Morgunblaðið - 01.07.2020, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. JÚLÍ 2020
Himbrimapar hefur tekið gæsarunga í fóstur á stöðuvatni í
nágrenni Reykjavíkur. Pétur Alan Guðmundsson, kaupmaður
og fuglaljósmyndari, tók þessar myndir um helgina og segir
þetta samneyti afar athyglisvert. Fróðir menn segja raunar
að þess séu tæpast dæmi um að himbrimar taki aðrar teg-
undir fugla undir sinn verndarvæng, eins og hér sést. „Það er
alltaf eitthvað óvenjulegt að gerast í náttúrunni sem er gam-
an að fylgjast með og taka myndir,“ segir Pétur.
Jóhann Óli Hilmarsson fuglafræðingur bendir á að him-
briminn nærist á fiskmeti en gæsir á gróðri og þessar ólíku
aðferðir við fæðuöflun geri málið allt óvenjulegt. Áhugavert
verði því að fylgjast með framvindu mála. sbs@mbl.is
Fjölskrúðugt fuglalíf á stöðuvatni í nágrenni höfuðborgarinnar
Ljósmyndir/Pétur Alan Guðmundsson
Himbrimar með gæsarunga undir verndarvæng sínum
Forlagið mun leiðrétta tilvísanir í verk
Jóns Ólafs Björgvinssonar í næstu út-
gáfu bókarinnar Síldarárin 1867-1967.
Þetta er meðal þess sem felst í sam-
komulagi milli Forlagsins og Jóns
Ólafs um lok ágreinings er varðar
texta í þýðingu Jóns Ólafs sem birtist í
bókinni sem kom út í fyrra.
Eins og Morgunblaðið hefur greint
frá taldi Jón Ólafur, sem hefur skrifað
greinar um Siglufjörð og síldarvinnslu
á vefmiðlana trolli.is og siglo.is, að í
bókinni hefði verið vísað til þýðinga
sinna með ófullnægjandi hætti. Sakaði
hann höfundinn, Pál Baldvin Baldvins-
son, um ritstuld og hótaði því að lög-
banns yrði krafist á útgáfu bókarinnar.
Greint er frá samkomulaginu á
trolli.is og þar segir að það hafi verið
helsta krafa Jóns að tilvísanir í verk
hans yrðu leiðréttar. Mun leiðréttingin
ná bæði til umfjöllunar undir fyrir-
sögninni „Sumartúr á Íslandi“ á blað-
síðum 751 og 752 og til textabrots á
blaðsíðu 839 sem birtist undir fyrir-
sögninni „Úr sænsku jólablaði“.
Báðar umfjallanirnar eru unnar upp
úr þýðingum Jóns, að því er segir á
trolli.is. Annars vegar úr greininni
„Sagan um Svaninn! Síldarveiðar,
landlega og slagsmál o.fl. á Sigló 1935“
sem birtist á vef siglo.is þann 9. nóv-
ember 2017. Hins vegar úr grein Jóns
á sama miðli sem birtist þann 25. októ-
ber 2016 undir fyrirsögninni „Sill-
stulkor i Siglufjord / Sænsk mynda-
syrpa frá 1945“.
„Jón og Forlagið eru sammála um
að með vandaðri heimildarvinnslu sé
sjálfsögð virðing borin fyrir sögu Siglu-
fjarðar og síldarvinnslu á Íslandi.
Skilja aðilar sáttir, en telja málinu lokið
og munu ekki tjá sig frekar um það,“
segir á vefnum.
Sátt í deilu um Síldarárabók
Ágreiningur um tilvitnanir í bók Páls Baldvins Baldvinssonar til lykta leiddur
Fallið frá hótunum um lögbann á útgáfu bókarinnar og ásökunum um ritstuld
Sátt Forlagið náði sáttum um bók Páls
Baldvins um síldarárin á Íslandi.
Síldarárin
» Stórvirki Páls Baldvins kom
út í fyrra. Bókin er alls 1.152
blaðsíður í stóru broti og hana
prýðir 1.101 ljósmynd.
» Höfundur segir að í bókinni
séu „raktar sögur af miklum
örlögum, gulli og glópsku“.
Karlmaður á fertugsaldri, sem lög-
reglan á Suðurnesjum handtók í Flug-
stöð Leifs Eiríkssonar á dögunum,
reyndist vera með tæplega 300 grömm
af metamfetamíni og 1.600 stykki af
sterkum lyfseðilsskyldum lyfjum í fór-
um sínum.
Tollgæslan stöðvaði manninn við
komuna til landsins og fann pakkningu
með metamfetamíninu sem var vafin
föst við maga hans. Maðurinn lét ófrið-
lega við afskipti tollvarða og lögreglu,
segir í dagbók lögreglu.
Var hann vistaður í fangaklefa en
síðan úrskurðaður í gæsluvarðhald að
skýrslutöku lokinni. Maðurinn hefur
áður komið við sögu hjá lögreglunni á
Suðurnesjum. Þá fundust fíkniefni við
húsleit hjá honum, auk kylfu, rafbyssu
og rúmlega tveggja milljóna króna í ís-
lenskri og erlendri mynt, sem lögregla
taldi vera ágóða af fíkniefnasölu.
Einnig fundust níu lítrar af landa.
Metamfetamín
á maganum
295
Vinnuvettlingar
PU-Flex
Öflugar Volcan
malarskóflur
á frábæru
verði
frá 365
Ruslapokar 120L
Ruslapokar 140L
Sterkir 10/50stk
Greinaklippur
frá 595
695
Strákúst
á tannbu
verði
Öflug
stungu-
skófla
Garðverkfæri í miklu úrvali
Garðslöngur
í miklu úrvali
Fötur í
miklu úrvali
Hakar, hrífur, járnkarlar, kínverjar, sköfur, skröpur, fíflajárn, fötur,
balar, vatnstengi, úðarar, stauraborar.........
Léttar og góðar hjólbörur
með 100 kg burðargetu
999Barna-
garðverk-
færi
frá 395
Ruslatínur
frá 295
ar
rsta Laufhrífur
frá 999
Sandkassagrafa
Úðabrúsar
í mörgum stærðum
frá 995
Smáratorgi 1, 201 Kóp., s. 588 6090, vl@verkfaeralagerinn.is
Verkfæralagerinn
Mán.-fim. kl. 9-18, fös. kl. 9-18:30, lau. kl. 10-18, sun. kl. 12-17
Nú finnur
þú það sem
þú leitar að
á FINNA.is
Allt um sjávarútveg