Morgunblaðið - 02.07.2020, Síða 57
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. JÚLÍ 2020 57
Deiliskipulag fyrir
Iðjubraut í Búðardal
Sveitarstjórn Dalabyggðar samþykkti á
fundi sínum 22. júní 2020 að auglýsa tillögu
að deiliskipulagi í Búðardal í samræmi við
41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Um er að ræða nýtt deiliskipulag fyrir
atvinnusvæði við Iðjubraut í norðurjaðri
byggðarinnar, austan Vesturbrautar. Land-
notkun á svæðinu skv. gildandi aðalskipulagi
Dalabyggðar er athafna- og iðnaðarsvæði
og fellur nýtt deiliskipulag undir þá skilgrein-
ingu.
Skipulagssvæðið er um 3,5 ha að stærð og
mun það samanstanda af 15 lóðum frá um
650 m2 til 3.100 m2 að stærð.
Tillagan er sett fram á uppdrætti dags.
11.06.2020 og umhverfisskýrslu dags.
16.06.2020 og munu gögnin vera til sýnis
frá 2. júlí 2020 á skrifstofu Dalabyggðar,
Miðbraut 11, 370 Búðardal.
Umsagnir, ábendingar og athugasemdir má
skila til skriftstofu Dalabyggðar í stjórnsýslu-
húsinu að Miðbraut 11 Búðardal, eða á
netfang embættis skipulagsfulltrúa sveitar-
félagsins: skipulag@dalir.is fyrir 14. ágúst
2020. Þeir sem ekki gera athugasemdir innan
tilskilins frests teljast samþykkir skipulags-
tillögunni.
Búðardalur 1. júlí 2020
Þórður Már Sigfússon,
skipulagsfulltrúi.
Auglýsing um skráningu og próf til viðurkenningar bókara
Með vísan til laga nr. 145/1994 um bókhald, er fyrirhugað að halda próf til viðurkenningar bókara 2020 sem
hér segir:
Prófhluti I: Reikningshald og upplýsingatækni mánudaginn 12. október 2020 – prófið hefst kl. 13 og
stendur til kl. 16. Eindagi greiðslu prófgjalds er 1. október 2020.
Prófhluti II: Skattskil mánudaginn 16. nóvember 2020 – prófið hefst kl. 13 og stendur til kl. 16.
Eindagi greiðslu prófgjalds er 5. nóvember 2020.
Prófhluti III: Raunhæft verkefni laugardaginn 12. desember 2020 – prófið hefst kl. 13 og stendur til
kl. 18. Eindagi greiðslu prófgjalds er 1. desember 2020.
Skráningu í öll próf fer fram samtímis (allir prófhlutar) og lýkur þann 9. september 2020.
Skiptir ekki máli hvort próftaki ætlar að taka eitt próf eða öll. Ekki er hægt að skrá sig í próf eftir að
skráningarfresti lýkur. Próftakar bera sjálfir ábyrgð á því að skrá sig í próf.
Um efnissvið prófanna vísast til 3. gr. reglugerðar nr. 649/2019 um próf til viðurkenningar
bókara og til prófefnislýsingar prófnefndar viðurkenndra bókara. Í henni er jafnframt útlistað
hvaða hjálpargögn eru leyfileg í einstökum prófum. Prófnefnd mun útvega próftökum leyfileg
hjálpargögn í einstökum prófum. Prófefnislýsinguna má nálgast á vefsvæði prófnefndar
viðurkenndra bókara á heimasíðu atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins: https://www.stjornarra-
did.is/verkefni/atvinnuvegir/vidskipti/bokhald/vidurkenndir-bokarar/
Einkunnir í einstökum prófum eru gefnar í heilum og hálfum tölum frá 0-10. Lágmarkseinkunn
til aðstandast einstaka prófhluta er 5,0. Til þess að standast fullnaðarpróf þarf próftaki að hljóta a.m.k. 7,00 í
vegna meðaleinkunn (lokaeinkunn) úr öllum prófhlutum.
Próftökugjald fyrir hvert próf er kr. 37.500. Eigi er skylt að standa fyrir prófi nema a.m.k. 30 þátttakendur
hafi skráð sig í próf. Ef próftökugjald er ekki greitt á eindaga þá fellur niður próftökuréttur.
Við skráningu skal staðfest að fullnægt sé skilyrðum 43. gr. laga nr. 145/1994 um að próftaki sé lögráða og
hafi forræði á búi sínu (að búið hafi ekki verið tekið til gjaldþrotaskipta).
Væntanlegir próftakar skulu skrá sig til prófs á heimasíðu atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins
www.anr.is eða á heimasíðu framkvæmdaraðila prófanna www.promennt.is
Reykjavík, 24. júní 2020
Prófnefnd viðurkenndra bókara
Kjósarhreppur auglýsir skv. 1. mgr.
41 gr. skipulagslaga nr. 123/2010
Deiliskipulag frístundabyggðar við Sandsá, Eyjar II
Samþykkt var í sveitarstjórn Kjósarhrepps 2. júní 2020 að
auglýsa deiliskipulagstillögu frístundabyggðar í Landi Eyja
II, dags. 29.05.2020 og telur að heimilt sé að falla frá gerð
lýsingar skipulagsverkefnisins sbr. 3. mgr. 40. gr. Skipulagslaga,
enda liggi allar megin forsendur deiliskipulagstillögunar fyrir í
aðalskipulagi.
Deiliskipulagssvæðið við Sandsá í landi Eyja II í Kjósarhreppi,
tekur til 14 ha svæðis. Innan svæðisins eru skilgreindar 22
lóðir fyrir frístundahús. Uppbygging er hafin á tveimur lóðum;
Eyjabakki 1 og 2. Jörðin Eyjar I liggur að skipulagssvæðinu að
vestanverðu og að jörðinni Sandi að sunnan- og austanverðu.
Land skipulagssvæðisins er flatt og er nánast alfarið á
ræktuðum túnum og rennur Sandsá í gegnum í gegnum svæðið.
Aðkoma að lóðum verður um nýjan veg sem tengist Eyjavegi
(4837). Þegar hafa verið samþykktar deiliskipulagsáætlanir við
vestanvert svæðið og taka skilmálar deiliskipulagstillögunar mið
af skilmálum aðliggjandi svæða.
Skipulaginu er ætlað að að skapa ramma utanum heildstæða og
vistvæna frístundabyggð, að byggð falli vel að þeirri byggð sem
fyrir erog að landnýting sé eins hagkvæm og kostur er.
Deiliskipulagstillagan verður til sýnis í anddyri hreppsskrifstofu
Kjósarhrepps í Ásgarði frá og með miðvikudeginum 1. júlí
2020 til 21. ágúst 2020. Tillögurnar verða jafnframt birtar
á heimasíðu Kjósarhrepps, kjos.is. Athugasemdir eða
ábendingar vegna deiliskipulagstillögunnar skulu vera
skriflegar og berast skipulagsfulltrúa í síðasta lagi 21. ágúst
2020. Póstlagðar athugasemdir berist á skrifstofu Kjósarhrepps
að Ásgarði Kjós, 276 Mosfellsbæ, eða með tölvupósti á
netfangið skipulag@kjos.is
Skipulags- og byggingarfulltrúi Kjósarhrepps
Raðauglýsingar
Tilkynningar
Smáauglýsingar
Hljóðfæri
!
Sumarhús
Sumarhús – Gestahús –
Breytingar
Framleiðum stórglæsileg sumarhús
í ýmsum stærðum.
Tökum að okkur stækkun og
breytingar á eldri húsum.
Smíðum gestahús – margar
útfærslur.
Sjáum um almennt viðhald á
sumarhúsum og sólpöllum.
Setjum niður heita potta og
smíðum palla og skjólveggi.
Áratugareynsla –
endilega kynnið ykkur málið.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
sími 892-3742 og 483-3693,
www.tresmidjan.is
Byggingavörur
Harðviður til húsabygginga
Sjá nánar á www.vidur.is
Vatnsklæðning, panill, pallaefni,
parket, útihurðir o.fl. Gæði á góðu
verði. Eurotec A4 harðviðarskrúfur.
Penofin harðviðarolía.
Indus ehf., Óseyrarbraut 2, Hf.
Upplýsingar hjá Magnúsi í símum
660 0230 og 561 1122.
Ýmislegt
NETVERSLUN gina.is
Tískuverslunin Smart
Grímsbæ/Bústaðavegi
Verð kr. 12.500
Verð kr. 11.900
Verð kr. 13.500
Sími 588 8050.
- vertu vinur
Húsviðhald
Til sölu Suzuki Grand Vitara
árgerð 2006, ek. 205.000 km.
Sjálfskiptur. Nýtt púst Góð smurbók.
Fínn bíll. Verð 590.000 kr
Uppl. í síma 824-4184
Bílar
Toyota Auris til sölu
Nýskr. 11/2007. Ek. 82 þús. km.
Bensín, beinsk., 5 gíra, 4ra dyra,
dökk blár. 4 ný heilsársdekk/vara-
dekk. Næsta skoðun 2021.
Smurbók(/þjónustubók. Reyklaust
ökutæki. Topp eintak.
Verð kr. 690.000.
Upplýsingar í síma 899 2599.