Morgunblaðið - 02.07.2020, Síða 37
UMRÆÐAN 37
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. JÚLÍ 2020
Í Morgunblaðinu 27.
júní birtist grein eftir
dr. Kristján Þórarins-
son sem virðist hafa
verið ætlað að vera
svar við grein Ingu
Sæland frá 17. júní
sem fjallaði um
árangursleysi í stjórn
þorskveiða til langs
tíma. Þótt margt gott
sé að finna í báðum
greinunum held ég að heildarnið-
urstaða þingmannsins sé heiðarlegri
en annars ágæt grein stofnvist-
fræðidoktorsins.
Fyrst er að telja að dr. Kristján
velur sér árið 2006 sem upphafs-
punkt og segir þorskstofninn þá
hafa verið orðinn hættulega lítinn.
Heiðarlegur vísindamaður eins og
dr. Kristján er hefði mátt láta þess
getið að þá voru liðin 22 ár frá því
að aflamarkskerfið var sett á og
segja má að frá þeim tíma hafi
Hafró ráðið mestu um aflamagn
þorsks og reyndar annarra tegunda
líka. Ástandið 2006 er því að mestu
á ábyrgð stjórnvalda og Hafrann-
sóknastofnunar og er nokkuð sem
dr. Kristján ætti ekki að reyna að
komast undan að svara fyrir á þenn-
an hátt, hvorki sem launaður mál-
svari aflamarkskerfisins né vísinda-
maður.
Í grein dr. Kristjáns kemur vel
fram skilningur hans á auknum
fæðumöguleikum þorskstofns sem
er stór og inniheldur blöndu af
stórum og smáum fiskum. Hins veg-
ar er ekkert reynt að bera þá auknu
möguleika saman við þá auknu
orkuþörf sem skapast við að búa til
slíkan stofn. Árangurs-
leysi fiskveiðistjórnun-
ar við Ísland og víða
annars staðar í heim-
inum segir mér að
orkujöfnuðurinn sé oft-
ast neikvæður. Ef afli
er eingöngu skoðaður
sýnist mér að orka á
bak við hvert kíló hafi
undanfarið verið helm-
ingi meiri en hún var
meðan veitt var neðar
úr stofni. Þar að auki
þarf stofninn allur að
endurspegla samsetningu aflans svo
orkuþörfin við að viðhalda slíkum
stofni hefur einnig vaxið til muna.
Þegar slíkt gerist verður sam-
keppnin um fæðuna stöðugt meiri
og meirihluti orkunnar fer í lífsbar-
áttu en ekki í vöxt og nýliðun.
Þorskstofninn er sjálfránstegund
og étur sjálfan sig ef þurfa þykir
upp að 60% af lengd og reyndar
margar aðrar tegundir ef völ er á.
Ofurfrjósemi stofnsins verður við
slíkar aðstæður fremur fæðu-
öflunartæki en leið til nýliðunar.
Þetta skýrir að mínu mati árangurs-
leysi við að auka nýliðun með auk-
inni hrognaframleiðslu og þroska.
Hafa ber í huga að þrjú ár líða frá
goti að nýliðun og verður því erfitt
að sannreyna mikilvægi hrogna-
framleiðslu og þroska á nýliðun
enda virðist það oft vera öfugt. Rök-
réttasta niðurstaðan er að mínu
mati sú að grisja þurfi meira fyrir
nýliðun og vexti og færa veiðar neð-
ar í stofn.
Auk þess er rétt að hafa í huga að
þorskurinn er hjarðdýr og getur
gengið mjög langt í leit að fæðu.
Þegar ofbeit er langtímum saman á
miðum okkar getur hann farið ann-
að og gerir það. Til að reyna að fá
hann til baka, eins og stundum virt-
ist gerast hér áður og fyrr (Græn-
landsgöngur), þarf að grisja fyrir
beitarþoli miðanna. Hjarðdýr ganga
mjög ógjarnan inn í eyðimerkur
nema ekkert annað sé að hafa.
Hversu mikilvægt sem stofn-
formið kann að vera með tilliti til
nýliðunar er ljóst orðið að stór
þorskstofn stuðlar að mikilli sam-
keppni um fæðu, bæði við sjálfan
sig, mennina, hvalina og aðrar teg-
undir, og veldur þannig orkusóun í
lífríkinu. Eitt af meginhlutverkum
fiskveiða er að grisja fyrir nýliðun
og vexti og njóta í staðinn hluta af
orkusparnaðinum sem þannig fæst.
Þessu hlutverki hefur verið illa
sinnt undanfarið og sýnist mér að
aflamarksisminn skuldi þjóðinni nú
orðið milli fjórar og fimm milljónir
tonna af þorskafla og að minnsta
kosti svipað í öðrum tegundum svo
sem rækju, humri, loðnu og hliðar-
tegundum.
Hvað orkusparnað útgerðarinnar
varðar er hann í mínum huga létt-
vægur miðað við þá orkusóun sem
lífríkið hefur verið látið ganga í
gegnum undanfarna þrjá áratugi í
þágu aflamarksismans.
Biðin eftir aukinni nýliðun á for-
sendum aukinnar hrognaframleiðslu
kann að verða ansi löng ef skiln-
ingur minn á lífsferli þorsks frá
hrogni að þriggja ára nýliða á við
rök að styðjast. Ef haustrallið
skyldi bjarga einhverju af þorsk-
stofninum til baka tel ég það vera
grisjun þorskstofnsins sjálfs að
þakka fremur en skilningi okkar
mannanna.
Dr. Kristján hefur að sjálfsögðu
yfirburðaþekkingu á stofnvistfræði
sem ber að taka alvarlega. Þó finnst
mér einhvern veginn að hann grípi
til stofnformsins sem ég lagði
áherslu á fyrir rúmum tveimur ára-
tugum en hann afsannaði svo töl-
fræðilega þá að ekki þótti mark á
takandi. Þrátt fyrir þessi sinnaskipti
dr. Kristjáns verð ég að ítreka að
mér finnst áhyggjur þingmannsins
og flokksformannsins Ingu Sæland
trúverðugri en söguskoðun doktors-
ins. Þið skuldið þjóðinni meira en
þið verðið nokkurn tíma borg-
unarmenn fyrir dr. Kristján.
Lifið heil.
Eftir Sveinbjörn
Jónsson »Eitt af meginhlut-
verkum fiskveiða
er að grisja fyrir nýliðun
og vexti og njóta í
staðinn hluta af
orkusparnaðinum
sem þannig fæst.
Sveinbjörn Jónsson
Höfundur er sjómaður
og ellilífeyrisþegi.
svennij123@gmail.com
Stjórn þorskveiða hefur skilað afleitum árangri
Flatahrauni 7 | 220 Hafnarfirði | Sími 565 1090 | www.bjb.is
Fékk bíllinn
ekki skoðun?
Aktu áhyggjulaus í burt á nýskoðuðum bíl
Sameinuð gæði
BJB-Mótorstilling þjónustar
flesta þætti endurskoðunar
anngjörnu verði og að
ki förum við með bílinn
n í endurskoðun, þér
kostnaðarlausu.
á s
au
þin
að