Morgunblaðið - 01.07.2020, Blaðsíða 24
24 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. JÚLÍ 2020
Löggiltur heyrnarfræðingur
Hlíðasmára 19 • 201 Kópavogur • Sími 534 9600 • heyrn.is
Heyrnarþjónusta í alfaraleið
Heyrðu umskiptin með háþróuðum ReSound
gæðaheyrnartækjum.
Margir verðflokkar, SÍ niðurgreiðir heyrnartæki.
Heyrnargreining, ráðgjöf og heyrnartæki til
reynslu afgreidd samdægurs.
Samtök leikhúsa við Broadway í
New York hafa ákveðið að hafa
húsin lokuð út þetta ár, vegna
Covid-19-faraldursins sem enn leik-
ur bandarískt samfélag hart.
Hyggjast eigendurnir reyna að
opna húsin „smám saman“ á fyrstu
mánuðum næsta árs eða undir
næsta vor.
Alls er 41 leikhús í samtökunum
og lokuðu þau öll 12. mars. Eig-
endur húsanna bjóða endurgreiðslu
fyrir þá miða sem þegar hafa verið
keyptir á sýningar á árinu eða miða
á sýningarnar á næsta ári. En
vegna þess að engin leið er að segja
fyrir um hvernig mál þróast er ekki
hægt að gefa upp núna hvenær sýn-
ingar munu hefjast.
Í tilkynningu frá leikhúsunum
segir að alls kyns vandamál muni
blasa við þegar kemur að því að
hefja sýningar að nýju, í samráði
við stjórnvöld og sóttvarnalækna.
Taka þarf prufur af starfsfólki,
gæta að sóttvörnum, því hvernig á
að skipa til sætis miðað við fjar-
lægðamörk og hvernig vinnu verð-
ur háttað baksviðs.
Lokað á Broadway þar til á næsta ári
AFP
Lokað Lyric-leikhúsið er lokað en þar var
verið að sýna leikritið um Harry Potter.
Aðdáendur Hild-
ar Guðnadóttur,
tónskálds og
Óskverðlauna-
hafa, geta nú
tekið gleði sína á
ný eftir að tón-
leikar með tón-
list hennar úr
kvikmyndinni
Joker eru komn-
ir aftur á dagskrá. Tónleikarnir,
sem áttu upprunalega að fara fram
í byrjun júní en var frestað af aug-
ljósum ástæðum, verða haldnir í
Eldborg í Hörpu, 20. nóvember á
komandi hausti. Miðasala hefst
fimmtudaginn 2. júlí.
Þar mun SinfoniaNord flytja tón-
listina úr kvikmyndinni en stjórn-
andi verður Guðni Franzson, faðir
tónskáldsins. Samhliða tónleikun-
um verður kvikmyndinni Joker
varpað á tjald í Eldborg með tali og
áhrifahljóðum. Þessi nálgun fram-
kallar alveg nýja upplifun á marg-
verðlaunaðri kvikmynd Todd Phil-
ips með Joaquin Phoenix í
aðalhlutverki og einstakri tónlist
Hildar Guðnadóttur.
Joker og SinfoniaNord í Eldborgarsal
Hildur Guðnadóttir
Ragnheiður Birgisdóttir
ragnheidurb@mbl.is
Sumartónleikar í Skálholti 2020 hefj-
ast á morgun, 2. júlí. Þétt dagskrá
verður fimmtudag til sunnudags í
þessari viku og þeirri næstu. „Þetta er
í raun styttra tímabil en hefur áður
verið á Sumartónleikum. Nú var
ákveðið að prófa að stytta tímabilið en
halda samt sem áður í sama tónleika-
fjölda,“ segir Ásbjörg Jónsdóttir, ann-
ar skipuleggjenda og framkvæmda-
stjóra Sumartónleika. Hún sinnir því
starfi ásamt Norðmanninum Birgit
Djupedal.
Þær Ásbjörg og Birgit hafa verið
ráðnar sem listrænir stjórnendur og
framkvæmdastjórar Sumartónleika
til tveggja ára. „Við þekkjum hátíðina
vel. Við erum báðar tónskáld og vor-
um með tónleika saman hérna í
fyrra,“ segir Ásbjörg. Svo hafa þær
kynnst starfinu í gegnum Listaháskól-
ann, þar sem þær stunduðu báðar
nám.
Dvelja í Skálholti
Hefð er fyrir því að valin séu
staðartónskáld í tengslum við Sumar-
tónleikana og þeim boðið að dvelja í
Skálholti við tónsmíðar. Að þessu
sinni urðu fyrir valinu tónskáldin Þór-
anna Björnsdóttir og Gunnar Karel
Másson, sem hafa unnið mikið í
raftónlistarheiminum en hafa einnig
reynslu af því að semja kammer-
tónlist. Þau eru búin að koma sér fyrir
í Skálholti, dvelja þar á meðan hátíðin
fer fram og vinna við tónsmíðar og æf-
ingar.
Ásbjörg segir þær Birgit hafa lagt
áherslu á að reyna að endurvekja þá
hefð Sumartónleika að listamenn,
bæði staðartónskáldin og flytjendur,
dvelji í Skáholti. „Við viljum að þau
njóti þess að vinna hérna og upplifi
andann á staðnum.“
Staðartónskáldin sjá um opnunar-
tónleika Sumartónleika í Skálholti
annað kvöld, fimmtudag, og loka-
tónleika sunnudaginn eftir viku. Á
fyrri tónleikunum verða flutt eldri
verk eftir þau. Heiða Árnadóttir mun
syngja og Tinna Þorsteinsdóttir leika
á dótapíanó. Ekki er venja að flytja
flygil eða píanó inn í Skálholtskirkju
og því kemur dótapíanó Tinnu sér vel.
Semja fyrir KIMI
Ásbjörg segir frá því að staðar-
tónskáldin hafi verið fengin til að
semja verk fyrir tónlistarhópinn
KIMI, sem samanstendur af Þór-
gunni Önnu Örnólfsdóttur söngkonu,
Katerinu Anagnostidou slagverksleik-
ara og Jónasi Ásgeiri Ásgeirssyni
harmónikuleikara. Samstarfinu verð-
ur svo fagnað með frumflutningi á nýj-
um verkum tónskáldanna á loka-
tónleikum, 12. júlí.
Ásbjörg og Birgit halda í áherslu
Sumartónleika á tónlist fyrri alda sem
og nýja tónlist. Lengi hefur verið lögð
áhersla á flutning barokktónlistar en
að þessu sinni er aðeins minna um það
en venjan er vegna breytinga sem
urðu á dagskránni vegna faraldursins.
„Við áttum von á tveimur stórum bar-
okkhljómsveitum að utan. Cantoque
Ensemble sem ætlaði að syngja með
þeim mun flytja aðra dagskrá án und-
irleiks með verkum eftir íslensk tón-
skáld, bæði trúarleg verk og verald-
leg. Barokkdagskráin þeirra verður
bara á næsta ári í staðinn,“ segir Ás-
björg. Barokkaðdáendur þurfa þó
ekki að örvænta því tónlist af því tagi
kemur meðal annars við sögu á minn-
ingardagskrá um Jaap Schröder fiðlu-
leikara, og Helgu Ingólfsdóttur, stofn-
anda Sumartónleika og sembal-
leikara. Enn eldri tónlist verður einnig
í boði, en íslensk þjóðlög og Þorláks-
tíðir í strengjaútsetningum verða t.d.
á efnisskrá Cauda Collective.
Fyrir yngri kynslóðina
Tvennir fjölskyldutónleikar verða á
dagskrá í ár. Tvíeykið Bachelsi mun
flytja fiðludúetta og gera tónverk
Bachs aðgengilegri fyrir yngri kyn-
slóðina og svo munu Guðbjörg
Hilmarsdóttir og Kári Þormar dóm-
organisti flytja sálma og segja frá org-
elinu.
„Sumartónleikar í Skálholti eru að-
eins með breyttu sniði í ár, að því leyti
að við erum ekki að fá neina erlenda
gesti nema þá Íslendinga sem búa er-
lendis og ætluðu hvort sem er að
koma heim. Þá ákvörðun tókum við
strax í apríl þegar þetta lá fyrir. Þá
höfðum við samband við alla erlenda
flytjendur og buðum þeim að koma
eftir ár. Þá fórum við bara í það að
finna nýja dagskrárliði. Við ákváðum
að halda okkar striki af því að okkur
fannst mikilvægt að tónlistarfólkið
okkar hérna heima gæti treyst á það
að hafa einhverja atvinnu, hvort sem
hægt væri að vera með áheyrendur í
salnum eða það yrði að grípa til þess
ráðs að flytja tónleikana í streymi eða
taka þá upp,“ segir Ásbjörg. Nánari
upplýsingar um Sumartónleika 2020
má nálgast á sumartonleikar.is
Mikilvægt að halda sínu striki
Sumartónleikar í Skálholti hefjast á morgun Áhersla á tónlist fyrri alda og ný tónverk
Staðartónskáld Sumartónleikanna eru Þóranna Björnsdóttir og Gunnar Karel Másson
Framkvæmdastjórar Ásbjörg og Birgit, listrænir stjórnendur Sumar-
tónleika í Skálholti í ár, leggja áherslu á tónlist fyrri alda.
Ljósmynd/Efi Anagnostidou
Flytjendur Tónlistarhópurinn KIMI flytur verk staðartónskáldanna
tveggja, Þórönnu og Gunnars, á lokatónleikum 12. júlí.
Tónskáld Þóranna er annað staðar-
tónskálda Sumartónleika.
Ljósmynd/Friðgeir Einarsson
Hugsi Gunnar Karel dvelur nú í
Skálholti og semur tónverk.
Opnunartónleikar Sumartónleika í Skálholti verða á morgun, 2. júlí.
Cantoque Ensemble og Steinar Logi Helgason halda tvenna tónleika, 3.
og 4. júlí. Guðbjörg Hilmarsdóttir og Kári Þormar verða annars vegar með
fjölskyldutónleika og hins vegar tónleika undir yfirskriftinni Barokk í
Skálholti, sunnudaginn 5. júlí. Á fimmtudaginn í næstu viku, 9. júlí, flytur
hópurinn Cauda Collective Þorlákstíðir og íslensk þjóðlög. Lokahelgi
Sumartónleika, 10.-12. júlí, verður Bachelsi með fjölskylduvæna dagskrá
og KIMI og Aulos Ensemble halda tónleika. Minningartónleikar verða til
heiðurs Jaap Schröder og Helgu Ingólfsdóttur. Hátíðinni lýkur sunnudag-
inn 12. júlí með frumflutningi á verkum staðartónskálda Sumartónleika.
Barokk, þjóðlög og ný verk
ÚR DAGSKRÁ SUMARTÓNLEIKA Í SKÁLHOLTI