Morgunblaðið - 24.07.2020, Side 10

Morgunblaðið - 24.07.2020, Side 10
Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson Úthlutun Reglurnar segja meðal annars til um þá framfærslu sem stúdentar fá og hversu háar tekjur þeir megi hafa án þess að lán þeirra skerðist. Ragnhildur Þrastardóttir ragnhildur@mbl.is Úthlutunarreglur fyrir menntasjóð námsmanna voru birtar síðdegis í gær og tóku gildi samdægurs, tæpum mánuði eftir að lög um sjóðinn tóku gildi. Hefur biðin eftir úthlutunar- reglum, sem skipta lántaka miklu máli, verið „bagaleg“ fyrir nýja lán- taka, að sögn lánasjóðsfulltrúa Stúd- entaráðs Háskóla Íslands (SHÍ). Lilja Alfreðsdóttir menntamála- ráðherra segir að úthlutunarreglurn- ar komi nú í tæka tíð. „Þetta er stór kerfisbreyting sem við erum að hrinda í framkvæmd. Það hafa ekki verið gerðar breytingar á námslána- kerfinu síðan 1990.“ Gömlu úthlutunarreglurnar voru enn í gildi þar til þær nýju tóku við, að sögn Lilju. Þær gömlu tóku mið af fyrra lánasjóðskerfi, Lánasjóði ís- lenskra námsmanna. Úr þreföldun í fimmföldun Úthlutunarreglurnar segja meðal annars til um þá framfærslu sem stúdentar fá, hversu háar tekjur þeir megi hafa áður en lán þeirra byrja að skerðast o.s.frv. Stærsta breytingin í nýjum úthlut- unarreglum er fimmföldun frítekju- marks skólaárið 2020-2021 fyrir þá sem koma af vinnumarkaði og inn í nám. Áður var markið þrefalt þegar fólk kom af vinnumarkaði en stúdent- ar hafa lengi kallað eftir fimmföldun. „Með þessu komum við til móts við þarfir samfélagsins á þessari stundu vegna þess að við vitum að það er auk- in aðsókn bæði í starfs- og háskóla- nám. Með úthlutunarreglunum erum við líka að koma betur til móts við þarfir doktorsnema.“ Sara Þöll Finnbogadóttir, lána- sjóðsfulltrúi SHÍ, hefur fengið fyrir- spurnir frá nemendum vegna biðar eftir úthlutunarreglum. Lilja segir að það að stúdentar vilji heldur taka lán í samræmi við nýjar úthlutunarreglur sýni styrk nýja kerfisins. „Það er svo mikil eftirspurn eftir því að vera í nýja kerfinu og stjórn- völd taka sérstaklega mið af því þegar fjárlög eru undirbúin.“ „Bagaleg“ bið en reglurnar komnar  „Stór kerfisbreyt- ing,“ segir Lilja Dánarorsakir og dánartíðni á Íslandi og í Evrópu árið 2017 Dánartíðni í 32 löndum í EvrópuAlgengustu dánarorsakir í 32 löndum í Evrópu Blóðrásarsjúkdómar Krabbamein Öndunarfærasjúkdómar Annað 1.631 1.488 1.485 1.016 1.000 960 916 903 894 838 824 816 1. Búlgaría 2. Rúmenía 3. Lettland . . . 14. Danmörk ESB-meðaltal 21. Finnland . . . 26. Svíþjóð . . . 26. Ísland 27. Noregur . . . 30. Frakkland** 31. Sviss 32. Liechtenstein 1. Búlgaría 2. Rúmenía 3. Litháen . . . 16. Finnland . . . 18. Svíþjóð . . . 20. Ísland . . . 29. Noregur 30. Holland 31. Frakkland 32. Danmörk Fjöldi dauðsfalla á hverja 100 þúsund íbúa* 66% 16% 32% *M .v . s ta ðl að þ ýð i. ** Tö lu r f rá 2 01 6 .H ei m ild : E ur os ta t. Guðni Einarsson gudni@mbl.is Blóðrásarsjúkdómar voru helsta dánarorsök fólks í flestum aðildar- löndum Evrópusambandsins (ESB) árið 2017. Þetta átti þó ekki við um Danmörku, Írland, Frakkland (sam- kvæmt tölum frá 2016) og Holland þar sem krabbamein var algengasta dánarorsökin. Þetta kemur fram í ný- legu yfirliti frá evrópsku tölfræði- stofnuninni Eurostat. Búlgaría var með hlutfallslega flest dauðsföll af völdum blóðrásarsjúk- dóma á meðal ESB-ríkja eða 66%. Hlutfallið var lægst í Danmörku, 23%. Hlutfallslega flest dauðsföll vegna krabbameins urðu í Slóveníu (32%) en fæst í Búlgaríu (16%). Rekja má meira en helming allra dauðsfalla í ESB-ríkjunum til sjúk- dóma í blóðrásarkerfi og krabba- meina. Hlutfall dauðsfalla af þessum völdum var 52% í Frakklandi árið 2016 og allt upp í 82% í Búlgaríu 2017. Öndunarfærasjúkdómar voru þriðja algengasta dánarorsökin í flestum að- ildarríkjum Evrópusambandsins árið 2017. Ólík dánartíðni milli landa Eurostat segir að til þess að fá traustan samanburð á dánartíðni milli landa þurfi að aðlaga dánartölur með tilliti til fólksfjölda og samsetn- ingar þjóðanna svo sem varðandi ald- ur og kyn. Samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu Íslands er slíkt staðlað þýði notað í lýðheilsufræðilegum til- gangi til að fá sem réttastan saman- burð. Hlutfallslega flest dauðsföll í ríkj- um ESB urðu í Búlgaríu árið 2017, eða 1.631 á hverja 100.000 íbúa sam- kvæmt stöðluðu dánarhlutfalli. Næst komu Rúmenía (1.488), Lettland (1.486), Ungverjaland (1.470) og Litháen (1.418). Fæst dauðsföll urðu í Frakklandi eða 838 á hverja 100.000 íbúa árið 2016, á Spáni (844), Ítalíu (875), Lúxemborg (911), Svíþjóð (916) og á Möltu (927). Samkvæmt þessari aðferð hafa orðið 903 dauðsföll á 100.000 íbúa á Íslandi árið 2017 samkvæmt stöðluðu þýði. Í raun voru dauðsföllin rúmlega 650 það ár. Íslenska þjóðin er hlut- fallslega mjög ung miðað við margar aðrar þjóðir í Evrópu. Tíðni ýmissa algengra sjúkdóma eykst með hækk- andi aldri. Því þarf að taka tillit til aldurssamsetningar og fleiri þátta. Mikilvægar upplýsingar Á heimasíðu Embættis landlæknis (landlaeknir.is) er fjallað um dánar- orsakir og tölfræði. Þar segir m.a.: „Fæstar þjóðir hafa nægilega ná- kvæmar og yfirgripsmiklar upplýs- ingar um sjúkdóma og sóttarfar og því eru tölur um dánarorsakir megin- uppspretta upplýsinga við skipulag og mat á heilbrigðisþjónustu. Töl- fræði um dánarorsakir er aðgengileg- ustu upplýsingarnar þegar algeng- ustu heilbrigðisvandamálin eru til skoðunar. Dánartölur verður þó ávallt að túlka með gát þegar um samanburð í tíma eða á milli landa er að ræða, m.a. vegna mismunandi ald- urssamsetningar og breytinga sem geta orðið á þeim alþjóðlegu reglum sem unnið er eftir við kóðun dánaror- saka af dánarvottorðum.“ Dánartíðni og helstu dánarorsakir  Blóðrásarsjúkdómar og krabbamein algengar dánarorsakir í Evrópu  Notast er við staðlað þýði til að fá sem réttastan samanburð milli þjóða  Flest dauðsföll í Búlgaríu 2017 en fæst í Liechtenstein 10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. JÚLÍ 2020 Skötumessa í Garði 2020 var haldin í Gerðaskóla í Suðurnesjabæ í fyrra- kvöld. Þar mættu um 400 gestir sem gæddu sér á kæstri skötu, saltfiski, plokkfiski og tilheyrandi meðlæti. Fjölbreytt skemmtidagskrá var að vanda. Á meðal þeirra sem skemmtu voru tónlistarmennirnir Víkingur og Baldvin; Páll Rúnar Pálsson söngvari, söngvararnir Dav- íð Guðmundsson og Óskar Ívarsson, tónlistarmennirnir Andri Páll og Sölvi og Sigga Klingenberg. Ræðu- maður kvöldsins var Örvar Þór Kristjánsson uppistandari. Í lokin voru tónleikar með Ólafi Magnús- syni, Ásdísi Rún og Björgu Þórhalls- dóttur. Antonía Hevesi lék undir á píanó. Öll innkoman af Skötumessunni rennur til góðra málefna auk styrkja sem aflað er frá einstaklingum og fyrirtækjum. Að þessu sinni var út- hlutað 14 styrkjum sem m.a. runnu til ferðasjóðs NES, íþróttafélags fatlaðra á Suðurnesjum, velferðar- sjóðs Suðurnesja, Lagasmiðjunnar, aðstöðu fyrir heyrnarskert ung- menni, geðræktarstöðvarinnar Bjargarinnar auk margra einstak- linga sem hafa orðið fyrir áföllum og þurftu á stuðningi að halda. Ásmundur Einar Daðason félags- og barnamálaráðherra notaði tæki- færið og afhenti Fjölskylduhjálp Ís- lands hlut hennar í 25 milljóna króna styrk sem stjórnvöld ákváðu að veita níu góðgerðarfélögum vegna kórónuveirufaraldursins. Ráð- herrann ákvað að verja 300.000 krónum af skúffufé sínu til góð- gerðarstarfs Skötumessunnar. Helstu bakhjarlar viðburðarins eru Fiskmarkaður Suðurnesja, Skólamatur ehf., Icelandair Cargo, Suðurnesjabær, Veitingahúsið Laugaás og fleiri. Allt starf við við- burðinn er unnið í sjálfboðavinnu. gudni@mbl.is Þjóðleg veisla í góðgerðarskyni  Skötumessan í Garði styrkir árlega mörg samtök á Suðurnesjum  Einnig fá stuðning einstakling- ar sem hafa orðið fyrir áföllum í lífinu  Allt starf við Skötumessuna er unnið í sjálfboðavinnu Morgunblaðið/GE Skötumessa Ásmundur Einar Daðason afhenti Fjölskylduhjálp Íslands styrk vegna kórónuveirufaraldursins. Skötumessan » Skötumessan er haldin á miðvikudagskvöldi sem næst Þorláksmessu á sumri, 20. júlí. » Fyrsta Skötumessan var haldin fyrir 17 árum að frum- kvæði Ásmundar Friðrikssonar, nú alþingismanns. » Vinsældir Skötumessunnar jukust hratt og kallaði það á sí- fellt stærra húsnæði. Nú var hún haldin í 12. skipti í Gerða- skóla í Garði. » Skötumessan í fyrra sló að- sóknarmet. Nú keyptu um 400 manns miða á viðburðinn en hann kostaði 5.000 krónur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.