Morgunblaðið - 02.07.2020, Qupperneq 53

Morgunblaðið - 02.07.2020, Qupperneq 53
MINNINGAR 53 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. JÚLÍ 2020 Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og jarðarför eiginmanns míns, föður, tengdaföður og afa, ÚLFS SIGURMUNDSSONAR hagfræðings. Sérstakar þakkir til hjúkrunarheimilisins Sóltúns. Sigríður Pétursdóttir Þóra Sæunn Úlfsdóttir Jóhann Ísak Pétursson Einar Úlfsson Úlfur Þór, Sigríður Ósk, Samúel, Stefanía Sóley Innilegar þakkir sendum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför hjartans eiginmanns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, JÓHANNS LÍNDALS JÓHANNSSONAR fyrrv. rafveitustjóra, Vallarbraut 6, Njarðvík, sem lést 23. apríl og var jarðsettur 18. júní. Sérstakar þakkir til alls starfsfólks á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Elsa Dóra Gestsdóttir Agnes Jóhannsdóttir Bessi Halldór Þorsteinsson Hreinn Líndal Jóhannsson Anna Dóra Lúthersdóttir Jóhann Gestur Jóhannsson Svava Tyrfingsdóttir María Líndal Jóhannsdóttir Elías Líndal Jóhannsson Guðlaug Helga Sigurðardóttir Lína Dalrós Jóhannsdóttir Gunnlaugur Þór Ævarsson barnabörn og barnabarnabörn Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, MESSÍANA MARZELLÍUSDÓTTIR tónlistarkennari, Hlíf 2, Ísafirði, lést 24. mars. Minningarathöfn verður haldin í Ísafjarðarkirkju laugardaginn 4. júlí klukkan 14. Þórlaug Þ. Ásgeirsdóttir Finnbogi Karlsson Helga A. Ásgeirsdóttir Sigríður G. Ásgeirsdóttir Gunnar S. Sæmundsson Ásgeir Helgi, Andrea Messíana, Logi Leó, Dögg Patricia, Máni Þór ✝ Jón Örn Jóns-son fæddist í Vi- borg á Jótlandi 30.3. 1938. Hann lést 21. maí 2020 í Regina, Kanada. Foreldrar hans voru Jón Sigtryggs- son, prófessor, læknir og tann- læknir, stofnandi og fyrsti prófessor við Tannlæknadeild Háskóla Íslands, f. 10.4. 1908, d. 11.2. 1992 og k.h., Jórunn (Lóa) Tynes húsmóðir, f. 28.2. 1913, d. 23.3. 1978. Jón Örn var elstur 5 systkina. Eftirlifandi systkini eru: Ingvi Hrafn Jónsson, f. 27.7. 1942, Sigtryggur Jónsson, f. 14.6. 1947 og Margrét Jóns- dóttir, f. 27.12. 1955. Látinn er, an-fylki í Kanada 1970. Jón Örn var hagfræðiprófessor við Uni- versity of Saskatchewan til 1974 er þau fluttu til höfuðborgar fylkisins, Regina. Jón Örn starf- aði þar hjá fylkisstjórninni í ýms- um ábyrgðarstöðum þar til hann fór á eftirlaun. Hann var ráðu- neytisstjóri í ýmsum ráðuneytum fylkisins, m.a. forsætisráðuneyti. Jón Örn var ræðismaður Íslands í Saskatchewan í 27 ár. Hann var forseti „Multicultural Consul of Saskatchewan“ og forseti Skandinavíska félagsins í Reg- ina. Hann þjálfaði sem sjálf- boðaliði barnahópa í ýmsum íþróttum, m.a. knattspyrnu. Jóni Erni var veitt „Queen Elizabeth II Diamond Jubilee Medal“ 2012. Hann fékk fjölmargar aðrar við- urkenningar fyrir sjálf- boðaliðastörf sín og embættis- störf. Bálför fór fram í Regina 26. maí 2020. 27.10. 2011, Óli Ty- nes Jónsson, f. 23.12. 1944. Eftir- lifandi eiginkona Jóns Arnar er Guð- rún Mjöll Guð- bergsdóttir, fædd á Grundarstíg 10 í Reykjavík 22.11. 1943. Þau gengu í hjónaband 22.3. 1964. Sonur þeirra er Haukur Hávar Jónsson, fæddur í Reykjavík 11.10. 1964. Jordan Szeponski er fóstursonur Hauks Hávars. Jón Örn varð stúdent frá MR 1958. Hann lauk meistaragráðu í hagfræði frá Madison-háskóla Í Wisconsin árið 1968 og prófum fyrir dr.-gráðu 1970. Fjölskyldan flutti til Saskatoon í Saskatchew- Það er erfitt að lýsa tilfinninga- flæðinu er mágkona mín, Guðrún Mjöll Guðbergsdóttir, sagði mér frá því í símtali frá Kanada, er ég spurði um líðan Jóns Arnar bróð- ur míns, sem lá á sjúkrahúsi, að hann hefði ákveðið að nýta ákvæði í kanadískri löggjöf frá 2015 og óska eftir að fá heimild til að fá að- stoð starfsfólks sjúkrahússins til að binda enda á líf sitt. Hann hafði komist að þeirri niðurstöðu að hann ætti ekki aft- urkvæmt á heimili sitt í Regina í Saskatsewanfylki og við blasti óbærileg dvöl á einhvers konar heilbrigðisstofnun, þar sem 2-3 manneskjur þyrfti til að aðstoða hann við flestar ef ekki allar dag- legar athafnir. Ég hreinlega hváði, en gerði mér strax grein fyrir því að þetta var mikið alvörumál. Eins og ég skil þetta er þetta einföld ákvörð- un viðkomandi einstaklings, án nokkurs samráðs við ástvini. Læknum ber að setja málið án tafar í ferli, en heimild er ekki veitt fyrr en að undangengnum 2 fundum með læknum, hjúkrunar- fólki, sálfræðingi og félagsráð- gjafa á 2 vikna tímabili til að ganga úr skugga um að þessi ákvörðun sé tekin að yfirvegðu og vandlega hugsuðu ráði. Tekið skal fram að um 40% slíkra beiðna hljóta samþykki heilbrigðisyfir- valda. Bróðir minn fékk samþykki yf- irvalda föstudaginn 15. maí og óskaði þess að strax yrði drifið í þessu á mánudegi, en féllst á þrá- beiðni eiginkonu sinnar og sonar, Hauks Hávars, að fresta því til fimmtudagsins 21., uppstigning- ardags, enda höfðu þau ekki feng- ið að heimsækja hann á sjúkrabeð í nær 2 mánuði vegna Covid-19. Fyrir mér tóku við margar nætur martraða, þar sem ég var við dauðans dyr, vaknandi með hjartslátt og vanlíðan, skildi ekki hvað bróðir minn var að fara og treysti mér ekki til að hringja í símann á náttborði hans, símtal sem mágkona mín sagði mér að hann biði eftir. Loksins mannaði ég mig upp og við áttum hálftíma gott bræðra- spjall, sem lauk með því að ég ein- faldlega óskaði honum góðrar ferðar og bað fyrir kveðjur til for- eldra okkar og Óla Tynes, bróður okkar, sem lést 2011, náði að herða upp hugann og halda aftur af tárunum, þar til við lögðum á. Við systkinin þrjú, ég Margrét og Sigtryggur, sátum í kapellu Landspítalans í Fossvogi kl. 20.00 á uppstigningardag, er dánarat- höfnin hófst og 5 mínútum seinna var bróðir okkar horfinn úr mann- heimum. Hann spaugaði inn í and- látið, sagði Haukur mér, sagði brosandi eftir fyrstu sprautuna: „Hva, ég er ekkert syfjaður“ og þóttist geispa, en leið svo út af. Því ber ég þessar innstu tilfinn- ingar mínar á borð hér á þjóðar- vettvangi Morgunblaðsins, að svona mannúðleg löggjöf hlýtur að bíða okkar hér á eyjunni bláu og löngun mín er að hefja þá um- ræðu. Í samtali okkar bræðra var hann svo innilega sannfærður um að hann væri að gera það eina rétta í stöðunni fyrir sjálfan sig og ástvinina. Jón Örn bróðir minn var glæsi- menni og drengur góður og ég upplifði það á förnum vegi að kon- ur sneru sér við til að horfa á eftir honum. Að loknu stúdentsprófi fetaði hann í fótspor föður okkar, Jóns Sigtryggssonar prófessors, og nam læknisfræði og lauk fyrsta ári, en var svo fúll yfir að hann skyldi ekki ná ágætiseinkunn eftir þrotlausan lestur, að hann hætti og fór til Madison Wisconsin í hagfræðinám og hefur síðan búið vestan hafs, síðustu 50 árin í Kan- ada, fyrst sem hagfræðiprófessor og síðan sem háttsettur embætt- ismaður fylkisstjórnarinnar í Sas- katsewan. Hann sá hins vegar eft- ir því, sennilega alla ævi, að hafa ekki haldið áfram í læknisfræð- inni. Hann kom heim eftir BA- prófið í hagfræði og vildi þá halda áfram læknanáminu, en var tjáð af læknadeild að hann yrði að taka fyrsta árið aftur. Hann hefði mín- um huga orðið frábær læknir og mannvinur. Við systkinin tregum stóra bróður okkar, en getum ekki ann- að en samglaðst honum, hann sannarlega gerði hlutina á eigin forsendum, eins og Sinatra söng og sungið var við útför Óla Tynes. Við hugsum til Úlúar og Hauks með ást í hjarta og vermum okkur í sorginni við minningar um sam- verustundir er Kanadafjölskyldan kom heim á gamla Frón og öll börn Lóu og Jóns Sigtryggssonar voru samankomin á ný. Ingvi Hrafn, Margrét og Sigtryggur Jónsbörn. Jón Örn Jónsson í Saskatchew- an er látinn. Ég kynntist honum árið sem ég fermdist þegar hann og Guðrún systir mín fóru að draga sig saman. Hann var þá bú- inn með fyrsta hluta náms í hag- fræði í háskólanum í Madison í Wisconsin. Hann hafði fengið vinnu í Seðlabankanum á þessu tímabili, en vinna í hagdeild banka virtist ekki eiga við hann og varð kannski í og með til þess að hann ílengdist vestan hafs. Haustið 1964 hélt Jón Örn áfram náminu og um veturinn fluttu Guðrún og Haukur, þriggja mánaða gamall, til hans í Madison. Engan óraði fyrir að Jón og Úlú, eins og flestir kalla hana, myndu aldrei koma aftur til búsetu á Íslandi. Þetta var um miðjan sjöunda áratug síð- ustu aldar. Fjarlægðin milli heimshluta var meiri en nú. Sím- töl voru dýr og ferðalög dýr og tímafrek. Samskiptin milli Jóns Arnar og Úlú og okkar hér heima voru í formi sendibréfa, póstkorta og ljósmynda. Við höfðum ekki áhyggjur af Guðrúnu hjá Jóni Erni. Hann var einstakt ljúfmenni og nútímamaður sem tók þátt í heimilisstörfum og barnauppeldi, sem ekki var sjálfgefið á þeim tíma. Auk þess urðu þau fljótt ákaf- lega samrýnd og góðir vinir og sama varð með Hauk þegar hann óx úr grasi. Eftir námið bauðst Jóni kennarastaða við Háskóla Saskatchewan og þau fluttu til Saskatoon í Kanada. 1974 fluttu þau til höfuðborgar fylkisins, Regina, þar sem Jón hóf störf í stjórnarráðinu. Þar starfaði hann til loka starfsævi sinnar og fékkst við ýmsa málaflokka. Ég held að hann hafi átt hina þrjá kostagripi sem Lao Tse mat mikils. Með orð- um Kínverjans: „Hinn fyrsti er hógværð, annar er sparsemi og hinn þriðji er lítillæti. Með hóg- værð get ég verið djarfur. Með sparsemi get ég verið örlátur. Með lítillæti get ég öðlast hinn æðsta heiður. En nú á tímum hirða menn ekki um hógværð og eru fullir frekju; þeir hirða ekki um sparsemi og eru allir í eyðslu- semi; þeir eru horfnir frá lítillæti og keppa um tignarsæti. En þetta er vegur dauðans.“ Og: „Himininn veitir þeim hógværð sem hann vill bjarga.“ Það var auðvelt að þykja vænt um Jón. Hann var glaðsinna og sýndi öðrum áhuga og virð- ingu. Hann var hláturmildur, kurteis og þægilegur í umgengni. Hann eignaðist marga vini. Hann var sérlega mikill áhugamaður um góðan mat og flinkur kokkur. Eitt sinn var ég á ferðalagi um Bandaríkin og Kanada í sex vikur og gerði hlé á ferðinni til að heim- sækja Guðrúnu og Jón Örn í Reg- ina. Hjá Jóni fékk ég besta matinn í allri ferðinni og stóðust margir fínir veitingastaðir honum ekki snúning. Úlú og Jón hafa komið reglulega til Íslands eftir að þau fluttu til Regina. Síðustu árin eftir að þau fóru á eftirlaun, alnetið tók yfir líf okkar og öll samskipti urðu einfaldari höfum við fylgst meira með hvert öðru og nú upplifir maður fjarlægðina á annan hátt. Helgi Guðbergsson. Jón Örn Jónsson Elsku mamma, að skrifa minningar- grein um þig núna er mjög óraunverulegt, þú á fullu að koma þér fyrir í nýju fínu íbúðinni þinni með glæný húsgögn sem var nýbúið að kaupa. Þú varst svo spennt að flytja aftur austur á land, þú hafðir búið þar í átta daga þegar höggið stóra kom, mamma farin. Hvernig gat þetta gerst? Lífið var ekki alltaf dans á rós- um hjá þér en mikið áttum við yndislegar stundir áður en þú fórst austur, fá knúsin og kossana, heyra elskan mín í lok allra sím- tala er svo dýrmæt minning sem maður heldur í. Ég var voðalega mikil mömmu- stelpa þegar ég var yngri, vildi bara alltaf vera heima með mömmu, fannst algjör óþarfi að vera stunda einhver diskótek og þannig ef ég gat verið heima í kósý með mömmu eða hangið yfir henni þegar hún fékk gesti. Við vorum alltaf að bralla eitthvað saman ég og þú en ég held að það hafi verið akkúrat eins og þú vildir hafa það, við tvær saman að brasa eitthvað. Þú varst rosaleg glingurkona og þar erum við ólíkar því ég er andstæðan við það, þú vilt eiga mikið af alls konar dóti en ég vil eiga lítið dót, oft sagði ég, mamma eigum við ekki bara henda þessu, þú þarft ekkert á þessu að halda en neibb það mátti aldrei, þótt þú vissir að þú myndir aldrei nota hlutinn í framtíðinni. En maður brosir bara yfir því núna. Söknuðurinn er mikill, að missa pabba þegar ég var lítil stelpa og svo missa mömmu núna. Þetta er Rannveig Tómasdóttir ✝ Rannveig Tóm-asdóttir fæddist 17. júlí 1950. Hún lést 19. maí 2020. Útför Rann- veigar fór fram 29. maí 2020. erfitt og sárt en mikið svakalega er ég þakk- lát fyrir tímann okkar saman undanfarnar vikur. Þú komst reglulega til mín í heimsókn, við sátum og hekluðum, hlust- uðum á tónlist og höfðum það huggu- legt í rólegheitunum og spjölluðum um heima og geima. Eld- uðum góðan mömmumat og áttum dásamlegar stundir. Ég veit að þú varst þakklát fyrir þennan tíma líka. Þegar ég skutlaði þér á flug- völlinn og horfði á þig labba út í flugvél varstu alltaf að snúa þér við og vinka aftur og aftur bless. Ég veit að þú leitaðir mikið í trúna og sér maður það þegar maður er að ganga frá íbúðinni þinni og fara yfir dótið þitt, aldrei hafði ég spáð mikið í það en trúin hjálpaði þér. Þú ert núna komin til pabba og ég veit að hann tekur vel á móti þér. Guð geymi þig elsku mamma og takk fyrir allar góðu stundirnar okkar saman, mun sakna þín allt- af. P.S. Bið að heilsa pabba og þú mátt knúsa hann fast frá mér, veit að fangið hans verður hlýtt. Þín dóttir Díana Lynn. Elsku amma. Þessir tímar hafa verið mjög erfiðir. Þú varst tekin allt of snemma frá okkur. En mikið er- um við ánægðar að hafa eytt síð- ustu tveim mánuðum með þér og verðum ævinlega þakklátar fyrir það. Við systurnar vorum búnar að plana að koma austur og hitta þig í júlí og eyða tíma með þér eins og við vorum búnar að tala um. Þú varst svo spennt að heyra að við ætluðum að koma í heimsókn til þín og skoða nýju fallegu íbúðina þína. Þú varst svo stolt af sjálfri þér að koma þér úr aðstæðunum sem þú hefur verið í í langan tíma og byrja nýjan kafla fyrir austan. Við verðum alltaf þakklátar að hafa verið hluti af nýja kaflanum þínum og munum alltaf vera stolt- ar af þér, elsku amma okkar. Við munum alltaf muna eftir því þegar þú komst í ferminguna okkar og vorum við mjög ánægðar að þú komst til að fagna með okkur. Við náðum að taka svo margar myndir saman og erum mjög þakklátar að geta litið á þær í framtíðinni og muna eftir góðu tímunum sem við áttum á þessum degi. Svo munum við aldrei gleyma því þegar við heyrðum í þér árið 2018 og kíktum í heimsókn. Við sögðum þér hvernig okkur var að ganga í framhaldsskóla og maður sá stoltið á andlitinu þínu. Svo fór- um við systurnar í bíltúr til Kefla- víkur til þess að skoða íþróttabúð sem var að loka og enduðum á að kaupa okkur jakka, áður en við fórum heim ákváðum við að stoppa í Nettó og kaupa okkur hressingu. Þar varst þú í bílnum á móti okkur. Þegar við vorum á leiðinni inn fannst okkur þú vera svo kunnugleg og trúðum því ekki að þetta værir þú. Vorum ekki búnar að sjá þig í dálítinn tíma þannig að það var mjög gaman að hafa hitt þig og tala aðeins saman áður en við þurftum að fara aftur til Reykjavíkur. Við munum alltaf muna eftir þessum tímum og verð- um við alltaf ánægðar þegar við tölum saman um þessa tíma, þetta eru svo góðar minningar sem við eigum. Þú varst tekin of snemma frá okkur, einmitt þegar lífið var komið á góðan hraða og þú varst umkringd fjölskyldunni þinni, en við vitum að þú verður alltaf með okkur. Við söknum þín svo mikið, elsku amma. Hvíldu í friði. Ilmur Líf og Ragnhildur Ósk. Það er sárt að þurfa að kveðja þig, kæra tengdamamma. Við höf- um átt margar góðar stundir sam- an á þessum rúmu 23 árum frá því ég fór að heimsækja ykkur austur í Biskupstungur að eltast við dótt- ur þína. Ég minnist gestrisni þinn- ar alla tíð, kalkúnninn um jólin, þegar við Díana nældum okkur iðulega í bita að næturlagi. Hjá ykkur lærði ég að njóta kalkúna- samlokunnar að bandarískum sið. Það var alltaf góður matur á borð- um hjá þér og þú sýndir börnun- um þínum og mér alltaf svo mikla væntumþykju og ást. Það var allt- af mjög mikið hlegið þar sem þú varst og einkennir hlátur og gleði þessar samverustundir. Þú varst hörkudugleg kona, hafðir mikla ánægju af því að hafa mikið dót í kringum þig og fékkst nú oft að heyra að það væri nú svolítið of mikið á köflum. Varst nú ekkert alltof kát eftir að við Díana flutt- um dótið úr geymslunni yfir í nýja geymslu, í einum af flutningunum, en þá ákváðum við að taka svolítið til og henda óþarfa hlutum. Þegar ég lít yfir farinn veg er eins og svo oft í lífinu ýmislegt sem maður hefði viljað hafa með öðrum hætti. Það er þannig að lífið er ekki alltaf dans á rósum og þú barðist við mörg vandamál sem mér finnst ótrúlegt að skuli hafa þurft að lenda á einni og svo góðri og hjartahlýrri manneskju. Það sem situr eftir verða allar þær yndislegu minningar sem við átt- um og verða ekki teknar frá okk- ur. Það var okkur ómetanlegt að fá að njóta síðustu 8 vikna með þér. Að fylgjast með þér ekki bara að taka ákvörðun um að breyta og bæta líf þitt heldur að framkvæma það var hreint út sagt magnað. Það var viljastyrkurinn sem kom þér á miklu betri stað. Það var fyr- ir viljastyrkinn sem varð til þess að þessar 8 vikur urðu svo góðar, matarboð, samtöl og samvera sem verða okkur svo dýrmæt héðan í frá. Að sjá þig á nýju heimili þar sem allt gekk svo vel, þú glamp- aðir af stolti og ánægju með lífið. Það er erfitt að hafa ekki náð að heimsækja þig á nýja heimilið en munaði þar eingöngu nokkrum vikum þar sem við vorum búin að skipuleggja ferð austur. Ég er svo stoltur af þér. Mikið hefði verið gaman að fá að njóta fleiri gæða- stunda með þér, kæra tengda- mamma. Hvíldu í friði, elsku Ragnhildur mín. Kristján Þórður Snæbjarnarson.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.