Morgunblaðið - 01.07.2020, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 01.07.2020, Blaðsíða 28
Tónleikaröðin Sumartónleikar í Skálholti hefst á morg- un, 2. júlí. Fjölbreytt dagskrá verður næstu tvær vikur og áhersla lögð bæði á nýja tónlist og tónlist fyrri alda. Af nýju efni má nefna að Hafsteinn Þórólfsson og Steinar Logi Helgason voru fengnir til þess að semja hvor sitt verkið við erindi úr ljóði Bjarna Jónassonar, Aldasöng. Cantoque Ensemble frumflytur verkin annað kvöld, 3. júlí. Til gamans má geta að Hafsteinn er sonur Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis og lýsir hann þessum óvenjulega faraldursvetri í verki sínu. Verk eftir son sóttvarnalæknis frumflutt á Sumartónleikum Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Helgi Björns og Reiðmenn vindanna hafa átt sviðið síðan samkomubannið vegna kórónuveirunnar var sett á um miðjan mars, en hlaða nú batt- eríin fyrir næstu törn, sem hefst um verslunarmannahelgina. „Ferða- lagið hefur verið ótrúlega skemmti- legt en næst á dagskrá er sumarfrí með fjölskyldunni í Reykjarfirði á Ströndum,“ segir Stefán Már Magnússon gítarleikari. Stefán ólst upp í tónlist og hefur spilað með Helga Björns undanfarin 17 ár. Hann er vanur tarnavinnu en segir að undanfarinn mánuður hafi verið sérlega skemmtilegur. „Alltaf er gaman að fá tækifæri til að ferðast um landið, koma á þessa fal- legu staði og hitta þetta góða fólk sem þar er.“ Eftir að ákveðið var að slá í sjón- varpsþátt hjá Sjónvarpi Símans í mars lá ekkert annað í loftinu, en þátturinn hitti algerlega í mark og hélt áhorfendum og hlustendum við efnið. „Viðtökurnar við þáttunum komu skemmtilega á óvart,“ segir Stefán um tímabilið. „Í raun var aldrei planið annað en að vera með einn þátt en þegar við vorum að ganga frá dótinu fór sím- inn að hringja og við vorum beðnir um að bíða með að taka sam- an hljóðfærin. Hugsanlega yrði framhald á.“ Þáttaröðin „Heima með Helga“ var sjö laugardagskvöld í röð. „Gott var að finna hvað fólki fannst þetta gefandi og á ferð okkar um landið hittum við marga sem komu til okk- ar og þökkuðu fyrir framtakið. Það var frábært að finna stuðninginn.“ Nóg að gera Eftir að slakað hafði verið á samkomubanninu í maí fyllti hópur- inn Hlégarð í Mosfellsbæ tvær helg- ar í röð áður en haldið var í mán- aðartúr um Vestfirði, Norðurland og Austfirði, þar sem uppselt var á 14 tónleika á 30 dögum, síðast í Vala- skjálf á Egilsstöðum síðastliðið laug- ardagskvöld. Stefán segir að allt hafi gengið eins og í sögu og viðtökurnar verið frábærar. „Þetta var sann- kallað draumaferðalag um landið.“ Tónleikarnir voru skipulagðir eins og sjónvarpsþættirnir og gesta- söngvarar komu fram á hverjum stað. „Við tókum með okkur vegg- teppi og lampa og ýmsan búnað til að skreyta sviðið,“ upplýsir Stefán. Hópurinn byrjar aftur um versl- unarmannahelgina, svo verða fernir tónleikar í Háskólabíói síðustu helgina í ágúst og ný þáttaröð, „Það er kominn Helgi“, hefst hjá Sjón- varpi Símans í október. „Útlitið var ekki bjart í mars og mér leist ekki á blikuna en allt hefur spilast upp í hendurnar á okkur og ég hef meira en nóg að gera.“ Í því sambandi nefnir Stefán að eiginkonan Edda Björg Eyjólfsdóttir leikkona fari í kvikmyndatöku um miðjan júlí og hann spili í leikritinu Kardemommu- bænum, sem verður tekið til sýninga í Þjóðleikhúsinu í haust. „Ég tek þátt í tónleikum með Mannakornum í Bæjarbíó í Hafnarfirði 14. júlí og faðir minn, Magnús Eiríksson, verð- ur 75 ára í ágúst. Afmælistónleikar af því tilefni verða haldnir í Háskóla- bíó 5. september og ég vonast til að fá að taka þátt í þeirri veislu.“ Ljósmynd/Mummi Lú Heima með Helga Trommarinn Ingólfur Sigurðsson og Stefán Már Magnússon gítarleikari í góðum gír. Sumarfrí á Ströndum  Stefán Már Magnússon gítarleikari segir Helga Björns og Reiðmenn vindanna hafa verið á draumaferðalagi um landið Álnabær Allt fyrir gluggann… úrval, gæði og þjónusta. Síðumúla 32, Reykjavík. S. 588 5900 Tjarnargötu 17, Keflavík. S. 421 2061 Glerárgötu 32, Akureyri. S. 462 5900 alnabaer.is Við erum sérhæfð í gluggatjöldum TWIN LIGHT RÚLLUGRDÍNA PLÍ-SÓL GARDÍNUR GLUGGATJÖLD SCREEN RÚLLUGARDÍNUR MIÐVIKUDAGUR 1. JÚLÍ 183. DAGUR ÁRSINS 2020 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 697 kr. Áskrift 7.530 kr. Helgaráskrift 4.700 kr. PDF á mbl.is 6.677 kr. iPad-áskrift 6.677 kr. Danski framherjinn Patrick Pedersen komst að því þeg- ar hann las Morgunblaðið að hann væri orðinn næst- markahæsti erlendi fótboltamaðurinn í íslensku úrvals- deildinni eftir þrennuna gegn HK og er að vonum ánægður með það. Óttar Magnús Karlsson skoraði líka þrennu þegar Víkingur vann FH og kveðst hafa sett sér ákveðin markmið í markaskorun á þessu tímabili en sé ekki tilbúinn til að gefa þau upp að svo stöddu. »22 Pedersen ánægður með áfangann og Óttar með óuppgefin markmið ÍÞRÓTTIR MENNING

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.