Morgunblaðið - 02.07.2020, Blaðsíða 41
41
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. JÚLÍ 2020
Höfn í HornafirðiVið
WWWW.MILKFACTORY.IS
Algjör
Rjómi glacierworld.is
VELKOMIN Í
Í HOFFELLI
Það var í ferðalagi suður til Krít-
ar að Elínborgu Ólafsdóttur og
Elvari Unnsteinssyni manni henn-
ar hugkvæmdist að opna hótel á
Höfn í Hornafirði í samvinnu við
systur Elvars, Írísi Dóru Unn-
steinsdóttur og mann hennar
Hilmar Stefánsson. „Þetta var ár-
ið 2015 og í ferðalaginu var okkur
mjög hugleikið að vöntun væri á
fleiri gistimöguleikum á Höfn.
Kviknaði sú hugmynd að breyta
gömlu mjólkurstöðinni í gisti-
heimili enda áhugaverð bygging
sem enginn var að nýta,“ segir El-
ínborg.
Lét hópurinn verkin tala og tók
Milk Factory við fyrstu gestunum
í maí 2016. Elínborg segir viðtök-
urnar fljótlega hafa farið fram úr
björtustu vonum og allt frá opnun
var nóg að gera á hótelinu bæði á
sumrin og á veturna.
Mjólkurstöðin á Höfn var byggð
á 8. áratugnum til að hýsa mjólk-
ursamlag fyrir bændurna á svæð-
inu. Mjólkurvinnslu var hætt árið
1996 og hýsti byggingin síðar
verksmiðju sem framleiddi ensím
úr humarskel. Eftir það var húsið
stundum notað sem geymsla eða
endrum og sinnum sem vinnurými
listamanna. Byggingin blasir við á
leiðinni inn til Hafnar og einkenn-
ist hönnun hennar m.a. af stórum
gluggum sem þekja aðra hliðina
og hleypa birtu inn í rými sem áð-
ur var vinnslusalur. Féll húsnæðið
furðuvel að því að vera breytt í
gistiheimili en samt sem áður
þurfti að ráðast í töluverðar
framkvæmdir og m.a. stækka
glugga og bora göt á veggi til að
koma nýjum gluggum fyrir. Sam-
tals eru sautján herbergi í boði,
þar af sex fjölskylduherbergi sem
eru á tveimur hæðum og rúma
fjóra gesti. Hvert herbergi er með
sitt eigið baðherbergi og daglega
borinn fram morgunverður í
mötuneyti Mjólkurstöðvarinnar.
Útlendingana langar að koma
Eins og gefur að skilja hefur
komum gesta á Milk Factory
fækkað mjög á þessu ári vegna
kórónuveirufaraldursins. El-
ínborg segir hafa verið ágætis-
straum af innlendum ferðamönn-
um á suðausturhorni landsins í
sumar en mikið vanti upp á til að
fylla það skarð sem erlendu
ferðalangarnir skildu eftir sig.
„Margar bókanir útlendinga
standa þó enn óbreyttar sem segir
okkur að fólk langar að gera
ferðalag til Íslands að veruleika.“
Til að laða til sín fleiri innlenda
gesti hefur Milk Factory verið
með alls kyns tilboð í sumar og
hefur t.d. golfpakkinn slegið í
gegn. „Það eru ekki nema um 300
metrarar frá gistiheimilinu á
fjarskagóðan golfvöll. Bjóðum við
upp á pakka með gistingu, morg-
unverði og hringi á golfvellinum
auk veglegs afsláttar hjá veit-
ingastöðunum Íshúsinu og Pakk-
húsinu þar sem gott er að fá sér
kvöldverð eftir ánægjulegan dag
á golfvellinum.“
Er upplagt að nota tækifærið í
sumar og heimsækja Höfn og
nærsveitir og næsta víst að að ári
liðnu verði skari erlenda ferða-
manna kominn aftur á svæðið. El-
ínborg segir það koma mörgum á
óvart sem þanga koma að sjá
hvað Hornafjörður hefur breyst
og þróast, og þannig býr t.d. Höfn
núna að blómlegri flóru veitinga-
staða og fjölda gististaða sem
voru ekki til fyrir fimm eða tíu
árum. „Ég heyri það líka á mörg-
um gestum að þeir hafa látið allt
of langan tíma líða frá síðustu
heimsókn í þennan landshluta og
jafnvel ekki komið svona langt
austur í tuttugu ár eða lengur.“
ai@mbl.is
Metnaður Elínborg og Elvar við gistiheimilið. Golf-tilboðið hefur fengið góðar viðtökur og örstutt í golfvöllinn.
Vin Fegurð Hornafjarðar blasir við þegar horft er út um gluggana.
Mjólkursamlag varð að smekklegu gistiheimili
● Fjölskylduherbergin eru á tveimur hæðum og hleypa risastórir gluggar birtunni og útsýninu inn
MVið elskum Ísland »46