Morgunblaðið - 02.07.2020, Page 51

Morgunblaðið - 02.07.2020, Page 51
MINNINGAR 51 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. JÚLÍ 2020 ✝ Gísli AgnarBogason fædd- ist í Keflavík 23. nóvember 1972. Hann lést í Kefla- vík 21. júní 2020. Foreldrar hans eru Bogi Agn- arsson, f. 5. des- ember 1949 og Helga Guðrún Gísladóttir, f. 18. júlí 1951. Þau skildu árið 1985. Foreldrar Boga voru Agnar Bogason rit- stjóri og Jóhanna Pálsdóttir húsmóðir. Foreldrar Helgu voru Gísli Jóhann Halldórsson skipstjóri og Lovísa Dagmar Haraldsdóttir húsmóðir. Syst- ir Gísla er Jóhanna Bogadótt- ir, f. 26. mars 1981. Hennar synir eru Davíð Þór Pet- ersson Short, f. 20. ágúst 2009 og Alex Nói Petersson Short, f. 13. ágúst 2012. Gísli kvæntist árið 1995 Lovísu Resden Lim, f. 16. ágúst 1973 í San Carlos, Filipps- eyjum. Þau hófu sinn búskap í Ytri-Njarðvík. Þau eiga eina dóttur: Helgu Eden Gísladóttur, f. 10. apríl 1997. Þau Gísli og Lovísa Resden skildu árið 2000. Gísli ólst upp að mestu leyti á Fífumóa 1 í Ytri-Njarðvík. Hugðarefni Gísla snerust um tölvuhugbúnað og tækni, lengst af sinnti hann þeim hugðarefnum sínum. Útför hans fer fram frá ytri-Njarðvíkurkirkju í dag, 2. júlí 2020, kl. 13. Einhver sú nöturlegasta reynsla sem nokkurt foreldri get- ur staðið frammi fyrir er að missa börnin sín. Hvort sem slíkt hendir vegna slyss, sjúkdóma eða einhvers annars er sorgin og sársaukinn sem slíku fylgir svo yfirþyrmandi að vart verður með orðum lýst. Þannig er manni inn- anbrjósts og hugurinn leiðir mann til baka til þess tíma þegar Gísli Agnar fæddist. Við Helga vorum sannarlega stoltir foreldrar eftir að Gísli kom í heiminn. Hann virtist hafa allt sem til þurfti til að öðlast heilbrigt og gott líf, hraustur, fal- legur og í alla staði eðlilegt barn. Ekki er ætlunin hér að rekja ævi Gísla í neinum smáatriðum en ég vil þó að fram komi að strax í æsku kom fram að hann var óvenju næmur bæði á fólk og um- hverfi sitt, en um leið hlédrægur og ómannblendinn. Á yfirborðinu var ekki annað að sjá en að þarna færi bara ósköp venjulegur heil- brigður ungur maður sem ætti eftir að þroska hæfileika sína. Auðvitað fann maður fyrir að tjá- skiptin við hann urðu stundum erfið en eins og svo margir þá féllum við í þá gryfju að halda að þetta myndi „eldast af honum“ eins og stundum var sagt. Því ætti það að vera umhugsunarefni fyrir okkur mannfólkið, sem flest erum tilbúin að rétta fram hjálp- arhönd þegar manneskjur sem eiga í sýnilegum erfiðleikum verða á vegi okkar, að þá er gott að hafa í huga að það eru líka til einstaklingar sem eiga í annars konar örðugleikum sem erfiðara er að koma auga á, og þá er um að gera að vera ekki fordæmandi. Því var nefnilega þannig varið með hann Gísla minn að hann var ekki bara dulur heldur eiginlega vandfundinn, þannig að það tók talsverðan tíma fyrir ókunnuga að kynnast honum og komast að því hversu ljúfur og yndislegur hann var. Undantekningin var þó börn sem umsvifalaust áttu greiða leið að hjarta hans eins og synir Jóhönnu, systur Gísla, bera vott um. Hæstan sess í lífi Gísla ber ótvírætt dóttir hans Helga Eden, en hún var hans yndi og hefur hann efalaust séð í henni allt það sem allir foreldrar vilja sjá í afkomendum sínum, innri og ytri fegurð og heilsteyptan ein- stakling. Það hafa mörg tár fallið við rit- un þessarar stuttu greinar og eiga efalaust eftir að falla fleiri, en nú er hann Gísli fallinn frá og auðvitað horfumst við í augu við þá staðreynd, en missir okkar sem næst honum stóðum er mik- ill. Eftir er samt minningin um einstakan mann sem mun lifa á meðal þeirra sem þekktu hann, sú minning á eftir að hafa áhrif á okkur öll. Bara að hann vissi það, ef til vill veit hann það. Að lokum viljum við Gerða senda þeim fjöl- mörgu, sem sýnt hafa okkur samúð á þessum erfiðu tímum, okkar innilegustu þakkir og kveðjur. Pabbi. Elsku Gísli okkar. Gísli bróðir, ljúfur sem lamb og vildi öllum svo vel. Hávaxinn og myndarleg- ur. Ég man svo vel eftir því að hafa liðið vel með að stóri bróðir myndi sko passa upp á mig í Njarðvíkurskóla. Ég dúsandi úti í 2. bekk og hann fékk að vera inni með bekkjarfélögunum í stóra gangi þar sem hann var þá í 10. bekk. Megasvindl! Það verður tómlegt í afmælum og á jólunum þegar Gísli verður ekki þar. Hann var sko langlang- langmesti uppáhaldsfrændi strákanna minna, Davíðs Þórs tíu ára og Alex Nóa sjö ára. Gísli frændi. Þeir ljómuðu af tilhlökk- un við að fara í heimsókn til hans eða hann væri að koma til okkar. Þeir knúsuðu hann í bak og fyrir og fengu að fara í og prófa allar græjurnar hans. Gísli gaf þeim líka alltaf einstaklega skemmti- legar gjafir sem hittu beint í mark hjá strákunum, svona ekta strákadót sem mömmur fatta engan veginn að sé skemmtilegt. Gísli passaði stundum tíkina okkar hana Tinnu og hún vildi varla fara heim aftur þar sem hann dekraði svo mikið við hana. Gísla verður svo sárt saknað og við minnumst hans með hlýju og kærleik. Strákarnir munu allt- af muna eftir honum sem miklum gleðigjafa með risastórt hjarta. Davíð og Alex fengu bangsa sem minnir þá á Gísla og knúsa hann þegar þeir hugsa til hans. Þeir sögðu að bangsinn væri svo mjúkur og þægilegur eins og Gísli var, nema Gísli hefði kannski verið með aðeins harðari bumbu! Hvíldu í friði elsku bróðir. Við söknum þín. Jóhanna, Davíð Þór, Alex Nói og Tinna. Kær vinur okkar, hann Gísli, hefur nú kvatt þetta jarðneska líf, langt fyrir aldur fram. Það var okkur mikið áfall þegar við fengum þær fréttir að hann væri látinn. Gísli var okkur alltaf kær vinur og félagi. Það var ekki mik- ill hávaði eða læti í honum en hann skilur eftir djúp spor í hug- um okkar. Hann var alltaf ljúfur og blíður og sagði aldrei neitt illt um nokkurn mann. Við áttum því láni að fagna að Gísli var þó nokkuð mikið hjá okkur, sérstak- lega þegar hann var yngri. Minn- isstæð eru þau ferðalög sem hann fór í með okkur. Hans helstu áhugamál voru tengd tölvum og var hann alltaf til reiðu að aðstoða við hverskon- ar vinnu tengda þeim, hjálpa og lagfæra. Gísli átti eina dóttur, Helgu Eden, og var hún hans auga- steinn. Við minnumst einstaks vinar. Nú ríkir mikil sorg og söknuður hjá öllum sem hann elskuðu. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Sveinbjörn Egilsson) Við viljum senda fjölskyldu Gísla okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Kristjana Björg Gísladóttir (Dadda), Ólafur Eggertsson (Óli) og fjölskylda. Gísli Agnar Bogason Randver var fæddur á Hólum í Saurbæjarhreppi í Eyjafirði 10. júní 1955 og lést á Akureyri 12. októ- ber 2019. Foreldrar hans voru Rafn Jónsson á Hólum og Klara Randversdóttir frá Fjósakoti. Randver fékk heilahimnubólgu í barnæsku og galt þess alla ævi. Hann var alla tíð í skjóli foreldra sinna og eftir að faðir hans dó hætti móðir hans búskap á Hólum og þau fluttu til Akureyrar. Rand- ver kunni ekki við bæjarlífið, var of mikill sveitamaður til þess. Því varð úr að hann kom til okkar á svínabúið í Hraukbæ og var starfsmaður hjá okkur í 20 ár og stóð sig vel. Ljúfur og góður og ekkert nema samviskusemin. Það var öllum vel við hann sem kynntust honum og hann var tryggur sínum. Randver hafði gott tóneyra og spilaði á harm- onikkuna sína fjörug lög sér og öðrum til ánægju. Hann fékk styrk til að kaupa bíl en tók ekki bílpróf en gat vel keyrt og gerði það vel en lét mömmu sína um aksturinn. Randver var kíminn og hafði gaman af því að gantast. Hann komst oft skemmtilega að orði og kom manni í gott skap. Einu sinni fékk hann happdrætt- isvinning og við spurðum hvað hann ætlaði að gera við pen- ingana. „Ég hendi þeim bara í ruslið,“ svaraði hann um hæl og glotti. „Nei, það gerir þú nú ekki, láttu mömmu þína sjá um þá fyrir þig,“ sagði ég. Þá var Randver fljótur til svars og sagði: „Mömmu, hún hefur nú ekkert vit á peningum!“ Í lok vinnudags var alltaf farið í sturtu áður en farið var heim. Einu sinni sagði ég við hann: „Mundu nú eftir að þvo sprell- ann.“ Randver Víkingur Rafnsson ✝ Randver Vík-ingur Rafsson fæddist 10. júní 1955. Hann lést 12. október 2019. Útför Randvers fór fram 28. októ- ber 2019. Þá svaraði Rand- ver um hæl: „Hann er nú alltaf þveginn með.“ Eitt af verk- efnum Randvers var að sópa gangana í svínahúsinu og það gerði hann vel og vandlega. Einu sinni kom hann í fjós þar sem rusl var um allt og kústurinn illa þrif- inn, þá grípur Randver kústinn og segir: „Það er auðséð að hann er búinn að vera í löngu fríi þessi.“ Eitt sinn vorum við að gefa í fjárhúsunum og sjáum Andrés fara á Zetor niður á tún. „Hvað ætli hann sé að fara?“ sagði Rand- ver þá. „Hann er sjálfsagt að fara að pissa,“ svaraði ég. „Hann getur nú gert það heima,“ svaraði Randver. „Hann er sjálfsagt að bera á túnið,“ sagði ég þá. Þá gekk nú alveg fram af Randveri og hann sagði: „Bera á túnið, þetta er svo lítið og svo frýs það bara!“ Skólabræður Randvers frá Sólgarði voru Sveinn á Vatnsenda og Ármann á Skáldstöðum. Hann hélt mikið upp á þá. Þeir kölluðu hvor annan „Bola“, rumdu og tók- ust á eins og bola er siður og höfðu mikið gaman af, ekki síst Randver, enda var hann aðalbol- inn. Hann gerði sér oft ferð til að heimsækja vini sína, Bolana. Þeg- ar Randver var fertugur orti Sveinn til hans: Fjörutíu ára er eitilharður moli. Góðar stundir gefist þér gamli Hólaboli. En þegar Randver var allur kvað Sveinn: Á hugann fellur helköld fönn hopar lífsins gola. Núna hefur tímans tönn tekið Hólabola. Randver á skilið að fá fulla heilsu í eilífðarlandinu. Við kveðj- um góðan félaga með eftirsjá. Blessuð sé minning hans. Kristinn á Kotá og fjölskylda. ✝ Karla Jóns-dóttir, eða Kalla eins og hún var oftast kölluð, húsmóðir og sjúkraliði fæddist á Dalvík 29. apríl 1930. Hún lést á líknardeild Land- spítalans í Kópa- vogi 22. júní 2020. Foreldrar henn- ar voru Jón Arn- grímsson, f. 1893, d. 1967, og Sigurbjörg Ágústsdóttir, f. 1898, d. 1970. Hún átti sjö systkini; Bergþóru, Kristínu, Arnfríði, Svanbjörgu, Lovísu, Ingólf og Hrafnhildi. Ingólfur lifir systur sína. Eiginmaður Köllu var Guðjón B. Jónsson flugstjóri, f. 29. ágúst 1927 á Hesteyri, d. 17. febrúar 2009, þau gengu í hjónaband 17. júní 1951. Börn þeirra eru: 1) Sig- urbjörg, f. 6. mars 1952, gift Kolbeini Magnússyni. Börn þeirra eru Kristján Karl og Margrét og barnabörnin eru 5. 2) Helga, f. 16. mars 1956, í sambúð með Steinari Jónssyni, var gift Sigurði Ólasyni. Börn Helgu og Sigurðar eru Rut og Guðjón Óli og barnabörnin eru 2. 3) Jón Hrafn, f. 12. febr- úar 1959, í sambúð með Margréti Torfadóttur, var giftur Sigríði Finnbogadóttur. Börn Jóns Hrafns og Sigríðar eru Hrafnhildur Karla, Guðjón Arngrímur og Stefán Karl og barnabörnin eru 3. 4) Guðrún f. 18. febrúar 1964, gift Kurt A. Rasmussen. Dætur þeirra eru Silja og Tanja. Eftir að skyldunámi lauk fór Kalla einn vetur í húsmæðra- skóla. Hún var heimavinnandi á meðan börnin uxu úr grasi en fór í nám á fimmtugsaldri og útskrifaðist sem sjúkraliði frá Sjúkraliðaskóla Íslands ár- ið 1978. Eftir útskrift vann hún á Landakoti, Handlækna- stöðinni í Glæsibæ, Blindra- deild Álftamýrarskóla og á Grund. Útför Köllu fer fram frá Fossvogskirkju í dag, 2. júlí 2020, klukkan 11. Hún Karla, mágkona okkar, er horfin úr þessu lífi. Okkur finnst svo stutt síðan við hittumst síðast, spiluðum og spjölluðum og nutum þess að vera saman. Og þá var ekki að sjá að hún væri neitt veik. Þetta höfum við gert í hverjum mánuði undanfarin ár, bæði af því að við höfðum gaman af að spila, en líka af því við vildum halda tengslum og fá fréttir af frændfólkinu. Og það var gaman að tala við Körlu; hún var ættfróð og svo sagði hún okkur oft skondnar sögur frá því þegar hún vann í matsalnum á KEA. Viku fyrir andlátið sagði hún eina góða og gerði það skýrt og skemmtilega. Þar var ekki að heyra að hún væri dauðvona. En þá þegar vissum við að það var engin lækning í boði. Hún giftist bróður okkar, Guðjóni, 1951, en vegna starfa hans sem flugmaður á björgun- arvél og líka sem flugumsjónar- maður, bjuggu þau fyrstu árin á Keflavíkurflugvelli. En svo fluttu þau til Reykjavíkur og þá urðu samskiptin tíðari og alltaf ánægjuleg. Þau hjónin voru góð heim að sækja. Ógleymanlegt er í minning- unni þegar Guðjón bróðir dó og við heimsóttum fjölskylduna. Það ríkti svo mikil samkennd, hlýja, kyrrð og æðruleysi hjá að- standendum, að öllum hlaut að líða vel, þótt tilefnið væri sorg- legt. Karla var mikil húsmóðir, mamma og amma, en þegar um hægðist fór hún í sjúkraliðanám og lauk því 1978. Hún naut þess að sinna því starfi, vann á ýms- um stofnunum, m.a. á Heilsu- gæslunni í Glæsibæ. Það var aðdáunarvert hvað börnin hennar sinntu henni vel í veikindum hennar og reyndar niðjar hennar líka, sem voru henni svo náin. Við sendum börnum hennar og fjölskyldum öllum okkar inni- legustu samúðarkveðjur. Jóhanna, Kristjana og Pálína. Karla Jónsdóttir Við önnumst alla þætti undirbúnings og fram- kvæmd útfarar ásamt vinnu við dánarbússkiptin. Við þjónum með virðingu og umhyggju að leiðarljósi og af faglegum metnaði. Jón G. Bjarnason, umsjón útfara Við erum til staðar þegar þú þarft á okkur að halda Útfararþjónusta & lögfræðiþjónusta Vesturhlíð 2, Fossvogi | Sími 551 1266 | útför.is Með kærleik og virðingu Útfararstofa Kirkjugarðanna Ástkær eiginmaður og vinur, faðir, tengdafaðir og afi, TRAUSTI FRIÐFINNSSON fyrrverandi sjómaður, Arahólum 4, lést mánudaginn 29. júní á Landspítalanum. Hann verður jarðsunginn frá Fella- og Hólakirkju föstudaginn 10. júlí klukkan 13. Katrín Gróa Jóhannsdóttir Ragnar B. Traustason Chao Geng H. Sylvía Traustadóttir Benedikt Viðarsson Kristófer Máni Benediktsson Viðar Breki Benediktsson Elskulegur og ástkær eiginmaður, besti vinur, faðir, tengdafaðir og afi, JÓHANN KRISTÓFER ÓLAFSSON, Arnarhrauni 18, Hafnarfirði, lést á Landspítalanum við Hringbraut 13. júní í faðmi fjölskyldunnar. Sérstakar þakkir fær starfsfólk líknarþjónustu Heru fyrir umönnun og hlýju. Bálför og kveðjustund hafa farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Inga Hallsdóttir Kolbrún Jónsdóttir Fjóla Jóhannsdóttir Ævar Rafn Ævarsson Kristófer Jóhannsson Sigríður Þ. Ólafsdóttir og barnabörn

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.