Morgunblaðið - 01.07.2020, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. JÚLÍ 2020
Þverholti 5 • Mosfellsbæ • Sími 898 1744 • myndo.is
Við búum til
minningar myndó.isljósmyndastofa
BRÚÐKAUPS MYNDIR
Tvö ný smit greindust í gær, annað
við landamæraskimun og hitt hjá Ís-
lenskri erfðagreiningu. Á sama tíma
fækkaði einstaklingum í sóttkví úr
433 í 415. Alls eru nú tólf einstak-
lingar með virkt smit. Samtals hafa
um 12 þúsund manns farið í sýna-
töku við landamæri frá 15. júní en
einungis fjórir hafa reynst með virkt
smit.
Ekki hefur slegið á áhyggjur
landsmanna, en samkvæmt nýjasta
Þjóðarpúlsi Gallup fjölgar þeim sem
hafa áhyggjur af því að smitast af
kórónuveirunni. Þá fjölgar sömuleið-
is þeim sem telja aðeins of lítið gert
úr heilsufarslegri hættu faraldurs-
ins. Svo virðist sem framangreindar
áhyggjur valdi því að frestun við-
burða sé nú að færast í aukana á ný.
Í gær bárust fréttir af því að loka-
hátíð fyrir starfsmenn í frystihúsi
Síldarvinnslunnar á Seyðisfirði hefði
verið slegið á frest vegna gruns um
smit meðal starfsmanna. Var um-
ræddur starfsmaður sendur í sýna-
töku, en sökum óvissu um niður-
stöðu hennar var ákveðið að fresta
gleðskapnum.
Sömuleiðis var greint frá því í gær
að fimm starfsmenn atvinnuvega-
ráðuneytisins væru í sóttkví. Tengist
það smitum tveggja starfsmanna
ráðuneytisins. Auk viðkomandi
starfsmanna eru níu til viðbótar í
svokallaðri úrvinnslusóttkví.
Annar smituðu einstaklinganna er
eiginmaður Lilju Alfreðsdóttur
menntamálaráðherra. Sjálf er hún
nú komin í sóttkví og verður næstu
tvær vikur þrátt fyrir neikvæða
niðurstöðu úr sýnatöku.
aronthordur@mbl.is
Veirusmitum fjölgar og
áhyggjur fólks aukast
Morgunblaðið/Margrét
Sýnataka Áhyggjur landsmanna
aukast eftir að smitum tók að fjölga.
Tvö ný smit
greind í gær
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
„Það er mjög erfitt að standa af sér
árásir frá lánardrottnum með litlar
tekjur,“ segja veitingamennirnir
Þórður Ágústsson og Þórhallur
Viðarsson á b5 í Bankastræti.
Blikur eru á lofti í rekstri
skemmtistaða í miðborg Reykja-
víkur eftir að Þórólfur Guðnason
sóttvarnalæknir greindi frá því í
byrjun vikunnar að ekki væri fyr-
irséð hvenær hægt yrði að mæla
með því að afgreiðslutími þeirra yrði
rýmkaður. Þeir staðir sem gera út á
djammið á föstudags- og laugar-
dagskvöldum hafa farið illa út úr
kórónuveirufaraldrinum. Eftir að
slakað var á samkomubanni og leyft
að hafa opið á krám til klukkan 23
hafa margir staðir náð sér ágætlega
á strik en þeir sem gera út á tekjur
eftir miðnætti um helgar skiljanlega
ekki.
Þórður og Þórhallur gagnrýna
það umhverfi sem þeim sé búið; ekki
sé komið til móts við það tekjufall
sem fyrirtækið hafi orðið fyrir og
engar upplýsingar séu fyrir hendi
um hvenær búast megi við að rekstr-
arumhverfið geti færst í fyrra horf.
„Höldum þetta ekki út lengur“
„Fyrir Covid var þetta blómstr-
andi fyrirtæki. Við eigendur höfum
þurrausið sjóði okkar til að halda því
gangandi en við getum ekki meir.
Þær þokukenndu upplýsingar sem
við fáum og óvissuástand sem við
búum við gera það að verkum að við
höldum þetta ekki út lengur,“ segir
Þórður. Morgunblaðið hefur áður
greint frá óánægju þeirra með óbil-
girni fasteignafélagsins Eikar í nú-
verandi ástandi.
Veitingamennirnir gagnrýna að
leyfilegt sé að halda stóra tónleika í
Háskólabíói og víðar þar sem virðist
duga að skipta salnum í hólf með
límbandi til að það teljist innan
marka samkomubanns. Þá sé hægt
að leigja veislusali og halda stór
partí til klukkan þrjú á nóttunni án
þess að athugasemdir séu gerðar.
Strangt eftirlit sé hins vegar með
börum og skemmtistöðum sem megi
bara vera opnir til klukkan 23.
„Þetta er bara aftaka,“ segja Þórður
og Þórhallur.
Uppsagnir á Lebowski Bar
Morgunblaðið ræddi við fleiri veit-
ingamenn í miðborginni. Ingvar
Svendsen á American Bar í Austur-
stræti segir að reksturinn gangi vel
þegar gott veður er og fólk geti setið
úti. Ef núverandi ástand haldi lengi
áfram og afgreiðslutími verði ekki
rýmkaður muni reksturinn aftur á
móti þyngjast.
„Við þurftum að ráðast í upp-
sagnir nú um mánaðamótin,“ segir
Arnar Þór Gíslason, veitingamaður á
Lebowski Bar. Arnar rekur nokkra
bari og skemmtistaði í miðbænum.
Uppsagnirnar ná bara til Lebowski
Bar, en þar hefur afgreiðslutími ver-
ið langur. „Við höfum verið að borga
fólki fyrir hátt í 70 klukkutíma auka-
lega sem það hefur ekki getað unnið.
Uppsagnir tryggja fólki full laun og
réttindi á uppsagnarfresti. Vonandi
getum við svo ráðið fólkið inn aftur,“
segir Arnar.
Hann segist aðspurður ekki vera
mjög bjartsýnn á framhaldið.
„Óvissan er alger hjá veitinga-
mönnum. Maður er búinn að berjast
núna í nokkra mánuði, reyna að vera
jákvæður og halda fólki í starfi en ég
er búinn að gefast upp á að halda
svona áfram. Nú verður að pakka í
smá vörn.“
Rekstur b5
og fleiri staða
í mikilli óvissu
Vertar ósáttir við afgreiðslutíma og
aðbúnað Uppsagnir á Lebowski Bar
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
B5 Einn þeirra staða sem farið hafa
illa út kórónuveirufaraldrinum.
Alexander Kristjánsson
alexander@mbl.is
Aðferðin og efnið sem notuð voru við
malbikun á vegkafla á Vesturlands-
vegi á Kjalarnesi, þar sem banaslys
varð á sunnudag, voru með sama
hætti og venja er. Þetta segir G. Pét-
ur Matthíasson, upplýsingafulltrúi
Vegagerðarinnar. Fyrir liggur að
vegkaflinn var hálli en kröfur Vega-
gerðarinnar segja til um, en engin
tilhlýðileg skýring hefur fengist og
beinist lögreglurannsókn að því.
Sýni hafa verið tekin úr malbikinu
og verða þau send til greiningar,
annars vegar til Nýsköpunarmið-
stöðvar Íslands og hins vegar til Sví-
þjóðar.
G. Pétur segir verktakann Loft-
orku, sem sá um verkið, og malbik-
unarstöðina Höfða hafa áratuga-
reynslu af lagningu malbiks. „Við
vitum að þetta eru reyndir verktak-
ar og þeir segja okkur að það sé ekk-
ert sem þeir geta sett fingur á að sé
að.“
Ákveðið hefur verið að malbika á
ný vegkaflann á Vesturlandsvegi og
annan á Gullinbrú í Reykjavík, en
báðir reyndust of hálir í mælingu
Vegagerðarinnar. Aðspurður segir
G. Pétur að framkvæmdir hefjist á
næstu dögum, um leið og veður leyf-
ir, en þangað til hefur hámarkshraði
á vegkaflanum á Vesturlandsvegi
verið lækkaður niður í 50 km/klst.
Vilja umbætur í öryggismálum
Fjölmennur fundur bifhjólasam-
takanna Sniglanna fór fram við
höfuðstöðvar Vegagerðarinnar við
Borgartún í hádeginu í gær. „Hver
einasta manneskja sem hefur notað
mótorhjól getur sagt sögu af hálum
vegum, lausamöl ofan á malbiki, ein-
breiðum brúm, hvassar brúnir [sic]
við ristahlið, sagt okkur sögur þar
sem viðkomandi hefur nánast dottið,
eða dottið og hlotið skaða af,“ segir í
yfirlýsingu sem Jokka G. Birnudótt-
ir, gjaldkeri Sniglanna, las upp við
upphaf fundarins.
Kröfur mótmælenda eru að hætt
verði að nota „ónýtt efni“ í mal-
bikun, og að einbreiðum brúm,
blindhæðum og skyndilausnum
verði útrýmt.
Lögreglurannsókn á vegin-
um stendur yfir, en í samtali
við Morgunblaðið sagði Elín
Agnes Kristínardóttir, stöðv-
arstjóri hjá lögreglunni, að
lítið væri hægt að segja
um hana að svo
stöddu.
Morgunblaðið/Eggert
Samstöðufundur Fjöldi bifhjólaökumanna mætti fyrir utan Vegagerðina í Borgartúni í gær vegna banaslyssins.
Aðferð og efni með
sama hætti og áður
Óvíst hvað olli hálku á Vesturlandsvegi Sýni úr landi
Auk Gullinbrúar og vegkaflans á
Vesturlandsvegi er Vegagerðin
með til skoðunar Bústaðaveg,
kafla á Reykjanesbraut við
Vífilsstaði og Sæbraut við
Laugarásbíó. Þessar fram-
kvæmdir eiga það sammerkt að
vera nýkláraðar og koma úr
sama útboði Vegagerðarinnar.
Þá hefur verið kvartað undan
hálku á þessum vegköflum.
Samkvæmt upplýsingum frá
Vegagerðinni hefur hraði á
öllum umræddum veg-
um verið lækkaður nið-
ur í 50 km/klst. meðan
þeir eru rannsakaðir,
en ekki er útlit fyrir að
ráðast þurfi í fram-
kvæmdir að nýju þar, líkt
og á Vesturlandsvegi og
Gullinbrú, þar sem hálkan
er ekki jafnmikil.
Fleiri vegir til
skoðunar
EITT ÚTBOÐ
G. Pétur
Matthíasson