Morgunblaðið - 01.07.2020, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 01.07.2020, Blaðsíða 16
16 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. JÚLÍ 2020 ✝ Jón Hjörleifs-son fæddist 25. júní 1949 á Hellu. Hann lést 18. júní 2020. Móðir hans var Ingibjörg Snæ- björnsdóttir, f. 15. janúar 1927, d. 25. september 2011, og faðir hans Hjör- leifur Jónsson, f. 28. september 1925, d. 7. maí 2011. Systur Jóns eru Elín Birna Hjörleifsdóttir, f. 19.4. 1948 og Sigríður Hjördís Hjörleifs- dóttir f. 5. 7. 1954. Jón ólst upp á Hellu á Rangárvöllum til 12 ára aldurs. Þá flutti fjölskyldan til Reykjavíkur og bjó lengst af í Safamýri. Jón var sem barn gjarnan sendur til sumardvalar í sveit, bæði hjá afa sínum og ömmu í Skarðshlíð undir Eyja- fjöllum, til Skotlands og á Hól- um á Rangárvöllum. Jón giftist Sigrúnu Ágústsdóttur, f. 19. september 1950, þann 12. ágúst 1972. Þau eignuðust 3 börn: Önnu Karólínu f. 14. febrúar 2014. Hjörleifur á þrjú börn með eiginkonu sinni Hildi Péturs- dóttur: Jón Óla, f. 5. ágúst 1998, Arndísi, f. 16. október 2001, og Pétur Örn, f. 29. nóv- ember 2016. Jón Hjörleifsson útskrifaðist sem rafvirki frá Iðnskólanum í Reykjavík 1970. Hann starfaði við fag sitt, t.a.m. hjá Rafveri. Hann vann ýmis störf í kjölfar- ið, var vörubílstjóri hjá Fóð- urblöndunni, fasteignasali hjá Fasteignamarkaði Fjárfest- ingafélagsins og Fjárfestingu sem hann stofnaði ásamt fleir- um. Jón setti á fót, ásamt við- skiptafélögum sínum, heildsöl- una Ísleið sem flutti inn matvæli frá Bandaríkjunum og stóð í ýmsum innflutningi um árabil. Jón starfaði um nokk- urra ára skeið sem umsjón- araðili vistheimilis við Ásvalla- götu ásamt eiginkonu sinni. Undir lok starfsævinnar gerð- ist hann söluaðili fyrir bjálka- hús frá Finnlandi og mótorhjól frá Bretlandi. Jón Hjörleifsson verður jarð- sunginn frá Fossvogskirkju í dag, 1. júlí 2020, klukkan 13. Evu Maríu Jóns- dóttur, f. 26. apríl 1971, Rögnu Söru Jónsdóttur, f. 3. mars 1973, og Hjörleif Jónsson, f. 15. október 1976. Sigrún og Jón skildu árið 2010. Eva María á þrjú börn með Óskari Jónassyni. Þau skildu. Börn þeirra eru Matthildur, f. 13. október 1999, Júlía, f. 3. júlí 2003, og Sigrún, f. 4. október 2005. Eva María giftist síðar Sigurpáli Scheving. Þau eiga saman dótturina Sigríði Sig- urpálsdóttur Scheving, f. 26. júlí 2010. Sigurpáll átti fyrir þrjú börn: Egil Breka, f. 2. júní 2003, Hrafnkötlu, f. 20. októ- ber 2004, og Kolfinnu Kristínu, f. 13. apríl 2007. Ragna Sara á fjögur börn með eiginmanni sínum Stefáni Sigurðssyni: Valgerði, f. 6. júlí 2002, Tómas, f. 11. desember 2004, Jakob f. 9. apríl 2012 og Elsku pabbi, nú hefur þú kvatt þessa jarðvist. Ég sakna þín. Það er svo sem ekkert nýtt, ég er bú- inn að sakna þín í mörg ár en nú er vonin endanlega horfin um að eiga með þér góðar samveru- stundir í ellinni. Ég geymi í hjarta mínu margar dásamlegar minningar um frábæran pabba. Ég á þér svo margt að þakka. Þú veittir mér góða æsku og gott uppeldi á góðu heimili. Við gerð- um margt saman og ég lærði margt af þér. Ég á meðal annars þér að þakka að ég veit nákvæm- lega hvernig ég vil vera og hvern- ig ég ætla ekki að vera. Ég dáðist að hæfileika þínum í samskiptum við fólk, ég sá svo vel hve fólk heillaðist af þér. Þú varst fynd- inn, hress og skemmtilegur en þó ákveðinn og stundum filterslaus. Þú varst dugnaðarforkur og framkvæmdir ótrúlega margt á meðan framkvæmdagleði þín var til staðar. Ég er einnig þakklátur fyrir frábært samband þitt við Hildi mína og hve góður afi þú varst í Bjálkó, þú gerðir gjörsam- lega allt fyrir barnabörnin þín. Við áttum sameiginlega bíla- og mótorhjóladellu og var ómet- anlegt að hafa þig við hlið mér við uppgerð skellinaðra í skúrnum á Blómvangi og meðhöndlun ann- arra tækja sem síðar bættust við. Mín síðasta minning af þér teng- ist einmitt því. Ég hafði keypt gamla hjólið þitt og kom þér á óvart með því stuttu áður en þú kvaddir. Þú þekktir hljóðið í hjól- inu þegar ég kom keyrandi inn götuna og tókst á móti mér og góðum vini þínum með bros á vör. Það síðasta sem ég sá af þér í lif- anda lífi var er ég keyrði burt og þandi hjólið, þú stóðst á planinu við húsið þitt, hoppandi, skríkj- andi af kátínu og veifandi hönd- um upp fyrir haus. Falleg minn- ing sem ég mun geyma vel. Hvíl í friði kæri pabbi. Gránar úti veröld grimm grjót og mold trékistu hylja. Veinar nóttin, dökk og dimm. Dauðann er þungt að skilja. Fjarlæg er minning í móðu ég missi nær alla von. En vill einhver væluskjóðu uppvaxna fyrir son? Ég huldi hryggðartárin svo hugrakkur ég sýndist. Innst inni grét öll árin eftir að pabbi týndist. (Óskar Halldórsson Holm) Þinn sonur, Hjörleifur Jónsson. Jón Hjörleifsson var ungur að árum þegar hann varð faðir. Ég kom í heiminn og átti kornunga foreldra. Pabbi var alltaf svo ung- ur í sér, eilífðarunglingur ef svo má segja. Það gat verið gaman og það gat verið erfitt. Í uppvext- inum minnist ég hans og fram- kvæmdagleðinnar sem einkenndi hann. Hugurinn bar hann hálfa leið. Hann var þúsundþjalasmið- ur sem gat allt frá því að gera við ýmiskonar farartæki, leggja flís- ar og raflagnir, reisa veggi og brjóta þá niður. Ef meindýr bar að garði, veiddi hann það. Ef hann kom að bíl sem var fastur í skafli, dró hann þann sama upp, mokaði undan honum eða setti gólfmotturnar undir dekkin og mjakaði honum áfram. Hann var maðurinn með startkaplana og til í átök. Sunnudagsbíltúrar með honum gátu gengið út á að losa bíl úr pytti og kaupa svo ís. Hann var ástríðufullur sölumaður og sá virðið í hinum ótrúlegustu hlut- um. Í æsku man ég eftir honum og mömmu búa okkur börnunum falleg heimili fjórum sinnum. Í fimmta sinn sem þau byggðu upp fallegt heimili vorum við öll flutt að heiman en áttum þó skjól hjá þeim með lítil börn okkar í nokk- ur ár til viðbótar. Ég held að allt sem pabbi gerði þegar við börnin vorum enn hjálparþurfi hafi gengið út á að okkur liði sem best. Andi og efni er það sem við er- um öll gerð úr. Pabbi var meira efnismegin í þessu jarðlífi. Hann var efnismaður og efnilegur í svo mörgu tilliti. Okkur aðstandend- um hans þóttu því sorgleg örlög sem áttu fyrir honum að liggja síðustu árin þegar heilsan fór að láta undan hægt og sígandi, bæði andlega og líkamlega. Þá var hann var í viðjum efnisins. Nú þegar andi pabba hefur losnað úr efnislíkamanum trúi ég að hann sé frjáls og sé á góðum, friðsælum stað þar sem efnið á engin ítök. Allir englar verndi föður minn. Ég óska þess að hann njóti frels- isins. Ég held áfram minni jarð- vist, nýt góðra minninga og að hafa lært af pabba svo ótal margt gagnlegt sem enginn gat kennt mér nema hann á sinn einstaka hátt. Ég kveð föður minn með þakklæti í hjarta. Eva. Þegar við systkinin vorum lítil fannst okkur pabbi flottasti gaur- inn í bænum. Hann vann við að selja hljómtæki og hljómplötur, átti flottan bíl og hest. Stundum fórum við með pabba að stússa niður í bæ. Það voru vægast sagt skemmtilegar en tímafrekar ferðir. Það var eins og pabbi þekkti alla. Það var sama hvert við komum, alls staðar hitti hann fólk sem hann þekkti. Hann spjallaði og hló og hafði greini- lega gaman af félagsskapnum. Seinna áttaði ég mig á því að stundum þekkti hann viðkomandi alls ekki, heldur heilsaði með bros á vör og laðaði að sér fólk. Þetta þótti mér aðdáunarvert í hans karakter, og þessi eiginleiki fylgdi honum allt til síðasta dags. Lífið hélt áfram og pabbi var stöðugt að. Hann gerði upp hvert heimilið á fætur öðru og stofnaði hvert fyrirtækið á fætur öðru. Fasteignasölu, heildverslun, inn- flutningsfyrirtæki, íþróttavöru- umboð, mótorhjólaverslun svo fátt eitt sé nefnt. Pabbi var verulega hugmynda- ríkur og mörgum af hugmyndum sínum hrinti hann í framkvæmd. Sumar þeirra gengu mjög vel á meðan aðrar kolféllu, en alltaf var hann að finna upp á einhverju nýju. Heilsubrestur bankaði á dyrn- ar og rétt um fertugt var pabbi kominn til London í hjartaað- gerð. Það var í fyrsta skipti sem ég áttaði mig á því að pabbi minn gæti ekki allt, væri ekki ódauð- legur. Skömmu eftir aðgerðina og endurhæfingu var hann kom- inn á fulla ferð á nýjan leik, með nýjar hugmyndir og nýjan lífsstíl sem hentaði hjartveikum: fjall- göngur og útivera áttu hug hans allan. Það var alltaf stutt í góða skap- ið og grínið hjá pabba. Hann sýndi okkur og börnunum okkar mikla athygli og var sérdeilis góður afi. Hann kunni mýmörg trix til að fá börnin til að borða matinn, hætta að gráta og fara að skellihlæja. Lítil börn vildu vera í fanginu á honum, láta hann halda á sér, sprella og gera grín. En lífið er ekki eintóm ham- ingja, það vitum við öll. Síðustu ár ævinnar tókst pabbi á við margvíslegar áskoranir. En jafn- vel þótt hann hafi dregið sig í hlé síðustu árin og glímt við erfið- leika, þá hýrnaði alltaf yfir hon- um þegar hann hitti fólk. Hann þreifst á félagslegum samskipt- um, hafði yndi af að umgangast fólk og talaði vel um það. Síðasta starfið sem hann vann við var akstur með ferðamenn um nátt- úru Íslands. Hann elskaði starfið og jafnvel þótt sameiginlegt tungumál væri stundum ekki til staðar þá náði hann alltaf sam- bandi við fólk. Síðustu vikum ævinnar eyddi hann á hjúkrunarheimilinu Hjal- latúni á Vík í Mýrdal. Þar náði hann sér vel á strik, átti góðar stundir og var hinn hressasti. Það var því sérstaklega sorglegt að hann skyldi látast á heimili sínu svo skömmu eftir uppbygg- ingartímabil sem einkenndist af bjartsýni og auknum þrótti. Hann lést 18. júní eftir viðburða- ríkt líf. Ég minnist elsku föður míns með væntumþykju, ást og þakk- læti, og veit að minning um góðan föður og afa mun lifa meðal okk- ar. Ragna Sara. Æskuvinur minn og samferða- maður Jón Rúnar Hjörleifsson, Nonni Hjölla, er látinn. Okkar fyrstu kynni voru í sveitinni kringum Fjallamótin, frjálsíþróttamótin milli Aust- ur- og Vestur-Eyfellinga, ýmist á Heimalandi eða í Skarðshlíð, þar sem Nonni dvaldi löngum sem sumardrengur. Eins og gengur lágu leiðir okk- ar oft saman. Vetrardvöl í Skóga- skóla, þar sem við útskrifuðumst ’65, síðar í Iðnskólann þar sem við völdum hvor sína iðngreinina, hann í rafvirkjun hjá Rafveri. Við tók myndun fjölskyldu, þrjú börn Sigrúnar og Nonna sem og hjá okkur hjónum, flest áþekk í aldri, allt uppkomið og vel gert fjölskyldufólk. Fjölskyldutengsl, sameiginleg ferðalög og minningar koma í hugann við fráfall. Kraftmikil ökutæki voru í uppáhaldi hjá Nonna, hvort sem það voru mótorhjól eða fólksbíl- ar, og fundu fyrir eldsneytisfæti hans, jafnvel hópbílar á jökli. Töggurnar skiptu máli og bensínkostnaður? Já, hvað var nú það! Nonni reyndi margt fyrir sér, og viðskiptamaður leyndist með honum og löngun til að reyna eitthvað nýtt. Rafvirkjun hentaði ekki til langframa. Inn- flutningur, verslun og viðskipti stóðu honum nærri, auk starfa við fasteignasölu og hópbílaakst- ur. En lífið gekk sinn gang uns heilsa Nonna gaf eftir. Ýmsir ágengir sjúkdómar knúðu dyra og drógu úr styrk lík- amans sem spyrnti við af þverr- andi mætti. Döpur staðreynd að missa fjöl- skylduföður og ljúfan vin í skugga þess illlæknandi sjúk- dóms sem Nonni bar. Löngum gekk hann kankvís um torg, heilsandi kunnugum að fyrra bragði með brosi, jafnvel knúsi og innilegu faðmlagi, enda lýsandi tryggðatröll. Nonni lést á heimili sínu á Hellu, þar sem hann þráði að njóta efri ára í minningu æsku sinnar. Þökkum samfylgdina, kæri vinur. Blessuð sé minning Jóns Hjörleifssonar. Aðstandendum vottum við innilega samúð. Þorberg og Margrét Jóna. Fallinn er frá góður drengur, vinur. Í rúm þrjátíu ár höfum við nú fylgst að og komið er að kveðjustund. Ég vildi óska að við hefðum haft lengri tíma saman, en þegar ég fékk símtalið frá Hjölla þar sem hann sagði mér frá láti Nonna kom það mér ekki á óvart. Það er óhætt að segja að Nonni minn hafi ekki lagt mikið inn í heilsubankann, þann sem getur ef til vill tryggt langlífi. Heilsan hans var ekki í fyrsta sæti hjá honum og fannst mér oft erfitt að fylgjast með því. En þetta var hans val, elsku karlsins. En Nonni minn var svo margt. Hann var skemmtilegur, hlýr, hjálpsamur, hugmyndaríkur, úr- ræðagóður, ég get endalaust talið upp. Við áttum fjölmörg góð sam- töl þar sem við aðstoðuðum hvor annan við ýmislegt sem upp kom í hversdagslífinu. Alltaf til staðar. Nonni vann fyrir mig sem bíl- stjóri og fararstjóri. Í þeim ferð- um sem hann fór var hann ein- staklega vel liðinn af farþegum og samstarfsfólki, kom sér alls staðar vel. Barngóður var hann, og eiga dætur mínar yndislegar minning- ar tengdar honum. Ég og Birna sendum börnum hans og þeirra fjölskyldum, Sig- rúnu og bara öllum þeim sem þótti vænt um karlinn innilegar samúðarkveðjur. Við eigum eftir að sakna hans. Hákon Bjarnason. Jón Hjörleifsson Kær og góður æskuvinur minn, Guðmundur Vil- hjálmsson, er látinn. Vinátta okkar spannaði yfir 77 ár þegar við hófum nám saman í undirbúningsdeild Einars Magn- ússonar og fórum saman í MR. Seinna vorum við samtímis við nám við Háskóla Íslands, hann í lögfræði en ég í læknisfræði. Síðar bjuggum við báðir er- lendis, þar sem við sóttum fram- haldsnám og störf. Við gættum Guðmundur W. Vilhjálmsson ✝ GuðmundurWilliam Vil- hjálmsson fæddist 24. maí 1928. Hann lést 26. maí 2020. Útför Guð- mundar fór fram 18. júní 2020. þess alltaf að hittast reglulega. Vinskapur okkar var djúpur og góður og aldrei bar skugga á. Við rædd- um mikið saman og leituðum hvor til annars varðandi ráð og svör við spurn- ingum. Vinskapur- inn varð dýpri milli okkar fyrir m.a. þær sakir að eiginkonur okkar, Inga og Lillý, voru mjög góðar vinkon- ur. Á þessari stundu er margs að minnast og kveð ég minn góða vin með hlýhug og þakklæti fyrir góða og djúpa vináttu. Börnunum Maju og Guðmundi sendi ég mín- ar innilegustu samúðarkveðjur. Ólafur Ólafsson læknir. Frímann & hálfdán Útfararþjónusta Frímann 897 2468 Hálfdán 898 5765 Ólöf 898 3075 Sími: 565 9775 www.uth.is uth@uth.is Cadillac 2017 Elsku faðir minn, sonur, bróðir og frændi, JÓN SKÚLI TRAUSTASON lést miðvikudaginn 24. júní. Jarðarförin verður auglýst síðar. Ingvar Breki Skúlason Ragnheiður Helga Jónsdóttir Helga, Ingi Hrafn, Ragna Bergmann, Lóa og Rögnvaldur Elsku mamma, tengdamamma, amma og langamma, RAGNHILDUR K. KRISTINSDÓTTIR SIMPSON Garðaholti 7, Fáskrúðsfirði, lést á heimili sínu 21. júní. Útför hefur þegar farið fram í kyrrþey frá Eskifjarðarkirkju. Við þökkum hlýhug og stuðning sem sýndur hefur verið. G. Linda Bragadóttir Einar Guðmundur Þorvalds. Ríkarður Berg Bragason Ayusinta Dana Lestari Þorbjörn Ingi Bragason Hrafnhildur Sigurbjörnsdóttir Jack Kristinn Simpson Estin Simpson Díana Lynn Simpson Kristján Þórður Snæbjarnars. barnabörn og barnabarnabarn Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, EINAR G. ÓLAFSSON heildsali, lést á Hrafnistu í Reykjanesbæ laugardaginn 20. júní. Sigríður Þóra Bjarnadóttir Helena Einarsdóttir Guðrún Ágústa Einarsdóttir Birna Pálína Einarsdóttir Ólafía Einarsdóttir Lon D. Moeller II Einar G. Einarsson Sigríður R. Jónsdóttir Rakel Þóra Sverrisdóttir Viktor Gylfi Einarsson Róbert Elí Moeller Þóra Katrín Moeller Aron Einar Moeller

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.