Morgunblaðið - 02.07.2020, Qupperneq 52

Morgunblaðið - 02.07.2020, Qupperneq 52
✝ Sturla Snæ-björnsson fæddist í Hóls- húsum 21. nóv- ember 1945. Hann lést á Landspít- alanum 22. mars 2020. Foreldrar hans voru Snæbjörn Sig- urðsson, bóndi á Grund í Eyjafirði, f. 22.8. 1908, d. 17.11. 1991 og Pálína Jónsdóttir, hús- freyja á Grund í Eyjafirði, f. 4.4. 1907, d. 21.3. 1982. Sturla átti fimm systkini, þau voru Sigurður, f. 23.4. 1934, d. 26.10. 2006, Hólmfríður, f. 17.2. 1936, Sighvatur, f. 29.6. 1938, Jón Torfi, f. 27.5. 1941 og Orm- arr, tvíburabróðir Sturlu, f. 21.11. 1945. Eiginkona Sturlu var Sólveig Jónasdóttir Pálmadóttir, fædd 11. apríl 1945. Þau giftust 30.8. 1967 en skildu síðar. Foreldrar hennar voru Guðríður Gísla- dóttir, Haukur Einarsson og Pálmi Anton Sigurðsson. Sonur Sturlu fyrst fæddur er eru Alex Nökkvi Þormar, f. 19.11. 1997, og Patrekur Þór Þormar, f. 5.7. 1999. Börn Guð- ríðar og Sævars eru Bríet Jara, f. 10.7. 2010, Sturla Jörundur Bóas, f. 21.8. 2013 og Móeiður Ronja, f. 17.6. 2017. 4) Yngveldur Myrra Sturlu- dóttir, f. 16.6. 1979. Dætur hennar eru Harpa Mjöll, f. 1.2. 2001 og Lotta Karen, f. 19.3. 2004. Sturla gekk í barnaskólann á Grund og stundaði svo nám í tvö ár á Núpi í Dýrafirði. Hann gekk svo í Menntaskólann á Ak- ureyri en lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1967. Leið hans lá svo í Háskóla Íslands þar sem hann lauk prófi í forspjallsvísindum og var þar cand.phil og tók svo fyrrihluta- próf í lögfræði. Sturla gerðist svo kennari og lauk prófi í upp- eldis- og sálarfræði ásamt kennsluréttindum. Sturla kenndi í Gagnfræðaskóla Ak- ureyrar í mörg ár, kenndi síðar í Réttarholtsskóla í Reykjavík og síðustu árin starfaði hann sem kennari við Hagaskóla í Reykjavík. Sturla verður jarðsunginn frá Háteigskirkju fimmtudaginn 2. júlí 2020 klukkan 13. Hann verður svo jarðsettur á Grund í Eyjafirði föstudaginn 3. júlí 2020 klukkan 14. Þórður Sturluson, f. 2.8. 1967. Börn Sturlu og Sólveigar eru: 1) Svandís Sturludóttir, f. 24.1. 1968, gift Hannesi Frímanni Sigurðssyni. Börn Svandísar eru Sturla, f. 11.3. 1984, d. 19.4. 1984, Eva, f. 1.7. 1986, Hanna Dís, f. 6.3. 1989, d. 6.3. 1989. Dætur Svandísar og Hannesar eru Helena Rakel, f. 18.8. 1996 og Sólveig Svala, f. 25.5. 1999. Börn Hannesar og stjúpbörn Svandísar eru Thelma Sjöfn, f. 22.8. 1984 og Sigurður Ástvaldur, f. 18.5. 1988. Langafabörn Sturlu eru Jökull Máni, Almar Frosti og Amelía Rán. 2) Snorri Sturluson, f. 12.4. 1969. Börn Snorra eru Lúkas Fróði, f. 28.11. 1994 og Teresa Regína, f. 12.12. 2001. 3) Guðríður Sturludóttir, f. 10.5. 1978. Í sambúð með Sæv- ari Sævarssyni. Synir Guðríðar Elsku pabbi lést 22. mars síð- astliðinn og hans er sárt saknað. Pabbi var einstakur maður. Hann var litríkur karakter og hafði miklar skoðanir á mönnum og málefnum. Hann var einstak- lega hlýr og hringdi í okkur börn- in sín iðulega og sagði okkur oft að hann elskaði okkur. Hann hringdi líka reglulega í barna- börnin sín og fylgdist með því sem þau voru að gera. Hann elskaði þau afar heitt og var duglegur að segja þeim það. „Afi er góður kall“ sagði pabbi alltaf við þau og þessi frasi lifir með barnabörnum hans og langafabörnum og verður þessi setning á legsteini pabba. Pabbi var sá allra fyndnasti. Hann hafði gaman af að segja sögur og sagði skemmtilega frá. Hann var hins vegar sjálfur óborganlega fyndinn og í raun þurfti hann ekkert að gera til að kalla fram hlátur hjá okkur fjöl- skyldunni. Það sem við höfum hlegið mikið með honum og að honum í gegnum tíðina. Pabbi mátti ekkert aumt sjá. Þeir eru ófáir sem hann hefur hjálpað og „komið til manns“ í gegnum tíðina. Pabbi var eftir- minnilegur, strangur, fyndinn, hlýr og sanngjarn kennari sem sá alltaf einhverja styrkleika í nem- endum sínum og eitthvað sem hægt var að vinna með. Það eru margir sem eiga honum mikið að þakka og hann var stoltur af starfi sínu. Pabbi var mikill dýravinur. Hann átti kött í mörg ár sem hét Lurkurinn. Þetta var skógarkött- ur og pabbi elskaði þennan kött ótrúlega mikið. Pabbi syrgði hann sárt þegar hann dó og mynd af honum var alltaf upp á vegg við hliðina á myndum af okkur börn- unum. Pabbi var ekki fullkominn frek- ar en aðrir, enda hver er það? Það sem einkenndi pabba þó var að hann viðurkenndi það og sagðist, oft vera „iðrandi syndari“. Hann var heiðarlegur og sagði að það ætti alltaf að ræða málin. Fjöl- skyldu- og vinabönd væru alltaf mikilvægari en ósættir um ein- hver málefni. Það er afar dýr- mætt veganesti fyrir okkur börn- in hans og barnabörn. Pabbi reyndist mér alltaf vel og á erfiðum stundum í mínu lífi stóð hann þétt við bakið á mér og gaf mér góð ráð og sýndi mér stuðning og ást. Hann fylgdist vel með öllu sem ég var að gera, spurði út í vini mína og fylgdist vel með. Það skiptust á skin og skúrir eins og oft er en þegar litið er til baka læðist fljótlega fram bros og stuttu síðar kemur hlátur. Það er dýrmætt að geta skilið slíkar minningar eftir sig. Pabbi var mikill hagyrðingur og orti fjölda kvæða til fjölskyldu og vina við hátíðleg tækifæri og við munum varðveita þau vel. Hann var afar stoltur af uppruna sínum og þá sérstaklega Hákarla- Jörundi sem var langafi hans. Pabbi ólst upp að Grund í Eyja- firði og verður lagður þar til hinstu hvílu. Blessuð sé minning þín elsku pabbi og hafðu þakkir fyrir allt og allt. Ég elska þig. Þín dóttir, Svandís. Pabbi var stór karakter sem hafði sterkar skoðanir á nánast öllu og lét hann þær óhindrað í ljós. Hann var manna- og dýra- vinur sem hafði stórt hjarta. Hann sagði alltaf að hann væri ríkastur af öllum mönnum og ætti mesta fjársjóðinn, þá var hann að tala um okkur, börnin sín og barnabörn. Peningar og verald- legir hlutir skiptu pabba ekki máli. Hamingjan er ekki mæld í eignum sagði hann gjarnan. Bestu gjafirnar sem pabbi gaf okkur voru frumsamin ljóð sem voru sko ekki af verri endanum enda pabbi stórskáld með meiru. Við biðum spennt eftir ljóðunum sem pabbi orti um okkur og færði á stórafmælum og útskriftum því það voru áfangar sem bar að fagna að hans mati, honum fannst óþarfi að halda uppá afmæli ár hvert. Pabbi var gull af manni og minningin um hann er mesti fjár- sjóðurinn sem við munum ávallt geyma í hjörtum okkar. Allar sög- urnar, ljóðin og samtölin. Pabbi var einstaklega fyndinn og orð- heppinn og sagði skemmtilega frá. Hann var líka hin mennska google-vél því það var fátt sem hann vissi ekki. Pabbi var mikill matmaður og vildi þá helst ís- lenskt lambakjöt, saltfisk, feit hrossabjúgu og sviðakjamma á sinn disk. Kjúklingur og pasta var ekki matur í hans augum en grænmetisbuff og sushi var það allra versta. Hann var lítið tækni- tröll og vildi hafa hlutina einfalda. Þú fylgdist vel með afkomend- um þínum og hafðir einlægan áhuga á því sem við vorum að gera. Oft hafðir þú áhyggjur og þá aðalega ef eitthvert okkar var á ferðalagi. Þú vildir vita af okkur öruggum heima og fussaðir yfir þessu heimshornaflakki sem hafði heltekið ættlegginn. Þegar ég var að keyra á milli Akureyrar og Reykjavíkur átti ég að hringja í þig í Staðarskála og þegar ég var komin á leiðarenda. Í eitt skiptið á leið minni til Akureyrar þá brun- aði ég fram hjá Staðarskála og stoppaði á Blönduósi. Þú spúðir eldi af reiði þegar ég hringdi í þig því þú varst svo hræddur um að eitthvað hefði komið fyrir. Sagðist hafa átt von á símtali fyrir 40 mín- útum og þetta mætti ekki klikka. „Í orði og verki að vera sannur var þitt dýpsta hjartans mál.“ Elsku pabbi minn, ég sakna þín svo óendanlega mikið, bara ef öll tárin mín gætu skilað þér aftur til mín Að missa þig er þyngra en nokkuð annað í heimi þessum. Þú skilur eftir þig ginnungagap sem enginn og ekkert getur fyllt upp í. Söknuðurinn er svo sársaukafull- ur en hversu blásnautt er hjarta sem einskis saknar Þú átt ekki betri vin en pabba þinn er setning sem þú sagðir svo oft við mig. Þú varst sannur og trúr, góður, elskaður og dáður. Takk fyrir allt. Kveðjuorðin eru ekki auðveld. Þú skrifaðir alltaf í kort til vina og vandamanna: Vertu marg- blessaður/blessuð og sagðir að þessi orð væru nóg og segðu allt sem segja þyrfti. Svo skrifaðir þú undir: Sturla Snæbjörnsson M.S.P Þú horfðir á mig sposkur á svip og bentir á skammstöfunina og sagðir: Veistu hvað þetta stendur fyrir? Myndar- og sómapiltur. Nú vitna ég í þig, elsku pabbi minn, og kveð í bili. Vertu margblessaður Sturla Snæbjörnsson M.S.P (Myndar- og sómapiltur). Þin dóttir og vinur að eilífu, Yngveldur Myrra Sturludóttir. Elsku afi Stulli dó 22. mars síð- astliðinn og er jarðsunginn í dag, 2. júlí. Afi var vanur að segja: „Afi er góður kall“ við okkur barnabörn- in og því erum við hjartanlega sammála. Afi Stulli var besti afi í heimi, algjör prakkari og ótrúlega fynd- inn. Hann var alltaf að spauga við okkur og segja okkur sögur. Það var svo fyndið að fara með hann í búðir og versla með honum. Hann leitaði að hrossaketi um alla búð og skammaði verslunareigandann ef ekki var til hrossaket. „Þetta unga fólk veit ekki hvað er mat- ur,“ sagði hann þá. Afi hringdi alltaf í okkur og fylgdist með því sem við vorum að gera, spurði hvernig okkur liði og hvernig skólinn gengi. Hann sagði okkur að hann elskaði okk- ur og að hann væri stoltur af okk- ur. Við eigum margar minningar frá því afi kenndi okkur íslensku og dönsku. Þá var stutt í fjörið en við fengum sko að heyra það ef við vorum ekki með allt á hreinu, en allt í góðu samt. Þegar við útskrifuðumst frá Versló sem nýstúdínur þá samdi afi ljóð til okkar og við munum alltaf varðveita þau. Það er dýr- mætt að eiga allar þessar minn- ingar um afa sem eru fullar af gleði og þegar við minnumst hans með fjölskyldunni þá hlæjum við alltaf mikið. Við munum minnast ferðalag- anna með afa en hann var ekki mikið fyrir ferðalög. Hann fór með okkur til Ítalíu sem var ótrú- lega skemmtileg ferð og hlógum við mikið með og að afa. Ferðin í sumarbústaðinn með stórfjöl- skyldunni þar sem afi sló í gegn í Kubbi, verður í minningabankan- um ásamt svo mörgum minning- um. Afi var mikill sjálfstæðismaður og ræddi við okkur um pólitík og mikilvægi þess að kjósa. Hann sagði samt að við ættum að kjósa eftir eigin hyggjuviti. Afi var kennari og síðustu árin starfaði hann í Hagaskóla og sinnti starfi sínu vel og var elskaður af öllum sínum nemendum. Hann kenndi ekki bara okkur heldur systkin- um okkar og frændsystkinum líka og það var langskemmtilegast að læra með afa. Afi var sprenghlægilegur kar- akter, hávær og mikill ræðukarl. Elsku afi, við þökkum þér fyrir ást þína og hlýju, fyrir allar gleði- stundirnar, fyrir hjálpina og hvatninguna og hafa alltaf trú á okkur. Við elskum þig alltaf og munum varðveita minningu um besta afa í heimi. Hvíl í friði, elsku afi. Helena Rakel og Sólveig Svala. Elsku afi minn, það er búið að vera erfitt án þín og svo margt sem ég á eftir að upplifa sem ég bjóst aldrei við að gera án þín. Þær eru nú samt óteljandi minn- ingarnar sem ég á um þig og get hlýjað mér við. Þú varst einstakur karakter, fyndinn, hlýr, frekur, hjálpsamur og hugulsamur. Þær eru margar minningarnar sem koma upp í huga mér, en þær sem standa upp úr eru t.d. þegar ég hringdi í þig og sagði þér að ég væri samkynhneigð og svar þitt var: „Jess, loksins kom lesbía“, þar sem þó nokkrir samkyn- hneigðir karlmenn eru í fjölskyld- unni, eða þegar þú passaðir Róm- eó fyrir mig á meðan ég var erlendis í mánuð og þegar ég kom heim hét hann Hómer og ég lenti í forræðisdeilu við þig, eða þegar þú hjálpaðir mér að læra undir samræmdu prófin og passaðir alltaf upp á að kl. 17:05 væri pása svo við gætum horft saman á Leiðarljós. Þessar minningar, og svo margar aðrar, mun ég geyma að eilífu, ásamt þér, elsku yndis- legi afi minn. Þú ert svo sannar- lega góður kall og ég elska þig endalaust. Þín elsta, Eva. Elsku afi okkar. Við kveðjum þig með söknuði. Hjörtun fyllast af ást og kærleika þegar við minnumst þín. Þú lést okkur alltaf vita hversu mikilvæg- ar og elskaðar við værum. Faðm- lögin þín voru hlý og orðin sönn. Þú varst fyndinn og skemmtileg- ur og hafðir hátt þegar þú varst að leggja áherslu á orðin þín. Þú vildir að við töluðum góða íslensku, leiðréttir okkur þegar við gerðum það ekki og reyndir að særa úr okkur þágufallssýkina eins og illan anda. Í hvert skipti sem við hittum þig eða töluðum við þig í síma þá sagðir þú: afi er góður karl. Þessi setning er ein- hvern veginn orðin hluti af þér og okkur langar til þess að segja þér, elsku afi, að þú varst einfaldlega besti karlinn í allri veröldinni. Takk fyrir samfylgdina, gamli, við elskuðum þig í þessu lífi og við munum líka elska þig í því næsta. Hvíldu í friði, góði afi. Við vitum að pabbi hefur tekið vel á móti þér í himnaríki. Ljúfi drottinn lýstu mér, svo lífsins veg ég finni láttu ætíð ljós frá þér ljóma í sálu minni. (Gísli á Uppsölum) Þínar afastelpur, Harpa Mjöll og Lotta Karen Hafþórsdætur. Kennarinn leit fyrst á nafna- listann, síðan á mig og spurði íbygginn: „Ert þú sonur Ormars og Sturlu?“ Ég kinkaði bara kolli enda alvanur spurningunni og löngu hættur að reyna að leið- rétta þennan misskilning. Það var ekki til neins. Ég vissi nefnilega sem var að margir Eyfirðingar áttu vont með að greina hvar öðr- um tvíburanum frá Grund sleppti og hinn tók við. Ormarr var sjald- an stakur. Eins Sturla. Það var svo sem ekkert skrýt- ið; bræðurnir voru eineggja, bjuggu ungir til sitt eigið tungu- mál og voru alla tíð ákaflega sam- rýmdir og samstíga í flestu sem þeir tóku sér fyrir hendur. Báðir urðu þeir til dæmis kennarar; norðlenskum og síðar reykvísk- um ungmennum til mikillar gæfu og gleði. Sannarlega réttir menn á réttum stað. Ég þekki marga sem Sturla kenndi og allir hugsa þeir með hlýju til hans og oftar en ekki bros á vör. Sturla Snæ- björnsson var sú gerð af manni sem ómögulegt er að gleyma. Sturla var með skemmtileg- ustu mönnum sem ég hef kynnst um dagana; lífsglaður, leiftrandi húmorískur, uppátækjasamur og stríðinn. Hann var með eitthvert órætt blik í auga sem erfitt var að heillast ekki af. Sturla var hlýr, ljúfur og þægilegur í umgengni en líka breyskur, eins og við öll. Bara eitthvað svo innilega mann- legur. Hann var líka hjálplegur og greiðvikinn. Þær eru til dæmis ófáar pensilstrokurnar eftir hann á veggjum húsanna sem ég hef búið í. Alltaf var hann boðinn og búinn að leggja hönd á plóginn. Einu sinni gleymdist að mála bak við hurð og þegar ég vakti athygli á því horfði Sturla kersknislega á mig og mælti: „Þú verður að fyr- irgefa mér þetta, Orri minn. Ég gleymdi gleraugunum heima.“ Fleira var honum gefið. Hann var hagmæltur og bragvís og eftir Sturlu liggur fjöldi vísna og söng- lagatexta sem hann orti gjarnan um vini og vandamenn á merk- isdögum í þeirra lífi. Margir geta nú yljað sér við það. Sturla hafði brennandi áhuga á íþróttum, ekki síst knattspyrnu og hringdust tvíburabræðurnir gjarnan á meðan á beinum út- sendingum stóð til að skiptast á hnitmiðuðum skoðunum. Kostu- legt á að hlýða. Sturla var dýravinur inn að beini enda alinn upp í sveit. Einu sinni tók hann að sér kött sem Patrik Fjalar sonur minn þurfti að láta frá sér og urðu þeir mestu mátar. Ég fékk ítarlega skýrslu um gjörðir og ferðir kattarins í hvert sinn sem fundum okkar bar saman. Umfram allt var Sturla þó fjöl- skyldumaður. Honum þótti óhemjuvænt um börn sín, barna- börn og barnabarnabörn og var gríðarlega stoltur af þeim glæsi- lega hópi. Þreyttist aldrei á því að færa manni fréttir af sínu fólki sem hér eftir sem hingað til mun geyma hann og varðveita í hjarta sér. Sjálfum mun mér hlýna í hvert sinn sem ég hugsa til hans. Þar til síðar, kæri frændi. Þar til síðar. Orri Páll Ormarsson. Hávaxinn, grannholda, radd- sterkur, kennari góður og prýði- lega hagmæltur. Kenndi um árabil í Hagaskóla. Nemendum hans þótti vænt um hann og sýndu það oft í verki. Sumum brá þegar hann hvessti sig en oftast endaði það með yfir- lýsingu þess efnis að honum þætti vænt um viðkomandi. Við náðum fljótt vel saman og með okkur tókst góð vinátta. Sturla var harður sjálfstæðis- maður og gaf það ekki eftir að fara á kjörstað við síðustu alþing- iskosningar. Hann var þá sár- þjáður vegna veikinda. Það kom í minn hlut að koma honum á stað- inn og aka honum í hjólastól í kjördeild. Þetta veitti honum ánægju og hann ljómaði af gleði. Minnisstæð er afmælisveislan þegar hann varð sjötugur. Þá var boðið upp á íslenskt lamb „að hætti mömmu“ og guðaveigar. Sturla var matmaður og ég ók honum oft í innkaupaferðir. Hvað var helst keypt? Hrossabjúgu, siginn fiskur, hákarl, svið og slát- ur. Hann bjó einn og sá um sig sjálfur. Var duglegur að elda ofan í sig og köttinn Lurk. Sturla var vel hagmæltur og eftir hann liggja tækifærisljóð ort við margvísleg tilefni, s.s. afmæli og árshátíðir. Hann var gráglettinn og hlífði engum en var þó aldrei meiðandi. Mér er efst í huga þakklæti fyrir að hafa kynnst þessum góða manni og fjölskyldu hans og er minnisstæð heimsókn til hans á Landakot haustið 2019 þar sem hann dvaldi með henni í stóru sér- herbergi glaður og reifur. Votta ástvinum hans innilega samúð. Einar Magnússon, fv. skólastjóri Hagaskóla. Á kveðjustundu rifjast upp góðar minningar. Minningar um mann sem gat verið hrjúfur á yf- irborðinu en var innst inni ljúfur og notalegur. Sturla var litríkur persónuleiki sem við hugsum til með hlýju. Hann var góður sögu- maður, var vel að sér í ættfræði og átti það til að rekja ættir sam- starfsmanna á skemmtilegan hátt. Sturla starfaði sem dönsku- kennari við Hagaskóla frá árinu 2005. Hann hafði mikinn áhuga á skák og lagði sig fram um að vekja áhuga nemenda á þeirri íþrótt. Á þeim árum stóð skák- starf í Hagaskóla með miklum blóma. Sturla tók þátt í þróunar- verkefni um læsi og í tengslum við það fór hann til Kaupmanna- hafnar. Frá þeirri ferð á ég og samferðafólk okkar margar góðar og skemmtilegar minningar. Sturla var ljóðelskur, snöggur að setja saman vísur og gerði mik- ið af því að semja. Á stórafmælum samstarfsmanna flutti hann heilu ljóðabálkana til afmælisbarns hvers tíma við mikinn fögnuð við- staddra. Það fór ekki framhjá okkur samstarfsmönnum að Sturla var ákaflega stoltur af börnum sínum og barnabörnum og fundum við vel hversu mikils virði þau voru honum. Árið 2012 færði Sturla okkur textann við skólasöng Hagaskóla. Í honum kemur skýrt fram hversu hlýjan hug hann bar til skólans. Ég mæti hér að morgni klár og hress mér miklast hvorki vandamál né stress. Og ekki finnst mér ævigangan ströng ég uni mér við leik og starf og söng. Á hamingjunnar hæsta tind ég sest í Hagaskóla finnst mér alltaf best. Og skólinn kann við ýmsu ágæt svör þar og er verður kraftur, líf og fjör. Við saman eigum sæla skólavist við syngjum öll af mestu hjartans list. Í huga mér ég hlýja strauma finn því Hagaskóli, það er skólinn minn. Skólasöngur Hagaskóla mun lifa með nemendum og starfs- mönnum skólans um ókomin ár. Sturla lét af störfum vegna ald- urs árið 2013. Fyrir hönd starfsmanna Haga- skóla sendi ég fjölskyldu Sturlu innilegar samúðarkveðjur. S. Ingibjörg Jósefsdóttir, skólastjóri Hagaskóla. Sturla Snæbjörnsson 52 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. JÚLÍ 2020
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.