Morgunblaðið - 01.07.2020, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 01.07.2020, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. JÚLÍ 2020 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Kórónuveiraner farin aðláta á sér kræla á nýjan leik á Íslandi og var það viðbúið. Tilfellin eru ekki mörg hér á landi. 12 manns eru með virk smit og enginn á sjúkrahúsi. Þeim mun fleiri eru í sóttkví, eða 415. Ís- lendingar hafa hingað til slopp- ið vel frá kórónuveirufaraldr- inum. Áhrifin á efnahagslífið eru hins vegar afgerandi og ekki sér fyrir endann á þeim. Önnur lönd hafa farið mun verr út úr faraldrinum. Í Bandaríkjunum færist farald- urinn í aukana á einum stað þegar hann byrjar að réna á öðrum. Þar hafa nú 2,5 milljónir manna greinst með veiruna, um fjórðungur allra tilfella í heim- inum, og 125 þúsund manns lát- ist af hennar völdum. Dánar- tíðni hefur þó ekki vaxið að sama skapi og smitum hefur fjölgað og má ef til vill rekja það til vaxandi hlutfalls smita meðal fólks á aldrinum 20 til 50 ára. Í Kaliforníu greindust á mánudag rúmlega sjö þúsund manns með veiruna og eru það flest tilfelli sem greinst hafa á einum degi frá því að farald- urinn hófst. Í Texas hefur far- aldurinn verið í miklum vexti og eru langar biðraðir við skim- unarstöðvar. Í Flórída hafa til- fellin fimmfaldast á tveimur vikum að því er virðist af því að ákveðið var að opna strendur, bari, veitingastaði og aðra sam- komustaði aftur. Nú á að loka börum og ströndum á ný, í það minnsta í Miami. Er svo komið að í New York velta yfirvöld því fyrir sér að herða samkomutakmarkanir á ný til þess að koma í veg fyrir að faraldurinn fari aftur á flug og hefur verið tilkynnt að engar leiksýningar verði á Broadway út þetta ár. Jerome Powell, seðlabanka- stjóri bandaríska seðlabankans, kvaðst eiga von á því að hrap landsframleiðslu í Bandaríkj- unum á öðrum fjórðungi þessa árs yrði það mesta í sögunni. Um tíð var talað um að sumarhitinn yrði til þess að far- aldurinn rénaði, en tæki sig síð- an jafnvel aftur upp í haust líkt og hefðbundin flensa, en slíkar tilgátur virðast ekki hafa átt við rök að styðjast. Í Brasilíu heldur tilfellum einnig áfram að fjölga. Í liðinni viku greindust þar 259.105 til- felli og hafa ekki verið fleiri frá því að faraldurinn hófst. Ind- verjar hafa verið að draga úr lokunum og höftum. Engu að síður greindust þar flest tilfelli og dauðsföll á einum degi á laugardag. Þá greindust 18.500 ný tilfelli og 385 manns létu lífið. Þar er erfitt að fá fólk til að fylgja reglum. „Fólk á í erfiðleikum með að fæða fjöl- skyldur sínar,“ sagði viðmæl- andi AFP. „Hvað getum við gert?“ Í Vestur-Evrópu virðist faraldurinn hafa náð hámarki en honum er þó síð- ur en svo lokið. Í Þýskalandi blossaði veiran upp í einu stærsta svínasláturhúsi lands- ins og varð það til þess að þar var gripið til harkalegra að- gerða. Tilvikið virðist einnig ætla að verða til þess að málefni farandverkamanna verði tekin til rækilegrar endurskoðunar og sömuleiðis afleiðingar þess að keppast stöðugt við að þrýsta niður verði á kjöti. Hér hefur ekki verið gripið til þess að herða aðgerðir, en tilmæli hafa verið gefin út um ráðstafanir vegna heimsókna í þjónustuíbúðir fyrir aldraða, á hjúkrunarheimili og íbúða- kjarna eða sambýli í húsnæði fyrir fatlað fólk. Fólk er áfram beðið um að vera á varðbergi, einkum ef það er í áhættuhópi, forðast fjölmenni og virða tveggja metra regluna. Kórónuveiran er að mörgu leyti enn ráðgáta. Stundum virðast sáralítil samskipti duga til að veiran smitist, en í öðrum tilfellum smitast hún ekki. Þá er gríðarlegur munur á því hve þungt sjúkdómurinn leggst á menn. Í gær birtist grein um rann- sókn sem gerð var í ítalska bænum Vo, þar sem búa 3.200 manns. Fyrsta dauðsfallið af völdum kórónuveirunnar átti sér stað í Vo og var bænum lok- að í tvær vikur eftir það. Rúm- lega 85% íbúanna voru skimuð fyrir veirunni og reyndust 2,3% vera smituð í upphafi lokunar- innar, en 1,4% þegar höftunum var aflétt. Sérstaklega var tekið til þess að 40% þeirra sem voru jákvæðir voru ekki með nein einkenni. Að sögn vísindamannanna sem gerðu rannsóknina sýnir hún að með einangrun og um- fangsmikilli skimun megi hefta framgang veirunnar og ríma þær niðurstöður við reynsluna héðan. Þeir segja niðurstöður sínar einnig bera því vitni að þeir sem voru ekki með ein- kenni hafi verið með jafn „mikið af veirunni“ og þeir sem urðu veikir. Það væri vísbending um að þeir smituðu ekki síður en hinir þótt þeir væru ekki veikir. Þetta er athyglisvert en hins vegar virðist það vera svo að ekki smiti allir jafnt. Jafnvel hefur verið fullyrt að sumir smitaðir einstaklingar virðist ekki smita út frá sér en aðrir virðist vera nokkurs konar „ofursmitarar“. Þessi vafaatriði og ósvöruðu spurningar undirstrika hversu mikilvægt það er að sýna áfram aðgát, gæta hreinlætis og forð- ast eða gæta sín í návígi og margmenni. Kórónuveiran ætl- ar greinilega ekki í sumarfrí og enn er bið eftir bóluefni. Mikilvægt er að sýna áfram aðgát vegna kórónuveirunnar} Ekkert lát á faraldrinum F rumvarp mitt til breytinga á lög- um um heilbrigðisþjónustu nr. 40/2007 var samþykkt á Alþingi 26. júní síðastliðinn. Í júní í fyrra var heilbrigðisstefna til ársins 2030 samþykkt á þinginu en með heilbrigð- isstefnu hefur verið mótuð framtíðarsýn fyrir íslenska heilbrigðisþjónustu til ársins 2030. Frumvarp til breytinga á lögum um heilbrigð- isþjónustu, sem nú hefur verið samþykkt, hef- ur það aðalmarkmið að fella lög um heilbrigð- isþjónustu að heilbrigðisstefnu sem samþykkt var á Alþingi í júní síðastliðnum. Þannig er ætlunin að lög um heilbrigðisþjónustu endur- spegli þær áherslur sem fram koma í heil- brigðisstefnu. Meðal markmiða heilbrigðisstefnunnar er að skapa heildrænt kerfi sem ætlað er að tryggja samfellda þjónustu við notendur á réttu þjón- ustustigi hverju sinni og gæta að hagkvæmni og jafnræði við veitingu heilbrigðisþjónustu. Í heilbrigðisstefnu er einnig kveðið á um að löggjöf um heilbrigðisþjónustu skuli vera skýr og kveða afdráttarlaust á um hlutverk heilbrigðisstofnana og annarra sem veita heilbrigðis- þjónustu og hvernig samskiptum þeirra skuli háttað. Kjarni breytinganna á lögum um heilbrigðisþjónustu sem nú hafa verið lögfestar felst í því að skilgreiningum á heilbrigðisþjónustu er skipt í þrjú stig, þ.e. fyrsta, ann- ars og þriðja stigs heilbrigðisþjónustu. Fyrir lagabreytinguna var heilbrigðisþjónusta skil- greind sem almenn eða sérhæfð heilbrigðis- þjónusta en slíkar skilgreiningar á heilbrigð- isþjónustu eru á undanhaldi þar sem heilbrigðisþjónusta er nú að langstærstum hluta sérhæfð. Skipting heilbrigðisþjónustu í fyrrnefnd þjónustustig er í samræmi við skil- greiningu Alþjóðaheilbrigðismálastofnunar- innar á heilbrigðisþjónustu. Auk þess er í lög- unum eftir samþykkt frumvarpsins kveðið skýrar á um hlutverk og ábyrgðarsvið heil- brigðisstofnana. Gerðar eru breytingar á ákvæðum laganna um framkvæmdastjórnir og jafnframt kveðið á um að á öllum heil- brigðisstofnunum sem ríkið rekur skuli starfa sameiginleg fagráð fagstétta heilbrigðis- starfsfólks á viðkomandi stofnun. Með lagabreytingunni er skapaður traustari grund- völlur fyrir samhæfingu heilbrigðisþjónustu í landinu og stuðlað að því að landsmenn hafi aðgang að sem bestri þjónustu hvar sem þeir búa. Síðast en ekki síst endur- spegla lögin nú þær áherslur sem Alþingi hefur sam- þykkt og koma fram í heilbrigðisstefnu til ársins 2030. Samþykkt laganna er mikilvægur liður í því stóra verk- efni að koma heilbrigðisstefnu til framkvæmda. Svandís Svavarsdóttir Pistill Lögum um heilbrigðisþjónustu breytt til samræmis við heilbrigðisstefnu Höfundur er heilbrigðisráðherra. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen FRÉTTASKÝRING Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Stjórnendur samfélags-miðilsins Facebook lýstuþví yfir í gær að hannmyndi setja aukna áherslu á miðlun frétta frá traustum fréttastofum og um leið reyna að minnka vægi auglýsinga, „smellu- dólgafrétta“ og annarra greina sem ekki byggðu á traustum heim- ildum. Sagði í yfirlýsingu félagsins að það myndi hér eftir gera meira til að tryggja að sú mikla vinna sem lægi að baki vandaðri frétta- öflun fengi forgang í efnisveitu Facebook. Yfirlýsingin er talin vera við- bragð netrisans við herferð þar sem auglýsendur hafa verið hvattir til þess að sniðganga Facebook í þeirri von að miðillinn geri meira til þess að koma í veg fyrir dreif- ingu efnis sem túlka má sem hat- ursfull skilaboð. Herferðin er ekki ný af nálinni en fékk mikinn byr í kjölfar mótmælanna sem spruttu upp eftir morðið á George Floyd. Sniðgangan hefur náð óvenju- miklum árangri, þar sem stór- fyrirtæki á borð við Unilever, Star- bucks, Levi’s og Coca-Cola hafa þegar lýst því yfir að þau séu hætt að auglýsa á Facebook tímabundið, og um 200 fyrirtæki til viðbótar hafa gengið til liðs við herferðina. Féll virði hlutabréfa í Face- book hratt í kjölfarið og var tjónið metið á um 50 milljarða banda- ríkjadala. Sú lækkun hafði þó gengið til baka að mestu í gær. Segja ekki nóg að gert Yfirlýsing Facebook í gær kemur í kjölfar annarrar á föstu- daginn, en þar hét fyrirtækið því að það myndi banna meira af því sem fyrirtækið skilgreindi sem „hatursfullt efni“ í þeim auglýs- ingum sem birtar væru á miðl- inum. Þá hét Mark Zuckerberg, stofnandi Facebook, því að fyrir- tækið myndi setja viðvörunar- merkingar á pósta sem þættu hafa fréttagildi en brytu jafnframt í bága við reglur Facebook. Aðgerðasinnar og mannrétt- indasamtök á borð við NAACP, sem berst fyrir réttindum blökku- manna í Bandaríkjunum, sögðu að þau skref myndu engan veginn duga til þess að taka á þeim stöð- uga straumi af kynþáttahyggju og hatri sem sjá mætti daglega á Facebook. En hvaða áhrif mun sniðgang- an hafa á Facebook? Greg Sterl- ing, markaðsgreinir fyrir stafræna markaði, sagði í samtali við AFP- fréttastofuna að mótmælin gegn Facebook mörkuðu nýja tíma í „stafrænni aðgerðastarfsemi“. „Sjálfboðaliðasamtök eru að höfða til auglýsenda til þess að veita samfélagsmiðlunum aðhald, en þeir hafa verið tregir til þess að sjá um það sjálfir,“ sagði Sterling, sem telur jafnframt að allir sam- félagsmiðlar muni nú neyðast til þess að endurskoða stefnu sína og gera meira til þess að fyrirbyggja kynþáttahatur á miðlum sínum. Michelle Amazeen, prófessor í fjölmiðlun við Boston-háskóla, tók í sama streng, en hún telur aðgerðir auglýsendanna gefa til kynna að samfélagsmiðlarnir verði að bregð- ast við kröfum auglýsenda eða verða af mikilvægum tekjupóstum. Ekki teljandi áfall Aðrir sérfræðingar í markaðs- málum töldu hins vegar að snið- gönguherferðin væri ekki teljandi áfall fyrir tekjuvonir Facebook, en fyrirtækið státar af um sjö millj- ónum auglýsenda, einkum frá litlum og meðalstórum fyrir- tækjum. Larry Chiagouris, prófessor í markaðsfræðum við Pace-háskóla, sagði við AFP að flestar sambæri- legar herferðir gegn þekktum vörumerkjum hefðu fjarað út eftir að áhugi fólks á herferðinni hefði minnkað. Sagði hann að Facebook yrði áfram álitlegur kostur fyrir fjölmarga auglýsendur og að her- ferðin myndi mögulega hafa áhrif á tekjur Facebook til skemmri tíma, en að svo myndu þær aftur ná sér á strik. „Fólk elskar ennþá Face- book-reikningana sína, með réttu eða röngu,“ sagði Chiagouris. Þá benti Ali Mogharabi, verð- bréfagreinandi hjá Morningstar, á að rúmlega 2,6 milljarðar notuðu Facebook. Því væri líklegt að flest- ir af þeim auglýsendum sem nú hefðu sniðgengið félagið myndu snúa aftur. „Í millitíðinni getur Facebook stigið skref til þess að sýna að það muni draga úr haturs- fullri orðræðu á miðlinum,“ sagði Mogharabi. Óvíst hver áhrif snið- göngunnar verða AFP Facebook í vanda? Mark Zuckerberg, stofnandi Facebook, hefur heitið bót og betrun eftir að auglýsendur hófu að sniðganga fyrirtækið í stórum stíl.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.