Morgunblaðið - 24.07.2020, Blaðsíða 12
12 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. JÚLÍ 2020
86
ÁRA
Starfsmannafatnaður
fyrir hótel og veitingahús
Hótelrúmföt og handklæði
fyrir ferðaþjónustuna
Eigum allt fyrir:
• Þjóninn
• Kokkinn
• Gestamóttökuna
• Þernuna
• Vikapiltinn
• Hótelstjórnandann
Höfðabakka 9, 110 Reykjavík | sími 525 8210 | eddaehf@eddaehf.is | www.eddaehf.is
Allt lín fyrir:
Hótelið • Gistiheimilið
Bændagistinguna • Airbnb
Veitingasalinn • Heilsulindina
Þvottahúsið • Sérverslunina
Kristín Heiða Kristinsdóttir
khk@mbl.is
Við tókum málin í okkarhendur og ákváðum aðbúa sjálf til þær aðstæðursem við vildum hafa að-
gang að og geta boðið öðrum upp á.
Við erum hópur fólks með svipaðar
hugmyndir um það hvernig vinnu-
staðir eigi að vera reknir. Fraktal er
starfsmannarekið vegankaffihús í
bígerð, en þar verða líka vinnustofur
fyrir listafólk eða aðra sem eru að
skapa eitthvað. Fraktal er í raun
ennþá í sköpun en við fórum af stað
í október og fengum fljótlega hús-
næði,“ segir Friðrik Boði Ólafsson,
einn þeirra sem standa að baki
fyrirtækinu Fraktal sem er til húsa í
JL-húsinu við Hringbraut í Reykja-
vík.
„Við sem stöndum að baki
Fraktal erum fjölþjóðlegur hópur
frá Íslandi, Þýskalandi, Póllandi,
Frakklandi, Spáni og Afganistan.
Við komum úr ólíkum áttum, úr
þjónustugeiranum, úr tölvunarfræði,
menningarfræði, umönnunarvinnu
og láglaunastörfum. Einnig eru
meðal okkar listamenn og aðgerða-
sinnar. Að sjálfsögðu eru allir vel-
komnir á Fraktal og við reynum að
láta fólki líða þannig, hvaðan sem
það kemur og hvort sem það ætlar
aðeins að fá sér kaffi eða leigja
vinnustofu.“
Viðburðir tengdir sjálfbærni
Fraktal býður einnig upp á
ýmsa viðburði og nú þegar hafa
nokkrir farið fram.
„Við höfum haft jógakennslu,
danskennslu, kimchikennslu, kynn-
ingu á loftslagsbreytingum, tón-
listarviðburði og fleira. Við eigum
von á því að viðburðirnir verði áfram
eitthvað í þá áttina en við höfum
sérstakan áhuga á viðburðum sem
tengjast á einhvern hátt sjálfbærni.
Þessa stundina erum við í fram-
kvæmdum og tökum því ekki við
fleiri viðburðum að svo stöddu.“
Friðrik Boði segir að þau á
Fraktal trúi á mannlegt samstarf
frekar en samkeppni, og að fólk
njóti sín best þegar það hafi stjórn
yfir bæði einkalífi sínu og starfi.
„Samvinnufélög starfsmanna
eru til úti um alla Evrópu og Amer-
íku, en við teljum það vera sann-
gjarna leið til að skipuleggja vinnu-
staði. Stærsta og frægasta dæmið
um slíkt er Mondragon-samsteypan
á Spáni, en þar starfa yfir 74.000
manns. Persónulega fannst mér
Motion Twin, sem eru tölvuleikja-
framleiðendur í Frakklandi, vera
mjög hvetjandi dæmi. Ég held að
besti samnefnarinn fyrir Fraktal sé
eitthvert af þeim anarkista-
bakaríum sem finnast hér og þar
um veröldina,“ segir Friðrik Boði og
bætir við að undarlega mikið af
þröskuldum standi í vegi fyrir þeim
við að stofna fyrirtækið eins og þau
vilji hafa það.
„Draumurinn væri náttúrlega
að það væri jafn auðvelt að stofna
starfsmannasamvinnufélag eins og
það er að stofna hefðbundið eigin-
hlutafélag.“
Unga fólkinu á Fraktal tókst að
safna með hópfjármögnun á Karo-
linafund rúmlega sjö þúsund evrum
til að geta opnað vegankaffihús á
Fraktal.
„Ef okkar bjartsýnustu spár
rætast og okkur gengur vel í sam-
starfinu við borgina vonumst við til
að opna kaffihúsið eftir fjóra
mánuði.“
Starfsmannarekið vegankaffihús
Unga fólkið í Fraktal trú-
ir á mannlegt samstarf
frekar en samkeppni og
að fólk njóti sín best þeg-
ar það hefur stjórn á
einkalífi sínu og starfi.
Fraktal Fjölþjóðlegur hópur, f.v.: Natka (liggur), Raphaël, Phil, Christina, Marti, Tom, Mariam og Friðrik Boði. Fyrir framan eru þau Anna og Máni.
Notaleg stemning Hljómsveitin Nornagal með tónleika á Fraktal í tilefni hópfjármögnunar.
Rokktónlist mun hljóma víða um Ár-
bæjarsafn nk. sunnudag, 26. júlí, en
þá er gestum boðið að upplifa ferða-
lag aftur til sjötta og sjöunda áratug-
arins. Rokk og ról er yfirskrift dags-
ins og eru gestir og starfsfólk hvött
til að klæða sig upp í stíl við þema
dagsins.
„Félagar í Fornbílaklúbbi Íslands
kíkja í heimsókn með drossíurnar
sínar, spjalla við gesti og geta gefið
góð ráð um meðferð fornbíla. Í Hábæ
vinnur húsfreyjan Katrín Rósa fyrir
sér með því að greiða nágrannakon-
unum. Hún veit allt um galdurinn á
bak við flotta pin-up-hárgreiðslu. Í
Lækjargötu stendur Heiða förðunar-
fræðingur og farðar dömurnar áður
en þær skella sér á ball í sínu fínasta
pússi. Ilmurinn af nýbökuðum lumm-
um leikur um svæðið í kringum gamla
Árbæinn og á baðstofuloftinu verður
unnið að tóskap,“ segir í tilkynningu
frá safninu um viðburðinn.
Dagskráin hefst kl. 13 og stendur
til kl. 16 síðdegis. Allir eru velkomnir,
ókeypis aðgangur fyrir börn, öryrkja
og menningarkortshafa. Vert er að
taka fram að opið verður á kaffihúsi
safnsins í Dillonshúsi.
Rokk og ról á Árbæjarsafni næsta sunnudag
Upplifið ferðalag aftur til
sjötta og sjöunda áratugarins
Æðislega flottar Þessar hafa klætt sig upp í viðeigandi klæðnað á safninu.