Morgunblaðið - 24.07.2020, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 24.07.2020, Blaðsíða 1
F Ö S T U D A G U R 2 4. J Ú L Í 2 0 2 0 Stofnað 1913  173. tölublað  108. árgangur  GEITUNGARNIR VORU SEINNA Á FERÐINNI NÝTT SAMVINNUFÉLAG BÆKUR RAGNARS VINSÆLAR Í ÞÝSKALANDI STARFSMANNAREKIÐ KAFFIHÚS 12 DIMMA OG DRUNGI 28RÖNDÓTTIR TAKA VIÐ SÉR 6 A ct av is 91 10 13 Omeprazol Actavis 20mg, 14 og 28 stk. Magasýruþolin hörð hylki ætluð fullorðnum til skammtímameðferðar við einkennum bakflæðis (t.d. brjóstsviða og nábít). Gleypið hylkin í heilu lagi með hálfu glasi af vatni fyrir mat eða á fastandi maga. Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgiseðli fyrir notkun lyfsins. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og auka- verkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á www.serlyfjaskra.is Starfsfólk skrifstofu alþjóðasamskipta Háskóla Íslands hefur orðið vart við að erlendir nemendur séu að hætta við að koma í nám í HÍ í haust vegna heimsfaraldurs kórónuveiru, að sögn Friðriku Þóru Harðardóttur, forstöðumanns skrifstofu al- þjóðasamskipta. Á síðasta skólaári voru erlendir nemendur við háskólann 1.550 talsins, bæði skiptinemar og er- lendir nemar á eigin vegum, en óvíst er hversu margir þeir verða næsta haust. „Skiptinemar koma á grundvelli samninga okk- ar við erlenda háskóla víðs vegar um heiminn. Margir skólar hafa þegar tekið þá ákvörðun að taka fyrir skiptinám, að minnsta kosti á haust- misseri, og heimila hvorki sínum nemendum að fara né að taka á móti nemendum,“ segir Friðrika. „Aðrir nemendur sæta ferðatakmörkunum, erf- itt [er fyrir þá] að útvega fylgigögn og fá vega- bréfsáritanir, eða [það] sem er kannski algengara að þeir treysti sér ekki til að ferðast á þessum óvissutímum.“ Sumir nemendanna sem ætluðu að koma hafa óskað eftir því að fresta skiptináminu í stað þess að hætta alveg við, ef heimaskólinn leyfir, og nem- endur á eigin vegum hafa einnig óskað eftir frestun. „Það er leitast við að vera sveigjanleg varðandi þessa nemendur ef kostur er,“ segir Friðrika. Starfsfólk skrifstofu alþjóðasamskipta hefur þó frétt af erlendum nemendum sem nú undirbúa komu sína til landsins eða eru komnir. Þeir hlíta sóttvarnarákvæðum eins og aðrir, að sögn Frið- riku. ragnhildur@mbl.is Erlendir nemar hætta við út af veiru  Hafa ákveðið að hætta við eða fresta námi við HÍ  Skólar stöðva skiptinám Bóman af súrálskrananum við álverið í Straumsvík var tek- in niður með logsuðutækjum í gær. Með því lýkur kafla í iðnsögunni, en kraninn, sem kallaður var Heberinn, var settur upp árið 1969, fyrst sem skóflukrani en varð súráls- krani 1980. Að sögn Ingvars Jóels Ingvarssonar, starfsmanns Hring- rásar, voru tveir kranar notaðir við niðurrifið af öryggis- ástæðum, en bóman vó 30 tonn. Heberinn verður rifinn á næstu vikum. Morgunblaðið/Arnþór Birkisson Súrálskraninn kveður álverið í Straumsvík Pétur Hreinsson peturh@mbl.is Ferðaþjónustufyrirtækið Arctic Adventures hefur endurráðið 20% af því starfsfólki sem áður vann hjá fyrirtækinu. Arctic Adventures sagði öllum 152 starfsmönnum sín- um upp í lok apríl vegna þeirra áhrifa sem kórónuveiran hafði á reksturinn en að sögn Styrmis Þórs Bragasonar, forstjóra fyrir- tækisins, er nú áætlað að veltan verði 30-35% af því sem hún var í fyrra. Þá nam hún sex milljörðum króna. Það sem af er júlí nemur aðsókn í ferðir fyrirtækisins um 26% af því sem hún var í fyrra. „Þetta er betra en maður átti von á. Þetta er allt að þróast í rétta átt en auðvitað miklu minna en áður. Ef maður horfir einn og hálfan mánuð aftur í tímann er þetta mun betra en búast mátti við,“ segir Styrmir í samtali við Morgunblaðið en hann tilkynnti starfsfólki tíð- indin í vikunni. Í samtali við Morgunblaðið segir Styrmir að í ljósi þeirra erfiðleika sem ferðaþjónustan stendur frammi fyrir sé þörf á samþjöppun í greininni til þess að minnka yfir- stjórnunarkostnað. „Þetta er eins og að lenda á vegg. Það er ekkert öðruvísi og auðvitað eru þetta mjög sérstakir tímar. Næstu mánuðina mun þetta ráðast af því sem er að ger- ast í öðrum löndum.“ Fyrirtækið skilaði tæplega 750 króna hagnaði í fyrra og er metið á 12 milljarða króna. 20% starfsfólks ráðin á ný  Forstjóri Arctic Adventures segir sameiningu fyrirtækja nauðsynlega í ferða- þjónustu  Áætlar að veltan verði um þriðjungur af því sem hún var í fyrra MArctic Adventures »14  96% íslenskra nemenda búa yfir grunnþekkingu eða meiri þekkingu til þess að nýta sér þá fjarnáms- möguleika sem í boði eru, sam- kvæmt nýrri könnun Hagstofu Evrópusambandsins. Standa Ís- lendingar jafnfætis Norðmönnum og aðeins króatískir nemendur standa framar, en 97% þeirra mæl- ast með nokkuð tæknilæsi. »6 Þykja vel tæknilæsir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.