmanna Benedikts Þórarinssonar við stofnun stúkunnar Sindra. Svo fór nú að Benedikt féll frá langt um aldur fram og var félögum sínum harmdauði og þá var vant um að ráða arftaka hans og fór svo að Jóhann Líndal tók við merkinu og bar það fram um lengri tíma en flestir aðrir hafa gert í viðlíka aðstöðu. Þetta var vel valið eins og við mátti búast af þeim hógværa og rólynda mannasætti, kallað við hátíðleg tækifæri „Diplomat“, sem Jóhann var, en eins vel og hann gerði sér grein fyrir vanda stöðu sinnar þá gleymdi hann aldrei uppruna sínum og reiddi af þeim nægtabrunni snjallra og oft gamansamra ágætis samtíðarmanna vand- lega vigtaðar smásögur þeirra og annarra að „vestan“ og á stundum kímilegar ambögur sem engan meiddu og það virt- ist aldrei vera neinn endir þess fágæta og skemmtilega safns, enda Jóhann alla tíð óviðjafn- anlegur sögumaður að frásögn og stílfærslu. Merki sitt lét Jóhann ekki niður uns það mátti í hendur færa einstökum félagsmála- manni, Gunnlaugi Karlssyni, en þeir voru um langa tíð góðir samstarfsmenn og er enda svo að ekki verður Jóhanns minnst að ekki bregði því tali til Elsu konu hans svo samrýmd sem þau voru um alla hluti og svo skemmtilega vildi til að svo var og um Guðmundu konu Gunn- laugs og verður lengi í minnum hafður ötull og óeigingjarn stuðningur þeirra beggja við störf og áhugamál bænda sinna. Sannarlega er margs að minnast frá samverunni með þeim Suðurnesjamönnum, sem allir voru önnum kafnir atorku- menn og þar með sannarlega talinn Jóhann Líndal sem for- stöðumaður öflugs, en í þá veru næsta ungs fyrirtækis, en gaf sér þó alltaf tíma til að sinna vinum sínum og félögum utan anna vinnunnar. Vini mínum Jóhanni Líndal þakka ég langa og ánægjuríka vináttu og við Jóhanna sendum Elsu og öðrum ástvinum þeirra Jóhanns samúðarkveðjur okkar og allar góðar óskir að leið- arlokum. Einar Birnir. Andlát Jóhanns Líndals, kærs vinar okkar hjóna til margra áratuga, kom ekki á óvart. Þróttur hans og þrek síð- ustu ævidaga var þrotið og nokkuð ljóst að komið var að kveðjustund. Líndal var fæddur í Bolung- arvík 25.11. 1930. Foreldrar hans voru hjónin Jóhann Jóns- son frá Vogarholti í Stranda- sýslu og Lína Dalrós Gísladótt- ir, fædd í Bolungarvík, mikil dugnaðar- og atorkukona. Fað- ir Líndals lést um aldur fram eftir erfiða sjúkdómslegu. Sam- vera þeirra hjóna varði aðeins í níu ár. Það var því þung raun fyrir 27 ára gamla konu að standa ein uppi með sex börn, öll á unga aldri, húsakynni þröng, efni rýr, erfiðir tímar fram undan og engar trygg- ingar né lífeyrissjóðir að leita til. Með mikilli útsjónarsemi, sparnaði og agaðri stjórnun tókst henni aðdáunarvel að halda fjölskyldunni saman. Systkini Líndals þurftu því snemma að hjálpa til, draga í bú, og er nokkuð víst að þessi reynsla mótaði viðhorf þeirra og kenndi þeim að fara vel með. Leiðir okkar Líndals lágu fyrst saman árið 1945. Hann var þá léttadrengur í Hrauni í Hnífsdal og flutti m.a. mjólk til fjölmargra Ísfirðinga. Undirrit- aður hjálpaði honum við af- hendingu og fékk þess í stað að sitja á hestakerrunni. Við átt- um þá saman margar góðar stundir, enda var hann einstak- lega skemmtilegur og sögufróð- ur. Ungur að árum flutti Líndal til Reykjavíkur og lærði m.a. rafvirkjun í Reykjavík auk við- bótarnáms í þeirri grein í Sví- þjóð. Ekki er staður né stund hér til að rekja farsælan starfs- feril hans og aðkomu að orku- málum í heimabæ hans Bolung- arvík, þar sem hann var stöðvarstjóri Reiðhjallavirkjun- ar árin 1958-1965, en vísa þess í fróðlega samantekt hans um sögu raflýsingar í Bolungarvík 1921-1958. Árið 1965 var honum boðin staða rafveitustjóra Rafveitu Njarðvíkur sem hann veitti for- stöðu þar til hann gerðist starfsmaður Hitaveitu Suður- nesja allt til ársins 1996. Líndal var mikill félagsmála- maður, söng í karlakórum og var forystumaður ýmissa klúbba og félagsmála m.a. for- maður í Lionsklúbbi Bolungar- víkur, félagi í Frímúrararegl- unni Njálu Ísafirði og síðar stólmeistari Frímúrareglunnar Sindra í Keflavík í níu ár. Þannig má lengi telja. Það væri hægt að skrifa heila bók um ferðalög okkar hjóna með þeim Elsu og Líndal um heimsins höf, akstur um Evrópulöndin og ekki síst áravissa dvöl á haustin í sumarhúsi þeirra hjóna á Spáni. Nokkuð er ljóst að gæfa Lín- dals hafi mótast af dugnaði og virðingu fyrir því sem honum var trúað fyrir og ekki síst fyr- ir stuðning eiginkonu sinnar Elsu Dóru og samheldna fjöl- skyldu. Kæri vinur. Þökk sé þér fyr- ir mikla vináttu og aftur og aft- ur fyrir ógleymanlegar sam- verustundir. Blessuð sé minning Jóhanns Líndals. Lillý og Ólafur Kristjánsson. Elsku stóra ástin mín. Ekki óraði mig fyrir því að þú myndir fara svona fljótt, við sem ætluðum að verða gömul saman. Við sem áttum eftir að gera og upplifa margt. Þú hefur hjálpað mér og stutt mig í gegnum mína erfiðleika. Ég er svo þakklát að hafa fengið að vera með þér í þínum veikindum og verið með þér fram á síðustu stundu. Elsku Mundi, þú varst yndis- legur eiginmaður, pabbi og afi. Þú vildir allt fyrir alla gera og Kristmundur Ingimarsson ✝ KristmundurIngimarsson fæddist 24. ágúst 1966. Hann lést 7. maí 2020. Útför hans fór fram 2. júní klukk- an 14. sannast það best að þegar þú varst að perla með Kamillu Ástu, gekk það mjög brösuglega vegna stóru fingr- anna þinna, ekki gafst þú upp og varst kominn með tvo blýanta til að setja perlurnar á spjaldið. Þetta sýnir að þú lést ekkert stoppa þig og þú máttir ekkert aumt að sjá, boðinn og búinn til að gera allt í þínu valdi til að hjálpa og styðja aðra. Takk fyrir allan tímann sem við áttum, við náðum gera margt þótt þú hafir verið tekinn of snemma frá okkur. Minningarn- ar munu ylja mér um ókominn tíma sem við áttum og þú munt alltaf vera í hjarta mér. Þín eiginkona, Ásta. Ásta Valsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.