Morgunblaðið - 02.07.2020, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 02.07.2020, Blaðsíða 32
32 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. JÚLÍ 2020 Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Lögreglan í Hong Kong tilkynnti í gær að hún hefði handtekið 370 manns vegna mótmæla gegn nýjum þjóðaröryggislögum borgarinnar, sem tóku gildi á þriðjudaginn. Kom fram í tilkynningu lögreglunnar að tíu manns hefðu verið handteknir á grunni hinna nýju laga, en sá fyrsti mun hafa veifað flaggi, þar sem hvatt var til sjálfstæðis Hong Kong frá meginlandi Kína. Bresk stjórnvöld ákváðu í gær að þau myndu bjóða íbúum borgarinnar greiðari leiðir til þess að öðlast breskan ríkisborgararétt vegna lag- anna. Sagði Boris Johnson, forsætis- ráðherra Breta, á breska þinginu að þjóðaröryggislögin væru „skýrt og alvarlegt brot“ á samkomulagi Breta og Kínverja um borgina, en þar var kveðið á um að íbúar hennar myndu njóta áfram sömu réttinda og þeir gerðu undir Bretum í fimmtíu ár frá yfirtöku Kínverja, eða til ársins 2047. Um 300.000 Hong Kong-búar hafa nú breskt vegabréf með takmörkuð- um réttindum, og um 2,6 milljónir til viðbótar mega sækja um slík vega- bréf. Munu þeir og allir sem eru á forræði þeirra nú geta unnið og starfað í Bretlandi í fimm ár, og síð- an sótt um varanlegri búsetu og síð- ar breskt ríkisfang. Dominic Raab, utanríkisráðherra Breta, sagði löggjöfina ganga lengra en nokkurn hefði grunað, og að Kín- verjar væru að rjúfa loforð sín gagn- vart íbúum Hong Kong. „Við munum standa við orð okkar,“ sagði Raab. Gildissvið laganna rúmt Marc Lanteigne, lektor í stjórn- málafræði við Háskólann í Tromsö og sérfræðingur í asískum stjórn- málum, segir í samtali við Morgun- blaðið að löggjöfin sé merkileg af ýmsum ástæðum, ekki síst hversu breitt gildissvið hennar sé. „Lögin ná yfir marga þætti sem munu hafa afgerandi áhrif á stjórnmálalíf borgarinnar,“ segir Lanteigne, sem bendir einnig á hversu hratt stjórnvöld í Kína, ekki Hong Kong, hafi samið lögin og komið þeim á. Hann bendir á að gagnrýnendur laganna hafi hald- ið því fram að lög- in muni í raun binda enda á sjálfstæði Hong Kong frá Kína, en þau gefa kínverskum stjórnvöld mik- ið eftirlitsvald sem mun skerða mál- frelsi og rétt Hong Kong-búa til þess að mótmæla. Lögin eigi m.a. að taka á undir- róðri, hryðjuverkastarfsemi og sam- særi með erlendum ríkjum. „En hvert af þessum brotum getur verið túlkað rúmt, sérstaklega þar sem Kína er ekki með sjálfstæða dóm- stóla,“ segir Lanteigne. Lögin munu því í raun letja fólk frá hverju því sem gæti verið túlkað sem stuðning- ur við aukið sjálfræði eða sjálfstæði Hong Kong. Lanteigne bendir á að kínversk stjórnvöld segi löggjöfina vera innan þeirra marka sem stjórnlög Hong Kong frá 1997 hafi veitt, en í 23. grein þeirra hafi verið kveðið á um að borgin skyldi setja sér þjóðarör- yggislög. Það hafi hins vegar dregist á langinn, með þeim afleiðingum að Kínverjar hafi ákveðið að loka fyrir það sem þeir sáu sem „hættulega glufu“ í lögum Hong Kong, sér í lagi eftir framsalsmótmælin í fyrra. Telja afleiðingarnar litlar Lanteigne segir að löggjöfin muni líklega draga úr áhuga erlendra fyrirtækja til þess að hefja rekstur í Hong Kong. Þá gætu önnur hugsað sér til hreyfings frá borginni og til annarra fjármálamiðstöðva, á borð við Singapúr eða Taipei. Það sé með- al annars vegna þess að margar greinar laganna séu það óskýrar að hægt verði að beita þeim gegn er- lendum kaupsýslumönnum sem ferðast til Hong Kong. Þá hafa Bandaríkin nú þegar lýst því yfir að þau muni afnema sérstök fríðindi sem Hong Kong hefur notið í krafti sérstöðu sinnar, en bandarísk stjórnvöld telji að það muni senda skýr skilaboð til Kínverja. „Kínversk stjórnvöld hafa hins vegar svarað því með því að benda á að viðskipti Bandaríkjanna og Hong Kong séu smá í sniðum, og að banda- rísk fyrirtæki verði sjálf fyrir mest- um skaða ef Bandaríkjastjórn haldi áfram að beita Hong Kong þrýst- ingi,“ segir Lanteigne. Þá virðist sem Kínverjar séu reiðubúnir að mæta þeim áföllum sem brotthvarf erlendra viðskipta geti haft í för með sér með því að hvetja kínversk fyrirtæki til þess að fjárfesta í borginni. „Þá hafa kínversk stjórnvöld einn- ig lagt á það áherslu að löggjöfin muni binda enda á mótmælin og færa þannig meiri ró yfir viðskipta- umhverfi borgarinnar. Carrie Lam, héraðsstjóri borgarinnar, hefur einnig tekið undir þennan punkt, en hún lagði áherslu á að nýju lögin myndu skipta sköpum við að endur- nýja traust á viðskiptalífi Hong Kong.“ -En hvað um þau áhrif sem lög- gjöfin getur haft á orðspor Kínverja? „Kínversk stjórnvöld virðast ætla að treysta á að í ljósi þess að alþjóða- hagkerfið muni ganga í gegnum erf- iða tíma á næstunni, á sama tíma og Kína virðist vera komið yfir versta hjallann í heimsfaraldrinum og þar með í góða stöðu til þess að leiða end- urreisnina eftir kórónuveiruna, verði skammtímahöggið sem bæði við- skiptalíf og orðspor Kínverja fái á sig með því að setja svona hörð lög á Hong Kong innan ásættanlegra marka,“ segir Lanteigne. Hugtakið orðið holt að innan Lanteigne segir að stjórnvöld í Kína og í Hong Kong hafi bæði lagt áherslu á að hugtakið „Eitt ríki, tvö kerfi“ hafi í raun styrkst með lög- unum, þar sem nú sé komið í veg fyr- ir frekari „skaðlegar“ aðgerðir og þar með skaða við efnahagslíf borgarinnar. „En sú staðreynd að lögin gefa stjórnvöldum í Peking margar nýjar löglega leiðir til að grípa inn í stjórnmál og dómsmál í Hong Kong bendir sterklega til þess að hugtakið sé nú orðið að innan- tómri skel,“ segir Lanteigne. Hann segir of snemmt að segja til um hvaða áhrif lögin muni hafa á mótmælin í borginni en bendir á að sumir flokkar í stjórnarandstöðu hafi þegar ákveðið að leggja sig nið- ur og að sú skoðun sé ríkjandi að bráðum verði komið í veg fyrir frið- samleg mótmæli í borginni. 370 handteknir í Hong Kong  Nýjum þjóðaröryggislögum borgarinnar mótmælt  Bretar hyggjast bjóða íbúum Hong Kong greiðari leiðir til búsetu  Löggjöfin mun líklega draga úr áhuga erlendra fyrirtækja á borginni AFP Marc Lanteigne Mótmæli Mótmælendur gegn þjóðaröryggislögunum í Hong Kong lyfta hér höndum til þess að sýna samstöðu sína. Vantar þig pípara? FINNA.is Dalvegi 16c | 201 Kópavogur | Sími 568 6411 | rafvorur@rafvorur.is Amerísk heimilistæki rafvorur.isRAFVÖRUR ehf Þvottavélar og þurrkarar sem taka 10-17 kg VIÐ LEITUM AÐ LISTAVERKUM Áhugasamir geta haft samband í síma 551-0400 ERUM AÐ TAKA Á MÓTI VERKUM Á NÆSTA LISTMUNAUPPBOÐ Rauðarárstígur 12-14 · 105 Reykjavík · sími 551 0400 · www.gallerifold.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.