Morgunblaðið - 02.07.2020, Qupperneq 63
ÍÞRÓTTIR 63
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. JÚLÍ 2020
Einhvern tíma lýsti ung og
efnileg íslensk knattspyrnukona
því yfir, snemma á ferlinum, að
hún ætlaði sér alla leið á toppinn.
Eftir mikla sigurgöngu með liðum
sínum í Svíþjóð og Þýskalandi síð-
ustu tíu árin hefur Sara Björk
Gunnarsdóttir staðið við stóru
orðin.
Hún samdi í gær við besta fé-
lagslið heims, Lyon í Frakklandi, og
það má færa rök fyrir því að þar
með hafi Sara stigið skrefi lengra
en nokkur íslenskur íþróttamaður
í flokkaíþrótt hefur áður gert.
Sara er að fara í enn hærra
skrifað lið en fótboltalið Barcelona
og Bayern München voru þegar
Eiður Smári og Ásgeir Sigur-
vinsson komu þangað, körfu-
boltalið Lakers þegar Pétur Guð-
mundsson kom þangað og
handboltalið Kiel, Barcelona og
PSG sem hafa verið með Aron
Pálmarsson og Guðjón Val Sig-
urðsson innanborðs.
Lengra er einfaldlega ekki
hægt að komast. Lið Lyon er hálf-
gert heimsúrval, skipað mörgum
af bestu knattspyrnukonum sam-
tímans. Þar er rjómi leikmanna úr
landsliðum Frakklands, Þýska-
lands, Englands, Japan, Noregs og
Kanada.
Lyon hefur orðið franskur
meistari fjórtán ár í röð og hefur
síðustu fjögur árin unnið Meist-
aradeild Evrópu. Á því fékk Sara
m.a. að kenna í úrslitaleik með
Wolfsburg fyrir tveimur árum.
Wolfsburg hefur verið talið
næstbesta lið heims síðustu ár en
þar hefur Sara jafnan átt fast sæti
og verið í lykilhlutverki öll árin sem
hún lék í Þýskalandi.
Skrefið sem hún tekur nú er
því í sjálfu sér ekki risastórt en
það verður vægast sagt for-
vitnilegt að sjá hvernig Söru vegn-
ar í Lyon. Hún fær bestu heilla-
óskir héðan.
BAKVÖRÐUR
Víðir Sigurðsson
vs@mbl.is
Körfuknatt-
leikslið Grinda-
víkur hefur
fengið til liðs
við sig banda-
rískan fram-
herja, Brandon
Conley að nafni.
Hann er 26 ára
gamall, 2,01 m á
hæð, og var á
síðasta tímabili í
röðum Karlsruhe Lions í þýsku
B-deildinni en áður með BC
Vienna í Austurríki, Korihait í
Finnlandi og Zilina í Slóvakíu.
Upphaflega kom hann frá Oral
Roberts-háskólanum í Bandaríkj-
unum. Síðasta vetur skoraði hann
9,6 stig og tók 4,2 fráköst að
meðaltali í leik með Karlsruhe
Lions.
Framherji til
Grindavíkur
Brandon
Conley
FRAKKLAND
Jóhann Ingi Hafþórsson
johanningi@mbl.is
Sara Björk Gunnarsdóttir, lands-
liðsfyrirliði í knattspyrnu, skrifaði í
gær undir tveggja ára samning við
franska stórveldið Lyon. Hefur
Lyon verið besta félagslið heims
undanfarin ár og Evrópumeistari
síðustu fjögurra ára. Þá er liðið með
gríðarlega yfirburði í Frakklandi og
var franski meistaratitillinn í vor sá
fjórtándi í röð. Sara kemur til Lyon
frá Wolfsburg, þar sem hún vann
sjö titla á fjórum árum og fór í úrslit
Meistaradeildarinnar fyrir tveimur
árum. Þar tapaði Wolfsburg einmitt
fyrir Lyon.
„Mér fannst vera kominn tími til
að yfirgefa Wolfsburg eftir fjögur
ár. Ég vildi fara að gera eitthvað
annað en samt halda mig á hæsta
stigi fótboltans. Lyon hafði heyrt í
mér síðustu tvö ár og sýndi mér enn
áhuga, svo að mér fannst þetta kjör-
ið tækifæri til að halda áfram að
bæta mig og vera áfram að spila
með þeim allra bestu,“ sagði Sara í
samtali við Morgunblaðið eftir að fé-
lagsskiptin voru kynnt.
Landsliðsfyrirliðinn fullyrðir að
hún sé að ganga til liðs við besta fé-
lagslið heims og að árangur síðustu
ára tali sínu máli. „Við getum alveg
fullyrt það miðað við alla titlana sem
liðið hefur unnið. Lyon hefur unnið
Meistaradeildina síðustu fjögur ár,
og oftast allra, og svo deildina síð-
ustu fjórtán ár og það er hægt að
fullyrða að þetta sé skref fram á við.
Væntingarnar eru miklar enda liðið
búið að halda sér á toppnum þetta
lengi. Hér vilja allir alla þá titla sem
eru í boði og það var líka þannig hjá
Wolfsburg. Lyon vill fylgja eftir því
sem félagið hefur unnið síðustu ár
og þá eru miklar væntingar.“
Ótrúlega sterkur hópur
Leikmannahópur Lyon er ótrú-
lega sterkur og ljóst að Sara verður
með heimsklassa samherja í hverri
stöðu hjá franska liðinu. Englend-
ingurinn Lucy Bronze, sem var val-
in besta knattspyrnukona Evrópu á
síðasta ári, leikur með liðinu, eins og
norski markahrókurinn Ada Heger-
berg sem var í öðru sæti í valinu.
Amandine Henry, fyrirliði franska
landsliðsins, varð í þriðja sæti í val-
inu og leikur hún sömuleiðis með lið-
inu. Þrír bestu leikmenn Evrópu á
síðasta ári verða því allir liðsfélagar
Söru hjá Lyon. Þá er Sarah Bou-
haddi, aðalmarkvörður franska
landsliðsins, í markinu. Sara er sér-
staklega spennt að spila með þýsku
landsliðskonunni Dzenifer Marozs-
án og hini frönsku Eugénie Le
Sommer. „Það eru heimsklassa leik-
menn í hverri stöðu og á miðjunni
eru t.d. Dzenifer Marozsán og
Eugénie Le Sommer. Það er hægt
að telja upp allt liðið en þetta eru
tveir leikmenn sem ég er mjög
spennt að fá að spila með,“ sagði
Sara.
Dreymir um Evróputitil
Sara hefur lengi ætlað sér að
verða Evrópumeistari, en eins og
áður hefur komið fram fór hún í úr-
slit Meistaradeildarinnar með
Wolfsburg árið 2018. Lyon hafði þá
betur eftir framlengingu á Dynamo-
vellinum í Kænugarði, 4:1. Sara var
í byrjunarliði Wolfsburg en fór
meidd af velli snemma í seinni hálf-
leik. Þá hefur Lyon slegið Wolfs-
burg úr leik í keppninni öll árin sem
Sara lék með Þýskalandsmeist-
urunum. Nú er hún sjálf orðin leik-
maður Lyon og ætlar sér loks að
landa Evrópumeistaratitlinum. „Það
er búið að vera markmið mitt síðan
ég var að spila með Rosengård og
ég hef alltaf ætlað mér að ná því.
Það er enn draumurinn að ná því
markmiði. Ég hefði auðvitað viljað
það á síðustu fjórum árum með
Wolfsburg og það hefði toppað góð-
an tíma þar. Það er vonandi næst á
dagskrá hjá mér að vinna þá
keppni.“
Meistaradeildin verður leikin í
ágúst á Spáni og mætir Sara
kunnuglegum andstæðingum í átta
liða úrslitunum 22. ágúst, en Lyon
og Bayern München drógust saman.
Síðustu ár hefur Bayern verið helsti
keppinautur Söru og liðsfélaga
hennar hjá Wolfsburg. Meistara-
deildin verður með öðruvísi sniði í ár
þar sem allir leikir fara fram á
Spáni og verður aðeins leikinn einn
leikur í stað tveggja í átta liða og
undanúrslitum. Allar líkur eru á því
að Sara fái að leika með Lyon í
keppninni, þrátt fyrir að hún hafi
hjálpað Wolfsburg að komast í átta
liða úrslit, en Wolfsburg mætir
Glasgow City frá Skotlandi 21.
ágúst. „Fyrst var gefið út að leik-
menn sem væru að semja núna
fengju ekki að vera með í Meist-
aradeildinni. Ég á hins vegar von á
því að hvert lið megi nota þrjá nýja
leikmenn í ágúst, þótt það sé ekki
staðfest. Það væri ótrúlega svekkj-
andi ef ég fæ ekki að vera með í
Meistaradeildinni. Það verður að fá
að koma í ljós, en ég á von á að fá að
vera með.“
Lyon langbesti kosturinn
Sara gaf það út í ársbyrjun að hún
myndi yfirgefa Wolfsburg. Vissi hún
af áhuga Lyon og var því ekki lengi
að ákveða sig. „Ég er búin að vera í
samræðum við Lyon og ég vissi af
áhuga félagsins og að samningurinn
væri að renna út hjá Wolfsburg. Ég
var ákveðin í því að ég myndi ekki
endursemja og ég sagði klúbbnum
það snemma. Ég vil halda mér á
sama stalli og Lyon var langbesti
kosturinn,“ sagði hún. Sara hefur
lítið getað æft frönskuna til þessa.
„Ég er búin að ná í forrit í símann
en ég get ekki sagt að ég sé byrjuð
að læra, en ég fer væntanlega í
kennslu þegar ég kemst af stað.“
Skilur sátt við Wolfsburg
Sara skilur sátt við Wolfsburg,
enda í lykilhlutverki hjá liði sem
vann tvöfalt í Þýskalandi þrjú ár í
röð og þýska meistaratitilinn fjögur
ár í röð. Wolfsburg mætir Essen í
úrslitum þýska bikarsins á laugar-
dag, en Sara hjálpaði liðinu að kom-
ast í úrslitaleikinn og gæti hún því
enn fagnað áttunda titlinum með lið-
inu. „Ég er ótrúlega sátt við tíma
minn í Wolfsburg. Þetta eru sjö titl-
ar á fjórum árum og vonandi kemur
sá áttundi á laugardaginn. Ég vil fá
smá heiður af þeim líka ef við
vinnum. Ég geng stolt frá Wolfs-
burg og ég er ánægð með framlag
mitt þar. Það er ótrúlega góð tilfinn-
ing að geta gengið frá borði vitandi
að ég gaf allt sem ég átti,“ sagði
Sara Björk.
Hægt að fullyrða að þetta
sé besta félagslið í heimi
Sara Björk orðin leikmaður Lyon Evrópumeistari síðustu fjögurra ára
Ljósmynd/Wolfsburg
Meistari Sara Björk Gunnarsdóttir kvaddi Wolfsburg með meistaratitli, en hún er nú orðin leikmaður Lyon.
„Þetta hefur verið mikil, góð og
jafnframt skemmtileg vinna í
kringum þennan nýja landsliðsbún-
ing og auðvitað merkin í kringum
bæði KSÍ og landsliðið,“ sagði
Guðni Bergsson, formaður KSÍ, í
samtali við Morgunblaðið í gær.
KSÍ kynnti nýja landsliðsbúninga
frá Puma í gær, ásamt nýju lands-
liðsmerki þar sem landvættir Ís-
lands eru í lykilhlutverki. Kynn-
ingu merkisins var ýtt úr vör með
magnþrungnu myndbandi sem KSÍ
birti á sínum miðlum síðdegis í gær.
„Það gæti tekið tíma fyrir ein-
hverja að venjast þessum breyt-
ingum en það er mikil saga á bak
við merkið og ég vil bara hvetja
fólk til þess að kynna sér hana. Þá
erum við gríðarlega ánægð með út-
komuna á nýju landsliðstreyjunni
og það má alveg segja að það séu
spennandi tímar fram undan hjá
KSÍ,“ sagði Guðni en íslenskt
stuðlaberg setur svip sinn á bæði
landsliðsmerkið og nýju búningana.
Ítarlegra viðtal við Guðna og kynn-
ing á merkinu eru á mbl.is/sport.
Mikil saga á bak við
nýja landsliðsmerkið
Ljósmynd/KSÍ
KSÍ Íslenskt stuðlaberg og landvættir koma við sögu í búningum og merki.
KNATTSPYRNA
1. deild kvenna, Lengjudeildin:
Nettóvöllur: Keflavík – Augnablik...... 19.15
Vivaldi-völlur: Grótta – Afturelding ... 19.15
Ásvellir: Haukar – ÍA........................... 19.15
2. deild kvenna:
Hertz-völlur: ÍR – Grindavík............... 19.15
Bessastaðavöllur: Álftanes – Fram .... 19.15
1. deild karla, Lengjudeildin:
Eimskipsvöllur: Þróttur R. – Þór ............ 18
2. deild karla:
Ólafsfjarðarvöllur: KF – Kári ............. 19.15
Framvöllur: Kórdrengir – Njarðvík... 19.15
Í KVÖLD!