Morgunblaðið - 02.07.2020, Síða 6

Morgunblaðið - 02.07.2020, Síða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. JÚLÍ 2020 10-60% AFSLÁTTUR ÚTSALAN ERHAFIN SMÁRATORGI | KRINGLAN | GLERÁRTORGI | LINDESIGN.IS Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Auðvitað hefur Covid haft áhrif á Forlagið eins og flest önnur fyrir- tæki en við erum ekki upp við vegg að ganga til þessara viðskipta,“ segir Egill Örn Jóhannsson, fram- kvæmdastjóri Forlagsins. Tilkynnt var í gær að Storytel AB, móðurfélag Storytel á Íslandi, hefði keypt 70% hlut í stærstu bókaútgáfu landsins, Forlaginu. Bókmennta- félagið Mál og menning mun áfram fara með 30% hlut í félaginu, sem mun starfa áfram sem sjálfstætt bókaforlag, aðskilið frá streymis- veitu Storytel á Íslandi, að því er fram kom í tilkynningu. Mál og menning fór með 87% hlut í Forlag- inu en Egill Örn átti 13%. Hann hef- ur selt allan sinn hlut en mun áfram starfa sem framkvæmdastjóri. Aðrir stjórnendur og starfsfólk gera slíkt við sama. „Við erum sátt við kaupverðið og að einhver skuli vera til sem vill fjár- festa í íslenskri bókaútgáfu,“ segir Egill Örn í samtali við Morgunblaðið. Kaupin eru að frumkvæði hins sænska Storytel og hafa samninga- viðræður staðið yfir síðustu mánuði. Kaupverð er ekki gefið upp en það verður staðgreitt. Velta Forlagsins var um 1.100 milljónir króna í fyrra. Kaupin eru háð samþykki Sam- keppniseftirlitsins en verði af þeim bætist Forlagið í hóp þriggja ann- arra norrænna útgáfufélaga í eigu Storytel AB, Norstedts Förlags- grupp í Svíþjóð, People’s Press í Danmörku og Gummerus Publishers í Finnlandi. „Við erum gríðarlega ánægð með þessa nýjustu viðbót við Storytel- fjölskylduna og öflugt net útgáfu- félaga okkar á Norðurlöndunum. Forlagið sómir sér þar vel meðal virtra félaga á borð við Norstedts Förlagsgrupp, Gummerus Publish- ers og People’s Press. Við erum spennt að hefja samstarf með reynslumiklum útgefendum For- lagsins sem deila ástríðu okkar fyrir góðum sögum,“ segir Jonas Tellan- der, forstjóri og stofnandi Storytel. „Íslendingar eru mikil bókaþjóð og við erum sannfærð um að þetta muni reynast mikið gæfuspor fyrir ís- lenskan bókamarkað. Þekking Storytel á stafrænni þróun ásamt öflugri reynslu Forlagsins í bókaút- gáfu mun stórauka aðgengi lands- manna að vönduðum bókmenntum og kaupin munu treysta sérstöðu beggja félaga enn frekar,“ segir Tell- ander í tilkynningu. „Nú munum við stíga inn í framtíð- ina og getum sótt fram með stafræn- um hætti af enn meiri krafti en verið hefur. Þetta er það sem neytendur hafa sótt í. Hjá Nordstedts eru staf- rænar tekjur orðnar næstum 50% af umfangi útgáfunnar. Við erum tölu- vert á eftir hér á Íslandi,“ segir Egill Örn. Hann segir að þessi tíðindi séu ekki bara jákvæð fyrir lesendur og hlustendur. Þau geti ekki síður orðið jákvæð fyrir rithöfunda. „Þetta get- ur opnað dyr fyrir höfunda Forlags- ins á þá markaði sem Storytel er á fyrir. Þetta eignarhald gerir okkur kleift að samnýta þá krafta frekar.“ Aðspurður kveðst hann ekki hafa orðið var við óánægju höfunda með þennan ráðahag. „Þeir sem við höf- um talað við hafa verið mjög jákvæð- ir. Þetta opnar dyr en það verður engum þröngvað inn um þær dyr sem vill það ekki.“ „Við ákváðum að taka í þessa út- réttu hönd. Þarna bauðst okkur tækifæri til að sigla þessu fyrirtæki í það sem við teljum örugga höfn,“ segir Halldór Guðmundsson, stjórnarformaður Máls og menning- ar. Hann segir að nýr eigandi taki yfir alla samninga Forlagsins, þar á með- al alla samninga við starfsfólk, og engar breytingar séu fyrirhugaðar á rekstri félagsins. „Við hjá Máli og menningu lítum á þetta sem sam- starf þótt við förum bara með tæp- lega þriðjungs hlut,“ segir stjórnar- formaðurinn, sem segir að tvennt hafi vakað fyrir seljendum; að fá inn öflugan aðaleigenda á óvissutímum og að stórauka stafræna útgáfu. Storytel eignast 70% í Forlaginu  Sænskt móðurfélag hljóðbókaveitunnar Storytel á Íslandi hefur keypt 70% hlut í stærstu bókaútgáfu landsins  Kaupverðið staðgreitt  Samningaviðræður frá áramótum en kaupin að frumkvæði Storytel Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Bóksalar Stefán Hjörleifsson, Halldór Guðmundsson, Egill Örn Jóhannsson, Otto Sjöberg, Úa Matthíasdóttir og Rustan Panday kynntu samkomulag um kaup Storytel AB í Svíþjóð á 70% hlut í Forlaginu. Skrifað var undir í gær. „Það sem gerist er að Storytel fær miklu betri aðgang að efni. Storytel á Íslandi hefur vantað fleiri hljóðbækur og það er samkeppni um efni,“ segir Snæbjörn Arngrímsson, fyrrverandi bókaútgefandi. Snæbjörn hefur starfað við bókaút- gáfu um áratugaskeið, bæði hér á landi og í Danmörku. Hann segir að þar sem Storytel hefur keypt bóka- forlög, svo sem í Svíþjóð og Dan- mörku, hafi ekki verið gerðar miklar breytingar á forlögunum sjálfum. Hins vegar hafi þau komist í kjör- stöðu til að miðla bókum sínum hjá Storytel. „Fyrir aðra útgefendur getur verið mjög pirrandi að sjá forsíðuna á Storytel. Lesendur velja sér hvaða bækur þeir lesa þar og það er stór tekjulind þegar þessar bækur eru í forgrunni þar,“ segir hann. Snæbjörn segir að ekki sé nóg með að aðrir útgefendur eigi erfiðara með að koma sínum titlum á framfæri á streymisveitunni. Dæmi séu um að þeim bjóðist síðri kjör en öðrum. Ekki sé annað í boði en þiggja þau eigi bækurnar á annað borð að fá þar inni. „Þegar ég var á danska mark- aðinum fann maður að eftir að Story- tel keypti People’s Press hafði það öll vopn í hendi sér. Þetta er mikið veldi.“ Hefur verið stöðnun á Íslandi Hann kveðst þó telja að breytinga hafi verið þörf. „Það hefur verið stöðnun á íslenska markaðinum mið- að við það sem maður sér erlendis. Sú þróun að búa til stafrænt efni úr bók- um hefur verið hægari hér. Hljóð- bókavæðingin hefur verið ansi mikil úti, sérstaklega í Svíþjóð, Þýskalandi og Danmörku. Forlagið hefur hingað til haldið aftur af henni. Þetta breytir því svolitlu fyrir íslenska bókamark- aðinn.“ „Þessi tíðindi komu mér mjög á óvart eins og mörgum öðrum. Þetta er þó í samræmi við það sem hefur verið að gerast annars staðar á Norð- urlöndum þar sem Storytel hefur fjárfest í útgáfustarfsemi samhliða uppbyggingu á hljóðbókaútgáfu. Kannski er þessi fjárfesting ekki stór í upphæðum miðað við aðrar sem fyrirtækið hefur ráðist í en hún er gríðarlega stór á þessum íslenska ör- markaði,“ segir Heiðar Ingi Svans- son, formaður Félags íslenskra bóka- útgefenda. Heiðar Ingi segir að kaupin séu stórtíðindi í íslenskri bókaútgáfu. Hann segir aðspurður að eðlilegt sé að menn spyrji sig ýmissa spurninga í tengslum við þau, til að mynda er lúta að miklum útgáfuréttindum Forlags- ins og því hvernig framtíð útgáfunnar verði. „Það er algjörlega nýtt að ís- lensk bókaútgáfa sé hluti af al- þjóðlegu viðskiptaumhverfi og eðli- legt að margir í bransanum velti því fyrir sér hvaða áhrif þessi kaup hafi. Það geri ég sjálfur sem útgefandi.“ Heiðar Ingi segir að hingað til hafi mikill meirihluti tekna Forlagsins komið af sölu prentaðra bóka. Story- tel hafi sótt fram á hljóðbókamarkaði og þar megi búast við áframhaldandi vexti. „Það var tekið fram að ekki væru boðaðar neinar breytingar á rekstri Forlags- ins svo vænt- anlega sjá kaup- endur sér hag í fyrirtækinu sem sjálfstæðri rekstr- areiningu, líkt og þeir hafa gert varð- andi aðrar sambærilegar fjárfest- ingar á Norðurlöndum. Hefbundin bókaútgáfa er mikilvæg auðlind fyrir hljóðbókaútgáfu en þarf líka að vera arðbær ein og sér.“ Hann bendir jafnframt á að fjár- festar hafi ekki slegist um íslensk bókaforlög til þessa. „Þannig að ef menn sjá framtíðarfjárfestingu í ís- lenskri bókaútgáfu þá eru það stór tíðindi fyrir bransann í sjálfu sér.“ Gæti veikt stöðu rithöfunda Skiptar skoðanir virðast vera með- al rithöfunda ef marka má umræður á Facebook í gær. Kristín Helga Gunn- arsdóttir, fyrrverandi formaður Rit- höfundasambandsins, sagði í spjall- hópi félaga í Rithöfundasambandinu: „Þessar alvarlegu sviptingar hljóta að vekja höfunda Forlagsins til umhugs- unar um stöðu sína og framtíð. Sporin hræða svo sannarlega í nágranna- löndunum.“ Eiríkur Örn Norðdahl sagði að með þessum gjörningi væri „einum iðjuhöldi skipt út fyrir annan,“ en Auður Jónsdóttir kvaðst telja að áhrifin gætu verið meiri en virtist í fyrstu. „Jafnvel veikt samningastöðu íslenskra höfunda til lengri tíma litið. Ef ég skil þetta rétt þá er stærsta for- lagið á Íslandi ekki lengur íslenskt.“ Storytel veldi sem hef- ur öll vopn í hendi sér  Skiptar skoðanir sérfróðra um kaup Storytel á Forlaginu Snæbjörn Arngrímsson Heiðar Ingi Svansson Auður Jónsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.