Morgunblaðið - 01.07.2020, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. JÚLÍ 2020
IB ehf | Fossnes A | 800 Selfoss | ib.is
Nánari upplýsingar ib.is
Ábyrgð og þjónusta fylgir öllum
nýjum bílum frá IB
Bílar á lager
Sími 4 80 80 80
Ford F-350 XLT
Litur: Silver/ Grár að innan.
6,7L Diesel ,450 Hö, 925 ft of
torque
4X4
10-speed Automatic transmission
6-manna
Heithúðaður pallur
2020 GMC Denali Ultimate
Litur: Svartur/ Svartur að innan.
2020 GMC Denali , magnaðar
breytingar t.d. 10 gíra skipting,
auto track millikassi, multipro
opnun á afturhlera, flottasta
myndavélakerfið á markaðnum
ásamt mörgu fleirra.
2020 GMC Denali Ultimate
Litur: Summit white/ svartur að
innan.
2020 GMC Denali , magnaðar
breytingar t.d. 10 gíra skipting,
auto track millikassi, multipro
opnun á afturhlera, flottasta
myndavélakerfið á markaðnum
ásamt mörgu fleirra.
VERÐ
11.290.000 m.vsk
VERÐ
12.990.000 m.vsk
VERÐ
12.990.000 m.vsk
ATH. ekki „verð frá“
ATH. ekki „verð frá“
ATH. ekki „verð frá“
SVIÐSLJÓS
Aron Þórður Albertsson
aronthordur@mbl.is
Þingstörfum lauk í fyrrinótt og náðu
rétt um þrjátíu stjórnarfrumvörp
fram að ganga á síðustu fundum
þingsins. Að sögn Birgis Ármanns-
sonar, formanns þingflokks Sjálf-
stæðisflokks, var það drjúgur hluti
áherslumála ríkisstjórnarinnar. Þá
voru um fimmtán stjórnarfrumvörp
látin bíða til haustsins. Ágreiningur
var um hluta viðkomandi mála auk
þess sem talið var nauðsynlegt að
vinna ákveðin frumvörp frekar.
Meðal mála sem bíða til haustsins
eru frumvörp er snúa að hlutdeild-
arlánum og skipan sendiherra. Verða
umrædd mál lögð fyrir að nýju þegar
þing kemur saman í haust. Í þing-
lokasamningum kemur fram að af-
greiða verði sendiherrafrumvarp
fyrir 15. nóvember næstkomandi.
Að sögn Birgis einkenndust þing-
lok af áhrifum faraldurs kórónuveiru
á íslenskt samfélag. Mörg mál tengd
faraldrinum voru afgreidd í þinginu
undanfarna mánuði, sem jafnframt
olli því að öðrum málum var slegið á
frest. „Við náðum að afgreiða tölu-
vert mörg mál en það er ljóst að þing-
störf frá því í mars hafa einkennst af
ástandinu sem skapaðist vegna kór-
ónuveiru. Það voru mörg kórónu-
veirumál sem afgreiða þurfti, bæði
heilsufarsleg og efnahagsleg,“ segir
Birgir.
Togstreita milli stjórnarflokka
Meðal þess sem samkomulag náð-
ist um fyrir þinglok var samgöngu-
áætlun. Hlaut framangreind áætlun
lítinn hljómgrunn meðal þingmanna
Miðflokksmanna, sem mótmæltu
henni harðlega. Vísuðu þeir þar sér-
staklega til uppbyggingar borgarlínu
auk heimildar til stofnunar opinbers
hlutafélags um uppbyggingu sam-
gönguinnviða á höfuðborgarsvæðinu.
Sjónarmið þingmannanna voru tekin
inn í nefndarálit meirihluta fjárlaga-
nefndar. Gunnar Bragi Sveinsson,
þingflokksformaður Miðflokks, segir
að endasprettur þingstarfa hafi verið
erfiður. Hann sé þó ánægður með
hvernig flokknum tókst til við að
koma áherslumálum sínum á fram-
færi.
„Ég er ánægður með hvernig okk-
ur tókst til með að laga mál ríkis-
stjórnarinnar. Við tryggðum að ríkið
væri ekki skuldbundið af borgarlínu í
blindni. Að auki náði mál okkar fram
að ganga er snýr að gjaldfrjálsri
krabbameinsmeðferð,“ segir Gunnar
Bragi og bætir við að augljós tog-
streita hafi verið milli stjórnarflokk-
anna þegar líða tók að þinglokum. „Í
samgöngumálum er ljóst að menn
gáfu verulegan afslátt af stefnumál-
um sínum. Það var alveg svakalega
áberandi hvað stjórnarflokkarnir
áttu erfitt með að koma sér saman
um mál sem átti að klára,“ segir
Gunnar.
Erum stödd í svikalogni
Meðal mála sem ekki náðu fram að
ganga var frumvarp Pírata um af-
glæpavæðingu neysluskammta fíkni-
efna. Vakti umrætt mál athygli í ljósi
þess að málið er á stefnuskrá Vinstri
grænna og Sjálf-
stæðisflokks.
Segir Oddný G.
Harðardóttir,
þingflokksfor-
maður Samfylk-
ingar, að vand-
ræðagangur hafi
einkennt
stjórnar-
samstarfið. „Það
hefur verið vand-
ræðagangur allt kjörtímabilið og það
kom mjög skýrt fram í ákveðnum
málum,“ segir Oddný, sem kveðst
hafa mestar áhyggjur af breytingum
á samkeppnislögum. Telur hún að
breytingarnar, er rýmka heimild til
samruna, séu í raun aðför að smærri
fyrirtækjum og neytendum.
Segir Oddný að þrátt fyrir þetta
hafi mörg góð mál fengið brautar-
gengi. Þar á meðal séu lög er ýta eigi
undir virkni innflytjenda í samfélag-
inu auk tilfærslu á sálfræðiþjónustu,
sem nú mun heyra undir greiðslu-
þátttökukerfi Sjúkratrygginga Ís-
lands. Aðspurð segist Oddný hafa
miklar áhyggjur af haustinu. Ekki
megi telja ólíklegt að efnahagslegt
högg af völdum kórónuveiru kunni að
koma fram þá. „Við erum í ákveðnu
svikalogni og það á eftir að taka á
stórum málum. Ef við stöndum kyrr
verðum við ekki viðbúin þegar tekur
að hvessa aftur,“ segir Oddný.
Mörg mál afgreidd undir lokin
Þingstörfum lauk í fyrrinótt Þrjátíu stjórnarfrumvörp afgreidd Afsláttur gefinn af stefnumálum
Morgunblaðið/Eggert
Alþingi Þingstörfum lauk í fyrrinótt og þingmenn eru komnir í sumarfrí. Um
30 stjórnarfrumvörp náðu fram að ganga, 15 stjórnarfrumvörp bíða áfram.
Birgir
Ármannsson
Gunnar Bragi
Sveinsson
Oddný G.
Harðardóttir
Sigurður Ægisson
sae@sae.is
Þernutrítill, lítill vaðfugl kominn alla leið frá Suður-
Evrópu eða jafnvel Norður-Afríku, er þessa dagana í
Garði á Reykjanesskaga. Hans varð fyrst vart þar á
föstudag, 26. þessa mánaðar, og hafa fuglaáhugamenn
víðs vegar að af landinu og jafnvel heiminum lagt leið
sína þangað til að berja hann augum og ljósmynda.
Þernutrítill hafði aldrei fundist á Íslandi áður, en
einn kom um borð í Snæfugl SU þann 7. júní árið 1997,
þar sem báturinn var á veiðum á Lónsdýpi. Hann var
svo hafður í haldi en drapst síðar um sumarið.
Trítlar eru vaðfuglar og hefur ætt þeirra að geyma
sautján tegundir. Í ættkvísl trítla eru átta tegundir.
Þeir hafa suðlæga útbreiðslu, eru frá Evrópu og austur
í Asíu og tvær tegundir eiga heimkynni í Indónesíu og
Ástralíu.
Þrjár tegundir trítla hafa sést í Vestur-Evrópu og
þar af nú tvær hér á landi. Hin er stepputrítill. Vetr-
arstöðvar þeirra beggja eru í sunnanverðri Afríku.
Þernutrítill er aðeins minni en kría að stærð og
veiðir skordýr sér til matar ekki ósvipað og svölur, tek-
ur þau á flugi. Fæðuöflunin fer mest fram í ljósaskipt-
unum. Á öðrum tímum sólarhrings er fuglinn lítt áber-
andi.
Ljósmynd/Mikael Sigurðsson
Þernutrítill í heimsókn
Ráðgera má að atvinnuleysi í júní-
mánuði verði sambærilegt við
mánuðinn á undan. Þetta segir
Karl Sigurðsson, sérfræðingur hjá
Vinnumálastofnun.
Almennt atvinnuleysi í maí var
um 7,4% eða rétt um 21.500 ein-
staklingar. Þá var skráð atvinnu-
leysi í maímánuði 13% og lækkaði
umtalsvert frá því í mánuðinum á
undan þegar það var rétt um
17,8%. Samkvæmt tölum Vinnu-
málastofnunar voru um 33 þúsund
á atvinnuleysisskrá í maí, þar af
17.200 í minnkuðu starfshlutfalli.
Að sögn Karls má gera ráð fyrir
að einstaklingum í minnkuðu
starfshlutfalli fækki umtalsvert í
mánuðinum þó að almennt atvinnu-
leysi haldist áfram óbreytt. „Við
reiknum með að almennt atvinnu-
leysi verði svipað og í maí. Fólki í
minnkuðu starfshlutfalli heldur þó
áfram að fækka hratt og verður
sennilega í kringum 7-8 þúsund,“
segir Karl.
Spurður hvort gera megi ráð fyr-
ir fjölda hópuppsagna í mánuðinum
kveður Karl nei við. Nú þegar hafi
borist fjórar tilkynningar og ekki
sé von á mörgum í viðbót. „Það
verða kannski tvær til viðbótar.
Það er að hægja mjög á hóp-
uppsögnum,“ segir Karl, en í síð-
asta mánuði voru alls um 23
hópuppsagnir. Náðu þær til rétt ríf-
lega 1.300 einstaklinga. Gera má
ráð fyrir að fjöldinn í júnímánuði
verði nær 300 talsins. Munar þar
mest um 80 uppsagnir hjá kísilverk-
smiðjunni PCC á Bakka.
aronthordur@mbl.is
Almennt atvinnuleysi haldist óbreytt í júnímánuði