Morgunblaðið - 01.07.2020, Blaðsíða 14
Það eru tíðindi í bókheimum og ekki bitið úr
nálinni með þau ósköp. Ásteytingin virðist
vera tæknin, og hún er sú skepna sem við
ráðum síst við.
Við sjáum myndir af sliguðum pappaköss-
um á vörubrettum. Það eru endursendar
bækur forleggjara, sem hefur líka látið
streyma sínum bókum, og á hinn bóginn seg-
ir forstjóri stórbókabúðar að bóksala hafi
hrunið síðustu mánuði. Þetta eru ill tíðindi
fyrir bókaþjóðina miklu, sem raunverulega
hefur alltaf verið sólgin í bækur, þótt ekki
séu allir hraðlæsir, nú á þessum síðustu,
samkvæmt endurteknum Písa-könnunum.
En hvað er til ráða? Mega þeir sem vilja
ekki streyma sínu lesefni en hinir halla sér
að bókinni eins og áður? Best væri það, en
einhver maðkur virðist vera í mysunni þegar
svona debatt skellur á.
Gæti verið að þetta sé ekki vegna tækn-
innar, sem bókin fer svona halloka, heldur
hafi Alþingi, í ógáti, hleypt lögum og para-
gröfum í gegn sem betur hefði mátt orða.
Um endurgreiðslur kostnaðar, skattlagningu
o.fl.?
Sunnlendingur.
Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12.
Fer bókin út með baðvatninu?
Bóksala Forstjóri stórbókabúðar segir bók-
sölu hafi hrunið síðustu mánuði.
14 UMRÆÐAN Minningar
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. JÚLÍ 2020
✝ Gróa Jónatans-dóttir fæddist
25. maí 1940 að
Laxárholti á Mýr-
um. Hún lést á
Landspítalanum
18. júní 2020.
Foreldrar henn-
ar voru Birgitta
Einarsdóttir f.
1900, d. 1981 og
Jónatan Halldór
Þorsteinsson f.
1893, d. 1980. Systkini hennar
eru Þorsteinn f. 1925, d. 2020,
Halldór f. 1928, d. 2016 og
Ragnar f. 1931. Gróa giftist
Kristmundi Halldórssyni 23.
október 1964. Hann lést 6. jan-
úar 2016. Þeim varð ekki barna
auðið.
Gróa lærði tækniteiknun og
starfaði allan sinn starfstíma á
tæknideild Kópavogsbæjar. Hún
stundaði ýmis fé-
lagsstörf og þá
ávallt með manni
sínum en þau voru
mjög samrýnd og
samtaka. Komu að
uppbyggingu
skíðadeildar
Breiðabliks og tóku
mikinn þátt í starfi
hestamannafélags-
ins Gusts í Kópa-
vogi. Ferðuðust
mikið bæði innanlands og utan
og fóru m.a. nokkrum sinnum á
heimsmeistaramót hesta í
Þýskalandi. Þau keyptu sér
landskika í Rangárþingi ytra
fyrir mörgum árum og byggðu
þar sumarbústað auk þess að
vera þar með hesta.
Útför Gróu fer fram frá
Digraneskirkju í dag, 1. júlí
2020, kl. 13.
Gróa, eða Stella eins og við í
fjölskyldunni kölluðum hana allt-
af, fæddist á Laxárholti á Mýrum
og átti heima þar fyrstu árin en
fluttist með foreldrum sínum í
Kópavog um fermingaraldur og
átti heima þar alla tíð síðan. Var
þar í skóla og lauk síðar námi sem
tækniteiknari. Starfaði nánast all-
an sinn starfsferil á tæknideild
Kópavogsbæjar en áður um tíma í
KRON á Hlíðarvegi. Var þannig
mikil Kópavogskona.
Stella og Kiddi (Kristmundur
eiginmaður hennar) voru einstak-
lega samrýnd hjón og áttu sam-
eiginleg áhugamál sem þau sinntu
í frítíma sínum. Þau tóku mikinn
þátt í starfi hestamannafélagsins
Gusts í Kópavogi, þar sem Krist-
mundur var formaður um tíma.
Áttu marga hesta og hesthús.
Einnig komu þau að uppbyggingu
skíðadeildar Breiðabliks.
Þau ferðuðust mikið innan-
lands og til útlanda. Fóru oft í
skíðaferðir og hestaferðir og fóru
m.a. nokkrum sinnum á heims-
meistaramót hestamanna í
Þýskalandi. Einnig ferðuðust þau
mikið um landið á bílum, áttu
lengi Trabanta og einnig Volvo
Lapplander, sem þau innréttuðu
sem húsbíl, og ferðuðust á um há-
lendið.
Stella hafði sterkar taugar til
Suðurlandsins, kom oft í Auðs-
holt, þar sem Halldór bróðir
hennar bjó með fjölskyldu sinni.
Fór í Hrunaréttir í marga ára-
tugi. Fyrir mörgum árum keyptu
þau Kiddi landspildu í Rangár-
þingi ytra, sem þau kölluðu Krika,
og byggðu þar sumarbústað og
voru með hesta sína. Áttu þar
góða tíma og eins hélt Stella
áfram að fara þangað eftir að
Kiddi dó og undi sér vel en hafði
þó látið flesta hestana frá sér.
Bridgespil stunduðu þau ára-
tugum saman og áfram hélt Stella
að spila í góðra vina hópi eftir að
Kiddi dó og var hún ritari bridge-
deildar Félags eldri borgara í
Kópavogi þegar hún dó.
Stella hefur verið hjá okkur,
fjölskyldunni í Hveragerði, um jól
síðan Kiddi dó og nutum við þess
að hafa hana hjá okkur. Notalegt
að hafa hana hjá sér og ekki talaði
hún af sér frekar en hin systkinin!
Stella greindist með krabba-
mein í ristli fyrir 17 árum og fór í
aðgerð.
Meinið tók sig upp að nýju og
fór hún aftur í aðgerð en náði sér
ekki á strik eftir hana og lést á
Landspítalanum nokkrum dögum
síðar.
Ómar Ragnarsson.
Það er komin kveðjustund.
Vináttan við Gróu hefur varað í
tæp þrjátíu ár og aldrei varpað
skugga á.
Það er ekki hægt að kveðja
með nokkrum fátæklegum orðum
án þess að tala um þau hjónin,
Gróu og Kristmund, en þau voru
samhent hjón, greiðvikin og
traustir vinir vina sinna.
Það var hestamennskan sem
leiddi okkur saman.
Fyrst í hestaferðum með góð-
um félögum og seinna varð ég
leigjandi í hesthúsinu þeirra í
gamla Gusti. Þegar ég kynntist
þeim áttu þau Volvo Lapplander
sem þau ferðuðust um og gistu í.
Eftir að þau keyptu landið sitt í
Ægissíðu, sem þau kölluðu Krika
hef ég verið með hestana mína hjá
þeim og eftir að þau seldu hest-
húsið sitt í Gusti voru þau fyrst á
eftir með hestana sína hjá mér.
Þau hjónin voru lengi virk í
starfi hestamannafélagsins Gusts
í Kópavogi. Hann formaður og
hún seinna gjaldkeri, auk fjölda
annarra starfa og verkefna sem
þau tóku að sér fyrir félagið. Þau
voru náttúruunnendur og ferðuð-
ust mikið saman.
Þau spiluðu bridge og ég veit
að það gaf Gróu mikið að eiga
spilafélagana að, ekki síst eftir
fráfall Kristmundar þann 6. jan-
úar 2016.
Gróa starfaði lengi hjá
byggingarfulltrúanum í Kópavogi
og það hef ég heyrt að ef menn
var farið að lengja eftir afgreiðslu
mála var leitað til hennar og það
var eins og við manninn mælt.
Málið klárað. Gróa var hæg og
kurteis í viðmóti, vel að sér um
margt og fylgdist vel með. Það
var ekki komið að tómum kofun-
um þegar umræðan snerist um
Kópavogsbæ, hestamannafélagið
Gust eða önnur verkefni sem hún
hafði tekið að sér eða fylgst með.
Eftir að Gróa varð ekkja sýndi
hún mikinn styrk og aldrei kvart-
aði hún. Hún naut þess að vera á
sumrin í Krikanum sínum.
Gróa tókst á við krabbamein
fyrir einum og hálfum áratug og
vann sigur í það skiptið. Þegar
það tók sig upp aftur nú í vor, var
hún nokkuð bjartsýn. Hún hafði
tekist á við þetta áður og hún taldi
að tækninni hefði fleygt fram og
aðgerðin yrði mun minni en sú
fyrri. En það var komið að leið-
arlokum. Ekkjan stóð á áttræðu,
sjálfbjarga stolt og virðuleg. Tím-
inn var kominn.
Ég vil að lokum þakka Gróu
fyrir allar góðu stundirnar og
greiðasemina við mig í öll þessi
ár.
Guð blessi minningu Gróu Jón-
atansdóttur.
Óskar Bergsson.
Gróa
Jónatansdóttir
Það var oft líf og
fjör í skátaskálunum
á Hellisheiðinni í
kringum 1970. Ég og
mínir vinir, rétt skriðnir á ung-
lingsárin, höfðum Jötunheima til
umráða og sáum um rekstur hans
lengi vel. Nokkrir okkar fóru
þangað hverja einustu helgi, ekki
síst að vetrarlagi og oft í hörðum
veðrum. Stundum til að sinna
skálavörslu þegar hann var leigð-
ur út, stundum til að sinna viðhaldi
og stundum bara að gamni okkar.
Þetta var okkar félagsmiðstöð, við
sáum um okkur sjálfir en fengum
þó leiðsögn frá einhverjum reynd-
ari af og til.
Siggi var ekki með okkur í
fyrstu en það var mikill fengur að
honum þegar hann slóst í hópinn.
Stór og stæðilegur með krafta í
kögglum. Hann var verklaginn,
gat gert við það sem bilaði og hlífði
sér hvergi. Við kölluðum hann allt-
Guðmundur Sig-
urður Ingimarsson
✝ GuðmundurSigurður Ingi-
marsson fæddist 6.
júní 1955. Hann lést
10. mars 2020.
Hann var jarð-
sunginn 29. júní
2020.
af Sigga en aðrir
Gumma eða Gumma
Sigga.
Árin liðu og við
uxum upp úr skátas-
kálalífinu. Við fórum
í framhaldsskóla til
að rækta styrkleika
okkar og áhugasvið.
Þó svo að hópurinn
tvístraðist hélst vin-
skapurinn áfram.
Sumir í hópnum
voru áhugasamir um bílaviðgerðir
og þar var Siggi fremstur meðal
jafningja. Hann var algjörlega
ómissandi og dró hvergi af sér
þegar þurfti að breyta hálfónýtum
jeppa eða gömlum Dodge Weapon
í kraftmikinn fjallabíl. Hann kunni
þetta einhvern veginn allt saman
og alltaf var hann tilbúinn að
hjálpa. Hjálpsemi hans kom líka
fram í því að margir okkar fengu
sumarvinnu fyrir tilstilli Sigga í
járnsmiðju Vegagerðarinnar en
þar var Ingimar, faðir hans, verk-
stjóri. Þar var alltaf þörf fyrir
sumarstarfsmenn til að smíða bita
og beygja járn fyrir brúarvinnu-
flokka víðsvegar um landið.
Fullorðinslífið tók við og annir
hversdagsins hjá okkur öllum.
Siggi var traustur félagi og trygg-
ur vinum sínum. Hann sinnti þeim
vel og var duglegur að banka upp
á og koma í kaffi og spjall. Hann
var áhugasamur um fólk, spurði
margs og fylgdist til dæmis vel
með börnum okkar vinanna vaxa
úr grasi. Talaði við alla eins og
jafningja. Það var alltaf gaman að
fá hann í heimsókn og bæði börn
og fullorðnir höfðu gaman af sög-
unum sem hann sagði af sjálfum
sér og öðrum sem margar voru
lygilegar en örugglega einhverjar
sannar. Hann var nefnilega sagna-
maður af guðs náð. Dálítið forn í
máli, sem var bara skemmtilegra
og í stíl við karakterinn.
Það var mikill gæfudagur þeg-
ar sonur hans, Alexander, kom í
heiminn. Siggi var stoltur af syn-
inum, lagði sig fram við uppeldið
og sannarlega hefur strákurinn
notið góðs af því. Það var gott
samband á milli þeirra feðga og
margar sögur hafa eflaust flogið
milli þeirra í gegnum tíðina.
Siggi er nú fallinn frá, langt um
aldur fram. Það var sárt að horfa
upp á hann takast á við illvígan
sjúkdóm en aðdáunarvert að
kynnast því æðruleysi sem hann
sýndi allan tímann. Góður vinur
farinn sem var okkur félögunum
svo góður. Við minnumst hans
með sorg í hjarta en þökkum fyrir
góða daga í gegnum tíðina. Inni-
legar samúðarkveðjur til Alexand-
ers og annarra aðstandenda og
megi allar góðar vættir veita ykk-
ur styrk í sorg ykkar.
Hafsteinn Karlsson.
Já blessuð
kórónuveiran
hefur breytt
mörgu og mörg-
um. Meiri tími
hefur skapast til
að hugsa út fyr-
ir rammann og
meta hvað við
erum heppin að
búa á þessari
mögnuðu eyju
langt úti í Atlantshafi.
Sóttkvíin sem margir lentu í
reyndist ekki svo slæmur
kostur fyrir suma þegar
grannt er skoðað.
Ég kom snemma í febrúar
sl. frá skíðabænum Selva á
Ítalíu þar sem enginn heyrð-
ist tala um veiruna. Átti ég
þar frábæra skíðaviku í Dóló-
mítafjallgarðinum með fé-
lögum mínum í SF-alp.
Í byrjun marsmánaðar hóf
ég að kanna stöðuna hjá
nokkrum félögum sem voru
að leika sér í golfi suður á Te-
nerife. Ég átti flug þangað
niður eftir 10. mars. Allt virt-
ist þar í himnalagi að þeirra
sögn. Flogið var í smekkfullri
vél Icelandair til Tene. Þegar
þangað kom virtist veiran
víðs fjarri. Talað var um tvö
smit á einangruðum stað
nyrst á eyjunni. Hótelið á Las
Americas-ströndinni sem lent
hafði í smiti var orðið frítt.
Tveimur dögum síðar
komu tvær vélar frá Íslandi
með sólþyrsta landa okkar til
að slappa af í paradísinni sem
virtist svo óralangt frá veir-
unni. Er við félagarnir mætt-
um á þriðja degi í klúbbhúsið
til að hefja golfleik mættu
okkur starfsmennirnir og til-
kynntu að búið væri að loka
öllu. Við beðnir að fjarlægja
tæki og tól strax. Út-
göngubann var síðan tilkynnt
opinberlega frá og með 14.
mars. Enginn mátti vera ut-
andyra nema til að sækja mat
í næstu matvörubúð og lyf í
apótek. Brot á útgöngubanni
gat varðað sektum og ítrekað
brot fangelsi. Lögreglan
keyrði um götur og kallaði
boðað bann í gjallarhorn.
Fyrir lífsglaðan Íslending
sem þolir illa boð, bönn og
innilokun var þetta ekki ósk-
astaðan. Ég var í rúmgóðri
íbúð með ágætis sólarsvalir.
Hafði öll tól til eldamennsku
en kunni lítt með þau að fara
og ekkert þekkti ég til henn-
ar. Brauðristin,
ávextir og soðin
egg voru því
uppistaðan í
matseðlinum.
Apótekið var
nokkuð frá íbúð-
inni en mat-
vörubúð í garð-
inum. Óvænt
vantaði eina
töflu í lyfjaboxið
og dreif ég mig
því af stað annan
morgun í banni.
Lítil umferð var og mætti ég
engum á leiðinni í apótekið.
Þegar þangað kom urðum við
lyfsalinn ekki sammála um
hvaða lyf það væri sem mig
vantaði. Til að taka enga
áhættu og verða ekki enn
ruglaðri en ég í raun er ákvað
ég því að sleppa lyfjakaup-
unum. Lyfsalinn var alls ekki
sáttur við það. Hann elti mig
út á götu til að reyna að sann-
færa mig með handapati og
látum. En Íslendingurinn í
mér lét ekki plata sig og
steytti ég því bara hnefana á
móti og lét svo vaða á hann
nokkur krassandi orð á móð-
urmálinu. Í því renndi væl-
andi löggubíll upp að okkur
og út stigu ekki einn, nei tveir
laganna verðir, gráir fyrir
járnum, og glitti vel í hand-
járnin og svartar kylfurnar.
Þarna var ég einn á móti
þremur og staðan því ekki
góð. Þar sem ég er ekki altal-
andi á spænsku, miklu heldur
illa, og enskukunnátta þeirra
virtist ekki vera á háu plani
hljómaði orðræða okkar á
milli eins og gargandi marg-
radda söngur í fuglabjargi.
Ylhýra móðurmálið bjargaði
þarna engu, þvældist bara
fyrir og mér tókst alls ekki að
sannfæra þá um sakleysi mitt
og lyfjaleysi. Ég var með lykil
að íbúðinni, nafnspjald frá
íbúðarhótelinu og öku-
skírteini og veifaði því kok-
hraustur framan í þá. Þeir
hrifsuðu öll gögnin af mér,
ræddu svo eitthvað ábúð-
arfullir sín á milli og við lyf-
salann. Ekki leist mér á þeg-
ar þeir tóku hranalega í
öxlina á mér, ýttu hausnum
ofan í bringu og skipuðu inn í
lögreglubílinn.
Á þessari stundu sá ég fyr-
ir mér þröngan dimman
fangaklefa upp á vatn og
brauð og mjög sárar bar-
smíðar. Keyrðu þeir síðan af
stað og áttaði ég mig alls ekki
á hvert var farið. Í þessari
stöðu var hinn lífsglaði
ákveðni Íslendingur ekki sér-
lega borubrattur.
Þegar þeir höfðu ekið um
stund sá ég grilla í íbúðarhót-
elið og létti mikið er þeir óku
þangað og stoppuðu fyrir ut-
an. Skipuðu þeir mér úr bíln-
um og ýttu á undan sér inn í
afgreiðsluna. Stúlkan sem
þar var kannaðist strax við
mig og brosti um leið og hún
staðfesti með tölvu sinni að
ég væri gesturinn í íbúð nr.
120.
Ég skrökva ekki þegar ég
segi að mér létti mikið. Þar
með virtist verkefni laganna
vera lokið. Þeir skiluðu gögn-
um mínum um leið og þeir
klöppuðu mér létt, að mér
fannst vingjarnlega, á öxlina.
Þar með höfðu þeir samvisku-
samlega sinnt skyldustörfum
fyrir sína þjóð í ströngu út-
göngubanni. Síðar varð mér
hugsað til þess hvort ég hefði
sloppið svona vel á Franco-
tímanum sem ríkti á Spáni
fyrir ekki svo löngu.
Til að gera langa sögu
stutta þá brást ferðaskrif-
stofa okkar, Vita/Golf, vel við
að koma okkur burt af eyj-
unni og flugum við heim í
þéttsetinni Icelandair-vél 18.
mars, en nú einungis upp á
flöskuvatn.
Er til Keflavíkur kom beið
14 daga sóttkví, sem ég síðan
naut vel í boði bróður og mág-
konu í Lundi í Kópavogi.
Gengum við daglega í Foss-
vogsdalnum og heyrði ég þá
ýmislegt, m.a. um muninn á
pólitíkinni í Reykjavík og
Kópavogi.
Sál mín og líkami, ásamt
stoltinu, sem hafði töluvert
látið á sjá í útgöngubanninu,
hresstist til mikilla muna í
hvíldinni og íslenska loftinu.
Ég var því hress og alsæll er
ég flaug austur í Egilsstaði á
leið heim í fjörðinn minn
fagra sem beið mín þar.
Tekinn lyfjalaus með
hnefann á lofti í út-
göngubanni á Spáni
Eftir Þorvald
Jóhannsson
Þorvaldur Jóhannsson
» Á þessari
stundu sá ég
fyrir mér þröngan
dimman fangaklefa
upp á vatn og
brauð og mjög
sárar barsmíðar.
Höfundur er eldri borgari á
Seyðisfirði.
brattahlid10@simnet.is