Morgunblaðið - 01.07.2020, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 01.07.2020, Blaðsíða 15
MINNINGAR 15 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. JÚLÍ 2020 ✝ BenediktBjörgvinsson fæddist í Reykjavík 7. júní 1942. Hann lést úr krabbameini á heimili sínu í Reykjavík 18. júní 2020. Benedikt fæddist á Reynimel 56 í Reykjavík, elstur þriggja bræðra. Hann ólst þar upp til 13 ára aldurs er fjölskyldan flutti inn í Skeiðarvog 121 þar sem hún bjó upp frá því. Benedikt hóf nám í prentiðn á sextánda aldursári í Prentsmiðj- unni Odda þar sem hann starf- aði sem prentari allan sinn starfsaldur. Björgvin faðir hans var einn stofnenda og eigenda prentsmiðjunnar og sat Bene- dikt um árabil í stjórn fyrir- tækisins. Í æsku var hann mörg sumur í sveit á Urriðaá á Mýrum þar þau hana af miklu kappi. Ferð- uðust oft á hestum um landið á sumrin og héldu hesta á húsi í Faxabólinu í Víðidalnum í meira en hálfa öld. Börn Benedikts og Ernu eru þau Guðný, f. 1964, maki Guðni Ingimarsson, Guðmundur Rún- ar, f. 1968, maki Ásta Ásgeirs- dóttir, Björgvin, f. 1970, maki Þórdís Einarsdóttir. Barnabörn- in eru sex talsins: Ingimar Guðnason, Ívar Guðnason, Helga Rún Guðmundsdóttir, Erna Lóa Guðmundsdóttir, Guðný Petra Guðmundsdóttir og Benedikt Björgvinsson. Foreldrar Benedikts voru hjónin Björgvin Benediktsson prentari, f. 1917, d. 1984 og Guðný S. Sigurðardóttir hár- greiðslukona, f. 1921, d. 2003. Tengdaforeldrar hans voru þau Þórunn Waage Guðjónsdóttir, f. 1918, d. 2002 og Gísli Kristján Guðmundsson, f. 1915, d. 1971. Bræður Benedikts eru Sig- urður, f. 1945, maki Jenný Jó- hannsdóttir, og Björgvin Rúnar, f. 1948, maki Kristjana I. Jacob- sen. Útförin fer fram frá Fríkirkj- unni í Reykjavík í dag, 1. júlí 2020, klukkan 13. sem hann kynntist hestamennskunni sem fylgdi honum ævina á enda. Í gegnum hestana kynntist hann eft- irlifandi eiginkonu sinni, Ernu Gísla- dóttur, og bjuggu þau allan sinn bú- skap í Reykjavík. Fyrsta áratuginn á Meistaravöllum en fluttu í Dalselið árið 1976 þar sem þau bjuggu til ársins 2000 þegar þau fluttu búferlum í Mos- arima 41. Árið 1989 eignuðust þau bú- staðinn Stekk í Skarði, Skeiða- og Gnúpverjahreppi, og árið 2003 keyptu þau hlut í jörðinni Skarði 2. Þar eystra vörðu þau mörgum stundum við skógrækt og hestamennsku ásamt stór- fjölskyldum bræðranna. Hestamennskan var líf og yndi þeirra hjóna og stunduðu Það er erfitt að kveðja fyrir fullt og allt þá sem maður elsk- ar og hafa verið hluti af lífi manns alla tíð. Erfitt að standa frammi fyrir því að hluti af manni sjálfum er horfinn, komið skarð sem verður ekki fyllt. Veikindi pabba bar brátt að, hann reyndar fann að ekki var allt eins og það átti að vera sl. sumar en niðurstaðan kom ekki fyrr en í febrúar, ólæknandi ill- vígur sjúkdómur. Pabbi var ekki maður margra orða og þegar hann sagði mér frá þessu sagði hann: „Ég hef átt gott líf.“ Og þannig var hans afstaða til lífs- ins, ánægður með það sem lífið gaf og naut þess í botn með sín- um hætti. Pabbi var mikill náttúruunn- andi frá blautu barnsbeini, var í sveit til fjölda ára, hélt dúfur og kindur í Reykjavík og svo síðar hesta. Hann kenndi okkur krökkunum snemma að meta hið smáa í umhverfinu, ilmandi gróðurinn, skoppandi læki og nýfætt ungviði. Hann elskaði að umgangast skepnur og hans helsti draumur lengi vel var að verða bóndi. Ásamt ólæknandi hestabakteríu hafði hann áhuga á fuglum, lagði sig eftir að þekkja þá í sjón, læra hljóð þeirra og vakti áhuga okkar krakkanna á þeim. Mamma og pabbi voru mjög samtaka hjón, báru virðingu hvort fyrir öðru og studdu hvort annað í gegnum súrt og sætt. Þau voru virk í menningarlífi, áttu marga vini sem þau héldu góðum tengslum við, bæði í kringum hestana og svo í tengslum við sveitina sem var þeim svo kær. Á vorin fluttu þau búferlum í Stekk, sumarbú- staðinn sinn, þegar hestunum var sleppt og komu svo með kartöflunum í bæinn á haustin. Hestamennskan var lífsstíll sem hann lagði margt í sölurnar fyrir. Áhuginn var einlægur og frábært að upplifa með honum allar pælingarnar um kynbætur og kosti gæðinga. Pabbi vildi hafa snyrtilegt í kringum sig, alltaf að dytta að einhverju, vildi hafa hlutina í lagi og allt í röð og reglu. Hann var fyrsti plokkarinn sem ég kynntist, alltaf að tína upp rusl á förnum vegi. Pabbi gladdist þegar barna- börnin fóru loks að fæðast, var natinn við þau, vildi gjarnan fá þau með í hesthúsið, kenndi þeim réttu handtökin og um- gengni við reiðtygin og skepn- urnar. Alltaf var til eitthvað gott í gogginn, s.s. kalt kók eða ís. Eitt af því sem ég dáðist að í fari pabba var að hann gat talað við alla og átti auðvelt með að kynnast fólki. Hann var vel lið- inn, var málkunnugur mörgum og ég fann að það var talið manni til tekna að vera dóttir Benna og Ernu. Okkar er missirinn mikill. Pabbi sem stóð með okkur eins og klettur í gegnum súrt og sætt, hvatti okkur áfram og þoldi enga linkind. Hann sýndi það í sínum veikindum að það hefst ekkert upp úr því að kvarta og kveina. Daginn áður en hann dó spurði ég hann hvernig hann hefði það og fékk svarið: „Mér líður ekki illa en heldur ekki vel.“ Síðasta ósk hans til mín var sú að ég varðveitti fyrir hann giftingarhringinn hans, það ætla ég að gera eins vel og ég get. Guðný. Elsku afi Benni. Við stelpurnar minnumst þín með svo mikilli hlýju í hjartanu. Við minnumst þín þegar við er- um í hesthúsinu, í kringum hest- ana og þegar vindurinn leikur um trén í Stekk. Við eigum svo margar góðar minningar um afa. Þegar hann gaf okkur kakó og kex í hest- húsinu, leyfði okkur að hoppa í heyinu, hjálpaði okkur að kemba hestunum, dreifa spónum og moka stíurnar. Í Stekk var ávallt líf og fjör. Þar var farið á hestbak, tré gróðursett, fugla- hreiður skoðuð, greinar kurlað- ar til að búa til stíga og síðan auðvitað byggður kofi úti í skógi. Afi hjálpaði okkur líka að gera allskonar lundi í skóginum með gömlum girðingum sem voru virkin okkar í leik. Afi var alltaf svo hress og að grínast í okkur frændsystkinunum. Við munum eftir honum þar sem hann var alltaf að slá grasið eða stússast eitthvað í garðinum, setja niður kartöflur og gulræt- ur, bjóða okkur appelsín og eplasíder, setja upp A-hýsið í útilegunum og síðan auðvitað taka eftirmiðdagslúrinn frammi í stofu undir hádegisfréttunum á Rás 1. Fyrsta minnig mín um afa Benna var þegar hann leyfði mér að standa á tánum sínum, gekk með mig fram og til baka og fór með vísuna: Stígur hún við stokkinn, stuttan á hún sokkinn, ljósan ber hún lokkinn litli telpuhnokkinn. (Jónas Hallgrímsson) Það var aðalsportið þá. Ég man líka eftir því þegar ég var lítil og afi rétti mér kleinuhring, ég tók hann auðvitað og beit í hann en þá var þetta bara dó- takleinuhringur og ég var sko ekki sátt við afa þá. (Helga Rún). Ég man eftir því þegar afi fór með mér upp að lækjarupp- sprettunni í Skarði að sækja vatn, af því það varð vatnslaust í Stekk. En þegar við komum aft- ur inn og helltum vatninu í hvítan vaskinn sá ég að vatnið var rautt á litinn. Fyrst vildi ég ekkert með rauða vatnið hafa, en eftir að afi útskýrði fyrir mér að rauða vatnið væri ekkert verra en það glæra, þá fannst mér ekkert betra en að geta þvegið mér um hendurnar í rauða vatninu. (Erna Lóa). Ég man þegar afi kenndi okk- ur Ernu Lóu og Benedikt að tálga. Hann kenndi okkur hvernig við áttum að halda á hnífunum en ég fékk stundum skrámur og þá fékk ég oft plást- ur hjá afa Benna. Ég man líka eftir því þegar afi kom alltaf inn til okkar á aðfangadag og hneykslaðist í gríni á því hvað jólatréð okkar væri stórt og mikið. (Guðný Petrea). Ein setning frá afa er okkur mjög minnisstæð. Hún kom upp þegar við vorum að tala um lífið og tilveruna á afmælisdegi afa í Stekk þessa síðustu daga. Þá sagði afi: „Er það ekki það sem lífið snýst um? Að hlæja og gráta til skiptis?“ Við söknum þín mjög mikið. Helga Rún, Erna Lóa og Guðný Petrea Guðmundsdætur. Margt kemur upp í hugann þegar bróðir og kær vinur er kvaddur eftir farsæla samgöngu í 75 ár. Denni bróðir var ákaf- lega þolinmóður við okkur bræður sína og hélt hlífiskildi yfir okkur, alltaf þolinmóður en oft var þó stutt í smá stríðni sem engum gerði mein. Fyrstu árin bjuggum við á Reynimel 56 þar sem við litum fyrst dagsins ljós en árið 1955 fluttum við inn í Skeiðarvog 121. Denni var mikill dýravinur og hafði næmt auga fyrir dýrum sem nýttist honum vel í hesta- mennskunni en hesta átti hann frá fermingaraldri. Fyrsta hest- inn fékk hann í fermingargjöf frá fjölskyldunni á Urriðaá í Mýrasýslu, hann Sleipni. En á Urriðaá var hann mörg sumur í sveit. Denni var á sextánda ári þegar hann hóf nám í prentiðn hjá pabba í Odda en faðir okkar var einn af stofnendum prent- smiðjunnar árið 1942. Denni vann allan sinn starfsaldur í Odda, hann vann ekki annars staðar fyrir utan að við bárum út Morgunblaðið tvo vetur í Vogahverfinu. Það var mikil gæfa fyrir okk- ur í Skarði þegar þau hjón byggðu sér bústaðinn Stekk sem er í Skarðslandi. Hestunum fjölgaði og þar komu ræktunar- hæfileikar þeirra hjóna vel fram og eignuðust þau margan gæð- inginn. Nú söknum við vinar í stað. Hún var ljúfsár kveðjustundin kvöldið áður en hann kvaddi þessa tilveru. Það var samt glettnisglampi í augunum. Nú þegar hann er kominn í aðra til- veru þá þeysir hann um sléttuna miklu á Sleipni sínum. Elsku Erna og fjölskylda, við í Skarði sendum ykkur samúð- arkveðjur. Hvíli Denni í friði. Sigurður (Siggi) og Jenný Benedikt föðurbróðir minn og Erna kona hans hafa verið sam- ofin tilveru okkar bræðra og fjölskyldna alla okkar tíð. Mikill og einlægur vinskapur foreldra okkar og þeirra varð til þess að þau eru bæði sjálfsagður og órjúfanlegur hluti af tilverunni. Það sárt og óraunverulegt að sjá á eftir Benna og í annað sinn á einu ári sem sorglegt fráfall á sér stað í fjölskyldunni af völd- um krabbameins, þar sem Jó- hann elsti bróðir okkar lést fyrir tæpu ári. Benni og Erna hafa alla tíð verið sérstaklega samrýnd hjón og varla vísað til annars nema bæði væru nefnd. Minningarnar af farsælli og góðri ævi þeirra og samvistunum við þau eru óendanlega margar: Urriðaá, Faxabólið, Dalselið, Stekkur og Skarð. Hestarnir, Prentsmiðjan Oddi, Brauðfótur og allar ógleymanlegu stundirnar sem eftir lifa. Benni var einstaklega góður og traustur maður. Skemmtileg- ur og trúr sínu fólki sem hann reyndist vel í hvívetna. Leiftr- andi áhuginn á hestamennsk- unni dofnaði aldrei og þetta lífs- ins áhugamál var stundað þar til undir hið síðasta. Alltaf var tilhlökkunarefni að hitta þau Benna og Ernu þegar þau komu austur í Skarð. Þar dvöldu þau löngum stundum eft- ir að þau eignuðust bústaðinn sinn Stekk fyrir liðlega 30 árum. Rúmum áratug síðar keyptu þau hlut í Skarði 2 og enn fjölg- aði góðu stundunum í kringum hestana og skógræktina. Það er með söknuði og óblandinni virðingu sem við bræður kveðjum þennan góða frænda og vin sem hafði svo ríkuleg áhrif á okkar lífshlaup í gegnum vinskap og frændsemi sem aldrei bar skugga á. Minningin lifir um einstakan sómamann sem skilur eftir sig hafsjó góðra minninga og ómet- anlegra samverustunda. Björgvin Guðni Sigurðsson. Það er hásumartíð og náttúr- an skartar sínu fegursta. Jörð ilmar af grængresi og birki. Loftið ómar af fuglasöng sem aldrei fyrr. Ungar skríða úr hreiðrum og taka galvaskir til vængjanna. Hestar spretta úr spori á grænum grundum og folöld bregða á leik í einskærum fögnuði yfir lífinu. En lífið gefur og lífið tekur því þannig er nú lífsins klukka. Og mitt í sumardýrðinni er elsku vinur okkar Benni kall- aður burt. Benni fór ungur í sveit vestur að Urriðaá á Mýrum. Þar kynntist hann fornum búskap- arháttum. Slegið með hesta- sláttuvél, heyið bundið upp á hesta. Benni fékk það hlutverk að reiða heybandslestina. Launin voru ljósaskjóttur foli sem hann tók með sér til Reykjavíkur. Þar með var lagð- ur grunnur að hestamennsku sem fylgdi honum alla ævi. Þó að hestar ættu hug hans allan fékk maðurinn augastað á ungri hestadömu. Hann manaði sig upp í að bjóða henni í bíó. Hún þáði boðið og örlög voru ráðin. Benni og Erna. Það er erfitt að nefna annað þeirra án þess að nefna hitt í sömu andránni svo náin voru þau og samrýmd. Allt þeirra viðmót hvors til ann- ars litaðist ævinlega af einstakri umhyggju, trausti, virðingu og ástúð. Það var í árdaga um miðnæt- urbil á hestamóti á Faxaborg að Hestamannafélagið Brauðfótur fæddist. Fjögur pör bundust vináttu- og tryggðaböndum sem hafa haldið allar götur síðan. Það sem sameinaði í upphafi var ást okkar á íslenska hestinum. Samveran þróaðist og vatt upp á sig. Hestaferðir, útilegur, ætt- armót með öllum okkar afkom- endum, ferðalög innan lands og utan, leikhús- og menningar- ferðir og Brauðfótarfundir haldnir reglulega, skrifaðar fundargerðir og færðar til bók- ar. Alltaf var gítarinn með í för og söngbókin okkar „Brauðfótur bestur“ tekin fram og sungið fram á rauðamorgun því nóttin var ævinlega ung og ekki hægt að hætta. Vináttan svo einstök, einlæg og sönn. Vinátta sem varir í áratugi án þess að nokk- urn tíma beri skugga á. Þar sem sönn gleði og kærleikur ræður ríkjum án nokkurra skilyrða er verðmæt gjöf og ekki sjálfgefin Við sjáum Brauðfót í útreið- artúr. Það eru sólstöður. Við ríðum út í nóttina og sjáum sól- ina dansa við sjóndeildarhring. Fuglarnir hljóðna, það ríkir al- gjör kyrrð. Við æjum í fallegu rjóðri, tökum hvert utan um annað og syngjum lagið okkar „Vem kan segla forutan vind“. Sólin er að brjótast upp á roðagullinn austurhimininn. Dalalæða læðist inn og flýtur eins og mjólk yfir dalinn. Stemningin er stórkostleg. Við stígum í hnakkinn. Það er komið að kveðjustund – hér skilja leiðir. Benni tekur forystuna. Hann situr teinréttur í hnakknum og ef grannt er skoðað má sjá glitta í tóbakshorn í vinstri vasnum og nettan silfurpela í þeim hægri. Hann ríður á fal- legu, hágengu tölti. Við horfum á eftir vininum okkar góða uns hann hverfur inn í dalalæðuna. Eftir sitjum við hljóð og söknum. Fyrir hönd Hestamanna- félagsins Brauðfótar, Sigríður Johnsen og Gunnar B. Gunnarsson. Í dag kveðjum við og minn- umst Benedikts Björgvinssonar sem kvaddi þennan heim eftir erfið veikindi hinn 18. júní síð- astliðinn. Við Benedikt áttum langa samleið í störfum okkar hjá Prentsmiðjunni Odda, sem feður okkar stofnuðu ásamt fleirum árið 1943. Það samstarf var langt og farsælt, bæði í dag- legum rekstri starfseminnar og með setu í stjórn fyrirtækisins, sem við tókum við eftir fráfall stofnendanna tveggja, sem lét- ust báðir með fárra ára millibili á níunda áratugnum. Benedikt starfaði í prentsal með föður sínum, sem stjórnaði prentdeildinni, en seinni árin stjórnaði Benedikt framleiðslu tölvupappírs og eyðublaða fyrir tölvur, sem Oddi var frum- kvöðull að, en lengi vel var sú framleiðsla mjög mikilvægur þáttur í heildarrekstrinum. Benedikt var mikill náttúru- unnandi og undi sér greinilega vel í sumarbústað þeirra hjóna en hestamennska var snar þátt- ur í lífi þeirra. Útreiðar stund- aðar bæði vetur og sumar við góðar aðstæður bæði hér á höf- uðborgarsvæðinu og í sveitinni. Okkar leiðir lágu ekki oft saman á því sviði þótt báðir stunduðum við hestamennsku enda var hann mun reyndari á því sviði. Okkar samstarf var fyrst og fremst fólgið í daglegum rekstri fyrirtækisins þar sem hann sinnti sínu starfi af stakri sam- viskusemi og ósérhlífni. Álagið var oft mikið, vinnudagar langir og útsjónarsemi þurfti til að koma öllu farsællega heim og saman. Allt var það gert af yf- irvegun þrátt fyrir mikið álag og árekstrar fáir þótt mikið gengi stundum á. Með þessum orðum kveðjum við fjölskyldan góðan vin og traustan samstarfsmann um leið og við sendum aðstandendum okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Þorgeir Baldursson. Um og upp úr 1950 var svæð- ið umhverfis Hálogalandshæð- ina í Reykjavík að breytast úr sveitabyggð í borgarsamfélag. Austan við túnið á Hálogalandi varð til gatan Skeiðarvogur. Þangað fluttu foreldrar mínir haustið 1956 og eignuðumst við systkinin fljótt marga félaga í götunni. Á meðal þeirra sem ég kynntist var Benedikt Björg- vinsson sem við kölluðum alltaf Denna. Þá var hann 15 ára og ég 13. Með leyfi Lárusar Lárusson- ar, bónda og húsasmiðs á Há- logalandi, fengum við Denni að byggja skúr, 3x4 metra, vorið 1957, rétt norðan bæjarhúsanna, úr úrgangstimbri af ýmsu tagi. Um haustið vorum við nærri búnir að selja hann sem vinnu- skúr en þá datt okkur í hug að eignast kindur. Lárus var enn með fé þar og tók hugmyndinni vel enda velviljaður okkur. Slát- urtíð var lokið og hann var ekki aflögufær enda að koma upp fjárbúi á Ósi við Hafravatn. Ekki sakaði að dóttursonur Lár- usar, Lárus yngri, var skóla- bróðir Denna, líka fínn strákur. Með aðstoð föður míns fengum við keyptar tvær kollóttar, hvítar lambgimbrar hjá Jóni Ár- sæli Jónssyni, bónda og bifvéla- virkja á Fossvogsbletti 10, í byrjun nóvember, og skírðum þær Brúsku og Gullbrá. Við inn- réttuðum skúrinn snarlega, keyptum hey hjá Bergþóri Magnússyni bónda við Lang- holtsveg og fóðurbæti í Mjólk- urfélagi Reykjavíkur. Þar með hófst fjárbúskapur okkar Denna; vorum fyrst tvö ár á Há- logalandi og síðan tvö ár á Gelgjutanga við Elliðaárvog. Húsakosturinn var bættur, á sumrin var heyjað á Kleppstún- um og á fjórða árinu þegar kindurnar voru orðnar 10 var Denni líka kominn með hest og ég með 10 hænur. Við höfðum báðir verið í sveit á sumrin en við þennan tómstundabúskap öðluðumst við nýja reynslu. Þegar borgaryfirvöld ráku okk- ur af Gelgjutanga sumarið 1961 keypti ég hlut Denna, fór í Fjár- borg við Breiðholtsveg, hef aldr- ei látið af kindaeign og er nú einn af elstu fjáreigendunum í Reykjavík. Denni reyndist mér prýðileg- ur félagi, úrræðagóður og rösk- ur til verka. Ýmsir lögðu okkur lið, einkum þó Sigurður bróðir hans svo og þeir Dýrmundur faðir minn og Ólafur afi, og á ég margar ánægjulegar minningar frá þessum árum. Sem dæmi nefni ég rekstur um 100 kinda hóps frá okkur nokkrum fjáreig- endum eftir Laugardalnum, til böðunar úti í Laugarnestanga, síðla hausts 1958. Þá vorum við Denni léttir í spori. Stundum komu upp vandamál líkt og þeg- ar verið var að reka kindurnar úr Breiðholtsrétt haustið 1960. Skömmu áður en hópurinn var kominn út á Gelgjutanga festi Gráni okkar annan afturfótinn á milli steina við sjávarbakkann og brotnaði illa. Ekki náðist í dýralækni en Björn Guðbrands- son læknir bjó svo vel um brot- ið, með því að setja fótinn í gifs, að hrúturinn náði fullum bata og sinnti ánum á fengitíma um vet- urinn og síðar með sóma. Mér eru minningarnar um Denna frá unglingsárunum kær- ar og kveð ég hann með virð- ingu og þökk. Ernu og fjöl- skyldu votta ég samúð. Ólafur R. Dýrmundsson. Benedikt Björgvinsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.