Morgunblaðið - 02.07.2020, Síða 62
62 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. JÚLÍ 2020
Pepsi Max-deild kvenna
Stjarnan – Selfoss .................................... 1:4
Staðan:
Valur 4 4 0 0 14:2 12
Breiðablik 3 3 0 0 11:0 9
Fylkir 3 2 1 0 6:3 7
Selfoss 4 2 0 2 6:4 6
Þór/KA 3 2 0 1 8:7 6
Stjarnan 4 2 0 2 6:8 6
ÍBV 4 1 0 3 5:11 3
Þróttur R. 3 0 1 2 6:8 1
FH 3 0 0 3 0:8 0
KR 3 0 0 3 1:12 0
England
Everton – Leicester................................. 2:1
Gylfi Þór Sigurðsson lék allan leikinn
með Everton og skoraði seinna markið.
Bournemouth – Newcastle ...................... 1:4
Arsenal – Norwich.................................... 4:0
West Ham – Chelsea................................ 3:2
Staðan:
Liverpool 31 28 2 1 70:21 86
Manch.City 31 20 3 8 77:33 63
Leicester 32 16 7 9 60:31 55
Chelsea 32 16 6 10 57:44 54
Manch.Utd 32 14 10 8 51:31 52
Wolves 32 13 13 6 45:34 52
Arsenal 32 11 13 8 47:41 46
Tottenham 31 12 9 10 50:41 45
Burnley 32 13 6 13 36:45 45
Sheffield Utd 31 11 11 9 30:31 44
Everton 32 12 8 12 40:47 44
Crystal Palace 32 11 9 12 28:37 42
Newcastle 32 11 9 12 33:43 42
Southampton 32 12 4 16 41:55 40
Brighton 32 7 12 13 34:44 33
West Ham 32 8 6 18 38:56 30
Watford 32 6 10 16 29:49 28
Aston Villa 32 7 6 19 36:60 27
Bournemouth 32 7 6 19 30:54 27
Norwich 32 5 6 21 25:60 21
B-deild:
Preston – Derby ....................................... 0:1
Birmingham – Huddersfield ................... 0:3
Nottingham Forest – Bristol City .......... 1:0
Sheffield Wednesday – WBA.................. 0:3
Staða efstu liða:
Leeds 40 22 9 9 60:33 75
WBA 40 20 14 6 67:38 74
Brentford 40 20 9 11 70:33 69
Nottingham F. 40 18 13 9 53:40 67
Fulham 40 19 10 11 54:44 67
Cardiff 40 15 16 9 57:51 61
Derby 40 16 12 12 55:52 60
Swansea 40 14 15 11 50:47 57
Noregur
Aalesund – Mjöndalen............................. 1:3
Davíð Kristján Ólafsson lék allan leikinn
með Aalesund en Hólmbert Aron Friðjóns-
son og Daníel Leó Grétarsson voru ekki í
hópnum.
Dagur Dan Þórhallsson kom inn á hjá
Mjöndalen á 84. mínútu.
Odd – Bodö/Glimt ................................... 0:4
Alfons Sampsted lék allan leikinn með
Bodö/Glimt.
Haugesund – Start .................................. 1:0
Guðmundur Andri Tryggvason var ekki í
hópnum hjá Start. Jóhannes Harðarson
þjálfar liðið.
Stabæk – Strömsgodset .......................... 2:0
Ari Leifsson lék fyrstu 57 mínúturnar
með Strömsgodset.
Rosenborg – Vålerenga.......................... 1:1
Matthías Vilhjálmsson lék allan leikinn
með Vålerenga.
Viking – Sandefjord ................................ 2:0
Axel ÓskarAndrésson var varamaður
hjá Viking og kom ekki við sögu.
Emil Pálsson lék allan leikinn með
Sandefjord og Viðar Ari Jónsson fyrstu 85
mínúturnar.
Staða efstu liða:
Bodø/Glimt 5 5 0 0 19:6 15
Molde 4 4 0 0 12:4 12
Kristiansund 4 2 2 0 11:5 8
Mjøndalen 5 2 2 1 6:4 8
Stabæk 5 2 2 1 7:6 8
Strømsgodset 5 2 2 1 7:7 8
Vålerenga 5 2 2 1 7:8 8
Svíþjóð
Malmö – Djurgården............................... 1:0
Arnór Ingvi Traustason lék síðari hálf-
leikinn með Malmö.
Norrköping – Elfsborg ........................... 1:1
Ísak B. Jóhannesson lék fyrstu 88 mín-
úturnar með Norrköping.
Staða efstu liða:
Norrköping 5 4 1 0 14:5 13
Malmö 5 2 3 0 8:5 9
Varberg 4 2 1 1 9:5 7
AIK 4 2 1 1 7:6 7
Elfsborg 5 1 4 0 5:4 7
Djurgården 5 2 0 3 8:6 6
Ítalía
Inter Mílanó – Brescia ............................ 6:0
Birkir Bjarnason lék síðari hálfleikinn
með Brescia.
Bologna – Cagliari................................... 1:1
Andri Fannar Baldursson var varamað-
ur hjá Bologna og kom ekki við sögu.
Grikkland
PAOK – AEK Aþena ............................... 0:2
Sverrir Ingi Ingason lék allan leikinn
með PAOK.
Rússland
Rostov – Krasnodar................................. 1:1
Jón Guðni Fjóluson var varamaður hjá
Krasnodar og kom ekki við sögu.
FÓTBOLTINN
Víðir Sigurðsson
vs@mbl.is
Selfyssingar unnu sinn annan leik í
röð og klifra upp töfluna í Pepsi
Max-deild kvenna eftir slæma byrj-
un á mótinu. Selfosskonur unnu
Stjörnuna á mjög sannfærandi hátt,
4:1, í Garðabæ í gærkvöld.
„Allt annað var að sjá liðið í kvöld
og með þessu áframhaldi endar Sel-
foss mjög ofarlega í töflunni, þótt
Íslandsmeistaratitillinn sé lang-
sóttur,“ skrifaði Jóhann Ingi Haf-
þórsson m.a. um leikinn á mbl.is.
Dagný Brynjarsdóttir skoraði
sitt 40. mark í efstu deild hér á
landi, í sínum 109. leik, þegar hún
gerði fyrsta mark leiksins í Garða-
bænum.
Þær Dagný og Magdalena
Anna Reimus skoruðu tvö mörk
hvor og þær eru einmitt í öðru og
þriðja sæti yfir markahæstu leik-
menn Selfoss í deildinni frá upphafi.
Dagný er nú með 19 mörk og
Magdalena 16. Langefst er hins-
vegar Guðmunda Brynja Óladóttir
með 44 mörk.
Snædís María Jörundsdóttir
sem er aðeins 16 ára gömul skoraði
mark Stjörnunnar og gerði þar sitt
fyrsta mark í efstu deild, í sínum
sjöunda leik.
Allt annað að sjá
Selfyssingana
Á uppleið eftir sannfærandi sigur
Morgunblaðið/Arnþór Birkisson
Garðabær Shameeka Fishley úr Stjörnunni og Hólmfríður Magnúsdóttir úr
Selfossi í skallabaráttu á Samsung-velli Stjörnunnar í gærkvöld.
Eskfirðingurinn Eggert Gunnþór
Jónsson og Keflvíkingurinn Ísak
Óli Ólafsson eru danskir bikar-
meistarar í knattspyrnu en lið
þeirra SönderjyskE sigraði AaB frá
Álaborg, 2:0, í úrslitaleik bikar-
keppninnar sem fram fór í Esbjerg
í gærkvöld. Eggert var skipt af velli
á 63. mínútu. Þá hafði hann fengið
að líta gula spjaldið. Ísak var ekki í
leikmannahópnum að þessu sinni.
Þetta er fyrsti stóri titillinn í sögu
SönderjyskE og liðið hefur nú
tryggt sér sæti í undankeppni Evr-
ópudeildar UEFA í haust.
Unnu bikarinn
í Danmörku
Ljósmynd/SönderjyskE
Bikarmeistari Eggert Gunnþór
Jónsson fyrir leikinn í gær.
Sigvaldi Björn Guðjónsson, lands-
liðsmaður í handknattleik, mun
mæta sínum gömlu félögum í Elver-
um frá Noregi í Meistaradeild Evr-
ópu í vetur. Kielce, pólsku meist-
ararnir sem Sigvaldi og Haukur
Þrastarson eru gengnir til liðs við,
verða í A-riðli, og Elverum dróst í
sama riðil. Þar verða einnig Stefán
Rafn Sigurmannsson og samherjar
í ungverska liðinu Szeged, Vardar
Skopje frá Norður-Makedóníu, Par-
ís SG frá Frakklandi, Flensburg frá
Þýskalandi, Porto frá Portúgal og
Meshkov Brest frá Hvíta-Rússlandi.
Sigvaldi mætir
fyrri félögum
Ljósmynd/Einar Ragnar Haraldsson
Kielce Sigvaldi Björn Guðjónsson
leikur með pólsku meisturunum.
Gylfi Þór Sigurðsson skoraði sitt
fyrsta mark í átta og hálfan mánuð
í ensku úrvalsdeildinni í knatt-
spyrnu í gær þegar Everton lagði
Leicester að velli, 2:1, á Goodison
Park.
Gylfi kom Everton í 2:0 á 16. mín-
útu með marki úr vítaspyrnu þar
sem hann sendi boltann í mitt
markið eftir að Kasper Schmeichel
í marki Leicester hafði kastað sér
of fljótt af stað.
Þetta er annað mark Gylfa í 29
leikjum í deildinni á tímabilinu en
með þessum sigri eygir Everton
enn von um að blanda sér í barátt-
una um Evrópusæti í loka-
umferðum deildarinnar. Rich-
arlison skoraði fyrsta mark leiksins
en Kelechi Ihenacho minnkaði
muninn fyrir Leicester í byrjun síð-
ari hálfleiks.
Leicester tapaði dýrmætum stig-
um í baráttunni um Meistaradeild-
arsæti en Chelsea náði ekki að nýta
sér það. West Ham lagði Chelsea
3:2 í bráðfjörugum Lundúnaslag í
gærkvöld þar sem Andriy Yarmo-
lenko skoraði sigurmarkið á 89.
mínútu. William gerði bæði mörk
Chelsea en Tomás Soucek og
Michail Antonio fyrri tvö mörk
West Ham.
Arsenal fór upp í sjöunda sætið
með auðveldum sigri á botnliði
Norwich, 4:0. Pierre-Emerick
Aubameyang skoraði tvö mörk,
Granit Xhaka og Cédric Soares eitt
hvor. vs@mbl.is
AFP
Mark Gylfi Þór Sigurðsson sendir boltann af yfirvegun í mark Leicester City úr vítaspyrnunni í gærkvöld.
Langþráð mark gegn Leicester
STJARNAN – SELFOSS 1:4
0:1 Dagný Brynjarsdóttir 16.
0:2 Magdalena Anna Reimus 25.
0:3 Dagný Brynjarsdóttir 28.
0:4 Magdalena Anna Reimus 64.
1:4 Snædís María Jörundsdóttir 88.
MM
Dagný Brynjarsdóttir (Selfossi)
Tiffany McCarty (Selfossi)
M
Sædís Rún Heiðarsd. (Stjörnunni)
Betsy Hassett (Stjörnunni)
Magadalena Anna Reimus (Self.)
Karitas Tómasdóttir (Selfossi)
Áslaug Dóra Sigurbjörnsd. (Self.)
Anna Björk Kristjánsdóttir (Self.)
Dómari: Þórður Már Gylfason – 7.
Áhorfendur: 170.
Meira um leikinn á mbl.is/sport/
fotbolti.
Nýliðar Gróttu í úrvalsdeild karla í
fótbolta tryggðu sér nýjan leik-
mann áður en lokað var fyrir fé-
lagaskiptin seint í fyrrakvöld.
Í gær voru staðfest félagaskipti
fyrir 19 ára gamlan skoskan sókn-
armann, Kieran McGrath, sem er
þar með löglegur með Gróttu í
næsta leik sem er gegn HK á laug-
ardaginn. McGrath kemur frá
skosku meisturunum Celtic þar sem
hann lék með unglinga- og vara-
liðum. Þá hefur hann spilað með
U16 ára landsliði Skota.
Kvennalið KR fékk einnig liðs-
auka í gær en Anglea Beard, 23 ára
ástralskur varnarmaður, er komin í
Vesturbæinn frá Melbourne Vict-
ory í Ástralíu.
Valur lánaði miðjumanninn
Guðrúnu Karitas Sigurðardóttur til
uppeldisfélags síns, ÍA, en hún hef-
ur verið frá keppni síðasta mán-
uðinn vegna meiðsla.
Þá tryggði Stjarnan sér miðju-
manninn reynda Guðjón Pétur
Lýðsson í láni frá Breiðabliki en fé-
lagsskipti hans voru staðfest laust
fyrir miðnættið í fyrrakvöld, þegar
formlega var lokað fyrir fé-
lagaskiptin. Guðjón Pétur lék áður
með Stjörnunni í 1. deild árin 2006
og 2007.
Grótta
krækti sér
í Skota