Morgunblaðið - 02.07.2020, Síða 50
50 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. JÚLÍ 2020
✝ Anna Elín Ein-arsdóttir
Haukdal fæddist
10.7. 1931 á bænum
Sperðli í Vestur-
Landeyjum og ólst
þar upp. Hún lést
8.6. 2020. For-
eldrar hennar voru
Einar Einarsson
bóndi, f. 1.11. 1887,
d. 8.11. 1967 og
eiginkona hans
Hólmfríður Jónsdóttir hús-
móðir, f. 26.1. 1889, d. 4.10.
1980.
Bræður Önnu voru: 1) Kjart-
an, f. 22.5. 1923, d. 21.12. 1961,
2) Helgi, f. 31.7. 1926, d. 20.6.
1998, 3) Jón, f. 16.5. 1929, d.
25.5. 2002.
Anna giftist eftirlifandi eig-
inmanni sínum, Sigurði Hauk-
dal flugstjóra, f. 14.12. 1930,
þann 5. júní 1954.
Þau eignuðust 3 dætur:
1) Hólmfríður Haukdal, f.
22.7. 1953, gift Eðvaldi Smára
Ragnarssyni, f. 5.12. 1951. Þau
eiga 4 börn, 14 barnabörn og 1
barnabarnabarn. 2) Benedikta
Haukdal, f. 14.4. 1957, gift Run-
ólfi Maack, f. 15.11. 1949. Úr
fyrra hjónabandi átti hún 4 börn
og hann 1 barn. Samanlagt eiga
þau 8 barnabörn.
3) Anna Björg
Haukdal, f. 28.7.
1959, gift Gísla
Gíslasyni, f. 16.6.
1957. Þau eiga 4
börn og 8 barna-
börn.
Anna og Sig-
urður hófu búskap
í Eskihlíð 8 í
Reykjavík en lengst
af bjuggu þau á
Lindarflöt 24 í Garðabæ þar
sem þau byggðu sér einbýlishús.
Seinustu 4 ár ævi sinnar dvaldi
Anna á Hjúkrunarheimilinu
Hrafnistu í Boðaþingi.
Anna stundaði ásamt eig-
inmanni sínum um tíma trilluút-
gerð á Djúpavogi í samvinnu við
elstu dóttir sína og tengdason
sem þar voru búsett.
72 ára gömul ventu þau hjón
kvæði sínu í kross og keyptu 38
hektara lands úr landi Svínhaga
á Rangárvöllum. Land þetta var
að stórum hluta eyðimörk. Hóf-
ust þau handa við uppgræðslu
og skógrækt svo að nú er upp-
vaxandi skógur þar sem eyði-
mörk var áður.
Anna Elín var jarðsett 15.
júní 2020 í kyrrþey að ósk hinn-
ar látnu.
Það er margs að minnast
þegar ég minnist afasystur
minnar Önnu Elínar Haukdal
sem lengst bjó í Garðabæ með
Sigurði Haukdal eiginmanni
sínum og fjölskyldu. Afi minn
og nafni Kjartan Einarsson og
bróðir Önnu lést ungur eða
fjórum árum áður en ég fædd-
ist en þau voru fædd og uppalin
á Sperðli í Vestur-Landeyjum.
Minningar mínar frá Sperðli í
æskunni eru bundnar við Jón
bróður þeirra og fjölskyldu
hans og auðvitað langömmu
mína og móður þeirra Hólm-
fríði Jónsdóttur og eru þær
yndislegar og fallegar. Foreldr-
ar mínir komu oft við á Lind-
arflöt 24 í Garðabænum þegar
við áttum leið til höfuðborg-
arsvæðisins og þótti mér alltaf
yndislegt að hitta elskulega
afasystur mína Önnu og hennar
fólk. Hún sýndi mér einstaka
hlýju og vinsemd og þegar ég
hugsaði um það í fyllingu tím-
ans hvað olli okkar góða sam-
bandi skýrðist það kannski af
því að bróðir hennar féll frá
ungur og þegar ég var fimm
ára gamall átti ég ekki lengur
neinn afa þó ömmurnar væru
fimm um það leyti.
Enda gerðum við Siggi mað-
urinn hennar samkomulag eitt
sinn um að ég mætti kalla þau
ömmu og afa og það þáði ég
með þökkum. Þegar ég eltist
fékk ég að koma til þeirra í
Garðahreppinn sem þá hét og
vera hjá þeim nokkra daga í
senn og kynntist ég þá strákun-
um í hverfinu Benedikt og
Bamba til að mynda. Minning-
arnar frá þessum tíma eru mér
ómetanlegar, frelsið, náttúran
og umhverfið þarna á flötunum
var magnað og oft keyri ég þar
enn til að rifja upp og fá hlýju í
hjartað. Kæfan og kleinurnar
og húsið þeirra var allt magn-
að, ílanga bókin með sögunum
og ævintýrunum, svo ekki sé nú
talað um textann í laginu
„Komdu og skoðaðu í kistuna
mína“ sem oft var sungið. Öll
árin eftir barnæskuna hafa þau
hjón sýnt mér og minni fjöl-
skyldu ræktarsemi, komið í
skírnir, fermingar og afmæli,
það eru nú dýrmætar samveru-
stundir. Elsku Anna frænka
mín og „amma“ kvaddi þessa
veröld eftir erfið veikindi og
var jarðsungin á fallegum degi
15. júní sl. Elsku Anna, þú
varst mér dýrmæt og þakka ég
þér tryggðina og væntumþykj-
una. Siggi, þú hefur verið ein-
stakur í hennar veikindum, ég
votta fjölskyldunni allri inni-
lega samúð, minningin er björt
og falleg um fallega og góða
konu.
Kjartan Björnsson.
Anna Elín Einars-
dóttir Haukdal✝ Jón A.K.Lyngmo fædd-
ist á Ísafirði 21.
ágúst 1958. Hann
lést á Landspít-
alanum við Hring-
braut 18. maí 2020.
Foreldrar hans
voru hjónin Krist-
ján Hilmar Lyngmo
vélstjóri, f. 17.
mars 1931, frá Ísa-
firði og Ólína K.
Jónasdóttir, f. 21. nóvember
1930, d. 27. febrúar 2015, frá
Reykjafirði á Hornströndum.
Systkini Jóns eru Guðbjörn
Albert, sem er látinn, Guð-
mundur Óli, Sveinn Daníel,
Kristinn Gunnar, Sigrún, Hilm-
ar, Jónas og Berglind.
Jón kvæntist 29. maí 1993
Sigrúnu Ingadóttur f. 7. júní
1958. Foreldrar hennar voru
Ingi Dóri Einar Einarsson fram-
kvæmdastjóri f. 29. maí 1939, d.
9. maí 2009 og Sigurlaug Gísla-
dóttir f. 8. nóvember 1936, d. 18.
september 2013.
Börn Jóns og Sig-
rúnar eru 1) Inga
Dóra f. 4. mars
1985, börn: Stella
Björk, Jón Ingi og
Sigrún Inga. 2)
Ólína f. 13. sept-
ember 1990, maki
Ingibjartur Bjarni
Davíðsson, börn:
Kristín og Davíð
Jón.
Jón ólst upp á Ísafirði. Hann
stundaði nám við Vélskólann,
fyrst á Ísafirði og kláraði svo í
Reykjavík. Í framhaldi af því
hélt hann út til Danmerkur og
kláraði þar véltæknifræði. Hann
starfaði sem vélstjóri á Grind-
víkingi í nokkur ár og sem kaf-
ari samhliða því. Hann stofnaði
sitt eigið fyrirtæki, Vökvakerfi
hf., 1995 og starfaði þar farsæl-
lega sem framkvæmdastjóri.
Útför Jóns fer fram í Digra-
neskirkju í dag, 2. júlí 2020, og
hefst athöfnin kl. 13.
Elsku pabbi minn.
Á sama tíma og hjarta mitt er
mölbrotið af sorg, er það stútfullt
af þakklæti og ást. Ég hef alltaf
sagt að ég hafi unnið í lífslottóinu
að fá þig í líf mitt eins og hálfs árs
og það yljar mér um hjartarætur
núna að þú vissir nákvæmlega
fram á síðasta dag hversu þakklát
ég var og er fyrir þig.
Ég hef oft sagt að ég vissi ekki
hvar ég væri án ykkar mömmu.
Með ykkur með sér í liði þurfti
ekki að hafa áhyggjur af neinu,
það reddaðist alltaf allt. Það var
hægt að stóla á þig í einu og öllu,
þú varst stóri kletturinn okkar
mæðgna. Svo hreinn og beinn,
heiðarlegur og traustur. Gott
dæmi um heiðarleika þinn er að
einhvern tímann kom það upp að
það væri hentugt að nota hvíta
lygi, en það tókstu ekki í mál. Lyg-
ar kölluðu á að það þyrfti að muna
hverju ætti að ljúga til um og það
fengi fólk alltaf í hausinn. Þolin-
móður, fróður og úrræðagóður
eru líka orð sem lýsa þér vel og
svo varstu með eindæmum hjálp-
samur. Vandamál voru bara verk-
efni sem þurfti að leysa. Þú varst
mikill fjölskyldumaður og hafðir
svo gaman af lífinu. Naust þín í
bústað með barnabörnunum, þau
dóluðu sér í kringum þig úti með-
an þú varst að brasa í verkefnum
og skriðu svo í fangið þitt inni að
lesa bók eða horfa á teiknimynd.
Þú varst með stóran og hlýjan
faðm sem tók vel á móti sínu fólki.
Eftir að þú fótbrotnaðir í fyrra
þurftir þú að vera meira heima við
og þótt við vissum að það tæki á
þig að geta ekki gert allt sem þú
varst vanur að gera léstu okkur
aldrei finna fyrir því, enda með
ótrúlegt jafnaðargeð.
Það er nú mikið búið að gera
grín að þér í gegnum tíðina með
öll þessi tæki og tól sem gott var
að eiga. Það er eiginlega ekki
hægt að sleppa því að minnast á
það hér líka. Ef eitthvað vantaði
þá áttir þú það annaðhvort heima
eða niðri í vinnu og sjálfsagt að fá
það lánað. Hvort sem það var
gamalt eða nýtt, lítið eða stórt og
ekki séns að vita nöfnin á þessu
öllu saman. Ég veit ekki hvað ég
hef oft spurt þig: „Og hvað í
ósköpunum er þetta pabbi?“
Þú hefur alltaf verið mikill
vinnuþjarkur og eftir langa vinnu-
viku varstu farinn að plana hvað
þú gætir brasað í bústað. Það átti
líka við um sumarfríin, vissir ekk-
ert betra en að komast vestur í
Grunnavík eða á Höfðaströnd og
brasa þar eða í bátinn með afa.
Sem betur fer kunnirðu þó líka að
slaka á og hafa gaman og áttir í
raun fullt af áhugamálum. Smá
kómískt að hugsa allt í einu til
þess að núna eigi mamma t.d. ekki
bara eina heldur alla vega tvær
gröfur, ásamt hlut í beltagröfu,
tvo sódíak-báta, byssur, heima-
smíðaða fallbyssu, vindmyllu og
alls konar rafmagnsdót og fleira
sem hún kann aldeilis ekkert á.
Þið mamma áttuð einstaklega
heilsteypt og fallegt hjónaband og
missir mömmu er mikill. Sem bet-
ur fer erum við mæðgurnar þrjár
samheldnar og saman förum við
einhvern veginn í gegnum þetta
stóra áfall að missa þig svona
skyndilega frá okkur allt of
snemma.
Takk fyrir að velja að vera
pabbi minn og elska mig. Ég mun
gera mitt allra besta í að nota þig
til fyrirmyndar til að ala upp og
vera til staðar fyrir mín börn.
Þín
Inga Dóra.
Jón A.K. Lyngmo
Elsku Alfreð
okkar. Okkur lang-
ar að þakka þér fyr-
ir alla góðvildina og
hugulsemina við
okkur systur og það var gaman
að koma til þín í Sölunefndina.
Alfreð, Steini, Fúsi, Bjössi, Garð-
ar og Óli tóku alltaf vel á móti
okkur og gaman var að spjalla við
ykkur.
Nú ertu búinn að hitta alla vini
þína í sumarlandinu og þið
skemmtið ykkur vel saman. Okk-
Alfreð Þór
Þorsteinsson
✝ Alfreð ÞórÞorsteinsson
fæddist 15. febrúar
1944. Hann lést 27.
maí 2020.
Útför Alfreðs fór
fram 16. júní 2020.
ur systur langar að
kveðja þig með
þessum orðum:
Veistu ef þú vin átt
þann er þú vel trúir
og vilt þú af honum
gott geta.
Geði skaltu við þann
blanda
og gjöfum skipta,
fara að finna oft.
(Úr Hávamálum).
Elsku Guðný, Lilja Dögg,
Linda Rós, Magnús Óskar, Ey-
steinn Alfreð, Signý Steinþóra og
Guðný Gerður. Guð styrki ykkur
á þessum erfiðu tímum.
Ykkar vinir
Bára, Alda, Adda
og fjölskylda.
Sálm. 9.11
biblian.is
Þeir sem þekkja
nafn þitt treysta
þér því að þú,
Drottinn, bregst
ekki þeim sem til
þín leita.
Ástkær og elskulegur sonur okkar, bróðir,
mágur og frændi,
SIGURBJÖRN M. THEODÓRSSON
vélstjóri,
Heimagötu 37, Vestmannaeyjum,
lést á heimili sínu 22. júní.
Útför mun fara fram í Landakirkju miðvikudaginn 8. júlí
klukkan 14.
Theodór S. Ólafsson Margrét Sigurbjörnsdóttir
Þorbjörg Theodórsdóttir Haukur Logi Michelsen
Hafþór Theodórsson Hanna R. Björnsdóttir
Júlíanna Theodórsdóttir Ingólfur Ingólfsson
Bára Theodórsdóttir Tommy Westman
Björk Theodórsdóttir
Harpa Theodórsdóttir Örvar G. Arnarson
og fjölskyldur
Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir, amma og langamma,
VIGDÍS GUÐMUNDSDÓTTIR,
Bólstaðarhlíð 41,
áður Álftamýri 4,
Reykjavík,
lést á Hrafnistu í Reykjavík 6. júní.
Útför hennar fer fram frá Háteigskirkju föstudaginn 3. júlí
klukkan 13. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á
Minningarsjóð Hrafnistu.
Baldur J. Guðmundsson
Sigríður I. Baldursdóttir Karl S. Sigurðsson
Guðmundur H. Baldursson Harpa Gunnarsdóttir
Sævar B. Baldursson Sigríður O. Marinósdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi
og langalangafi,
JÓN KARL ÚLFARSSON
útvegsbóndi frá Eyri
í Fáskrúðsfirði,
sem lést miðvikudaginn 24. júní á
Dvalarheimilinu Fossahlíð á Seyðisfirði, verður jarðsunginn frá
Fáskrúðsfjarðarkirkju föstudaginn 3. júlí klukkan 14.
Jarðsett verður í Kolfreyjustaðarkirkjugarði.
Fjölskyldan
Útför ástkærs eiginmanns míns, föður
okkar, tengdaföður og afa,
ÞORSTEINS PÉTURSSONAR
tryggingasölumanns,
fer fram frá Vídalínskirkju í Garðabæ
þriðjudaginn 7. júlí klukkan 13.
Sveinfríður Ólafsdóttir
Björn Þór Þorsteinsson Arna Pétursdóttir
Páll Jökull Þorsteinsson G. Agata Jakobsdóttir
Pétur Ómar Þorsteinsson
Mikael Þór Björnsson
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi
og langafi,
SVEINBJÖRN ÁRNASON
sem lést á Hrafnistu í Reykjavík 22. júní,
verður jarðsunginn í Neskirkju mánudaginn
6. júlí klukkan 15.
Fjölskyldan þakkar starfsfólki Engeyjar, Hrafnistu fyrir
frábæra og kærleiksríka umönnun.
Ingibjörg Þ. Sveinbjörnsd. Bjarni Jóhannsson
Árni Sveinbjörnsson Marianne L. Sveinbjörns.
Sveindís M. Sveinbjörnsd. Óskar Sigurbjörnsson
Sigrún I. Petersen Ingolf Jóns Petersen
Díana S. Sveinbjörnsd.
Kolbrún L. Sveinbjörnsd. Stefán Halldórsson
barnabörn og langafabörn
✝
Ástkærir foreldrar okkar, tengdaforeldrar, amma, afi, systkini,
frændi, frænka og vinir,
FINNUR EINARSSON
og
JÓHANNA SIGRÍÐUR SIGURÐARDÓTTIR
létust 28. júní.
Útför auglýst síðar.
Heiðrún Finnsdóttir Þórður Matthíasson
Eysteinn Finnsson
Sigrún Júlía Finnsdóttir
Sigurður Fannar Finnsson
Aþena Katrín Þórðardóttir
Matthías Tristan Þórðarson