Morgunblaðið - 02.07.2020, Page 65
Íslendingar hafa beðið eftirJúróvisjón-mynd Wills Ferrelmeð mikilli eftirvæntingu.Myndin var að miklu leyti
tekin upp hér á landi og í henni eru
fjölmargir íslenskir leikarar. Sjálf-
sagt hefðu landsmenn samt verið
mjög spenntir yfir henni burtséð frá
því hvort hún hefði einhverja teng-
ingu við Ísland, því íslenska þjóðin
er vitaskuld einn stór Júró-
visjón-aðdáendaklúbbur.
Eurovision Song Contest: The
Story of Fire Saga fjallar um Hús-
víkingana Lars Eiríkson og Sigrit
Eiríksdóttur. Þau eru ekki skyld
þrátt fyrir sama eftirnafnið, eða það
halda þau í það minnsta ekki. Lars
og Sigrit eru í hljómsveitinni Fire
Saga og eiga sér þann draum helst-
an að keppa í og vinna Söngvakeppni
evrópskra sjónvarpsstöðva. Lars
brennur reyndar enn heitar fyrir
þessum draumi en Sigrit, því hann
telur að þetta sé eina leiðin til að
vinna sér inn virðingu föður síns.
Fyrir hálfgerða tilviljun komast þau
inn í íslensku forkeppnina en enginn
hefur trú á því að atriðið þeirra fái
brautargengi, þar sem öllum þykir
ljóst að atriði Katiönu nokkurrar sé
besta atriðið í keppninni. Þegar
hræðilegt slys setur strik í reikning-
inn enda meðlimir Fire Saga engu
að síður á því að fara í keppnina fyrir
Íslands hönd.
Í keppninni kynnast Lars og Sig-
rit mörgum skrautlegum persónum
en þar fer rússneski keppandinn Al-
exander Lemtov fremstur í flokki.
Júróförin er þó ekki eintómt glimm-
er og glamúr og því miður gengur
ekki allt eins og í sögu hjá Fire Saga.
Grunnhugmyndin er ágæt, plottið
er alls ekki afleitt þótt það sé ekki
ýkja frumlegt. Sagan fylgir svipaðri
formúlu og aðrar keppnismyndir
Ferrels, eins og Blades of Glory og
Talladega Nights, og hann leikur
svipaða persónu og áður, hæfileika-
lítinn lúða uppfullan af allt of stórum
draumum. Þá minna föður-
komplexar Lars og leit hans að
„splorg-nótunni“ nokkuð á fyrirsæt-
una Derek Zoolander úr samnefndri
mynd frá 2001, en Zoolander glímdi
einnig við pabbavandamál og var
stöðugt í leit að hinni fullkomnu
pósu sem kallaðist „bláa stálið“.
Myndin hefur nú þegar hlotið
nokkuð blendnar viðtökur sem kem-
ur ekki á óvart, því myndin er gölluð
að mörgu leyti. Klippingin í mynd-
inni er til dæmis arfaslök og vinnur
algerlega gegn kómíkinni og spenn-
unni í sögunni. Það er eins og það sé
engin stefna að baki klippingunni og
fyrir vikið er myndin mjög mikið úti
um allt. Þá er hljóðvinnslan utan
tónlistaratriðanna ekki mjög góð og
litgreiningin alveg stórundarleg.
Myndin er íburðarmikil á vissum
sviðum, líklega er þetta svona
meðalstór framleiðsla á Holly-
woodskalanum, en á öðrum sviðum
lítur hún út eins og „low-budget“
mynd. Þetta misræmi gefur henni
mjög furðulega áferð.
Líkt og gefur að skilja er tónlist í
þungamiðju myndarinnar og þarna
birtast margir frumsamdir júró-
smellir, sem eru bara nokkuð sann-
færandi. Besta lagið er lag rúss-
neska keppandans Alexanders
Lemtov, „Lion of Love“, það er
ógeðslega fyndið og hittir alveg í
mark sem júró-paródía, ég kútveltist
af hlátri í sófanum alltaf þegar það
var spilað. „Lion of Love“, ásamt
sveitaballaslagaranum „Jæja, ding,
dong“ eru líka eiginlega einu lögin
sem fara alla leið í að vera grínlög,
hin lögin eru bara eins og alvöru
júrólög og eru fyndin á þeim grund-
velli að júrólög eru fyndin. Dan Ste-
vens sem leikur Lemtov á bestu
frammistöðuna í myndinni, þessi
rússneski George Michael furðu-
sjarmör er langeftirminnilegasti
karakterinn. Rachel McAdams er fín
líka og persóna hennar nær að
þróast aðeins umfram það að vera
bara skrautfjöður í hatti Lars.
Þarna birtast að sjálfsögðu mörg
andlit sem eru Íslendingum kunnug-
leg, leikarar eins og Ólafur Darri,
Björn Stefánsson og Jóhannes
Haukur Jóhannesson eru þarna í
aukahlutverkum. Hannes Óli
Ágústsson fer svo alveg á kostum
sem fýlulegur Húsvíkingur sem
heimtar alltaf að lagið „Jæja, ding,
dong“ sé spilað á dansleikjum og
þessi persóna er nú þegar orðin net-
grín (e. meme).
Ferrell verður tíðrætt um það í
viðtölum að hann hafi kynnst Júró-
visjón í gegnum konuna sína, sem er
sænsk. Maður fær á tilfinninguna að
myndin í heild sé einskonar einka-
brandari sem hafi orðið til þeirra á
milli og Will Ferrel er maður sem
hefur völd og fjármagn til að hrinda
svona brandara í framkvæmd. Þótt
myndin sé frekar mikið miðjumoð
þýðir það ekki að hún sé ekki for-
vitnilegt áhorf og engin hætta á að
Júróvisjón-aðdáendum muni leiðast.
Brokkgeng „Þótt myndin sé frekar mikið miðjumoð þýðir það ekki að hún sé ekki forvitnilegt áhorf og engin hætta
á að Júróvisjón-aðdáendum muni leiðast,“ segir rýnir um mynd Wills Ferrell sem arkar hér í hrauni með McAdams.
Netflix
Eurovision Song Contest: The Story
of Fire Saga bbmnn
Leikstjórn: David Dobkin. Handrit: Will
Ferrel og Andrew Steele. Kvikmynda-
taka: Danny Cohen. Klipping: Greg Hay-
den. Aðalhlutverk: Will Ferrel, Rachel
McAdams, Dan Stevens, Pierce Brosn-
an. 123 mín. Bandaríkin, 2020.
BRYNJA
HJÁLMSDÓTTIR
KVIKMYNDIR
Eldskírn Fire Saga
MENNING 65
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. JÚLÍ 2020
Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is
FRÁ SÖMU OG FÆRÐU OKKUR
SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI
Aðrar Christopher Nolan myndir:
The Dark Knight,
The Dark Knight Rises
Póstkortamorðin , hörkuspennandi þriller byggð
á sögu eftir Lizu Marklund og James Patterson,
sem komið hefur út í íslenskri þýðingu. EXTENDED EDITION
Í FYRSTA SINN Í BÍÓ Á ÍSLANDI
30 ÁRA AFMÆLISÚTGÁFAN
SÝND Í NOKKRA DAGA.Sýnd með íslensku tali
Sveinssafn í Sveinshúsi í Krýsuvík,
sem helgað er list hafnfirska mál-
arans Sveins Björnssonar, verður
opnað á ný eftir veturinn sunnu-
daginn 5. júlí kl. 13. Gerð verður til-
raun með lengri opnunartíma þar í
sumar, sem felur í sér að opið verð-
ur alla sunnudaga fram í október,
milli 13 og 18. Þar verður boðið upp
á veitingar og leiðsögn.
Sýningin CANARÍ er yfirstand-
andi í Sveinssafni og dregur hún
nafn sitt af Gran Canaria. Allar
myndirnar eru úr skissubók sem
Sveinn hafði með sér til Kanaríeyja
árið 1988 og kom óvænt í leitirnar
fyrir þremur árum.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Myndlistarmaður Skissubók Sveins
Björnssonar kom nýlega í leitirnar.
Kanaríeyjar
í Sveinshúsi
Erla Rut Kára-
dóttir, organisti
Grindavíkur-
kirkju, leikur á
öðrum tónleikum
Orgelsumars
2020 í Hallgríms-
kirkju fimmtu-
daginn 2. júlí.
Tónleikarnir
hefjast kl. 12.30.
Á efnisskrá tónleikanna verða verk
eftir Felix Mendelssohn Bartholdy,
Johann Sebastian Bach og Jehan
Alain.
Listvinafélag Hallgrímskirkju
stendur fyrir Orgelsumrinu, sem er
hádegistónleikaröð þar sem ólíkir
íslenskir organistar, víðs vegar af
landinu, koma fram alla fimmtu-
daga frá 25. júní til 20. ágúst.
Orgelleikur í
Hallgrímskirkju
Eva Rut Káradóttir