Morgunblaðið - 02.07.2020, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 02.07.2020, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. JÚLÍ 2020 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Stjórnmála-barátta get-ur tekið á sig ótrúlegustu mynd- ir. Jafnvel grunn- lögmálin, sem hafa verið upphaf og endir alls í kosningaslag, eru nú skyndilega komin í auka- hlutverk. Stjórnmálaforingjar hafa lengi verið sannfærðir um það, að fái þeir að láta ljós sitt skína sem oftast og sem skærast þá muni atkvæðunum sem á þá falla fjölga í réttu hlutfalli. Bandaríkin hafa svo sannar- lega verið heltekin af þessu sjónarmiði svo lengi sem elstu menn muna. (Og er þá átt við þá sem eru jafngamlir núverandi frambjóðendum og jafnvel eldri). Hvergi í veröldinni er eytt öðrum eins fjármunum í ímynd- arauglýsingar og þar. Frambjóðendur endasendast á milli borga og fylkja, veifa og heilsa, kyssa og kjassa, og missa aldrei viðtal við fjölmiðla sem eru sæmilega vinsamlegir þeim. Nú eru uppi önnur öld og önnur sjónarmið. Frambjóðandi demókrata, Joe Biden, hefur verið í felum mánuðum saman og er látið heita að þar sé um margra mán- aða sóttkví að ræða. Keppikefl- ið er að halda Biden í byrgi sínu eins lengi og flokkurinn kemst upp með það. Flokkurinn treystir sem sagt ekki frambjóðandanum sínum yfir þröskuld í orðsins fyllstu merkingu. Úti, laus úr ólinni, er talið líklegast að hann fari út af í hverri þeirri beygju sem hann kemur í og geti jafnvel líka far- ið út af beinu brautinni. Flokkurinn hefur vissulega ástæður til að óttast það að „bi- den-bjálfastrikin“ muni snúa könnunum hratt við fái fram- bjóðandinn að ganga laus og segja eitthvað sem hefur ekki verið skrifað fyrir hann á gagn- sæju ræðuspjöldin hans. En spyrja má flokkstemjarana: En takist ykkur að koma honum í Hvíta húsið, hvað þá? „Sá tími, á það vandamál,“ er svarið. Kannski verða menn þá bún- ir að koma sér upp varaforseta sem má láta taka við. Repúblikanar vilja hins veg- ar ólmir fá að eiga við Biden, þótt enginn „utanaðkomandi“ hafi fengið að spyrja hann. Þeg- ar Biden kom fram í fyrradag drógu jafnvel helstu spuna- meistarar demókrata ekki dul á að hann hefði vissulega verið fullkomlega óáhugaverður, hefði haft lítið sem ekkert fram að færa og verið beinlínis leiðinlegur. „En,“ segja þeir, „það var ekki endilega vont. Fólkið í landinu er komið með upp í kok“ bæta þeir við, „og vill miklu fremur langar leiðinda- þulur en hitt.“ Hvaða hitt? er þá spurt. „Forseta sem rýkur upp í morgunsárið eftir að hafa horft á yfirlit frétta á ótal stöðvum, flengjandi sér út með vafasömum fullyrðingum á netmiðla af ýmsu tagi, setjandi allt þjóðfélagið á annan endann. Þegar aðstoðarmenn hans og sérfræðingarnir loks vakna er reynt að vinda ofan af vitleys- unni og róa þjóðfélagið svo það nái að kyngja kornflexinu og koma sér í vinnuna án þess að fara á taugum yfir dularfullum boðskap forsetans. Það eru langdregin leiðindi sem fólkið þráir á þessum tímapunkti hinnar trompuðu tilveru.“ Repúblikanar segjast aldrei áður hafa heyrt nokkurn fram- bjóðanda fá þann vitnisburð sinna eigin manna að aðals- merki hans væru framúrskar- andi leiðindi og það að hafa þess utan minna en ekkert fram að færa. Í sinn hóp viðurkenna repú- blikanar þó að best væri að koma einhverjum böndum á hömlulausar yfirlýsingar for- setans sem tekur iðulega fyrri hluta hvers dags að setja í sæmilega skiljanlegt ljós. Á móti komi þó að Trump nái iðulega að koma allri umræðu dagsins í sinn farveg og þegar sjónvarpsstöðvar og dagblöð demókrata eru loks búin að fara í gegnum fullyrðingaflauminn þá hafi enginn lengur áhuga á skýringum þeirra því forsetinn hafi þá mörgum klukkutímum fyrr farið inn á ný og ólík mið. Kannanir hanga yfir báðum framboðum. „Eru þær of góðar til að vera sannar?“ spyrja demókratar sig. Hvað mun ger- ast þegar óhjákvæmilegt verð- ur að hleypa Biden fyrir alvöru út af vaxmyndasafninu í graf- hýsinu og ekki verður lengur fært að skrifa hvert orð upp í munninn á honum? Og hinum megin óttast liðið í kringum Trump að ekki muni gefast nægjanlegur tími til að vinda ofan af vondum könn- unum. Þær hafi vissulega verið mótdrægar í kosningunum 2016 og Trump unnið samt. En nú sé bilið mun meira og á meðan veiran veltur enn um þjóðfélag- ið muni það ekki ná sér á strik. Aðeins eru fáeinar vikur þar til kjósendur taka að greiða at- kvæði utan kjörfundar svo að tíminn er ekki bara naumur, hann er næstum búinn. Það er því óhætt að fullyrða að báðir stóru flokkarnir í Bandaríkj- unum séu með öndina í háls- inum. Hvað þýðir það? Það eina sem er öruggt er að það er ógaman fyrir öndina. Kosningabaráttan í Bandaríkjunum núna er engri annarri lík} Leiðindin skárri en tryllingurinn? S amkvæmt nýlegum rannsóknum er endurkomutíðni í íslensk fangelsi um 20% og er hún með því lægsta sem þekkist á Norðurlöndum. Mikil uppbygging hefur átt sér stað í fangelsiskerfinu. Eigi að síður er staðan sú að fangelsin hafa ekki getað sinnt fullnustu allra dæmdra fangelsisrefsinga og vararefs- inga. Í apríl á þessu ári voru 638 einstaklingar á boðunarlista Fangelsismálastofnunar og yf- ir 30 dómar gætu fyrnst á árinu. Tíminn sem líður frá því dómur fellur og þar til afplánun hefst var að meðaltali nær 17 mánuðir á síðasta ári. Dómþolar hafa þurft að bíða í allt að þrjú ár þar til þeir geta hafið af- plánun. Þessi staða er óviðunandi. Í ljósi framangreinds skipaði ég sérstakan starfshóp til að fara yfir þessi mál og koma með tillögur til úrbóta. Vinna hópsins skilaði sér í vandaðri skýrslu þar sem grunnur er lagður að leið- um til lausnar vandans. Á grundvelli vinnu starfhópsins hef ég því ákveðið að hefja úrbætur sem leiða eiga til þess að hægt sé að stytta boðunarlista. Flestum er þungbært að vera dæmdir til refsingar. Þegar við bætist langur biðtími eftir því að greiða skuld sína við þjóðfélagið er ekki hægt að líta á það öðruvísi en sem refsiauka. Biðin veldur auknu álagi, angist og kvíða, ekki aðeins hjá dómþola sjálfum heldur einnig þeim sem næst honum standa. Margir hafa jafnvel snúið af þeirri braut sem leiddi til hinnar refsiverðu háttsemi, jafnvel náð bata frá áfengis- og vímuefnaneyslu og stofnað fjöl- skyldu þegar þeim er loks gert að hefja af- plánun dóms. Refsingar eru ekki einfalt mál og sífellt umræðuefni hversu þungar þær eigi að vera. Í fræðilegri umræðu um tilgang og eðli refs- inga koma fyrir hugtök eins og réttlæti, betr- un og varnaraðráhrif refsinga. Á síðari árum hefur betrunarhugtakið fengið æ meira vægi og áherslan í fangelsismálum lotið að því að þeir sem víkja af vegi dyggðarinnar læri af mistökum sínum og endurtaki ekki brot sín. Í tillögum starfshópsins er öðru fremur horft til vægari brota sem leiða af sér skemmri fangelsisdóma. Þau úrræði sem boðuð eru lúta að því að styðja þá sem dæmd- ir hafa verið til þess að byggja sig upp á ný. Aukin samfélagsþjónusta, reynslulausn og sáttamiðlun eru meðal þeirra leiða sem hægt er að nýta til að stytta boðunarlista. Sátta- miðlunin er dæmi um áhugaverða leið til þess að þeir sem hafa brotið af sér horfist í augu við brot sitt og af- leiðingar þess og geti náð sátt við brotaþola án þess að til hefðbundinnar refsingar komi. Slíkt verður þó ávallt háð vilja þess sem brotið var á. Með skynsamlegum lausnum er hægt að spara, bæði í réttarkerfinu og fangelsismálum. Tryggja mannúðlega nálgun gagnvart brotamönnum án þess að slakað sé á kröfum okkar um að hver og einn taki afleiðingum gjörða sinna. Áslaug Arna Sigurbjörns- dóttir Pistill Óviðunandi refsiauki Höfundur er dómsmálaráðherra. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen SVIÐSLJÓS Guðmundur Magnússon gudmundur@mbl.is Forsætisráðuneytið kynnti ígær í samráðsgátt stjórn-valda tillögu að frumvarpium breytingar á II. kafla stjórnarskrár Íslands í 13 liðum. Kaflinn fjallar um forsetaembættið og framkvæmdavaldið. Samið var um endurskoðun stjórnarskrárinnar í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar og skyldi fengist við II. kaflann á kjörtímabilinu. Fram kemur að formenn þeirra flokka sem nú sitja á Alþingi hafi átt fundi frá upphafi árs 2018 um breyt- ingar á stjórnarskránni. Þar hafi ým- is ákvæði komið til skoðunar. Vinna við það frumvarp sem nú hefur verið birt sé komin það langt áleiðis að rétt hafi þótt að leita álits og athuga- semda frá almenningi um efni þess í samráðsgáttinni. Tekið er fram að birting í samráðsgátt á þessu stigi feli ekki í sér skuldbindingu af hálfu for- manna flokkanna til að standa að framlagningu frumvarpanna í þessari mynd á Alþingi. Þá er upplýst að nú standi yfir end- urskoðun laga um ráðherraábyrgð og landsdóm en gert er ráð fyrir að frumvörp sem verða afrakstur þeirr- ar vinnu verði kynnt í samráðsgátt stjórnvalda í haust. Kjörtímabil forseta 6 ár Helstu efnisbreytingar sem gerð er tillaga um í frumvarpinu sem nú er í samráðsgáttinni eru eftirfarandi: Kjörtímabil forseta Íslands verði lengt í sex ár og áskilið að sami mað- ur geti ekki gegnt embætti forseta samfellt lengur en tvö kjörtímabil, eða alls 12 ár. Fortakslaust (lagalegt) ábyrgðarleysi forseta Íslands á stjórnarathöfnum verði afnumið og lagt til að ábyrgðarleysi sé bundið við embættisathafnir sem hann fram- kvæmir að tillögu og á ábyrgð ráð- herra. Mælt verði fyrir um heimild Al- þingis til að fela ríkissaksóknara að fara með ákæruvald vegna ætlaðra embættisbrota ráðherra í stað þess að þingið gefi sjálft út ákæru. Þá er lagt til að ákvæði um landsdóm verði fellt úr stjórnarskrá og kveðið verði á um rannsókn mála, útgáfu ákæru og meðferð fyrir dómi með almennum lögum. Orðalag ákvæða um myndun og hlutverk ríkisstjórnar verði skýrt og fært til samræmis við áralanga fram- kvæmd. Ákvæði um ríkisstjórnarfundi verði gerð ítarlegri og samhæfing- arhlutverk forsætisráðherra styrkt. Þingræðisreglan verði bundin í stjórnarskrá og mælt fyrir um afsögn ríkisstjórnar eða tiltekins ráðherra við vantraust Alþingis. Mælt verði fyrir um hlutverk starfsstjórnar þegar ríkisstjórn, sem beðist hefur lausnar, situr áfram þar til ný ríkisstjórn hefur verið skipuð. Ákvæði um skipun embættis- manna verði færð til samræmis við þróun sem orðið hefur á reglum um opinbera starfsmenn og þá megin- reglu að fagleg sjónarmið eigi að ráða við skipanir í opinber embætti. Ákvæðum um aðkomu handhafa framkvæmdarvalds, þ.e. ráðherra og forseta, að kvaðningu Alþingis og frestun funda þingsins verði breytt í grundvallaratriðum með það að markmiði að þingið fari að fullu með forræði á eigin störfum. Mælt verði fyrir um skyldu forseta Íslands til að leita eftir áliti forseta Alþingis og formanna þingflokka áð- ur en tekin verði ákvörðun um þing- rof að tillögu forsætisráðherra. Mælt verði fyrir um heimild Al- þingis til að fella úr gildi lög sem for- seti synji staðfestingar skv. 26. gr. stjórnarskrár og þá með þeim afleið- ingum að þjóðaratkvæðagreiðsla fari ekki fram. Formleg heimild forseta til að fella niður saksókn verði afnumin. Mælt verði fyrir um embætti ríkis- saksóknara með það að markmiði að tryggja embættinu sambærilegt sjálfstæði og vernd og dómsvaldinu. Breið samstaða takist Í athugasemdum við frumvarpið segir að leitast hafi verið við að setja fram tillögur sem breið samstaða geti ríkt um. Formenn þingflokkanna hafi fengið Ragnhildi Helgadóttur pró- fessor til að benda á leiðir til að upp- færa II. kafla stjórnarskrárinnar til samræmis við réttarþróun og fram- kvæmd. Í kjölfarið var Skúli Magn- ússon, héraðsdómari og dósent, feng- inn til að semja frumvarp til stjórnarskipunarlaga í samráði við formenn flokkanna, sem fæli í sér til- teknar afmarkaðar umbætur. Í tengslum við stjórnarskrár- endurskoðunina vann Félagsvís- indastofnun Háskóla Íslands könnun á viðhorfi almennings til stjórnar- skrárinnar sumarið 2019. Í framhald- inu fór fram umræðufundur í nóv- ember sama ár. Hafa niðurstöðurnar einnig verið hafðar til hliðsjónar við mótun þeirra breytingartillagna sem finna má í frumvarpinu. Þingræðisreglan bundin í stjórnarskrá Morgunblaðið/Árni Sæberg Undirbúningur Um 300 manns tóku þátt í rökræðukönnun um endurskoðun stjórnarskrárinnar í Laugardalshöll í nóvember í fyrra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.