Morgunblaðið - 02.07.2020, Qupperneq 5

Morgunblaðið - 02.07.2020, Qupperneq 5
5 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. JÚLÍ 2020 + Hlynur Hallsson Safnstjóri Listasafnsins á Akureyri. BAKSVIÐ Aron Þórður Albertsson aronthordur@mbl.is Ljóst er að heimsfaraldur kórónu- veiru mun setja mark sitt á fjölda samkoma í sumar. Nú um helgina fer nokkur fjöldi hátíða fram víðs- vegar um landið. Verða framan- greindar samkomur með talsvert breyttu sniðu vegna áhrifa og út- breiðslu veirunnar. Á Akureyri fer þrítugasta og fjórða N1 mótið í knattspyrnu fram. Mótið hófst í hádeginu í gær og mun standa til laugardags. Mót- ið er einn vinsælasti íþrótta- viðburður landsins þar sem rétt tæplega tvö þúsund ungir drengir leggja land undir fót og etja kappi í knattspyrnu. Samtals eru 212 lið skráð til leiks en aldrei hafa fleiri lið tekið þátt í mótinu. Að sögn Sævars Péturssonar, framkvæmda- stjóra KA, hefur skipulagning mótsins litast mjög af ástandinu í þjóðfélaginu. Þannig hafa verið gerðar miklar ráðstafanir til að draga úr líkum á smiti. „Við erum búin að setja upp girðingar á svæð- inu þannig að því er skipt upp í fjórar einingar. Við erum síðan með gæslu og reynum að takmarka samrými í litlum rýmum. Þá verða sprittstöðvar út um allt og dómarar munu notast við einnota flautur,“ segir Sævar. Undanfarin misseri hefur smitum hér á landi fjölgað nokkuð og svo virðist sem enn sé lítillegur kraftur í veirunni. Sævar segir að fregnir síðustu daga hafi reynst holl áminning. „Þetta setti okkur upp á tærnar, ég get alveg verið heiðar- legur með það. Við erum að gera miklar ráðstafanir til að tryggja að dregið sé úr líkum á smiti eins mik- ið og mögulegt er,“ segir Sævar. Þétt dagskrá í Búðardal Nú um helgina fara sömuleiðis fram Írskir dagar á Akranesi. Verður hátíðin með breyttu sniði og eilítið minni í sniðum en undanfarin ár. Þar hafa fjölmennustu viðburð- irnir verið felldir niður auk þess sem einstaklingar eru hvattir til að huga að sóttvörnum. Þó verður ým- islegt frumlegt í boði fyrir gesti hátíðarinnar, en til að mynda verð- ur götugrill og verðlaun fyrir mest skreyttu götuna. Svipað er uppi á teningnum á Bæjarhátíðinni í Búðardal þar sem þétt dagskrá er um helgina. Hátíð- in hefst á föstudag og stendur fram til seinni parts sunnudags. Af- þreying verður í boði fyrir eldri kynslóðina auk þess sem skemmti- atriði standa krökkum til boða. Goslokahátíð með breyttu sniði Í Vestmannaeyjum fer Gosloka- hátíðin fram með breyttu sniði. Hefur goslokanefnd unnið hörðum höndum að því að gera hátíðina að veruleika með hliðsjón af núverandi fjöldatakmörkunum. Erna Georgsdóttir, æskulýðs- og íþrótta- fulltrúi hjá Vestmannaeyjabæ, seg- ir að búið sé að gera ráðstafanir. Hátíðin hefst í dag og stendur fram til sunnudags. Til að draga úr líkum á smiti hafa stærri viðburðir verið blásnir af og þess í stað verður fjöldi minni viðburða á dagskrá. „Við erum búin að gera ráðstafanir. Á dagskránni eru margir litlir viðburðir sem rúmast innan þeirra fjöldatakmark- ana sem eru í gildi,“ segir Erna. Hátíðir haldnar með breyttu sniði  Skipta upp svæðum til að draga úr líkum á smiti  Stórir viðburðir blásnir af  Miklar ráðstafanir Morgunblaðið/Þorgeir Baldursson Mót Hátíðir og knattspyrnumót verða með breyttu sniði í sumar.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.