Morgunblaðið - 26.06.2020, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 26.06.2020, Blaðsíða 28
28 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. JÚNÍ 2020 Út er komin ný bók eftir Bergrúnu Írisi Sævarsdóttur, Kennarinn sem hvarf sporlaust. Er það ævin- týraleg spennusaga fyrir börn, framhald bókarinnar Kennarinn sem hvarf, en hún hlaut Barna- bókaverðlaun Guðrúnar Helgadótt- ur árið 2019 og Fjöruverðlaunin ár- ið 2020. Bergrún fékk síðan Íslensku bókmenntaverðlaunin 2020 fyrir Langelstur að eilífu. Bækur Bergrúnar hafa notið vin- sælda meðal ungra lesenda. Í nýju sögunni kynnast þeir Söru Kras- niki, en hún kom til Íslands sem hælisleitandi frá Albaníu vegna lungnaveikinda yngri bróður henn- ar. Saga persónunnar er lauslega byggð á viðtölum Bergrúnar við Kleu og Kevin, systkini sem var vís- að úr landi að næturlagi árið 2015. Þannig vonast Bergrún til að auka fjölbreytileika í persónuflóru ís- lenskra barnabóka og sýna raun- veruleika barna sem hingað koma og þurfa að kljást við fordóma. Um ungan hælisleitanda Morgunblaðið/Eggert Verðlaunahöfundur Bergrún Íris fylgir eftir verðlaunabók með nýrri sögu fyrir unga lesendur. Ef marka má athugasemdir unn- enda Eurovision-keppninnar á sam- félagsmiðlum um þá ákvörðun bandaríska leikarans Wills Ferrells og samstarfsfólks hans að gera gamanmynd um keppnina og láta hana fjalla um íslenska keppendur og kvikmynda hana að hluta á Húsa- vík, þá fannst þeim það slæm hug- mynd sem gerði lítið úr söngva- keppninni sem þeir dá. En miðað við þá dóma sem birst hafa í fagritum kvikmyndaheimsins og dagblöðum erlendis síðustu daga þá þurfa unn- endur Eurovison ekki að hafa áhyggjur; gagnrýnendur eru sam- mála um að myndin, sem framleidd er og dreift af Netflix, sé hvorki fyndin né skemmtileg, og sé að auki teygð úr hófi, í 123 mínútur. Gagnrýnendur The Guardian, Empire og Indiewire.com, gefa Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga allir tvær stjörnur af fimm mögulegum. Þá segir rýnir Variety að kvikmyndin minni að mörgu leyti á fyrri, og vinsælar, myndir Farrells, Anchorman og Talladega Nights – en án hlátursins. Í myndinni leika Ferrell og Rac- hel McAdams parið Lars Ericks- song og Sigrit Ericksdottir sem koma fram sem dúettinn Fire Saga og þrá að verða fulltrúar Íslands í úrslitum keppninnar. Sem þau ná að verða, fyrir furðulegar tilviljanir, og komast því í úrslitakeppnina í Skot- landi. Rýnir The Guardian segir þetta furðulega mynd sem hitti ekki í mark. Í henni séu ágætar senur og brandarar, sérstaklega sem tengjast sambandi parsins, en hins vegar gef- ist áhorfendum aldrei færi á að hlæja neitt að keppninni sjálfri. Poppstjarna Will Ferrell í senu í myndinni tekinni á Reykjanesi. Segja Eurovision-mynd Ferrells hvorki fyndna né skemmtilega Ragnheiður Birgisdóttir ragnheidurb@mbl.is Ljóðabók Hallgríms Þórs Indriðasonar, Ævi manns er ferð um fjörusand …, kom út síðastliðið haust og hafa viðtökurnar verið góðar. Ljóðin eiga það flest sameiginlegt að vera innblásin af veru úti í nátt- úrunni. Hallgrímur er menntaður skógfræðingur og starf- aði við skógrækt í áratugi. Hann er nýlega hættur störfum og farinn á eftirlaun. „Þessi ljóð eru að miklu leyti stemningar. Áhugi minn og tilfinning fyrir um- hverfinu endurspeglast ef til vill í ljóðunum,“ segir hann. „Ljóðin eru innblásin af stund og stað og eiga öll skírskotanir til einhverrar upplifunar,“ skýrir Hall- grímur. Hann segir þau verða til á staðnum í ein- hverri frumgerð að minnsta kosti. Sum ljóðanna eru kennd við þá staði þar sem þau urðu til. Sem dæmi nefnir Hallgrímur ljóðin „Hljóða- klettar“ og „Dettifoss“. „Ljóðið „Ilmbjörk í vorskógi“ var svo ort í Kjarnaskógi þar sem ævistarf mitt ligg- ur.“ Eins konar slökun að yrkja Ljóðin eru mörg hver ort á ferðalögum um landið og Hallgrímur segist upplifa þau sem eins konar kennileiti. „Með því að fletta ljóðabókinni get ég ferðast allt til enda og upplifað stemningar í kringum ljóðið. Svo þetta er eins konar ferðabók í mínum huga. Mér hefur alltaf þótt ljóðið dálítið merkilegt, ef það grípur mig þá man ég það og get notið þess hvenær sem er. Þetta er eins og einhvers konar „mantra“ eða eitthvað þvíumlíkt. Þannig upplifi ég ljóðið. Það fylgir því eins konar slökun að yrkja.“ Hallgrímur yrkir bæði bundið og óbundið og segist Innblásin af stund og stað Ljósmynd/Kristín Aðalsteinsdóttir Strengir „Það eru í ljóðagerðinni einhverjir strengir sem liggja beint inn í hjartað,“ segir ljóðskáldið og skógfræðingurinn Hallgrímur Þór. ekki gera upp á milli formsins. „Fyrst og fremst eru þetta orð og minningar, og þannig verður til ljóð. Hvort sem það er hefðbundið eða óhefðbundið þá grípur mig ákveðin hugsun og eitthvað verður til.“ Náttúruþema ljóðanna tengist líka gjarnan vanga- veltum um mannlega tilvist. „Það eru í ljóðagerðinni einhverjir strengir sem liggja beint inn í hjartað,“ segir Hallgrímur. „Það er erfitt að útskýra sjálfan sig en þannig hefur þetta verið í gegnum tíðina.“ Fellur í ljóðstafi í góðum göngutúr Hallgrímur segir frá því að hann hafi byrjað að yrkja þegar hann var í skógræktarnámi í Noregi fyrir mörgum áratugum. „Fyrstu ljóðin mín urðu til þar, kannski var kveikjan heimþrá og söknuður.“ Hall- grímur segir þó að alltaf sé tilefni til þess að yrkja. „Ég þarf oft ekki annað en að fara í góðan göngutúr, þá fell ég í ljóðstafi. Það er nú ekki flóknara en svo,“ segir hann og hlær. Ljóðum Hallgríms hefur verið tekið afar vel. „Það kom mér skemmtilega á óvart hve vel bókinni var tek- ið, því ég orti þessi ljóð fyrst og fremst fyrir sjálfan mig.“ Ljóðin í bókinni hafa verið geymd á lausum blöðum, þar til þau voru gefin út í haust. Hallgrímur hafði sjálfur engin áform um að gefa þau út. „Það var konan mín hún Kristín Aðalsteinsdóttir sem tók sig til og safnaði ljóðunum saman. Ég er fyrst og fremst þakk- látur henni fyrir að hafa tekið af skarið. Ég hefði aldr- ei staðið fyrir þessu sjálfur,“ segir Hallgrímur um út- gáfuna. „Það er ánægjulegt að eiga ljóðin í bókarformi og geta gripið til þeirra.“ Hallgrímur seg- ist ekki vera hættur að yrkja, enn verði til ljóð. Hallgrímur hefur hlotið viðurkenningu fyrir ljóða- gerð, bæði frá Reykjavíkurborg og Menor, Menningarsamtökum Norðurlands.  Fyrsta ljóðabók skógfræðingsins Hallgríms Þórs Indriðasonar hefur fengið góðar viðtökur  Áhugi á náttúru og umhverfi endurspeglast í ljóðunum Ævi manns er ferð um fjörusand, við flæðarmálið aldan máir slóðir. Þar berast stundum undur upp á land þó ekki séu allir rekar góðir. Torsótt er ferð um fjörunnar eggjagrjót, fláráðir svipir sitja títt í leynum. Láttu ekki svipi verða þér fjötur um fót, finndu þér aðra leið með óskasteinum. Í ferðalok skynjar þú upphaf þíns eigin sjálfs, ölduniður leikur lokastefið. Nú veistu þú lifðir lífinu aðeins til hálfs og ekki verður annað færi gefið. Um fjörunnar eyðisand ÚR LJÓÐABÓK HALLGRÍMS ÞÓRS INGIMARSSONAR Leikararnir Kristín Þóra Haraldsdóttir og Hilmar Guð- jónsson hafa bæst í leikarahóp Þjóðleikhússins og munu leika saman í verkinu Upphaf eftir David Eldridge sem María Reyn- dal leikstýrir og verður frumsýnt í september. Verkið var frumsýnt í Breska þjóðleikhúsinu í London fyrir þremur árum og hlaut afar góðar viðtökur. Kristín Þóra og Hilmar bætast í hóp margra leikara og listrænna stjórnenda sem hafa gengið til liðs við Þjóðleikhúsið undanfarið. Áður höfðu leikararnir og leikstjórarnir Þorleifur Arnarsson, Ólafur Egill og Unnur Ösp bæst í hópinn, auk ljósameistarans Björns Bergsteins, leikmyndahöfundarins Ilmar Stef- ánsdóttur og Hrafnhildar Hagalín Guðmundsdóttur dramatúrgs. Gengin til liðs við Þjóðleikhúsið Kristín Þóra Haraldsdóttir Vorið kom í bæ á miðjum vetri. Vakti af svefni grös hið græna undur. Það rigndi bæði hagli og hörpustrengjum. Húmið náði að skilja það í sundur. Svo kvöldaði með kyrru næturfrosti. Og hvar sem litið var þá við mér brosti hið fagra form sem frostið eitt fær skapað en morgunsólin bræddi og allt var tapað. Vetrarsól Nýbýlavegur 8 – Portið, sími 847 1660, www.bambus.is, bambus@bambus.is bambus.is bambus.is • Opið mánudaga og fimmtudaga frá kl. 10-14 úr silki LEIKFÖNG

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.