Morgunblaðið - 02.07.2020, Blaðsíða 68
68 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. JÚLÍ 2020
LAUGAVEGI 24 - REYKJAVÍK - S. 552 0800
SKIPAGÖTU 7 - AKUREYRI - S. 462 4646
Bók Ævars Þórs Benedikts-sonar, Hryllilega stuttarhrollvekjur, snerti viðmyrkfælna barninu í mér
sem æfði sund í tíu ár, alltaf jafn
hrætt við hið ímyndaða sem „beið“
á botni laugarinnar. Um er að ræða
kilju fyrir börn, unglinga og jafnvel
fullorðna í hugrakkari kantinum,
bók sem er tilvalið að lesa á meðan
sumarbirtan endist.
Um er að ræða tuttugu hryllileg-
ar smásögur sem eru hver annarri
hræðilegri. Þær eru flokkaðar eftir
hryllings-stigum, því vonda, verra
og versta, og er því leikur einn að
hætta lestri um leið og hrylling-
urinn verður lesandanum um
megn.
Átta ára gömul systir mín veitti
mér liðsinni við
að leggja mat á
gæði bókarinnar.
„Þetta eru
skemmtilegar
sögur en svolítið
ógeðslegar og
mjög spennandi,“
sagði hún eftir
nokkrar af væg-
ustu sögunum.
Sögurnar vekja jafnvel viðbjóð og
ótta hjá fullorðnu fólki svo ég tel að
bókin sé ekki fyrir hvaða barn sem
er. Skipting bókarinnar í hryllings-
stig gerir það þó að verkum að les-
andinn getur prófað sig áfram og
reynt á sín eigin þolmörk.
Þótt Ævar sé barnabókahöf-
undur eru bækur hans ekki verri
fyrir fullorðna og geta í raun verið
góð tilbreyting frá þungum fagur-
og spennubókmenntum. Ævar fer
listilega vel með okkar ástkæra yl-
hýra, nýtir sér ólík frásagnarform
og kann svo sannarlega að halda
uppi eftirvæntingu.
Þrátt fyrir að kiljan henti ekki
hvaða lesanda sem er er ekki hægt
annað en að gefa Ævari nánast
fullt hús stiga fyrir hrollvekju-
safnið.
Morgunblaðið/Eggert
Hrollvekjuhöfundur „Þetta eru skemmtilegar sögur en svolítið ógeðslegar
og mjög spennandi,“ segir systir rýnis um bók Ævars Þórs Benediktssonar.
Hræðir unga
sem aldna
Skáldsaga
Hryllilega stuttar hrollvekjur
bbbbm
Eftir Ævar Þór Benediktsson.
Mál og menning, 2020. Kilja, 153 bls.
RAGNHILDUR
ÞRASTARDÓTTIR
BÆKUR
Farþegar með jarðlestum Kaup-
mannahafnar eru eflaust orðnir van-
ir því margir hverjir að sjá þessar lit-
ríku og spegilgljáandi blöðrur uppi
undir lofti stöðvarinnar undir Kon-
gens Nytorv. Þetta eru ekki gas-
blöðrur sem börn hafa misst heldur
listaverkið „Litríkar speglablöðrur“
eftir Jeppe Hein, sem er danskur en
býr og starfar í Berlín. Blöðrurnar
voru settir í stöðina undir Kongens
Nytorv fyrir þremur árum, til að fá
farþega til að upplifa eitthvað óvænt.
Nú hefur fleiri blöðrum verið bætt
við í jarðlestarstöðvum sem nýbúið
er að bæta við kerfið í borginni.
Blöðrur Hein vekja athygli víðar,
því hann var einn fjögurra mynd-
listarmanna sem voru valdir til að
vinna verk inn í nýja flugafgreiðslu á
LaGuardia-flugvelli í New York –
þar eru fleiri litríkar blöðrur.
Litríkar
blöðrur
AFP
Speglandi blöðrur Jeppe Hein undir lofti jarðlestarstöðvarinnar undir
Kongens Nytorv. Sams konar blöðrur hans prýða nýja flugstöð í New York.
Myndlistarmaðurinn Ólafur Elíasson
hefur verið að velta því fyrir sér
hvernig það hljómar þegar við tökum
málstað jarðarinnar og tölum fyrir
hana. Með það að markmiði mótaði
hann verkefnið Earth Speakr, með
starfsmönnum vinnustofu sinnar í
Berlín, börnum og ýmsum öðrum
samstarfsaðilum úr ólíkum geirum.
Earth Speakr er marglaga lista-
verkefni sem samanstendur af smá-
forriti og gagnvirku vefsvæði sem
var opnað í gær, 1. júlí, og er á öllum
24 tungum Evrópusambandsins. Þá
verða áþreifanlegar birtingarmyndir
verkefnisins settar upp á völdum
stöðum í Evrópu.
Evrópskum börnum á aldrinum
sjö til 17 ára er boðið að taka til máls
á móðurmáli sínu og vista at-
hugasemdir um ástand jarðar á vef-
svæðinu.
Á heimasíðu Ólafs segir að til að
styrkja hugmyndir barna og ung-
menna um ástand jarðar, og gefa
þeim rödd, þá vinni Ólafur og sam-
starfsmenn hans með söfnum, skól-
um og bókasöfnum auk fleiri stofn-
anna að því að þenja verkefnið út.
Markmiðið er að verkefnið verði í
gangi út árið en ástæða þess að því
var hleypt af stokkunum í gær er sú
að það er unnið í samvinnu við þýsk
stjórnvöld og í gær tóku Þjóðverjar
við forsæti Evrópuráðsins. Þýsk
stjórnvöld kosta verkið og er unnið
að útbreiðslu þess og kynningu í
samstarfi við Goethe-stofnunina.
Markmiðið er að fá börn í öllum
löndum Evrópusambandsins til að
taka þátt í verkinu og taka til máls
fyrir jörðina.
Ungmennum boðið að
tjá sig um ástand jarðar
AFP
Listamaðurinn Ljósmyndari AFP-fréttastofunnar fangaði Ólaf Elíasson í
vinnustofu sinni að taka sjálfsmynd gegnum glerhnött, sem er við hæfi þar
sem smáforritið sem hann hleypti af stokkunum fjallar um ástand jarðar.
Ólafur Elíasson
hefur mótað marg-
laga listaverk
Tveir nýir sviðsforsetar hafa verið ráðnir til starfa við
Listaháskóla Íslands. Það eru þær Þóra Einarsdóttir óp-
erusöngkona sem mun taka við stöðu sviðsforseta tón-
listar og sviðslista og Eva María Árnadóttir sem mun
gegna hlutverki sviðsforseta arkitektúrs, hönnunar og
myndlistar. Þær hafa sinnt ýmsum störfum við Listahá-
skólann, bæði við kennslu og sem fagstjórar. Eva María
hefur meistaragráðu í stjórnun fyrirtækja og BA-gráðu í
fatahönnun og hefur starfað sem yfirhönnuður, fram-
leiðslustjóri og vöruþróunarsérfræðingur. Þóra er ein
kunnasta óperusöngkona landsins og hefur víðtæka
reynslu á sínu sviði. Hún hefur bæði lokið meistaragráðu
í óperusöng og í listkennslu.
Nýir sviðsforsetar við Listaháskólann
Þóra
Einarsdóttir
Myndlistarkonan Gunnhildur Þórð-
ardóttir mun opna sýninguna Leys-
ingar á morgun, föstudaginn 3. júlí
kl. 16, í SÍM-salnum í Hafnarstræti.
Til sýnis verða ný verk unnin á ár-
unum 2019 og 2020 og eru þau bæði
tví - og þrívíð.
Sýningin dregur nafn sitt af leys-
ingum, ástandinu „þar sem náttúr-
an er að undirbúa sig fyrir vorið og
sumarið, þegar klakinn er að losna
og aukin hlýindin verða“ og verk
Gunnhildar „verða til í leysingum
eða leysast úr læðingi“ eins og seg-
ir í tilkynningu frá skipuleggj-
endum. Einnig verða ljóð til sýnis,
sem „eru hugleiðingar allt árið um
kring um viðburði, persónur og
náttúruna“. Sýningin stendur til 24.
júlí og verður opin alla virka daga
milli klukkan 10 og 16.
Gunnhildur Þórðardóttir opnar sýningu
Leysingar Tvö verka Gunnhildar
Þórðardóttur af sýningunni.
Vinirnir Hjörleif-
ur Valsson fiðlu-
leikari og Jónas
Þórir orgel- og-
píanóleikari
halda um þessar
mundir röð tón-
leika víða um
land. Næstu tón-
leikar þeirra
verða í Fríkirkj-
unni í Reykjavík í
kvöld, fimmtudagskvöld, og hefjast
klukkan 20.
Í byrjun tónleikanna verða fé-
lagarnir á orgellofti kirkunnar og
leika tónlist eftir Johann Sebastian
Bach, Smetana, Rovland og fleiri. Að
því búnu munu þeir eftir hlé koma
niður að nýjum Steinway-flygli kirkj-
unnar og, eins og segir í tilkynningu,
slá þá á léttari strengi. Af og til segja
þeir sögur og láta gamminn geisa.
Jónas og Hjörleifur hafa spilað
mikið saman undanfarin 25 ár. Hjör-
leifur býr í Noregi en hann kemur til
landsins af og til og þá þykir þeim fé-
lögunum gaman að rifja upp gömul
kynni. Hjörleifur er að miklu leyti
menntaður í Austur-Evrópu og
Þýskalandi en Jónas Þórir starfar
sem kirkjuorganisti.
Hjörleifur
Valsson
Hjörleifur og Jónas
Þórir í Fríkirkjunni
Hvar er næsta
verkstæði?
FINNA.is