Morgunblaðið - 01.07.2020, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. JÚLÍ 2020
Bankastræti 12 | Sími 551 4007 | skartgripirogur.is
Hálsmen
12.500,-
Hálsmen
8.900,-
Hálsmen
8.900,-
Hálsmen
9.900,-
Hringur
8.900,-
Hringur
8.900,-
Hringur
8.900,-
Eyrnalokkar
5.500,-
Eyrnalokkar
5.500,-
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Ragnhildur Þrastardóttir
ragnhildur@mbl.is
„Við fyrstu skoðun lítur út fyrir að
gerðar hafi verið breytingar á mann-
virkinu sem ekki hafi verið sótt um
byggingarleyfi fyrir. Mögulega hafa
þessar breytingar
haft slæm áhrif á
brunavarnir,“
segir Davíð
Snorrason, yfir-
maður brunaeft-
irlits hjá Hús-
næðis- og mann-
virkjastofnun
(HMS), um hús
sem brann við
Bræðraborgar-
stíg. Þrír létu lífið
í eldsvoðanum og tveir slösuðust al-
varlega.
Engar kvartanir um húsið höfðu
borist HMS fyrir brunann, að sögn
Davíðs, en fyrir brunann höfðu fjöl-
miðlar fjallað um slæman aðbúnað í
húsinu.
Brunavarnir í eldri húsum oft
ekki í samræmi við reglur
Nú vinnur HMS að því að rann-
saka eldsvoðann og stýrir Davíð
rannsókninni. Niðurstöður hennar
gætu legið fyrir síðar á árinu.
Markmið rannsóknarinnar er að
draga lærdóm af brunanum og kanna
hvort nauðsynlegt sé að breyta reglu-
verki en grunur er um að brunavörn-
um í húsinu hafi verið ábótavant.
„Í mörgum eldri mannvirkjum eru
brunavarnir ekki í samræmi við nú-
gildandi nýjustu reglur,“ segir Davíð
um þann grun. „Mannvirki í dag eru
byggð með öðrum hætti. Húsið sem
brann var mjög gamalt.“
Lögmaður eiganda hússins hefur
áður sagt að brunavörnum í húsinu
hafi ekki verið ábótavant.
Eigendur eldri húsa þar sem
brunavörnum er ábótavant eru ekki
skikkaðir til þess að færa húsin nær
nútímanum hvað brunavarnir varðar,
að sögn Davíðs.
„Ef þú breytir ekki mannvirkinu
þá eru lög í landinu og reglugerðir al-
mennt ekki afturvirk. Ef þú ætlar að
eiga mikið við húsið þá þarft þú að
leggjast í nýjar teikningar og þá geta
komið upp ákveðnar kvaðir,“ segir
Davíð en eins og áður sagði er útlit
fyrir að húsinu sem brann hafi verið
breytt án leyfis.
„Allt skoðað með opnum huga“
Spurður hvort til skoðunar sé að
skylda húseigendur eldri húsa til þess
að uppfæra brunavarnir, segir Davíð
að það eigi eftir að koma í ljós.
„Þetta er allt skoðað með opnum
huga.“
Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, í
samstarfi við slökkviliðið, leitar nú
leiða til þess að vinna að frekari úr-
bótum á regluverki og verklagi sem
snertir brunavarnir.
Skoða hvort hindra megi marg-
ar skráningar á sama stað
Spurður hvort ekki hefði mátt ráð-
ast í slíkar breytingar fyrr, segir
Davíð: „Ef niðurstaða rannsókn-
arinnar leiðir í ljós að það þurfi að
fara í einhverjar breytingar þá er allt-
af hægt að segja „af hverju vorum við
ekki löngu búin að breyta þessu“.“
Í húsinu bjó fjöldi verkafólks og
hefur vakið athygli að í húsnæðinu
voru alls 73 með skráð lögheimili.
HMS hefur nú til skoðunar hvort
hindra megi að svo margir skrái lög-
heimili á einum stað, til dæmis með
bættri skráningu leiguhúsnæðis.
Breytingarnar höfðu
mögulega slæm áhrif
Húsinu virðist hafa verið breytt Engar kvartanir borist
Morgunblaðið/Eggert
Bræðraborgarstígur Lítið er eftir af húsinu annað en brunarústir. Grunur
leikur á að húsinu hafi verið breytt án þess að fyrir því hafi verið leyfi.
Davíð
Snorrason
Aron Þórður Albertsson
aronthordur@mbl.is
„Það er eitthvert líf þótt það sé ekki
mjög mikið. Það gefur okkur ákveðna
von,“ segir Sigfús Bjarni Sigfússon,
forstjóri bílaleigunnar Hertz. Vísar
hann í máli sínu til bókana hjá fyrir-
tækinu í kjölfar opnunar landamæra.
Segir hann að viðskiptin hafi tekið lít-
illega við sér seinni hluta júnímánað-
ar. „Það var í raun lítið sem ekkert að
gera hjá okkur framan af. Þetta tók
þó aðeins við sér eftir að landamærin
opnuðust. Það breytir auðvitað miklu
fyrir okkur að hafa opið,“ segir Sig-
fús.
Ljóst er að heimsfaraldur kórónu-
veiru mun hafa alvarleg áhrif á efna-
hagslíf hér á landi. Þá má telja líklegt
að fjöldi fyrirtækja kunni að bætast í
hóp þeirra sem nú þegar hafa lagt
upp laupana. Í fjölda tilfella er eft-
irspurn hjá ferðaþjónustufyrir-
tækjum rétt um 15% af því sem hún
var þegar best lét. Spurður hvort
hann geri ráð fyrir að komast í gegn-
um ástandið telur Sigfús svo vera.
Hertz á Íslandi sé í sterkri stöðu og
vinni nú með viðskiptabönkum fyrir-
tækisins að útfærslu afborgana. „Við
komum mjög sterk inn í þetta ástand
og munum lifa þetta af þótt það vari í
ár eða lengur. Maður sér að aðrar
bílaleigur og ferðaþjónustufyrirtæki
sem ekki voru í eins sterkri stöðu eru
farin á hausinn. Nú vinnum við með
viðskiptabönkum til að tryggja rekst-
ur fyrirtækisins,“ segir Sigfús.
Bindur hann vonir við að bókanir í
júlí- og ágústmánuði haldist inni. Þó
sé einbeitingin að mestu komin á
næsta sumar. „Maður vonar kannski
að það komi einhverjir í október en
við erum að horfa á árið 2021. Það
vantar tengingu við Ameríku núna
sem er gríðarlega mikilvæg,“ segir
Sigfús.
Bindur vonir við
næsta sumar
Eftirspurnin jókst
lítillega við opnun
landamæranna
Morgunblaðið/Ómar
Ferðamenn Lítið hefur borið á
ferðamönnum hér á landi.
Ragnhildur Þrastardóttir
ragnhildur@mbl.is
Verkalýðsfélag Akraness hefur lagt
„lokatilboð“ fram í kjaraviðræðum
við Norðurál. Tilboðið er sagt byggj-
ast á hinum
margumrædda
lífskjarasamningi
sem Samtök at-
vinnulífsins tóku
þátt í að skapa.
Samtökin
semja við Verka-
lýðsfélag Akra-
ness fyrir hönd
Norðuráls og
segir Vilhjálmur
Birgisson, for-
maður verkalýðsfélagsins, að það
kæmi sér á óvart „ef Samtök at-
vinnulífsins væru ekki tilbúin í að
viðurkenna sitt eigið barn sem er
lífskjarasamningurinn“.
Vilhjálmur segir að sá samningur
hafi reynst vel og „það [hafi] aldrei
verið jákvætt ef einhver vill ekki
kannast við sitt eigið afkvæmi, ef
þannig má að orði komast“.
Trúir ekki að Norðurál hafni
tilboði verkalýðsfélagsins
Boltinn er nú hjá Norðuráli, að
sögn Vilhjálms, sem gerir fastlega
ráð fyrir því að ríkissáttasemjari
boði til fundar deiluaðila næstkom-
andi fimmtudag.
„Ég mun aldrei trúa því að svo öfl-
ugt og glæsilegt fyrirtæki sem
Norðurál er muni ekki vera tilbúið
að undirgangast sambærilegar
launahækkanir og 90% af vinnu-
markaði hafa gert,“ segir Vilhjálm-
ur.
„Það myndi alla vega koma mér
verulega á óvart. Við höfum oft þurft
að takast harkalega á. Það er bara
eðli kjarasamningsviðræðna. Ég
ætla að leyfa mér að vera vongóður
þar til annað kemur í ljós, en það er
alveg ljóst að ef ekki næst saman þá
mun teiknast upp ný staða.“
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Norðurál Vilhjálmur er vongóður um að fyrirtækið taki lokatilboðinu.
Lokatilboð lagt
fyrir Norðurál
Vonar að SA samþykki eigið afkvæmi
Vilhjálmur
Birgisson