Morgunblaðið - 26.06.2020, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. JÚNÍ 2020
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
Björn H. Halldórsson, fyrrverandi
framkvæmdastjóri Sorpu, hefur
stefnt fyrirtækinu vegna starfsloka
sinna hjá því. Tel-
ur hann uppsögn-
ina ólögmæta og
krefst skaðabóta
sem svara til
fimm ára launa,
miskabóta og að
réttindi vegna
námsleyfis verði
gerð upp. Alls
krefur Björn
Sorpu um ríflega
167 milljónir króna auk vaxta og
dráttarvaxta. Málið verður þingfest í
Héraðsdómi Reykjavíkur þriðjudag-
inn 30. júní.
Birni var sem kunnugt er sagt upp
störfum í febrúar síðastliðnum. Í til-
kynningu frá stjórn Sorpu um starfs-
lokin var sagt að ákvörðun um þau
ætti sér meðal annars stoð í nýlegri
skýrslu innri endurskoðunar
Reykjavíkurborgar um stjórnar-
hætti og áætlanagerð vegna gas- og
jarðgerðarstöðvar í Álfsnesi. Þar
voru gerðar alvarlegar athugasemdir
við störf Björns hvað varðaði upplýs-
ingagjöf og gerð kostnaðaráætlanar.
Síðasta haust kom fram að kostnaður
við gas- og jarðgerðarstöðina í Álfs-
nesi og tækjabúnaðar í stækkaða
móttökustöð í Gufunesi hefði saman-
lagt farið 1,3 milljörðum króna fram
úr áætlun. Björn hafði áður verið
sendur í leyfi á meðan skýrslan var til
skoðunar innan stjórnar Sorpu.
Í stefnu Björns, sem Morgunblað-
ið hefur undir höndum, sakar hann
stjórn Sorpu um að skjóta sér undan
ábyrgð á áðurnefndum framkvæmd-
um. Segir hann að innri endurskoð-
andi Reykavíkurborgar hafi verið
vanhæfur til að fjalla um málið vegna
fjölskyldutengsla við helsta keppi-
naut Sorpu.
Fram kemur að Birni hafi verið
boðið samkomulag um starfslok en
við umræður hafi ekki verið fallist á
að greiða honum níu mánaða náms-
leyfi. Þá hafi formaður og varafor-
maður stjórnar Sorpu, Birkir Jón
Jónsson og Líf Magneudóttir, lýst
vantrausti á framkvæmdastjórann
þar eð hann hefði gerst brotlegur í
starfi. Óskuðu þau eftir andmælum
en áður en hann skilaði þeim var
Björn sendur í leyfi. „Þessi aðgerð
var sérstaklega meiðandi, enda fá-
heyrt að opinberir aðilar beiti slíku
óyndisúrræði nema í alvarlegustu til-
vikum,“ segir í stefnunni.
Björn rekur að hann hafi hlotið
áminningu hinn 7. febrúar. Í þeirri
áminningu hafi falist að veita bæri
honum „tíma og tækifæri til að bæta
ráð sitt“ áður en gripið yrði til upp-
sagnar. Það var ekki virt og Birni var
sagt upp störfum fimm dögum síðar.
Telur Björn að uppsögnin hafi ver-
ið annmörkum háð. Hún hafi verið
saknæm og ólögmæt og valdið hon-
um fyrirsjáanlegu tjóni. Samkvæmt
kjarasamningi geti ekki staðist að
veita starfsmanni áminningu og
segja honum síðan upp störfum á
grundvelli sömu saka, án þess að
hann hafi nokkuð af sér brotið í milli-
tíðinni. Jafnræðis og meðalhófs hafi
ekki verið gætt. Tiltekur Björn fjöl-
mörg dæmi um stórkostlega framúr-
keyrslu við opinberar framkvæmdir
síðustu ár, til að mynda Braggann í
Nauthólsvík, Gröndalshús og við-
byggingu við Sundhöll Reykjavíkur
en þau hafi ekki kallað á beitingu
agaviðurlaga gagnvart starfsmönn-
um, ekki einu sinni í formi áminn-
ingar.
Krefst Björn ríflega 21 milljónar
vegna launa í námsleyfi, 144 milljóna
vegna ólögmætrar uppsagnar og
tveggja milljóna í miskabætur.
Beittu „sérstaklega
meiðandi“ aðferðum
Björn krefst 167 milljóna vegna uppsagnar hjá Sorpu bs.
Björn H.
Halldórsson Morgunblaðið/Eggert
Umdeild Hin nýja gas- og jarðgerðarstöð Sorpu í Álfsnesi reyndist dýr.
Ragnhildur Þrastardóttir
ragnhildur@mbl.is
„Það hefur eiginlega enginn stigið
inn á þriðju hæðina vegna þess að
gólfið heldur ekki. Þetta hús er rosa-
lega erfitt, það er bara þannig,“
sagði Ásgeir Þór Ásgeirsson yfirlög-
regluþjónn um brunann á horni
Vesturgötu og Bræðraborgarstígs í
samtali við blaðamann í gærkvöldi.
Þá taldi lögregla sig ekki vera búna
að fullleita í húsinu.
Stór hluti fólksins sem býr í hús-
inu er af erlendu bergi brotinn, að
sögn Ásgeirs, sem getur þó ekki full-
yrt um að allir sem þar búi séu af er-
lendu bergi brotnir. „Stór hluti af
fólkinu sem býr þarna og ég hef rætt
við eru erlendir ríkisborgarar.“
Um leið og lögregla kom á staðinn
óskaði hún eftir aðstoð Rauða kross-
ins við að veita áfallahjálp.
„Við kölluðum strax út fólk frá
Rauða krossinum. Við erum svo
heppin að Rauði krossinn bregst
alltaf við og tekur á móti fólkinu svo
við getum hugsað um okkar eigið
fólk,“ sagði Ásgeir.
Rannsókn á upptökum brunans
hófst strax en tildrög hans eru enn á
huldu. „Við byrjum strax að taka
myndir, fylgjast með og skrásetjum
allt sem gerist og þar fram eftir göt-
unum. Rannsókn hefst bara um leið
og útkall berst,“ sagði Ásgeir.
Staða handteknu til skoðunar
Þrír voru handteknir á vettvangi.
Spurður hvort þá sé uppi grunur um
að eitthvað saknæmt hafi átt sér
stað segir Ásgeir: „Þeir voru bara á
og við vettvanginn og við erum bara
að skoða hvaða tengingu þeir hafa
við þetta húsnæði.“ Ekki er ljóst
hvort þeir handteknu séu íbúar
hússins.
Húsið hefur áður verið til umræðu
í fjölmiðlum en árið 2015 lýsti íbúi
yfir mikilli óánægju með aðbúnað
þar.
Húsið er í eigu verktaka en Ben-
jamin Julian, samskiptafulltrúi Efl-
ingar, sagði í gær að starfsfólk
starfsmannaleigunnar Seiglu dveldi
þar. Stéttarfélagið hafði haft áhyggj-
ur af aðbúnaði starfsmannanna, sem
eru félagsmenn Eflingar, síðan í
fyrra, að sögn Benjamins. „Við höf-
um alltaf sagt að það væri möguleiki
á að þetta myndi gerast. Það er mjög
sárt að þetta skyldi gerast áður en
við gátum gripið til aðgerða.“
Halla Rut Bjarnadóttir, eigandi
Seiglu, sem einnig var einn af eig-
endum starfsmannaleigunnar
Manna í vinnu sem Efling hefur átt í
málaferlum við, segir hins vegar af
og frá að starfsmenn leigunnar hafi
dvalið í húsinu.
„Ég hef ekkert með þetta hús að
gera. Efling heldur áfram að ljúga
upp á mig endalaust og það er óþol-
andi,“ segir Halla Rut.
„Þetta hús
er rosa-
lega erfitt“
Töldu sig ekki hafa leitað í húsinu til
fulls í gær Húsið áður í fjölmiðlum
Morgunblaðið/Ásdís
Tunga Miklar eldtungur stóðu út um glugga hússins sem eyðilagðist algjörlega. Tveir stukku út um glugga þess.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Átök slökkviliðsmanna Mikinn kraft þurfti í að ráða niðurlögum eldsins.
Dalvegi 16c | 201 Kópavogur | Sími 568 6411 | rafvorur@rafvorur.is
Amerísk heimilistæki
rafvorur.isRAFVÖRUR ehf
Þvottavélar
og þurrkarar
sem taka
10-17 kg
Þverholti 5 • Mosfellsbæ • Sími 898 1744 • myndo.is
Við búum til
minningar myndó.isljósmyndastofa
BRÚÐKAUPS MYNDIR