Morgunblaðið - 02.07.2020, Page 12

Morgunblaðið - 02.07.2020, Page 12
12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. JÚLÍ 2020 Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is Sveitalífið venst bara vel, al-veg nóg að gera og stund-um langur vinnudagur, þaðkemur fyrir að ég eigi eftir að gefa fénu loksins þegar ég er kominn heim,“ segir Árni F. Sig- urðsson, ungur fjárbóndi á bænum Eyjardalsá í Bárðardal, en hann stundar heldur óvenjulega vinnu meðfram búskapnum. Hann er hljóðtæknimaður hjá Menningar- félagi Akureyrar og starfar m.a. við að taka upp kvikmyndatónlist sem Sinfóníuhljómsveit Norðurlands hefur í auknum mæli tekið að sér að spila. „Ég er Akureyringur en ég bjó í Reykjavík og vann þar sem hljóð- tæknimaður í tónlistarhúsinu Hörpu í nokkur ár. Þar fékk ég tækifæri til að taka þátt í mörgum stærstu við- burðum sem haldnir voru á landinu. Borgarlífið hefur aldrei átt vel við konuna mína, Önnu Guðnýju Bald- ursdóttur, og hennar draumur var að flytja aftur heim í sveit og taka við búi foreldra sinna á Eyjardalsá. Hún fór í Bændaskólann á Hvann- eyri en ég fór til Reykjavíkur að vinna. Hún var einn vetur heima hjá foreldrum sínum að sjá um búið þegar pabbi hennar þurfti í aðgerð, en hún fór síðan í nám í hestafræð- um á Hólum og hefur verið að vinna í því að klára hársnyrtiiðn. Haustið 2015 sáum við tækifæri til að flytja aftur norður þegar mannabreyt- ingar voru hjá Menningarfélagi Ak- ureyrar og þá setti ég allt af stað og flutti norður sumarið 2016 og byrj- aði að vinna um haustið,“ segir Árni og bætir við að þau Anna Guðný hafi formlega tekið við rekstri búsins á Eyjardalsá um áramótin 2016/2017. Veira fæddist í covid-tíð „Ég hef starfað hjá Menningar- félaginu við ýmsa viðburði, tónleika og ráðstefnur, og ég hef tekið þátt í mörgum spennandi verkefnum í leikhúsinu, því Leikfélag Akureyrar er hluti af Menningarfélaginu. Þeg- ar ég hóf störf höfðu verið ein- hverjar kvikmyndatónlistarupp- tökur en haustið 2017 var farið í upptökur á tónlist fyrir teiknimynd- ina Lói þú flýgur aldrei einn, en þá var í fyrsta sinn á Íslandi leikin tón- list af stórri sinfóníuhljómsveit frá fyrstu mínútu til þeirrar síðustu í kvikmynd. Sinfóníuhljómsveit Norð- urlands tók að sér að leika þessa tónlist kvikmyndatónskáldsins Atla Örvarssonar, sem býr einmitt á Akureyri,“ segir Árni sem sér ekki eftir að hafa flutt aftur norður, þau Anna Guðný eru með 170 kindur á vetrarfóðrum og reka líka hestaleig- una Eyjardalsá Horse Riding. „Anna hafði unnið á hestaleigunni í Salt- vík rétt utan við Húsa- vík, en þegar við áttum von á okkar fyrsta barni, sem fæddist í janúar 2018, sáum við að Anna gat ekki verið í fullri vinnu utan heim- ilis og þá kom upp sú hugmynd að gera út stuttar ferðir í kringum bæinn, en frábærar reiðleiðir eru hér í kring- um okkur. Við eignuðumst aðra frá- bæra stúlku í apríl á þessu ári, hún fæddist á miðju covid-tímabilinu og áður en hún fékk nafn kallaði mágur minn hana aldrei annað en Veiru.“ Hundrað manna verkefni Árni segir að þau Anna Guðný skipti með sér verkum á bænum, hann sé ágætur á traktornum en hún sé betri með skepnurnar. „Þetta getur stundum verið snúið þegar það er mikið að gera á hvorum tveggja vígstöðvum hjá mér, til dæmis kom upptökuverkefni í vor í sauðburðinum, á sama tíma og yngri stúlkan okkar fæddist, en allt hefur þetta bjargast. Upptökuverk- efnum hjá Sinfóníuhljómsveit Norð- urlands fyrir kvikmyndatónlist fjölgaði mikið þegar covid skall á, því úti í heimi stoppaði allt slíkt. Við höfum verið að stjórna upptökum fyrir Netflix og BBC í Hofi und- anfarið, til dæmis Hollywood- verkefni eins og upptökur á tónlist The Hitman‘s Wife‘s Bodyguard, en höfundur tónlistar þeirrar kvik- myndar er einmitt fyrrnefnt tón- skáld, Atli Örvarsson. Þessi mynd er framhald á kvikmyndinni The Hit- mans‘s Bodyguard og skartar eng- um smá nöfnum í leikaraliðinu, stjörnum eins og Ryan Reynolds, Samuel L. Jackson, Salma Hayek, Frank Grillo, Antonio Banderas og Morgan Freeman. Þessar upptökur voru mjög stórt verkefni fyrir Sin- fóníuhljómsveit Norðurlands, en hátt í 100 manns koma að því. Hljómsveitin hefur líka verið að vinna með bresku tónskáldi, ungri konu og rísandi á þessu sviði, hún heitir Sarah Class og við höfum ver- ið að taka upp tónlist hennar fyrir náttúrulífsþætti BBC-sjónvarps- stöðvarinnar. Ég veit ekki betur en sjálfur David Attenborough lesi inn á þessa þætti,“ segir Árni og játar því að það sé virkilega gaman fyrir hann fjárbóndann að vinna við slík verkefni fyrir virt fyrirtæki eins og BBC og Netflix. „Við tókum líka upp tónlistina fyrir Júróvisjón-mynd Will Ferrell, Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga, en Atli samdi þá tón- list.“ Spilað í 28 tíma á 4 dögum Árni segist ánægður með að Sinfóníuhljómsveit Norðurlands sé komin á kortið sem hljómsveit sem tekur að sér að spila kvikmynda- tónlist. „Við þurfum að sanna okkur, en hljómsveitin verður betri eftir því sem hún spilar oftar. Hljóðfæraleik- ararnir sem spiluðu mest í síðasta verkefni spiluðu í 28 tíma á fjórum dögum. Hljómsveitin spilar sig hratt saman við að spila svona mikið, en það getur verið kúnst að smala hljómsveitinni saman, því í henni er fólk alls staðar af landinu. Stundum höfum við þurft að synja verkefnum því einhverjir hljóðfæraleikarar hafa ekki verið á lausu, sumir í hljómsveitinni eru líka í Sinfón- íuhljómsveit Íslands eða Íslensku óperunni og bundnir þar í ákveðnum dagsetningum. Draumastaðan væri auðvitað að verkefnin yrðu nógu mörg í upptökum fyrir kvikmynda- tónlist til að gera öllum hljóðfæra- leikurum hljómsveitarinnar kleift að búa á Akureyri.“ Hefur farið um 900 ferðir Árni segir að Vaðlaheiðar- göngin hafi verið í vinnslu þegar hann og Anna Guðný ákváðu að flytja norður, og það hafi verið lykilatriði. „Göngin gera mér mögulegt að búa hér í Bárðardal sem bóndi en vinna líka á Akur- eyri sem hljóð- tæknimaður. Göngin skipta því sköpum fyr- ir mig, ég er ekki nema hálftíma á leið- inni, það er ekki lengri tími en tekur marga í Reykjavík að komast til og frá vinnu. Ég ek beinan og breiðan veg og það eru engin götuljós eða umferðarteppa. Ég er búinn að fara hátt í níu hundruð ferðir um göngin frá því þau komu. Þessi göng gera gæfumuninn fyrir íbúa hér á svæð- inu, sérstaklega í vetur þegar Víkur- skarðið var lokað í marga daga vegna ófærðar,“ segir Árni sem er farinn að huga að heyskap og er ánægður með að Íslendingar hafi komið í hestaleiguna til þeirra um síðustu helgi. „Við skráðum okkur í ferðagjöf- ina, svo fólk getur nýtt sér hana hjá okkur. Við vorum líka að fara af stað ásamt nágranna okkar með reið- námskeið fyrir börn og ungmenni. Fyrsta námskeiðið var í síðustu viku og gekk vonum framar, við erum því búin að skipuleggja þrjú námskeið í viðbót í sumar.“ Fjárbóndi vinnur fyrir Hollywood Árni fjárbóndi á Eyjar- dalsá í Bárðardal stjórn- ar hljóðupptökum fyrir Hollywood, Netflix og BBC á milli sveitastarfa. Hann og Anna Guðný kona hans eru með 170 kindur á vetrarfóðrum og reka líka hestaleigu. Ljósmynd/Sigurður Örn Jónsson Nafnaveisla á Eyjardalsá Árni og Anna Guðný með dæturnar Laufeyju Elísabetu og Sigríði Vénýju. Sauðfé að baki. Ljósmynd/Ágúst Örn Pálsson Upptaka Greta Salóme, konsertmeistari Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands, með félögum sínum við upptökur á tónlist The Hitman‘s Wife‘s Bodyguard. eyjardalsa.is sinfonianord.is Upptökuverk- efni kom í vor í sauðburðinum, á sama tíma og yngri stúlkan okkar fæddist. SMÁRALIND – KRINGLAN – DUKA.IS Góður ferðafélagi

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.