Morgunblaðið - 01.07.2020, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 01.07.2020, Blaðsíða 20
20 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. JÚLÍ 2020 hafðu það notalegt handklæðaofnum Vagnhöfða 11 - 110 Reykjavík - www.ofnasmidja.is - sími 577 5177 Eigum úrval af 50 ára Alan er frá Cork á Írlandi en fluttist til Íslands 1995. Hann er með B.Sc. gráðu í hag- nýtri eðlisfræði frá Cork Institute of Technology og BA- gráðu í ensku frá Há- skóla Íslands. Alan er „director of digital innovation“ hjá Alvotech. Maki: Anna Kristín Newton, f. 1972, sál- fræðingur hjá Fangelsismálastofnun. Börn: Áróra, f. 2003, og Thomas, f. 2005. Foreldrar: Miriam Carson húsmóðir, og Thomas Searles, fv. verkamaður. Þau eru búsett í Cork. Alan Thomas Searles Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Nú er óhætt að hægja á og gefa sér meiri tíma til að sinna hugðarefnum. Leyfðu þér að njóta sumarsins meðan það varir. 20. apríl - 20. maí  Naut Það reynir á þig í samstarfi við vinnu- félagana. Við eigum það öll til að efast um okkur sjálf en sem betur fer líður það yfir- leitt hjá innan skamms. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Að treysta einhverjum sem mað- ur þekkir varla er hluti af ævintýri dagsins í dag. Bjóddu bara fólkinu til þín og komdu fram af einlægni. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Þú ert að öllu jöfnu varkár í pen- ingamálunum en í dag er hætt við að þú fallir í einhvers konar freistni. Hægðu á og kláraðu þau áður en þú bætir nýjum við. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Þú þarft ekki að hafa svona miklar áhyggjur af því hvað öðrum finnst um þig. Mundu að samkenndin er eitt af því sem gefur lífinu gildi. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Leggðu þig fram um að eiga gott samstarf við vinnufélaga þína. Ef allir væru sjálfum sér nógir, myndi veröldin ekki ganga. 23. sept. - 22. okt.  Vog Valdabarátta við vin gæti fengið þig til að breyta markmiðum þínum eða framtíð- aráformum lítils háttar. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Ekki gefa foreldrum eða fjöl- skyldu loforð sem þú getur ekki staðið við. Maðurinn hefur innbyggða þörf fyrir and- stæður. Lífið blasir við þér. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Byrinn blæs aldeilis með þér því það er eins og allt gerist af sjálfu sér. Viðurkenndu langanir þínar og tækifærin verða eins og rennihurð. 22. des. - 19. janúar Steingeit Nýjar upplýsingar leiða til þess að þú átt erfitt með að taka ákvörðun. Leit- aðu til einhvers sem getur hjálpað þér með því að miðla af reynslu sinni. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Vináttan er ekki bara að þiggja af öðrum heldur líka að gefa af sjálfum sér. Njóttu velgengni þinnar. Ekki ýta þessum hugmyndum út af borðinu. 19. feb. - 20. mars Fiskar Leggðu þitt af mörkum svo sam- starfið gangi áfallalaust fyrir sig. Leitaðu þér hjálpar svo þú megir komast aftur á þinn stað í lífinu. hef farið um allt land, bæði í starfi mínu og með konu minni og börnum og þekki það nokkuð vel. Landið og sagan eru mitt áhugamál.“ Árið 2004 bauðst Níels Árna og konu hans að eignast fyrrum íbúðar- hús afa hans og ömmu í Nýhöfn sem þá hafði staðið mannlaust í 34 ár. „Þar eigum við nú okkar sumarhús; þrjár gestabækur fullar og margir sem vilja koma og fræðast um Slétt- una. Miðtún, æskuheimilið mitt, er sameign okkar bræðra og mið- punktur Lundsfjölskyldunar.“ Saga Leirhafnartorfunnar var að gleymast, segir Níels Árni og hann hóf því að rita minningar um æsku- heimilið sitt og árið 2010 gaf hann út bókina „Af heimaslóðum – brot af ævisögu foreldra minna og sam- félagsins við Leirhöfn“. „Bókin seld- ist upp – 1.000 eintök. Í kjölfarið sögðu margir: „þetta var nú gott hjá þér, Níels – en það á eftir að skrifa um alla hina bæina á Sléttu“. Og ég fór að safna að mér öllum þeim fróð- leik sem ég fann um Sléttuna og fékk marga til liðs við mig. Árið 2016 gaf ég svo út þriggja binda ritverk „Slétt- unga – safn til sögu Melrakkasléttu og Raufarhafnar“. Viðtökur hafa ver- ið einstaklega góðar og upplagið nærri uppselt. Ég mátti ekki seinni vera – nokkrir heimildarmanna horfnir og brátt muna fáir það líf sem eitt sinn var á Sléttunni og Raufar- höfn.“ un safnaðarins að fjórum árum und- anskildum er hann tók sér hlé – og fleira mætti nefna. „Ég hef í langan tíma verið veislustjóri eða uppistand- ari eins og það heitir nú og oft hnoð- aði ég saman vísum í slíkum tilfellum og söng. Með aðstoð vina minna, Gunnars Gunnarssonar organista og Gunnars Hrafnssonar bassaleikara, söng ég suma af þessum textum á geisladiskinn „Gamanvísur“. Þetta var ánægjulegt að prófa og 2.000 diskar fóru frá mér með þessu efni. Nú vil ég helst lesa og í stól mínum; dunda í bílskúrnum og svo að sjálf- sögðu sinna garðinum okkar hjóna sem er unaðsreitur og heilsuræktar- staður fyrir líkama okkar og sál. Ég N íels Árni Lund er fæddur 1. júlí 1950 í Nýhöfn á Melrakka- sléttu, úr Leirhafn- arjörð. Foreldrar hans byggðu Miðtún úr landi Ný- hafnar; æskuheimili Níels Árna. „Á Leirhafnarjörð voru um tíma 10 heimili og á þeim bjuggu afkomendur langafa míns og langömmu, Kristjáns og Helgu í Leirhöfn. Samfélagið var nánast ein fjölskylda; samvinna og gagnkvæm vinátta einkennandi. Auk búskapar var þarna rekið trésmíða- verkstæði, bifreiðaverkstæði, vél- smiðja, húfugerð, afgreiðsla Pósts og síma, tvær bensínafgreiðslur og út- gerð svo eitthvað sé nefnt og fjöldi fólks – ég minnist 60- 70 einstaklinga sem þar áttu heimili á mínum æsku- árum. Nú býr þar ein fjölskylda.“ Að alast upp í sveit eru forréttindi að mati Níels Árna. „Læra á verk- færi, veður og sjó; þekkja dýrin smá og stór; gera mat úr mjöli, mjólk, kjöti og fiski; lífga dýr og lóga. Við lærðum að virða náttúruna og um- hverfið ásamt öðrum landsins gæðum sem Guð gaf okkur og þjóðin hefur þekkt og lifað á í 1100 ár. Öfgastefnur úr takti við raunveruleikann met ég lítils, samanber að þekkja fílinn með því að skoða eina löpp hans.“ Ungur vann Níels Árni á síldar- plani, við vegagerð, á sláturhúsi og annað sem til féll. Hann er menntað- ur íþróttakennari og almennur kenn- ari og vann við það í 10 ár, síðast við Samvinnuskólann á Bifröst. Þá var hann ráðinn Æskulýðsfulltrúi ríkisins og síðar deildarstjóri og skrifstofu- stjóri í þeim ráðuneytum sem fóru með málefni landbúnaðar. „Ég ann- aðist m.a. umhverfismál, landgræðslu og skógrækt; undirbúning funda og móttöku gesta. Vann náið með ráð- herrum „allra flokka“ og á ekkert nema góðar minningar frá störfum mínum í Stjórnarráði Íslands þar sem ég vann á fjórða áratug.“ Níels Árni hefur mikið sinnt fé- lagsmálum; var í pólitík og sat oft á Alþingi sem varaþingmaður á tíma- bilinu 1980-1991; er í Lionsklúbbi, var um tíma varaformaður FEB í Reykjavík og formaður sóknarnefnar Grafarholts – Guðríðarkirju frá stofn- Fjölskylda Eiginkona Níels Árna er Kristjana Benediktsdóttir, f. 8.7. 1952 í Keflavík og ólst þar upp. Foreldrar hennar voru hjónin Benedikt Benediktsson Guðmundsson, f. 1922, d. 2011, sjó- maður í Keflavík, og Steinunn Hall- dórsdóttir, f. 1916, d. 2001. „Við Kristjana giftum okkur 1973. Hún er nýlega hætt vinnu á Alþingi eftir 34 ára starf, lengst af skjalavörður á nefndasviði. Brátt eigum við gull- brúðkaup ef Guð lofar. Svo sannar- lega finnum við það hvað við erum hvort öðru háð og þekkjum hvort annað vel og eigum sameiginleg áhugamál, s.s. lestur, bridge, garðinn og margt fleira; nóg framundan. Við höfum búið víða á landinu og 2001 byggðum við einbýlishús í Grafarholti og það tókst svo vel að við héldum áfram smíðinni og þá í Nýhöfn – er- um að ljúka viðbyggingu þar.“ Börn Níels Árna og Kristjönu eru 1) Steinunn Lund, f. 14.9. 1973, ritari á meinafræðideild Landspítalans, bú- sett í Hafnarfirði, maki: Hilmir Þór Gunnarsson byggingafræðingur og málarameistari; 2) Elvar Árni, f. 29.8. 1975, sjávarútvegsfræðingur og fast- eignasali, búsettur í Reykjavík, kvæntur sr. Örnu Ýrr Sigurðardóttur presti í Grafarvogskirkju; 3) Helgi Þór Lund, f. 27.2. 1985, málarameist- ari, búsettur í Hafnarfirði, kvæntur Ásdísi Jóhannesdóttur dagforeldri. „Barnabörnin eru sjö hvert öðru ynd- islegra. Hvað getur maður beðið um meira? Lífið hefur farið um mig góð- um höndum og það þakka ég Guði og þeim gildum sem mér voru innrætt í bernsku; að vera við aðra eins og þú vilt að aðrir séu við þig.“ Bræður Níels Árna eru Maríus, f. 1946, húsasmíðameistari, bús. í Reykjavík; Kristinn f. 1948, við- skiptafræðingur, fyrrverandi skrif- stofustjóri, bús. í Reykjavík; Bene- dikt f. 1952, fyrrverandi lögreglu- varðstjóri, bús. í Reykjavík; Sveinbjörn, f. 1955, vélstjóri, bús. á Húsavík og Grímur Þór, f. 1961, raf- magnsverkfræðingur, framkvæmda- stjóri í Álaborg og Cambridge. Allir fjölskyldumenn með konur, börn og barnabörn. Níels Árni Lund, fyrrverandi skrifstofustjóri í landbúnaðarráðuneytinu – 70 ára Fjölskyldan Níels Árni og Kristjana ásamt börnum og tengdabörnum. „Guð hefur gefið mér gott líf“ Hjónin Kristjana og Níels Árni. 40 ára Sigurður ólst upp á Ólafsfirði en býr í Reykjavík. Hann er menntaður fjölmiðla- tæknir frá Borgar- holtsskóla og er eig- andi Arína upplýsingatækni. Sig- urður situr í stjórn Bangsafélagsins. Maki: Andres Pelaez, f. 1986 í Gvate- mala, yfirmaður á hótelinu Hlemmi Square. Foreldrar: Rósamunda Þórðardóttir, f. 1945, fv. skólaliði í Húsaskóla, og Guð- mundur Jóhannes Borgarsson, f. 1941, fv. verkstjóri í fiskvinnslum. Þau eru bú- sett í Reykjavík. Sigurður Júlíus Guðmundsson Til hamingju með daginn Hafnarfjörður Júlíana Sól Margeirsdóttir fæddist 1. júlí 2019 í Reykjavík og á því eins árs afmæli í dag. Hún vó 3.350 g og var 48 cm löng. Foreldrar hennar eru Dagbjört Helga Daníelsdóttir og Margeir Guðbjartsson. Nýr borgari

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.