Morgunblaðið - 26.06.2020, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 26.06.2020, Blaðsíða 24
24 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. JÚNÍ 2020 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Sá sem þú hefur dálæti á er of upp- tekinn af erli dagsins til að hugsa um þig á þann hátt sem þú óskar þér. En þegar verk- efnið er að baki er í góðu lagi að láta sig dreyma. 20. apríl - 20. maí  Naut Eyddu ekki of löngum tíma í að gera upp hug þinn því þú gætir misst af dýr- mætu tækifæri. Losaðu þig við allt það sem þú þarft ekki lengur á að halda. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Þú ert að glíma við eitthvert vandamál sem veldur þér miklum heilabrot- um. Notaðu tækifærið og bjóddu heim ein- hverjum sem þú hittir ekki yfir hátíðirnar. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Það er tími til kominn að setja vélar og tæki í viðgerð í dag. Sýndu því bæði þol- inmæði og tillitssemi í samtölum við sam- starfsmenn þína því þeir eiga ekkert nema gott skilið. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Ný tækni í vinnunni mun hugsanlega skjóta þér skelk í bringu í dag. Hafðu auga á smáatriðunum því þau geta vegið þungt. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Þú færð nú útrás fyrir sköpunarhæfi- leika þína og gengur ákveðinn til verks. Ef þú færð tækifæri til, skaltu hvíla þig eilítið. 23. sept. - 22. okt.  Vog Þú átt eitthvað erfitt með að gera upp hug þinn núna. Reyndu ekki að komast hjá því að taka til hendinni. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Þú þarft að fara gætilega í ákvarðanatöku þinni því þú veist að ekki verður aftur snúið. Hafðu hugfast hversu mikil ábyrgð er í því fólgin. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Þú hefur verið of upptekinn að undanförnu og ekki gefið gaum þeim sem næst þér standa. Um leið og þú áttar þig á því, er hulunni svipt af frámunalega rugl- ingslegum aðstæðum. 22. des. - 19. janúar Steingeit Vertu ekki of eigingjarn á frítíma þinn. Allir verða að gefa eitthvað eftir til þess að samkomulag náist. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Hafðu augun hjá þér og láttu einskis ófreistað til þess að komast til botns í því máli, sem þú hefur tekið að þér. 19. feb. - 20. mars Fiskar Þú átt að setjast niður og gera þér grein fyrir því, hvað það er sem þú raun- verulega sækist eftir í lífinu. Taktu þér bara góðan tíma til að beita kunnáttu þinni. 60 ára Jóhanna er frá Fáskrúðsfirði en býr á Breiðdalsvík. Hún er forstöðumaður íþrótta- miðstöðvarinnar á Breiðdalsvík. Maki: Sigurður Elísson, f. 1960, verkstjóri í áhaldahúsi hjá Fjarðabyggð. Börn: Aðalbjörg Eva, f. 1981, og Arnór Ari, f. 1990. Barnabörn eru þrjú. Foreldrar: Halla Sylvía Hjelm, f. 1937, d. 1989, verkakona og húsfreyja á Fá- skrúðsfirði, og Guðni Gestsson, f. 1937, fyrrverandi sjómaður, búsettur á Fá- skrúðsfirði. Jóhanna Guðnadóttir velferðarstimpil á mér. Ég er ekki þessi týpíski jakkafatakall.“ Egill situr í Umhverfis- og heilbrigðis- ráði, velferðarráði, aðgengis- og samráðsnefnd í málefnum fatlaðs Félags Sjálfstæðismanna í Fella- og Hólahverfi og var að að vinna með fötluðum og fannst það yndislegt starf. Ég var líklega valinn á lista af því ég var úr Breiðholtinu og með E gill Þór Jónsson er fæddur 26. júní 1990 á Landspítalanum í Reykjavík og ólst upp Hólahverfi í Breið- holti, „Ég flutti síðan á 29. aldursári yfir í Seljahverfi þegar ég átti von á barni og hef búið þar nú í tæpt ár. Ég hef því alltaf verið í Breiðholt- inu.“ Egill fór snemma að hafa áhuga á stjórnmálum. „Ég var mjög skrítið barn hvað það varðar, en 11-12 ára gamall var ég farinn að fylgjast með umræðuþáttum og fannst þetta heillandi heimur.“ Egill var þó ekki virkur í félagsmálum fyrr en hann var kominn í háskólann. „Ég var alltaf svo þreyttur á unglingsárun- um, sofnaði í frímínútunum og hafði hvorki þrek né orku til að taka þátt í neinu nema rétt til að mæta í tíma. Svo þegar ég fór í háskólann þá opnaðist nýr heimur fyrir mér og fannst öll tækifæri í heiminum blasa við mér. Ég tók þátt meira og minna í öllu sem ég komst í og upp- götvaði hvað tengslanetið skiptir miklu máli í þessu blessaða lífi.“ Egill gekk í Hólabrekkuskóla og varð stúdent frá Fjölbrautaskól- anum í Breiðholti árið 2011 af fé- lagsfræðibraut. Hann lauk BA- gráðu í félagsfræði frá Háskóla Íslands árið 2015. Hann vann í byggingavinnu hjá ÁF húsum sumrin 2006-2007 og hjá Íslandspósti sem bréfberi og í út- keyrslu sumrin 2008-2014 meðfram námi. Hann var yfirmentor fyrir ný- nema á félags- og mannvísindadeild í Háskóla Íslands 2014-2015 og vann síðan hjá Tryggingavaktinni við tryggingaráðgjöf í sumarstarfi 2015. Egill hóf síðan störf hjá Reykjavíkurborg árið 2015 sem stuðningsfulltrúi 3 í búsetukjarna fyrir fólk með tvígreiningar og geð- ræn vandamál og var teymisstjóri í þeim búsetukjarna 2016-2018. Frá 2018 hefur Egill Þór verið borgar- fulltrúi fyrir Sjálfstæðisflokkinn. „Fyrir borgarstjórnarkosning- arnar 2018 var raðað á listann. Reynt var að fá fólk úr öllum hverf- um á listann og það vantaði úr Breiðholtinu. Ég var formaður fólks í Reykjavík og íbúðaráði Breiðholts. „Þetta hefur verið við- burðaríkur tími, en borgarstjórnar- pólitíkin er ekki í lagi. Hún er rosa- lega átakadrifin og aldrei farin sáttaleiðin hjá þeim sem stjórna. En þetta er mjög skemmtilegt starf og maður kynnist ýmsum hliðum sem maður bjóst ekki við að kynn- ast.“ Egill Þór var virkur í félags- málunum í HÍ eins og áður sagði. Hann var formaður Norm, félags félagsfræðinema 2013-2014, formað- ur fjármála- og atvinnulífsnefndar hjá Stúdentaráði 2014-2015, Stúd- entaráðsliði og stjórnarmaður í Stúdentaráði 2014-2016 og formað- ur Vöku, félags lýðræðissinnaðra stúdenta 2015-2016. „Ég tók líka þátt í kosningum til Háskólarektors og með núverandi forseta í forseta- kosningum árið 2016. Lífið er svolítið fótbolti og pólitík hjá mér og barnið eftir að það kom í heiminn,“ segir Egill, spurður út í áhugamálin. „Ég notfærði mér t.d. Egill Þór Jónsson borgarfulltrúi – 30 ára Fjölskyldan og systkinin Inga María heldur á Aroni Trausta, Egill, Linda Björk og dóttir hennar Ellen Katrín og Aron Örn ásamt Sólveigu Evu Pétursdóttur, konu sinni sem heldur á syni þeirra, Jóni Þór. Ekki týpískur jakkafatakall Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Borgarfulltrúinn Egill á fundi full- trúaráðs Sjálfstæðisflokksins. Mæðginin Egill og Díana. Stefán Berg Jóhanns- son, Sigmundur Ævar Ármannsson, Óðinn Helgi Harðarson og Hilmar Marinó Arnars- son gengu á dögunum í hús á Akureyri og söfn- uðu peningum til styrkt- ar Rauða krossinum. Þeir tóku bæði við frjálsum framlögum en seldu einnig perlaðar myndir sem þeir höfðu sjálfir búið til. Þeir söfn- uðu samtals 17.068 kr. og afhentu starfsfólki Eyjafjarðardeildar upp- hæðina. Hlutavelta 40 ára Kristjón er Reykvíkingur og býr í Laugardalnum. Hann er tölvunarfræðingur frá Háskólanum í Skövde í Svíþjóð og er forstöðumaður tækni- reksturs hjá Reikni- stofu bankanna. Maki: Ástþór Jakobsson, f. 1992, ferða- ráðgjafi hjá Iceland Encounter. Foreldrar: Sverrir Jónsson, f. 1954, heimilislæknir hjá Domus Medica ,og Danfríður Kristjónsdóttir, 1957, hjúkr- unarfræðingur á Kvennadeild Landspít- alans. Þau eru búsett í Reykjavík. Kristjón Sverrisson Til hamingju með daginn Faxafeni 14 | 108 Reykjavík | S. 525 8200 | www.z.is | Opið mán.-fös. 10-18 | Við sérsmíðum gluggatjöld sem passa fullkomlega fyrir þig og þitt heimili Z-Brautir og gluggatjöld Allt fyrir gluggana á einum stað Íslensk framleiðsla

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.