Morgunblaðið - 02.07.2020, Blaðsíða 38
38 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. JÚLÍ 2020
Lastu greinarstúf-
inn, sem birtist í Morg-
unblaðinu 19.6.? Hann
er eftir Gunnar Björns-
son, er á blaðsíðu 17 og
heitir „Íslenskt mál
núna“. Ef ekki, ættir þú
að fletta stúfnum upp
og lesa hann nokkuð
vandlega. Hann er ekki
auðlesinn. Væntanlega
þarftu að lesa hann
hægt og kannski tvisvar, en hann er
þess virði vegna þess að hann er fróð-
legur – ekki að efni, heldur því, sem
fram kemur um stöðu íslenskunnar í
munni þeirra, sem þykjast beita
henni og telja sig kunna að fara með
hana, en gera það alls ekki.
Stúfurinn er settur saman úr dæm-
um, sem komið hafa fyrir eyru
höfundarins; uppfullur af hikorðum
og svo sundurlaus og röklaus, að
merking verður torfundin eða jafnvel
engin. Líka eru í honum slettur, sem
eru út í hött. Í raun er það þó því mið-
ur svo, að hann er
óhugnanlega gott sýn-
ishorn af því, hvernig
menn, sem koma fyrir
eyru landsmanna, leyfa
sér á óprúttinn hátt að
misþyrma málinu, ís-
lenskunni, sem þeir
þykjast vera að tala.
Hvað veldur?
Hvað veldur því, að
menn skuli ekki leitast
við að vanda mál sitt?
Hvað veldur því metn-
aðarleysi, sem fram kemur í bögu-
mælum og þvogli? Finnst mönnum ef
til vill „fínt“ og nútímalegt að sletta,
hrata áfram í máli sínu án samhengis
og ráfa óreiðulega um það efni, sem
þeir ef til vill vilja koma til skila en
gera engan veginn? Hvers vegna
koma öll þessi hikorð, sem lýta málið
og gera það óáheyrilegt og sem næst
óskiljanlegt? Er það vegna þess, að
menn skortir tiltækan orðaforða á
móðurmálinu, eða er það vegna þess,
að hugsunin er sljó og umræðuefnið
ekki á þeirra færi? Ef svo er, til hvers
eru þeir þá kallaðir til hvort heldur
sem viðtalstakendur, viðmælendur
eða þáttastjórnendur? Ber fjöl-
miðlum ekki að ástunda málvöndun
og sýna metnað í þá veru að fara vel
með þann sjóð, sem íslensk tunga er,
gæta hans og efla; vera til fyr-
irmyndar?
Hver er rótin?
Hver er rót þessa vanda? Hver er
uppspretta rustalegrar umgengni um
arfinn, sem hefur um aldir verið
undirstaða þess, að til er íslensk þjóð;
tungunnar, menningarinnar, sögunn-
ar? Er það ef til vill hin nútímalega al-
þjóðahyggja, sem boðar til dæmis
það, að allt sé jafn gilt? Er það
kannski kenning nútímans um mið-
lægi einstaklingsins; að hann/hún sé
nafli heimsins, sem þá opinberar sér-
stöðu sína meðal annars með því að
blaðra lítt skiljanlega með slettum og
af reiðuleysi? Er það til dæmis sú
metnaðarfirrta skoðun, sem heyra
má á stundum fram haldið, að engu
máli skipti hvernig talað sé; engu
máli skipti ruglingsleg framsetning,
haltrandi málflutningur og ómældar
slettur, svo lengi sem næst skilningur
– þó væntanlega óljós sé?
Liggur rótin ef til við víðar og
dýpra? Er hana kannski að finna í
breytingum á námsefni innan skóla-
kerfisins í til að mynda því að „hlífa“
nemendum við „erfiðum“ texta; fá
þeim einfaldaðar útgáfur bókmennta
til lesturs, einfaldaða Íslendingasögu,
einfaldaðan Laxness? Er hana að
finna í banninu á utanbókarlærdómi,
til dæmis ljóða? Má vera að leita skuli
svars í því, að ungmennum er bannað
að vera á vinnumarkaði innan um
fullorðna mælendur tungunnar, sem
aukið gæti bæði orðaforða og færni,
en læra málið þess í stað hvert af
öðru í umgengni við illa mælandi
jafnaldra allt frá verunni í leik-
skólum? Liggur hún ef til vill í aga-
leysi innan skólanna og þeim hroka,
sem sprettur úr djúpi einstaklings-
hyggjunnar og veldur því að nem-
endur bregðast illa við og telja sér
misboðið, ef til að mynda málfar
þeirra er leiðrétt?
Vatnaskil
Hvað sem ástæðum líður og hver
sem svörin kunna að vera við þeim
spurningum, sem fram hafa verið
settar, er það nokkuð ljóst, að við sem
íslensk þjóð með eigin menningu
byggða á þjóðarsögu og erfðum,
tungu og hefðum, erum nokkuð
ískyggilega að nálgast vatnaskil. Sé
það rétt, sem hermt er, að leikskóla-
börn noti mörg hver ensku í sam-
skiptum sínum, er væntanlega ekki
ýkja langt þess að bíða, að þeirri kyn-
slóð, sem nú er að vaxa úr grasi, verði
það tungumál tamara en ylhýra mál-
ið, sem hingað til hefur verið talað á
eynni Íslandi í norðanverðu Atlants-
hafinu. Hvað verður þá um þá ís-
lensku menningu, sem mönnum er
títt að dásama á hátíðastundum? Mun
hún ekki glatast og verða einungis
umfjöllunarefni kúnstugra fræði-
manna og falla í flokk horfinna tíma
líkt og fornmenning Grikkja og Bab-
ýloníumanna? Eða eigum við ef til vill
að lúta þeirri skoðun, sem fram hefur
komið á síðustu árum af hálfu ýmissa
álitsgjafa og ráðamanna, að í raun sé
ekki til nein „íslensk menning“, held-
ur sé það, sem við höfum leyft okkur
að lofa og á stundum stæra okkur af,
ekkert annað er samsull erlendra
strauma, sem skolað hefur upp á
svartar sandfjörur eylandsins, sem
við byggjum, og sem best væri að
losna við að fullu og öllu í anda al-
þjóðahyggjunnar?
Eftir Hauk
Ágústsson »Hvert stefnir
íslensk menning
og þjóð?
Haukur Ágústsson
Höfundur er fv. kennari
Hugleiðing um greinarstúf
Vísað er í grein Sig-
ríðar Á. Andersen í
Morgunblaðinu 26. júní
sl. Þar er því haldið
fram að orkunotkun
rafbíla telji ekki með í
alþjóðlegum skuldbind-
ingum Íslands um hlut
endurnýjanlegs elds-
neytis í samgögnum á
landi. Það er þvert á
móti því orkunotkun
rafbíla telur fimmfalt.
Regluverk á þessu sviði er marg-
þætt og Orkustofnun er því ljúft og
skylt að skýra helstu atriði í stuttu
máli.
Samkvæmt tilskipun Evrópu-
þingsins og ráðsins um endurnýj-
anlegt eldsneyti, nr. 2009/28/EB, og
nefnist á ensku Renewable Energy
Directive, skulu ríki ná a.m.k. 10%
orkuhlutfalli af endurnýjanlegu
eldsneyti í samgöngum á landi árið
2020. Ísland er á góðri leið með að
ná þeim markmiðum en árið 2019
var hlutfallið 9,2%. Það skiptist
svo: lífdísilolía 4,5%, rafmagn 2,8%,
etanól 1,1% og metan 0,7%. Við út-
reikning á hlutfallinu er raf-
orkunotkun rafbíla fimmfölduð þar
sem tekið er tillit til þess að rafbíl-
ar nýta raforkuna mun betur en
hefðbundnir bílar nýta jarð-
efnaeldsneyti. Raforkunotkun raf-
bíla er áætluð út frá fjölda skráðra
rafbíla og heimahleðsla því tekin
með þótt hún sé ekki mæld sér-
staklega. Einnig er heimilt að
margfalda orkugildi eldsneytis sem
framleitt er úr úrgangi með tveim-
ur og nýtur metanframleiðslan
góðs af því.
Markmið stjórnvalda er að auka
hlutdeild endurnýjanlegra orku-
gjafa á kostnað jarðefnaeldneytis í
samgöngum á landi í 10% árið 2020
og 40% árið 2030. Til að ná þessum
markmiðum voru meðal annars sett
lög um endurnýjanlegt eldsneyti í
samgöngum á landi, nr. 40/2013,
sem byggja á fyrrnefndri tilskipun.
Með lögunum er gerð sú krafa til
eldsneytissala að tryggja að minnst
5% af heildarorkugildi eldsneytis
sem þeir selja til notkunar í sam-
göngum á landi á ári sé endurnýj-
anlegt. Allt
endurnýjanlegt elds-
neyti er hægt að
telja til, þ.m.t. raf-
magn, metan, met-
anól, lífdísilolíu og
etanól hvort sem það
er innlent eða erlent.
Engin íblönd-
unarskylda er til
staðar og hafa olíu-
félögin því frjálsar
hendur um fram-
kvæmdina, svo lengi
sem sjálfbærniviðmið
eru uppfyllt, en þau gera kröfu um
a.m.k. 50% samdrátt í losun gróð-
urhúsalofttegunda á orkugildi sam-
anborið við jarðefnaeldsneyti.
Enn fremur var sett reglugerð
um gæði eldsneytis, nr. 960/2016,
og byggðist á tilskipun Evrópu-
þingsins og ráðsins 2009/30/EB,
sem kveður á um að olíufélög skuli
ná 6% samdrætti í losun gróður-
húsaloftegunda á hverja selda
orkueiningu. Reglugerðin gerir
töluvert ríkari kröfur til olíufélag-
anna en í lögum um endurnýjan-
legt eldsneyti þar sem hún tekur
tillit til losunar gróðurhúsloft-
tegunda sem til verða við fram-
leiðslu og notkun endurnýjanlega
eldsneytisins. Það eldsneyti sem
hefur lítið kolefnisspor hefur þess
vegna meira vægi við útreikning á
því hlutfalli ólíkt fyrrnefndu 5%
hlutfalli.
Árið 2019 taldi rafmagn um
þriðjung þess endurnýjanlega elds-
neytis sem notað var í samgöngum
á landi. Það er því ljóst að Ísland
er á góðri leið með að ná mark-
miðum sínum fyrir árið 2020 og að
raf- og tengiltvinnbílar eiga þar sí-
vaxandi hlutdeild.
Rafbílar telja
fimmfalt
Eftir Jón Ásgeir
Haukdal Þorvaldsson
» Ísland er á góðri leið
með að ná mark-
miðum sínum fyrir árið
2020 og raf- og tengil-
tvinnbílar eiga þar sí-
vaxandi hlutdeild.
Jón Ásgeir Haukdal
Þorvaldsson
Höfundur er sérfræðingur
á Orkustofnun.
Við Fellsmúla | Sími: 585 2888
ÚRVAL ÚTILJÓSA