Morgunblaðið - 01.07.2020, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 01.07.2020, Blaðsíða 25
MENNING 25 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. JÚLÍ 2020 Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is FRÁ SÖMU OG FÆRÐU OKKUR SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI Aðrar Christopher Nolan myndir: The Dark Knight, The Dark Knight Rises Póstkortamorðin , hörkuspennandi þriller byggð á sögu eftir Lizu Marklund og James Patterson, sem komið hefur út í íslenskri þýðingu. EXTENDED EDITION Í FYRSTA SINN Í BÍÓ Á ÍSLANDI 30 ÁRA AFMÆLISÚTGÁFAN SÝND Í NOKKRA DAGA.Sýnd með íslensku tali Húmor, óvænt atburðarásog hraður stíll einkennirsmásögurnar fimm semer að finna í Samhengi hlutanna sem og þættina fjóra sem mynda seinni hluta bókarinnar. Bók- in opnar ólíka heima kvenna í hverri sögu fyrir sig og snertir á femínisma og þeirri orku sem honum fylgir. Karlmenn eru þó ekki skildir alveg út undan og fær Jónas, sem auð- velt er að ímynda sér að sé Jónas Hallgrímsson heitinn, sitt pláss í lok sögunnar. Heimarnir sem opnast eru heim- ur vinkvenna á heilsuhæli, sömu vin- kvenna sem lenda í kröppum dansi í sumarbústað, konu sem hefur týnt lífsviljanum, konu sem finnur nýja leið til að njóta bókmennta í gegnum ólíklegustu skynfæri og konu sem svarar fyrir það óréttlæti sem hún hefur orðið fyrir með óvenjulegri og gróteskri aðferð. Sögurnar eru skemmtilegar og halda lesandanum vel við efnið. Höf- undur rammar smásögurnar fimm vel inn með því að hefja og enda sagnaröðina á frásögn af sömu sögu- persónum og leyfir lesandanum þannig að skyggnast örlítið betur inn í viðburðaríka tilveru þeirra. Þættirnir úr lífi Jónasar eru ekki síðri, með mörgum vísunum í líf Jón- asar sjálfs þótt höfundur snúi upp á það og breyti áður ákveðnum örlög- um hans um margt. Bókin er þannig sönn skemmti- lesning en kafar hvorki á dýpið né kynnir lesandann fyrir nokkru nýju en slíkt er vissulega ekki nauðsyn í öllum bókmenntum. Samhengi hlut- anna skilur lesandann eftir léttan í lund og jafnvel kátari en áður en hann hóf lesturinn. Höfundurinn Bókin er „sönn skemmtilesning en kafar hvorki á dýpið né kynnir lesandann fyrir nokkru nýju,“ segir um sögu Eygló- ar Jónsdóttur. Smásögur sem kæta Skáldsaga Samhengi hlutanna bbbmn Eftir Eygló Jónsdóttur. Björt, 2020. Innbundin, 112 bls. RAGNHILDUR ÞRASTARDÓTTIR BÆKUR Stórt þrískipt verk eftir Francis Ba- con (1909-1992), „Triptych Inspired by the Oresteia of Aeschylus“, málað árið 1981, vakti mikla athygli á fyrsta umfangsmikla myndlistar- uppboðinu sem Sotheby’s hefur haldið í lifandi streymi. Eftir að áhugasamir bjóðendur í þremur borgum höfðu tekist á um verkið í tíu mínútur var það slegið hæstbjóð- anda í síma frá New York fyrir 84,6 milljónir dala, um 11,6 milljarða króna. Er það langhæsta verð sem fengist hefur fyrir myndlistarverk á vefuppboði en þó ekki hæsta verð sem greitt hefur verið fyrir verk eft- ir Bacon. Árið 2013 var annað þrí- skipt verk málarans, „Three Studies of Lucian Freud“, selt á uppboði fyr- ir 142,4 milljónir dala, og var það á þeim tíma hæsta verð sem nokkru sinni hafði verið greitt fyrir verk á uppboði. Seljandi verksins nú er norski safnarinn og listasafnseigandinn Hans Rasmus Astrup. Undanfarin 19 ár hefur Gunnar B. Kvaran stýrt safni hans, Astrup Fearnley Museet í Ósló, en lét af störfum í mars. Sam- kvæmt The New York Times hefur Astrup boðið verkið til sölu á undan- förnum misserum, og þá fyrir meira en 100 milljónir dala, en þegar kaup- andi fannst ekki ákvað hann að bjóða verkið upp gegn þeirri tryggingu frá Sotheby’s, að hann fengi að minnsta kosti 60 milljónir dala í sinn hlut. Astrup safnar einkum samtímalist og á rómað safn samtímaverka. AFP Áhrifamikið Gestur skoðaði verk Bacons, „Masterpiece of Tragic Grandeur“, hjá Sotheby’s fyrir uppboðið. Yfir 11 milljarðar fyrir Bacon Nóbelsverðlaunahöfundurinn Bob Dylan komst enn og aftur í sögubækur í vikunni þegar ný plata hans, Rough and Rowdy Ways, fór beint í annað sæti Billboard-vinsældalistans vest- anhafs. Varð Dylan, sem er 79 ára, þar með fyrsti tónlistar- maðurinn til að koma plötum á listann sex áratugi í röð, frá sjö- unda áratugi síðustu aldar. Nýja platan er 39. hljóðvers- plata söngvaskáldsins en 23 þeirra hafa ratað á lista tíu vinsælustu platnanna. Gagnrýn- endur hafa ausið plötuna lofi en hún er hans fyrsta með frumsömdu efni í átta ár. Á vinsældalistum í sex áratugi Söngvaskáldið Bob Dylan nýtur gríðarlegra vinsælda. Félagarnir í hljóm- sveitinni Rolling Stones hóta að lögsækja Don- ald J. Trump Banda- ríkjaforseta hætti hann ekki að nota lag þeirra á fjöldafundum sínum. Hið vinsæla lag þeirra frá 1969, „You Can’t Always Get What You Want“, hefur iðulega hljómað á samkomum Trumps, og síðast í Tulsa á dögunum, þótt liðs- menn hljómsveitarinnar hafi áður sagt að þeir kæri sig ekki um það. Afkomendur Toms Petty hafa sett lögbann á að lag hans „I Won’t Back Down“ hljómi á fundunum. Rolling Stones hóta Trump Ákveðnir Jagger og félagar hyggjast kæra. AFP Allt um sjávarútveg

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.