Morgunblaðið - 01.07.2020, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 01.07.2020, Blaðsíða 22
3. UMFERÐ Bjarni Helgason bjarnih@mbl.is Óttar Magnús Karlsson hefur nú skorað fjögur mörk fyrir Víkinga í úrvalsdeild karla í knattspyrnu, Pepsi Max-deildinni, í þremur leikj- um liðsins í sumar. Óttar átti frábæran leik fyrir Vík- inga þegar FH kom í heimsókn á Víkingsvöll í Fossvogi í 3. umferð deildarinnar á mánudaginn, en framherjinn skoraði þrennu í 4:1- sigri liðsins. „Það má alveg segja sem svo að þetta hafi verið hálfgerður „duga eða drepast“ leikur fyrir okkur gegn FH,“ sagði Óttar Magnús. „Við horfðum á þetta þannig að ef við færum með sigur af hólmi gætum við sagt skilið við fyrstu tvo leiki tímabilsins, sem voru einfaldlega vonbrigði ef við horfum á úrslitin ein og sér. Sigurinn var ákveðinn léttir og hann gefur manni líka mikið upp á framhaldið að gera. Við vorum rétt Óuppgefin markmið  Önnur þrenna Óttars kom gegn FH innstilltir á mánudaginn hvað spennustigið varðar, bæði í ákefð- inni og pressunni, og við þurfum að reyna að halda í sömu ákefð núna í næstu leikjum, án þess þó að fara of mikið fram úr okkur. Þessi sigur var ákveðin yfirlýsing líka því við erum ansi erfiðir við að eiga á góðum degi og við getum unn- ið hvaða lið sem er í deildinni þegar þannig liggur á okkur.“ Mitt hlutverk er að skora Óttar skoraði aðra þrennu sína í efstu deild en hann skoraði einnig þrennu gegn Breiðabliki árið 2016. „Það er alltaf góð tilfinning að skora þrennu, ég fer ekkert leynt með það. Maður hefur gert þetta einu sinni áður, gegn Breiðabliki ár- ið 2016, og því kannski kominn tími á að endurtaka leikinn ef svo má segja. Mitt hlutverk sem framherji er fyrst og fremst að skora mörk. Að sama skapi er liðið alltaf í fyrsta sæti en það er aldrei leiðinlegt þegar maður skorar og mörkin manns virkilega telja, hvað þá til sigurs eins og gegn FH.“ Víkingar ætla sér að berjast um Íslandsmeistaratitilinn í sumar en þegar kemur að persónulegum markmiðum vill Óttar ekki gefa upp of mikið. „Ég hef alla tíð sett mikla pressu á sjálfan mig og ég reyni að láta utan- aðkomandi raddir ekki hafa áhrif á mig. Ég veit hvað ég get en ég veit líka að ég get alltaf bætt mig líka. Ég hef sett mér ákveðin markmið fyrir tímabilið varðandi marka- skorun og þau eru mjög skýr ef svo má segja. Ég er samt ekki alveg tilbúinn að gefa þau upp að svo stöddu en þú getur heyrt í mér eftir tímabilið og við getum þá farið betur yfir það hvort ég hef náð mark- miðum mínum eða ekki.“ Morgunblaðið/Eggert Fjögur Óttar Magnús Karlsson hefur skorað fjögur af þeim fimm mörkum sem Víkingar hafa gert í þremur fyrstu umferðunum í deildinni. 22 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. JÚLÍ 2020 Pepsi Max-deild kvenna ÍBV – Valur............................................... 1:3 Staðan: Valur 4 4 0 0 14:2 12 Breiðablik 3 3 0 0 11:0 9 Fylkir 3 2 1 0 6:3 7 Þór/KA 3 2 0 1 8:7 6 Stjarnan 3 2 0 1 5:4 6 Selfoss 3 1 0 2 2:3 3 ÍBV 4 1 0 3 5:11 3 Þróttur R. 3 0 1 2 6:8 1 FH 3 0 0 3 0:8 0 KR 3 0 0 3 1:12 0 England Brighton – Manchester United............... 0:3 Staðan: Liverpool 31 28 2 1 70:21 86 Manch.City 31 20 3 8 77:33 63 Leicester 31 16 7 8 59:29 55 Chelsea 31 16 6 9 55:41 54 Manch.Utd 32 14 10 8 51:31 52 Wolves 32 13 13 6 45:34 52 Tottenham 31 12 9 10 50:41 45 Burnley 32 13 6 13 36:45 45 Sheffield Utd 31 11 11 9 30:31 44 Arsenal 31 10 13 8 43:41 43 Crystal Palace 32 11 9 12 28:37 42 Everton 31 11 8 12 38:46 41 Southampton 32 12 4 16 41:55 40 Newcastle 31 10 9 12 29:42 39 Brighton 32 7 12 13 34:44 33 Watford 32 6 10 16 29:49 28 West Ham 31 7 6 18 35:54 27 Bournemouth 31 7 6 18 29:50 27 Aston Villa 32 7 6 19 36:60 27 Norwich 31 5 6 20 25:56 21 B-deild: Millwall – Swansea.................................. 1:1  Jón Daði Böðvarsson var ekki í leik- mannahópi Millwall. Barnsley – Blackburn .............................. 2:0 Cardiff – Charlton .................................... 0:0 Reading – Brentford ................................ 0:3 QPR – Fulham.......................................... 1:2 Leeds – Luton........................................... 1:1 Wigan – Stoke........................................... 3:0 Staða efstu liða: Leeds 40 22 9 9 60:33 75 WBA 39 19 14 6 64:38 71 Brentford 40 20 9 11 70:33 69 Fulham 40 19 10 11 54:44 67 Nottingham F. 39 17 13 9 52:40 64 Cardiff 40 15 16 9 57:51 61 Preston 39 16 9 14 52:49 57 Swansea 40 14 15 11 50:47 57 Derby 39 15 12 12 54:52 57 Blackburn 40 15 11 14 55:50 56 Millwall 40 13 17 10 47:44 56 Spánn Barcelona – Atlético Madrid ................... 2:2 Mallorca – Celta Vigo............................... 5:1 Leganés – Sevilla...................................... 0:3 Staða efstu liða: Real Madrid 32 21 8 3 60:21 71 Barcelona 33 21 7 5 74:35 70 Atlético Madrid 33 15 14 4 43:25 59 Sevilla 33 15 12 6 48:33 57 Getafe 32 14 10 8 42:30 52 Villarreal 32 15 6 11 51:40 51 Ítalía Torino – Lazio........................................... 1:2 Genoa – Juventus ..................................... 1:3 Staða efstu liða: Juventus 29 23 3 3 59:25 72 Lazio 29 21 5 3 66:28 68 Inter Mílanó 28 18 7 3 56:29 61 Atalanta 28 17 6 5 80:39 57 Roma 28 14 6 8 53:38 48 Napoli 28 13 6 9 46:37 45 AC Milan 28 12 6 10 34:35 42 Parma 28 11 6 11 38:35 39 Hellas Verona 28 10 9 9 34:32 39 Cagliari 28 10 8 10 47:44 38 C-deild, umspil, 1. umferð: Padova – Sambenedettese...................... 0:0  Emil Hallfreðsson lék allan leikinn með Padova.  Padova er komið áfram í 2. umferð þar sem liðið mætir Feralpisaló á sunnudag. Danmörk B-deild: HB Köge – Vejle ...................................... 2:1  Kjartan Henry Finnbogason kom inn á sem varamaður á 58. mínútu og skoraði mark Vejle.  Efstu lið: Vejle 58, Viborg 51, Fredericia 45, Kolding 40, Vendsyssel 38. Rússland CSKA Moskva – Spartak Moskva.......... 2:0  Hörður Björgvin Magnússon lék allan leikinn með CSKA og Arnór Sigurðsson síðustu 11 mínúturnar og lagði upp annað markið.  Efstu lið: Zenit Pétursborg 56, Lokomo- tiv Moskva 48, Krasnodar 44, Rostov 41, CSKA Moskva 40, Spartak Moskva 32, Di- namo Moskva 31, Ufa 31. Bandaríkin Áskorendabikar NWSL: Houston Dash – Utah Royals ................. 3:3  Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir lék fyrstu 68 mínúturnar með Utah.  KNATTSPYRNA Úrvalsdeild kvenna, Pepsi Max-deildin: Samsung-völlur: Stjarnan – Selfoss ... 19.15 Í KVÖLD! 3. UMFERÐ Bjarni Helgason bjarnih@mbl.is Danski framherjinn Patrick Peder- sen fór mikinn fyrir Valsmenn þegar liðið heimsótti HK í 3. umferð úrvals- deildar karla í knattspyrnu, Pepsi Max-deildarinnar, í Kórinn í Kópa- vogi á sunnudaginn. Pedersen gerði sér lítið fyrir og skoraði þrennu í leiknum, en þetta voru fyrstu mörk hans á tímabilinu. „Ég var fyrst og fremst ánægður með frammistöðu liðsins og sigur- inn,“ sagði Patrick við Morgunblaðið. „Það er alltaf gaman að skora og ekki verra þegar það eru þrjú mörk. Mér fannst við vera sterkari aðilinn frá fyrstu mínútu og eftir að við skor- uðum þriðja markið var leikurinn svo gott sem búinn. Við duttum í ákveðið kæruleysi því við hefðum hæglega getað bætt við mörkum. Það tókst hins vegar ekki en heilt yfir var þetta mjög vel spil- aður leikur af okkar hálfu gegn öfl- ugu HK-liði sem er erfitt að spila við, sérstaklega á heimavelli þess. Við erum alltaf að bæta okkur sem lið og mér finnst leikmennirnir alltaf vera að komast í betri takt við hug- myndafræði þjálfaranna. Mér finnst við hafa spilað mjög vel í síðustu tveimur leikjum þar sem við höfum skorað fullt af mörkum á meðan okk- ur hefur tekist að halda markinu hreinu og það er mjög jákvæð þróun líka,“ sagði Daninn, sem á að baki 86 leiki með Val í efstu deild, þar sem hann hefur skorað 58 mörk. Breytingar á milli ára „Ég var meðvitaður um að ég hefði verið að skora þriðju þrennu mína, sem var skemmtilegt, en ég vissi ekki að ég væri orðinn næstmarkahæsti erlendi leikmaður efstu deildar frá upphafi. Ég las um það daginn eftir leikinn og ég hafði mjög gaman af því. Sem framherji snýst hlutverk mitt fyrst og fremst um það að skora mörk. Ég get verið mjög stoltur af að hafa skorað 58 mörk í efstu deild á Íslandi og núna vil ég að sjálfsögðu bæta við. Það eru enn nokkur mörk í næsta mann en það er líka ákveðin hvatning fyrir mig að halda áfram á sömu braut.“ Heimir Guðjónsson tók við stjórnartaumunum hjá Val af Ólafi Jóhannessyni eftir síðasta tímabil. „Hlutirnir eru öðruvísi eftir þjálf- arabreytingarnar og við æfum aðeins meira en áður. Uppleggið er öðruvísi og það sést kannski best á því að margir sem hafa verið fastamenn undanfarin ár hafa byrjað á bekkn- um í fyrstu leikjum. Það hefur því ýmislegt breyst. Við erum að ná upp takti, hægt og rólega, og mér finnst okkur miða vel í þá átt sem þjálfarinn vill sjá liðið fara í. Að sama skapi tek- ur þetta tíma og vegna kórónuveiru- faraldursins náðum við ekki að æfa þessar nýju áherslur mikið í leikj- unum í vetur en þetta mun koma.“ Skemmtilegt að lesa þetta  Patrick er stoltur af markaskorinu Morgunblaðið/Eggert Drjúgur Patrick Pedersen er næstmarkahæsti erlendi leikmaðurinn í efstu deild karla á Íslandi, á eftir Steven Lennon sem hefur gert 75 mörk. Handknattleiksdeild ÍBV hefur gert nýjan samning við bosníska landsliðsmarkvörðinn Petar Jok- anovic sem varði mark liðsins á síð- asta tímabili. Jokanovic er 29 ára gamall og kom til Vestmannaeyja frá Red Boys Differdange í Lúxem- borg fyrir ári en hafði áður spilað með félagsliðum í Rúmeníu og Bosníu. Hann lék alla 20 leiki ÍBV sem spilaðir voru áður en keppni í úrvalsdeildinni var hætt vegna kór- ónuveirunnar, og var drjúgur í markaskorun því hann gerði 8 mörk fyrir liðið í deildinni. Markvörðurinn áfram í Eyjum Ljósmynd/ÍBV Eyjar Petar Jokanovic markvörður heldur áfram hjá ÍBV. Eygló Ósk Gústafsdóttir, ein sigur- sælasta sundkona Íslandssögunnar, er hætt keppni, 25 ára gömul, en hún skýrði frá þessu á samfélags- miðlum í gær. Eygló hefur glímt við bakmeiðsli í nokkurn tíma, en hún á að baki keppni á tvennum Ólympíu- leikum, 2012 og 2016, og hlaut tvenn bronsverðlaun í baksunds- greinum á Evrópumótinu í 25 metra laug árið 2015. Hún á núgild- andi Íslandsmet í sex greinum. Þá var Eygló kjörin íþróttamaður árs- ins af Samtökum íþróttafrétta- manna árið 2015. Eygló Ósk er hætt keppni Ljósmynd/Simone Castrovillari Sigursæl Eygló Ósk Gústafsdóttir á glæsilegan sundferil að baki. Úrvalslið Morgunblaðsins úr 3. umferð Pepsi Max-deildar karla í fótbolta verður ekki birt fyrr en henni lýkur en viðureign Stjörnunnar og KA var frestað og ekki liggur fyrir hvenær sá leikur fer fram. Það er þó ljóst að Patrick Pedersen úr Val, Óttar Magnús Karlsson úr Víkingi og Valdimar Þór Ingimundarson verða í liði 3. umferðar hjá Morg- unblaðinu en þeir fengu 2 M hver fyrir frammistöðu sína. Þeir Óttar og Valdimar eru komnir með 3 M hvor samanlagt eftir þrjá leiki sinna liða. Kennie Chopart úr KR, Viktor Karl Einarsson, Breiðabliki, Steven Lennon og Jónatan Ingi Jónsson úr FH, Haukur Páll Sigurðsson og Kaj Leo i Bartalsstovu úr Val og Valgeir Valgeirsson úr HK eru líka með 3 M hver eftir fyrstu leiki sinna liða. Þrír öruggir með sæti í liðinu 3. UMFERÐ DEILDARINNAR ER EKKI LOKIÐ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.