Morgunblaðið - 01.07.2020, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 01.07.2020, Blaðsíða 1
M I Ð V I K U D A G U R 1. J Ú L Í 2 0 2 0 Stofnað 1913  153. tölublað  108. árgangur  NEMUR LAND Á REYKJANES- SKAGA LISTAMENN DVELJI Í SKÁLHOLTI RAFMAGNS- BÍLAR TAKA FRAM ÚR SUMARTÓNLEIKAR 24 VIÐSKIPTAMOGGINNÞERNUTRÍTILL 6 Sorg er í hjörtum bifhjólafólks vegna banaslyss sem varð á Kjalarnesi síðastliðinn sunnudag, að sögn Jokku G. Birnudóttur, gjaldkera bifhjóla- samtakanna Sniglanna. Hún hélt erindi á sam- stöðufundi við höfuðstöðvar Vegagerðarinnar í gær. „Við viljum að Vegagerðin, samgöngu- ráðherra, verktakar og birgjar taki höndum sam- an og komi í veg fyrir að svona aðstæður myndist aftur,“ sagði Jokka á fjölmennum fundinum. »4 Vilja að komið verði í veg fyrir annað slys Morgunblaðið/Eggert Þór Steinarsson Ragnhildur Þrastardóttir „Ég held að við Valgerður [Rúnars- dóttir, yfirlæknir á sjúkrahúsinu Vogi] verðum mjög gott teymi hvað varðar faglega þáttinn. Ég lít á sjálfan mig sem bakhjarl fyrir hana hvað það varðar,“ segir Einar Her- mannsson, ný- kjörinn formað- ur SÁÁ, sem vonast til þess að í framhaldinu færist meiri ró yfir starfsemina á Vogi. Hann hafði betur gegn Þórarni Tyrfingssyni, fyrrverandi formanni og yfirlækni SÁÁ, en Einar hlaut 32 atkvæði í formannskosningu stjórn- ar og Þórarinn níu. Atkvæðagreiðsl- an fór fram á aðalfundi SÁÁ í gær- kvöldi, eftir að listi Einars hafði hlotið kjör til stjórnar með 280 at- kvæði af 490, en sextán einstaklingar voru kosnir í 48 manna aðalstjórn og sjö varamenn. Kári Stefánsson, forstjóri Ís- lenskrar erfðagreiningar, kemur inn sem aðalmaður í stjórn í stað Lindu Pétursdóttur. Einar bauð sig fram með tvennt að leiðarljósi. Annars vegar að koma á fagstjórn yfir sjúkrahúsið Vog og hins vegar að endurskoða eignarhald SÁÁ á Íslandsspilum. Spurður hvort hann sjái fyrir sér að ráðast í þær breytingar strax segir Einar: „Nei, þetta verður allt gert í samvinnu með starfsfólki sjúkrahússins og hvað spilakassana varðar þá er það í höndum framkvæmdastjórnar og 48 manna aðalstjórnar – en það vita all- ir minn hug hvað það varðar.“ Valgerður studdi framboð Einars en deilur hafa verið innan SÁÁ um hríð, sem komu upp á yfirborðið þeg- ar hún sagði starfi sínu lausu vegna óánægju með ákvörðun fram- kvæmdastjórnar félagsins um að segja upp þremur af sex sálfræðing- um Vogs í hagræðingarskyni. Hún dró síðar uppsögn sína til baka og í kjölfarið dró framkvæmdastjórnin allar uppsagnir til baka. Valgerður ánægð með kjörið Kjör Einars leggst vel í Valgerði. „Ég vona að þetta verði skref áfram í góða átt svo við getum haldið áfram að sinna fólki með fíknisjúk- dóma og þeirra aðstandendum og fé- lagið sjálft finni finni leið til þess að ná til allra félagsmanna og gera þetta öflug samtök áfram,“ segir Valgerður sem telur að Einar verði öflugur í sínu starfi. „Hann er heiðarlegur og vill þess- um málaflokki það besta. Það er gott að fá nýtt fólk. Það er enginn sem á SÁÁ.“ Einar segir að kjör sitt hafi verið „sigur heildarinnar“. „Þetta er ekki ég einn heldur hluti af grasrótinni, starfsfólki og samferðafólki í stjórn- inni sem stóð að þessu öllu. Ég er mjög ánægður með alla sem stóðu á bak við mig.“ Morgunblaðið/Arnþór Birkisson Faðmlag Einar og Valgerður féllust í faðma eftir að Einar hafði náð kjöri. „Það er enginn sem á SÁÁ“ Einar Hermannsson  Einar Hermannsson var kjörinn formaður SÁÁ í gærkvöldi  Óskar þess að ró færist yfir starfsemina á Vogi  Valgerður vonar að kjör Einars sé framfaraskref Herrafataverzlun Kormáks & Skjaldar hyggst setja á markað fatn- að og fylgihluti úr tweed-efni sem of- ið er úr ull af íslensku forystufé. Skjöldur Sigurjónsson, sem rekur verslunina í samstarfi við Kormák Geirharðsson, segir í samtali við Við- skiptaMoggann að ullin af forystu- fénu hagi sér öðruvísi en ull af öðru íslensku sauðfé, og minni á kasmír- ull. „Þetta er væntanlegt á mark- aðinn frá okkur nú í haust.“ Í samtalinu segir Skjöldur einnig frá því að fyrirtækið hafi kynnt á Hönnunarmars, sem er nýafstaðinn, íslensk jakkaföt og fylgihluti sem unnin eru úr tweed-efni úr íslenskri ull. Með því er fyrirtækið að endur- vekja framleiðslu sem síðast var stunduð fyrir um hálfri öld, en fram- leiðsla efnisins fer fram í verksmiðju í Austurríki. Stefnt er einnig að því að selja tweed-efnið til útlanda og klæða með því húsgögn. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Herramenn Gunni Hilmars hönn- uður og Kormákur Geirharðsson. Ull af forystufé í fatnaði  Íslenskt tweed  Virði Facebook sem vörumerkis féll um 7% milli ára samkvæmt ný- útkominni skýrslu BrandZ, þar sem verðmæti vörumerkja á heimsvísu var metið. Er Facebook þó enn talið áttunda verðmætasta vörumerkið á heimsvísu, en Amazon, Apple og Microsoft sitja í efstu þremur sæt- unum. Óx verðmæti Amazon um ríflega 35% á milli ára. Facebook hefur einnig þurft að glíma við ímyndarvanda síðustu daga, þar sem stórfyrirtæki á borð við Unilever, Starbucks og Coca- Cola hafa heitið því að sniðganga Facebook, nema fyrirtækið taki virkari þátt í að koma í veg fyrir að hatursorðræða geti þrifist á miðl- inum. Sérfræðinga greinir hins vegar á um langtímaáhrif herferð- arinnar. »12 og ViðskiptaMogginn Virði Facebook- vörumerkisins féll AFP

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.