Morgunblaðið - 02.07.2020, Qupperneq 16
16 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. JÚLÍ 2020
Smiðjuvegi 34 • gul gata Kópavogi • biljofur@biljofur.is
Viðgerðir // Bilanagreining // Varahlutir // Smurþjónusta
Hjá Bíljöfri starfa þaulreyndir bifvélavirkjar með áralanga reynslu
að baki og hafa yfir að ráða fullkomnum tölvum til að lesa
og bilanagreina bílinn þinn
Sérhæfð þjónusta fyrir
544 5151tímapantanir
Sighvatur Bjarnason
sighvaturb@mbl.is
Allt frá því að áhrif kórónuveirufar-
aldursins á alþjóðlegt ferðafrelsi
komu fram af fullum þunga hefur
verið tómlegt um að litast í Flugstöð
Leifs Eiríkssonar, eða Leifsstöð.
Mannlausir gangar, tóm töskubelti
og auð bílastæði er sú raunalega sýn
sem tók við af annars iðandi flug-
starfsemi.
Tímamót urðu sem kunnugt er 15.
júní sl. þegar kerfisbundin skimun
hófst við landamærin, sem opnaði
raunhæfa möguleika á áætlunarflugi
til og frá landinu. Nýtt líf hefur færst
í Leifsstöð. Flugvélar og strokpinnar
hafa tekið á loft.
Á tímabilinu 15. til 30. júní voru
rúmlega 14 þúsund farþegar skimað-
ir í Leifsstöð, minnst um 700 og mest
um 1.400 á dag. Enn er því svigrúm
fyrir því 2.000 farþega marki sem
nefnt hefur verið.
Skimun gengur vel
Heilsugæsla höfuðborgarsvæðis-
ins annast skimun í Leifsstöð. Tekið
er á móti farþegum í 10 básum og
tekur skimunin sjálf ekki nema 1-2
mínútur að skráningu lokinni, en um
30 starfsmenn koma að ferlinu þegar
mest lætur. Í samtali við Jórlaugu
Heimisdóttur verkefnisstjóra kemur
fram að verkefnið hafi gengið vel og
að farþegar „taki þessu ótrúlega vel“.
Mikil áhersla er lögð á forskráningu
sem skilar sér í því að „fólk veit
hverju það á von á“ við komuna til
landsins. Nær engin brögð eru að því
að farþegar afþakki skimun og kjósi
sóttkví þess í stað.
Milill samdráttur í flugi
Þrátt fyrir góðan gang skimana
sýna tölur að umferð um Keflavíkur-
flugvöll er ekki svipur hjá sjón miðað
við venjulegt árferði. Á heimasíðu
Isavia eru skráðar 346 komur og
brottfarir áætlunarflugs um völlinn í
júní, en á sama tíma í fyrra voru
skráðar 8.353 hreyfingar. Upplýsing-
ar um farþegafjölda liggja enn ekki
fyrir, en í júní í fyrra er skráður far-
þegafjöldi um Leifsstöð 787.752.
Borið saman við fjölda skimana er
ljóst að samdráttur í millilandaflugi
er verulegur.
Sama er uppi á teningnum þegar
kemur að fjölda flugfélaga sem hing-
að sækja. Í fyrrasumar hafði 21 flug-
félag viðkomu í Keflavík í áætlunar-
flugi, en það sem af er sumri hafa sjö
félög haldið uppi þjónustu. Icelandair
á þar stærstan hlut með 58% ferða og
á eftir fylgir Wizzair með 23%. Önnur
félög eru Atlantic Airways, Air
Greenland, Czech Airlines, SAS og
Transavia. Tengingum við önnur
lönd og borgir hefur einnig fækkað,
en flogið hefur verið milli Keflavíkur
og 20 evrópskra áfangastaða í júní.
Flug vestur um haf liggur að mestu
niðri, utan þess að Icelandair hefur
haldið uppi áætlun til Boston á
austurströnd Bandaríkjanna.
Aukið líf færist yfir Leifsstöð
Góður gangur skimana í Leifsstöð Í júní voru um 14 þúsund farþegar skimaðir Farþegum til
landsins fer fjölgandi Mikill samdráttur frá fyrra ári Icelandair með 58% ferða og Wizzair 23%
Fjöldi skimana í Keflavík frá 15. júní 2020
15
12
9
6
3
0
1.500
1.200
900
600
300
0
15. 16. 17. 18. 19. 20. 21. 22. 23. 24. 25. 26. 27. 28. 29 30.
849
1.022
1.310
1.416
Sk
im
an
ir
Lendingar Fjöldi lendinga á
Keflavíkurflugvelli
Fjöldi skimana
8 7 8 7
10 10
12
10
8 9 9
11 10
15
11
9
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Leifsstöð Glaðlyndir leigubílstjórar bíða eftir farþegum sem koma nú til
landsins í auknum mæli eftir opnun landamæranna um miðjan júní.
Alþingi hefur samþykkt tvö frum-
vörp Kristjáns Þórs Júlíussonar,
sjávarútvegs- og landbúnaðar-
ráðherra, um einföldun regluverks.
Með lögunum voru alls 33 lagabálk-
ar felldir brott í heild sinni, fimm
stjórnsýslunefndir lagðar niður og
stjórnsýsla og regluverk á mál-
efnasviðum ráðherra einfölduð
töluvert.
Frumvörpin eru afrakstur sam-
ráðs sem haft var við helstu hags-
munaaðila og stofnanir ráðuneyt-
isins. Um er að ræða fjölmargar
breytingar á núgildandi lögum á
sviði matvæla, landbúnaðar, sjávar-
útvegs og fiskeldis.
Fyrr í vetur felldi ráðherra brott
1.242 reglugerðir og tvo lagabálka
auk þess sem regluverk sem gildir
um matvælakeðjuna var einfaldað,
sem var liður í fyrsta áfanga að-
gerðaráætlunarinnar. Verkefnið er
unnið í samræmi við stefnuyfirlýs-
ingu ríkisstjórnarinnar.
Fellir burtu 33 laga-
bálka í heild sinni
Í kjölfar aukinnar aðsóknar hafa
Stígamót sett á fót biðlista í fyrsta
skipti í 30 ára sögu samtakanna og
er nú biðtími eftir viðtali um tveir
mánuðir.
„Við erum ekki að skrá fleira
fólk núna í viðtöl, það fara bara all-
ir á biðlista,“ segir Steinunn Gyðu-
Guðjónsdóttir, verkefnastýra hjá
Stígamótum.
„Þetta er farið að hafa hamlandi
áhrif á þjónustuna sem við bjóðum
upp á. Við höfum mætt þessari
auknu aðsókn með fjáröflun meðal
almennings og reynt að bæta við
stöðugildum en við þurfum aðstoð
frá ríkinu og framlag okkar þaðan
hefur ekki hækkað síðan 2013,“
segir hún.
Búast megi við aukinni aðsókn
til samtakanna vegna kórónuveir-
unnar.
„Oft getur það tekið tíma fyrir
fólk að leita sér hjálpar. Einn hluti
af heimilisofbeldi er kynferðisof-
beldi gegn börnum á heimilum, þar
sem foreldrar eða systkini beita
börn kynferðisofbeldi. Það eru all-
ar líkur á að þetta hafi aukist á
tímum faraldursins,“ segir hún.
52 karlar leituðu til Stígamóta
Ekki liggur enn fyrir hve margir
nýir brotaþolar hafa leitað til
Stígamóta árið 2020 en í fyrra voru
þeir 411 talsins og 2018 voru þeir
418. Fjöldinn var mestur árið 2017
þegar 484 nýir brotaþolar leituðu
til samtakanna. Kemur þetta fram
í ársskýrslu Stígamóta.
Alls leituðu 52 karlar til Stíga-
móta árið 2019, 331 kona og 2 af
öðru kyni. 53,3% gerendanna eru
karlmenn á aldrinum 18-29 ára
sem teljast til vina eða kunningja
þolenda.
„Stærsti gerendahópurinn sem
er á bak við okkar fólk er vinir,
ungir karlar, sem nauðga vinkon-
um sínum. Næststærsti gerenda-
hópurinn er þessir fjölskyldumeð-
limir sem beita ofbeldi inni á
heimilinu,“ segir hún.
Flestir leituðu til Stígamóta árið
2019 vegna nauðgunar (33,4%),
næstflestir vegna kynferðislegrar
áreitni (21,7%) og 16,2% leituðu að-
stoðar vegna sifjaspells. Aðrar
ástæður voru nauðgunartilraunir,
klám, stafrænt ofbeldi, vændi og
annað.
Leita aðstoðar 18 árum síðar
Áfengisneysla er helsta athöfnin
sem brotaþolar leita til í kjölfar
kynferðisofbeldis, en samkvæmt
skýrslu Stígamóta leituðu 37,8% til
þess. Næstflestir (22,8%) leituðu í
auknum mæli í mat og leituðu
22,3% í vímuefni eða lyf. Þolendur
kynferðisofbeldis á heimilum leita
sér aðstoðar að meðaltali 18 árum
eftir að brotin eru framin. Alls leit-
uðu 885 manns til Stígamóta á
árinu 2019.
Flestir þolendur (35,9%) urðu
fyrir ofbeldi á aldrinum 11-17 ára
og tilkynntu ofbeldið á aldrinum
18-29 ára, en næstflestir (26%)
urðu fyrir kynferðisofbeldi á aldr-
inum 5-10 ára.
Þegar litið er til tengsla brota-
þola við ofbeldismenn sem beittu
þá sifjaspellum eru 23,5% gerenda
feður eða stjúpfeður, og 17,6%
bræður eða stjúpbræður.
„Það sorglega við þetta er hvað
fólk er að koma ótrúlega mörgum
árum seinna. Þau eru að verða fyr-
ir þessu ofbeldi þarna langflest á
aldrinum 5-15 ára. Við myndum
vilja ná þeim þá og geta veitt þeim
aðstoð áður en þau sitja uppi með
þessar afleiðingar og nota fíkniefni
eða áfengi til að deyfa sig og sjálfs-
skaði kemur í kjölfarið,“ segir
Steinunn.
Biðlisti í fyrsta sinn hjá Stígamótum
Um tveggja mánaða bið er eftir viðtali
hjá Stígamótum 411 nýir árið 2019
Fjöldi nýrra þolenda kynferðisofbeldis
2014-2019
500
400
300
200
100
0
2014 2015 2016 2017 2018 2019
306
330
372
484
418 411