Morgunblaðið - 01.07.2020, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 01.07.2020, Blaðsíða 11
FRÉTTIR 11Erlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. JÚLÍ 2020 Sumarútsalan hefst í dag 30-60% afsláttur af útsöluvörum Garðatorg 6 | sími 551 5021 | www.aprilskor.is Ten Points Pandora Áður 24.990 kr. Nú: 17.493 kr. Ten Points Vivienne / einnig til í svörtu Áður 16.990 kr. Nú: 11.893 kr. Ten Points Tessa / einnig til í svörtu Áður 22.990 kr. Nú: 16.093 kr. Ten Points Milde Áður 23.990 kr. Nú: 16.793 kr. Ten Points Victoria Áður 23.990 kr. Nú: 16.793 kr. Sam Edelman Ethyl / einnig til í snákamunstri Áður 18.990 kr. Nú: 13.293 kr. Opnunartími mán-fös 11-18 laugardaga 12-16 Dominic Raab, utanríkisráðherra Bretlands, lýsti yf- ir þungum áhyggjum sínum af nýrri þjóðar- öryggislöggjöf Hong Kong, sem tók gildi í gær. Þar er m.a. kveðið á um að kínverska öryggislögreglan geti starfað óhindr- að innan borgarmarka Hong Kong. 27 ríki, Bretland þar á meðal, lýstu því yfir í gær að löggjöfin græfi und- an sjálfstæði Hong Kong og hvöttu Kínverja til þess að draga hana til baka. Bretar lýsa yfir þungum áhyggjum Dominic Raab HONG KONG Filippus Belgíu- konungur sendi í gær bréf til for- seta Austur- Kongó, Felix Tshisekedi, þar sem hann lýsti yfir „sinni dýpstu iðrun“ vegna þess skaða sem Belgar ollu við stjórn nýlendu sinnar í Kongó. Er þetta í fyrsta sinn sem belgísk stjórnvöld vekja máls á þeim voða- verkum sem unnin voru í tíð ný- lendustjórnar Belga, einkum á ár- unum 1885-1908 þegar Leópold 2. Belgíukonungur fór einn með yfir- stjórn nýlendunnar. Harmar voðaverk Belga í Kongó Filippus Belgíukonungur BELGÍA Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Þingmenn beggja flokka á Banda- ríkjaþingi sóttust í gær eftir frekari upplýsingum um hvaða vitneskju Donald Trump Bandaríkjaforseti hafði í vor um meint áform leyniþjón- ustu rússneska hersins, GRU, um að setja fé til höfuðs bandarískum her- mönnum í Afganistan. Málið komst í hámæli um helgina þegar New York Times greindi frá því að leyniþjónustur Bandaríkjanna hefðu komist á snoðir um þessi áform í vor. Trump Bandaríkjaforseti svar- aði þeim á sunnudaginn og sagði að upplýsingarnar hefðu ekki verið metnar nægilega trúverðugar til þess að sér hefði verið greint frá þeim. Aðrir embættismenn Hvíta hússins hafa sömuleiðis sagt að Trump hafi ekki verið „persónulega upplýstur“ um málið. Á mánudaginn höfðu bandarískir fjölmiðlar hins vegar eftir tveimur ónefndum embættismönnum að máls- ins hefði verið getið í daglegri leyni- þjónustuskýrslu til forsetans í lok febrúar, sem aftur vakti spurningar um hvort Trump hefði vitað af mögu- legri ógn við öryggi bandarískra her- manna án þess að bregðast við. Innanbúðarmenn í Hvíta húsinu hafa hins vegar áður getið þess að Trump lesi sjaldnast skýrslurnar, en treysti frekar á munnlegar skýrslur frá yfirmönnum leyniþjónustunnar, sem gefnar eru nokkrum sinnum í viku. Hvetja til gagnaðgerða Nokkrir af þingmönnum repúblik- ana hafa hvatt til mögulegra gagnað- gerða gegn Rússum. Michael McCaul, leiðtogi repúblikana í utan- ríkismálanefnd fulltrúadeildarinnar, og Adam Kinzinger sendu frá sér sér- staka yfirlýsingu þar sem þeir hvöttu stjórnvöld til þess að grípa til „bráðra og alvarlega aðgerða“ gegn Rússum ef upplýsingar leyniþjónustunnar reyndust réttar, og Liz Cheney og Mac Thornberry, sem sitja í hermála- nefnd fulltrúadeildarinnar, sögðu brýnt að komast til botns í málinu. Demókratinn Adam Schiff, sem stýrir leyniþjónustunefnd fulltrúa- deildarinnar, sagði hins vegar að mál- ið vekti spurningar um hvort undir- menn forsetans forðuðust að færa honum tíðindi sem gætu haft slæm áhrif á samskipti hans við Vladimír Pútín Rússlandsforseta. Tengsl við Skrípal-málið? Ekki er vitað með vissu hvort mannfall hafi orðið meðal banda- rískra hermanna vegna þessara meintu aðgerða Rússa, en Wash- ington Post greindi frá því á mánu- daginn að greinendur innan banda- rísku leyniþjónustunnar, CIA, teldu það mjög líklegt. Þá munu leyniþjónustustofnanir Breta hafa mikinn áhuga á málinu, þar sem þeim möguleika hefur verið velt upp að sama deild innan GRU hafi verið að verki og stóð að morð- tilræðinu gegn Sergei Skrípal og dóttur hans í Salisbury árið 2018. Þá er talið að líf breskra hermanna hafi einnig verið lagt að veði. Rússnesk stjórnvöld hafa hins veg- ar hafnað allri aðild að meintum að- gerðum og sagt fréttirnar um þær vera uppspuna. Kvartaði rússneska sendiráðið í Washington undan því að frétt New York Times um helgina hefði leitt til líflátshótana gegn starfs- mönnum sendiráðanna í Washington og í Lundúnum. Þá hafa leiðtogar talíbana einnig neitað ásökununum, en þeir undirrit- uðu samkomulag við Bandaríkja- stjórn í febrúar þar sem þeir hétu því að láta af árásum á vestræna her- menn. Áréttuðu talíbanar í gær við Bandaríkjastjórn að þeir hygðust áfram virða það samkomulag. Fékk skýrslu í lok febrúar  Þingmenn leita nánari svara um hvaða upplýsingar Trump fékk  Forsetinn ekki „persónulega upplýstur“  Rússar og talíbanar neita öllum ásökunum AFP Bandaríkin Málið hefur vakið spurningar um hvort Trump hafi verið greint frá mögulegri ógn gagnvart bandarískum hermönnum í Afganistan.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.