Morgunblaðið - 01.07.2020, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. JÚLÍ 2020
2-3ja
mánaðaskammtur íhverju glasi
„Ég upplifi enga verki í dag og er aftur farinn að
njóta þess að styðja við heilsu mína með hreyfingu,
þökk sé Nutrilenk.“ Kristófer Valdimarsson, 81 árs.
Mest selda
liðbætiefni
á Íslandi
LIÐVERKIR
STIRÐLEIKI
EÐA BRAK Í LIÐUM?
Fæst í apótekum, heilsubúðum og heilsuhillum verslana.
Gunnar Rögnvaldsson, semheggur iðulega eftir því sem
aðrir missa af, bendir á orð fróð-
leiksmanns sem sýna að banda-
ríska hagkerfið í heild skilaði 90
prósent afköstum á meðan kór-
ónuveiran herjaði mest þar. Síðar í
sömu grein segir Gunnar:
Það er vístóþarfi að taka
það fram hér – en
ég geri það samt
því það er greini-
lega nauðsynlegt –
að ferðaþjónusta
er aðeins 2,7 pró-
sentur af lands-
framleiðslu
Bandaríkjanna og er landið því
ekki á sömu leið til aukinnar fá-
tæktar og Ísland, þar sem ferða-
þjónusta var 8,6 prósentur af
landsframleiðslunni 2017; sam-
kvæmt tölum OECD.
Ef maður vill halda hagkerfisínu á fastri stefnu til nútíma
steinaldar, þá er um að gera að
vera ferðamannaland. Sú ferð tek-
ur ekki langan tíma, og uppþornun
skattatekna til hins opinbera rekst-
urs í landinu fylgir auðvitað
ókeypis með.
Þeir sem neyðast til að fresta
ferðalögum eða máltíðum á veit-
ingahúsum munu ekki ferðast tvö-
falt meira á næsta ári og heldur
ekki borða tvöfalt meira.
Þarna í þessum geirum hagkerf-isins er því um varanlegan
skaða að ræða og sem ekki er
hægt að bæta upp né fyrir. Þannig
er það ekki með flesta aðra geira
hagkerfisins.
Þar munu tómatsósuflöskuáhrifverða og má því búast við
aukinni verðbólgu, en samt ekki
neinni sérstakri, miðað við fyrri
tíma.“
Gunnar
Rögnvaldsson
Óárennilegar
ábendingar
STAKSTEINAR
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
Félag atvinnurekenda hefur sent
Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) form-
lega kvörtun vegna niðurgreiðslna
stjórnvalda á sumarnámskeiðum há-
skóla sem haldin eru í beinni sam-
keppni við námskeið á vegum fé-
lagsmanna FA, einkarekinna
fræðslufyrirtækja.
Áður hafði FA sent menntamála-
ráðherra erindi vegna 500 milljóna
króna framlags mennta- og menn-
ingarmálaráðuneytisins til sumar-
náms í háskólum landsins, sem kom-
ið var á til að bregðast við bágu
atvinnuástandi í kjölfar heimsfarald-
urs COVID-19. FA segir að komið
hafi í ljós að drjúgur hluti þessarar
fjárveitingar renni til endur- og sí-
menntunarstofnana háskólanna og
að námskeið sem eru utan verksviðs
háskólanna eins og það er skilgreint
í lögum séu niðurgreidd um tugi þús-
unda króna. Viðkomandi starfsemi
sé í beinni samkeppni við námskeið á
vegum einkarekinna fræðslufyrir-
tækja. Háskólarnir, sem njóti ríkis-
styrkja fyrir, bjóði námskeið á 3.000
krónur í krafti niðurgreiðslunnar.
Það sé verð sem keppinautar þeirra
geti ekki með nokkru móti keppt við.
FA benti í erindi sínu á aðra og sann-
gjarnari leið til að styrkja sumarnám
en kveðst ekki hafa fengið nein svör
frá ráðuneytinu.
Kvartar til ESA vegna námskeiða
FA ósátt við að einkarekin fræðslu-
fyrirtæki séu sniðgengin í Covid-átaki
Kvartar FA biður ESA að skoða
vinnubrögð menntamálaráðuneytis.
Frumvarp Ásmundar Einars
Daðasonar, félags- og barna-
málaráðherra, um félagslegan við-
bótarstuðning við eldri borgara
hefur verið sam-
þykkt á Alþingi.
Í frétta-
tilkynningu frá
ráðuneytinu
segir að mark-
miðið með frum-
varpinu hafi
verið að styrkja
framfærslu aldr-
aðra ein-
staklinga sem
búsettir séu hér
á landi og eigi engin eða takmörk-
uð lífeyrisréttindi í almannatrygg-
ingum.
Aukin réttindi
Með lögunum öðlast ein-
staklingar, sem búsettir eru hér á
landi og hafa annaðhvort alls eng-
in eða takmörkuð lífeyrisréttindi í
almannatryggingum, rétt til fé-
lagslegs viðbótarstuðnings sem
getur að hámarki numið 90% fulls
ellilífeyris almannatrygginga.
Breytingin tekur til einstaklinga
sem hafa náð 67 ára aldri, hafa
fasta búsetu og lögheimili á Ís-
landi og dvelja hér varanlega. Ef
um erlendan ríkisborgara er að
ræða skal hann hafa ótímabundið
dvalarleyfi á Íslandi.
Frumvarpið var unnið eftir til-
lögum úr skýrslu starfshóps um
kjör aldraðra sem skipaður var af
ráðherra. Var starfshópnum falið
að fjalla um kjör eldri borgara í
því skyni að fá betri yfirsýn yfir
þær ólíku aðstæður sem eldri
borgarar búa við og koma með
tillögur um hvernig bæta megi
kjör þeirra sem búa við lökustu
kjörin.
Í tilkynningunni er eftir Ás-
mundi Einari Daðasyni, félags- og
barnamálaráðherra: „Ég er virki-
lega ánægður með að þetta frum-
varp sé nú orðið að lögum og við
erum að stíga mikilvægt skref í
því að bæta stöðu þess hóps eldri
borgara sem býr við verstu kjörin
og hefur lítil eða engin lífeyris-
réttindi. Með þessum viðbótar-
stuðningi komum við viðkvæm-
ustu hópum eldri borgara í skjól
og tryggjum þeim örugga fram-
færslu.“
Viðkvæmustu hópar
eldri borgara í skjól
Frumvarp um félagslegan viðbótarstuðn-
ing við aldraða samþykkt á Alþingi
Ásmundur Einar
Daðason