Morgunblaðið - 24.07.2020, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 24.07.2020, Blaðsíða 21
færi mér ekki að voða. Ég lét það ekki stöðva mig. „Ef ég fæ að prófa ertu besti afi í heimi.“ Við þessi orð hætti afi að þrífa og hugsaði sig um örskamma stund. „Jú, vill maður ekki vera besti afi í heimi,“ sagði hann þá og rétti mér kústinn. Ég man ekki hvort hann hjálp- aði mér að halda á kústinum eða hvort ég fékk að vinna verkið al- veg sjálfur. Það skiptir eflaust ekki máli. Ég stend við mitt lof- orð. Þú ert, hefur alltaf verið, og munt alltaf vera besti afi í heimi. Börnin vel bjóða. Besti afi í heimi. Víst vill maður það. Þinn afastrákur, Róbert Smári. Afi kom alltaf brosandi til manns, gaf manni koss og stórt faðmlag. Afi á Sleitó kallaði ég hann, afi minn sem keyrði rúturn- ar, átti allar rúturnar. Oft var ég með honum á BSÍ þegar ég átti að vera hjá ömmu og afa á Sleitó, þá fór ég alltaf með afa á rútunni. Meðan við biðum eftir að leggja af stað fékk maður að fara inn á skrifstofurnar með öllum köllunum og „þetta er hún Drífa, afastelpan mín, dóttir Reynis“ sagði hann montinn. Svo var komið að því að leggja í hann, þá komu ferðalangarnir sér fyrir og hann afi tók brosandi á móti öllu fólkinu, margir heilsuðu honum eins og kærum vini, sátu og kjöftuðu við hann alla leiðina meðan ég fylgdist með afa keyra norður. Í minningunni er bangsaapi hangandi niður úr speglinum sem dinglaði með hreyfingum bílsins og marglita fléttubandið sem ég fléttaði hangandi á lyklunum hans. Aðalsportið var að fara með afa inn í sjoppuna í Borgarnesi, setj- ast inn á kaffistofu og fá ís eða eitthvert góðgæti, þá var dekrað við mann. Hann spjallaði við starfsfólkið og aðra bílstjóra þar um hitt og þetta, reytti af sér brandara og sögur. Ég sagði ekki mikið, fylgd- ist bara feimin með honum afa. Svo kom maður heim að Sleitu- stöðum, með afa á stóru rútunni, yfir kindahliðið og upp að skemm- unni eða sjoppunni að knúsa hana ömmu líka, þá var maður sko kominn í sveitina til ömmu og afa. Bláa síðbrókin, greiðan, útvarpið og blaðið. Góða ferð elsku afi minn, ég hugsa að nú sé hann kominn á rút- una og búinn að finna hana ömmu loksins aftur. Þín Drífa Þöll. Nú kveðjum við Jón á Sleitó, Jón eldingu, Nonna eða afa eins og ég er svo lánsöm að hafa fengið að kalla hann. Afi var alltaf glaður, jákvæður, brosmildur og sýndi áhuga á öllu sem við tókum okkur fyrir hendur. Árið 2005 flutti afi heim til okk- ar í Víðihlíðina eftir að Alda amma lést. Við erum mjög þakklát fyrir að hafa fengið þessi 15 ár með afa og notið hlýrrar nærveru hans. Við systkinin þekkjum því ekkert annað en að koma heim og þar taki afi á móti okkur brosandi og spyrji okkur hvernig dagurinn okkar hafi verið. Afi studdi alltaf við bakið á okkur í skóla og þeim íþróttum sem við iðkuðum og var hann duglegur að mæta á æfingar til að fylgjast með og leiðbeina manni þegar æfingunni var lokið. Þær eru margar minningarnar sem við yljum okkur við og erum við þakklát fyrir þau ár sem við fengum með afa, þau eru dýrmæt. Afi var fullur af fjöri, hljóp upp og niður stigann, keyrði tvisvar til þrisvar sinnum á dag út í sveit til að brasa eitthvað þar og hafði hann alltaf eitthvað að gera. Það er ekki svo langt síðan ég hugsaði að mikið yrði hún langafastelpan þín, dóttir mín og Sæþórs sem er væntanleg í nóvember, heppin að kynnast Nonna langafa sínum og veit ég að þú hefðir veitt henni alla þá ást og umhyggju sem þú veittir okkur. Við verðum dugleg að segja henni sögur af afa sínum. Í október 2018 tók ég stutt við- tal við afa þar sem ég spurði hann um rútubílstjóraferil hans og margt tengt honum. Það er dýr- mætt að eiga röddina hans og hláturinn á upptöku sem ég get alltaf hlustað á þegar söknuðurinn er óbærilegur. Í þessu viðtali kom margt skemmtilegt fram, meðal annars skýringin á viðurnefninu hans, Jón elding. Í viðtalinu spyr ég afa hver sé skýringin á bak við viðurnefnið, en það fór eflaust ekki fram hjá neinum að hann afi keyrði ósköp hægt um götur bæj- arins og hélt ég að nafnið væri þaðan komið, sem nokkurs konar grín. En þá svarar afi: „Það er eðlileg skýring á því, hún er sú að ég átti bíl, 26 manna rútu, sem komst ekki yfir 60 km hraða og ég skírði hana Eldingu. Vegna þess að bíllinn komst ekki hraðar vildi ég láta hann njóta þess að hann væri snöggur sko. Elding er svona hraðfleygt tæki.“ Í viðtalinu sagði afi okkur frá fyrstu sektinni sinni en það var ekki fyrr en 13. október 2018 sem hann afi fékk sína fyrstu umferð- arsekt, 89 ára að aldri. Það atvik- aðist þannig að afi var ekki búinn að spenna beltið þegar hann ók af stað og hafði lögreglan veitt því eftirtekt. Hann var stoppaður og sektaður um tuttugu þúsund krónur. „Það tók þá níutíu ár að koma mér á sakaskrá,“ sagði afi og hló. Afi vildi meina að einhvern tímann væri allt fyrst og hafði hann gaman af þessu. Það leið ekki langur tími þar til afi hafði rammað sektina inn og hengt hana upp á vegg. Það er svo margt sem þú kenndir mér elsku afi minn, svo margt sem ég á þér að þakka. En fyrst og fremst takk fyrir allar minningarnar og stundirnar sem við áttum saman, þær eru dýr- mætar og munu ylja um ókomna tíð. Þín afastelpa, Karen Lind Skúladóttir. Elsku besti afi minn, ég kveð þig með miklum söknuði en með þakklæti í huga fyrir að hafa feng- ið að njóta þeirra forréttinda að þú skyldir búa hjá okkur í Víði- hlíðinni síðastliðin 15 ár, svona hress og kátur alla daga. Styðja okkur systkinin og styrkja í öllu því sem við höfum tekið okkur fyr- ir hendur og staðið þétt við bakið á okkur. Þessir síðustu dagar hafa verið mjög þungir og erfiðir enda þekki ég ekki neitt annað en að hafa þig mér við hlið. Það verður skrítið að þurfa að sætta sig við það, að þú, sem hefur verið partur af lífi mínu frá fæðingu, skulir ekki koma og bjóða mér góða nótt, munir ekki sitja við matarborðið með okkur, munir ekki horfa með mér á enska boltann, munir ekki vera á hlið- arlínunni og hvetja mig í fótbolt- anum, munir ekki hringja og spyrja hvernig útileikirnir fóru og munir ekki skutla mér á æfingar. Núna er enginn afi til að mæla hæðina mína, þú sem varst svo spenntur í hvert skipti sem þú baðst mig að koma til að mæla hæðina. „Hvað heldurðu að þú hafir stækkað síðan síðast?“ varstu vanur að spyrja. Mæling- arnar skráðir þú samviskusam- lega innan í fataskápshurðina þína, og þar koma þær til með að standa. Samband okkar var einstakt, og gerðir þú allt fyrir mig sem ég bað þig að gera, hvort sem það var að sækja mig fyrr í Árvist, áður en vistunartímanum var lokið, fara með okkur í búðina og kaupa handa okkur salatbar eða ís, nú eða bjóða okkur út að borða. Ég er stoltur af því að hafa átt afa með svona mikla ást og hlýju eins og þú hafðir. Ég veit að þú munt halda áfram að fylgjast með okkur en það verður öðruvísi að finna ekki hlýju hendurnar þínar umvefja sig. Núna er lífsgöngu þinni lokið elsku afi, það er komið að kveðju- stund, minning þín mun lifa í hjarta mínu alla tíð. Guð geymi þig, þinn Bragi. Takk, elsku Nonni afi, fyrir allt sem þú kenndir mér. Það sem þú skilur eftir þig í hjarta mínu eru góðar minningar sem ég er þakk- látur fyrir að eiga. Eftir að amma dó fluttir þú til okkar í Víðihlíðina og er ég þakk- látur fyrir að hafa búið í herberg- inu við hliðina á þér síðustu 13-14 árin, og fyrir öll skiptin sem þú komst til mín og spjallaðir við mig um allt og ekkert. Þrátt fyrir að ég væri fluttur að heiman varst þú duglegur að koma til okkar Tótu og í eitt skipti þegar ég og Tóta vorum sofandi í stofunni eftir langan dag æddir þú inn og heilsaðir upp á okkur því þú varst svo stoltur af „höllinni“ – eins og þú kallaði parhúsið sem við feðgar höfðum nýlokið við að byggja. Þú varst rosalega stoltur af barnabörnum þínum og þið Alda amma voruð dugleg að standa við bakið á okkur þegar við vorum að keppa í fótbolta um allt landið, og á ég margar góðar minningar frá þeim tíma, þó sérstaklega eina sem er mér mjög kær. Það var á Króksmóti þegar ég var ásamt liðsfélögum mínum að spila á móti KA og þú að sjálfsögðu mættur til að horfa. Við eigum hornspyrnu í því horni sem þú stóðst í og horfð- ir á leikinn, ég fer til að taka spyrnuna, þegar ég legg boltann niður segir þú við mig: „Sjáðu hvar markmaðurinn stendur, passaðu þig að hann nái ekki bolt- anum …“ Svo tek ég spyrnuna og boltinn flýgur yfir markmanninn, í stöngina hinum megin og inn, áð- ur en ég fagna með félögum mín- um lít ég til baka til þín og þar stendur þú og brosir til mín. Fyrir tæplega sex árum lagðist þú inn á Landspítalann, vegna hjartaþræðingar, þar sem kom í ljós að þú varst með mjög skerta hjartastarfsemi. Rúmlega viku eftir dvöl þína á spítalanum komst þú yfir í herbergi til mín eins og þú gerðir svo oft, spurðir mig hvort ég væri til í að koma með þér yfir í Sleitustaði að laga bæj- arlækinn því takmarkað vatns- magn væri farið að renna niður í litlu virkjunina. Ég sá að þetta skipti þig miklu máli. Í þetta verk- efni fórum við saman hvor með sína skófluna; annar á níræðis- aldri og hinn á tvítugsaldri. Þegar okkur hafði tekist að auka vatnrennslið í læknum niður að virkjun ljómaðir þú allur. Þá vissi ég að þér hefði tekist að halda í gangi því sem faðir þinn hafði byggt og var honum svo kært. Þegar haldið var heim á leið tókst okkur að festa okkur í miðju túninu, því ekki var Jón elding þekktur fyrir að fara hratt yfir á hvíta Toyota hiace sem hann var svo oft á. Ég sagði við þig áður en ég fór út að ýta að nú þyrftir þú að gefa heldur betur í, og það gerðir þú svo sannarlega því upp fór bíll- inn og ég lá flatur eftir í drullunni, svartur upp fyrir haus. Þér var heldur betur skemmt þegar ég kom aftur inn í bíl. Takk fyrir allt elsku Nonni afi, þú munt alltaf eiga stað í hjarta mínu. Þinn Hólmar Daði Skúlason. Fyrstu kynni okkar Jóns á Sleitustöðum hófust á haustdög- um 1980. Ég var þá nýlega fluttur í Hjaltadal og var vegna eigin klaufaskapar á nærri bensínlaus- um bíl seint um kvöld. Staddur eigi allfjarri Sleitustöðum, þar sem hjónin Jón og Alda ráku sölu- skála og bensínafgreiðslu var mér bent á að mér væri alveg óhætt að banka upp á þótt seint væri, því þau væru svo greiðvikin. Sem ég og gerði og fékk afgreiðslu mála minna – þjónusta sem veitt var af ljúfmennsku. Slík ljúfmennska einkenndi öll samskipti okkar Jóns, sem nú hefur lagt í sína hinstu för til konu sinnar Öldu, sem kvaddi fyrir nokkrum árum. Jón á Sleitó, eins og hann var oftast kallaður, var hægur og ljúf- ur í allri framkomu. Hann var allt- af glaðlegur og brosandi og greið- vikinn svo af bar. Ég held að allir sem leituðu til hans hafi haft er- indi sem erfiði og að hann hafi haft ástríðu fyrir því að gera fólki greiða. Á þessum árum keyrði hann áætlunarrútu á milli Sauð- árkróks og Siglufjarðar í fram- haldi af áralangri sögu rútuút- gerðar frá Sleitustöðum. Fékk hann orð fyrir að vera traustur og varkár ökumaður á þessari leið sem oft var varasöm í misjöfnum veðrum. Prívat hafði Jón mikinn áhuga á íþróttum – einkum frjálsum íþróttum - og það var honum ástríða að spila bridge. Í bridge- spili kom blíðmennska hans vel í ljós. Það kom fyrir þegar makker hans í spilum forfallaðist að hann leitaði til mín að skipa það sæti. Fyrir utan að hafa aldrei verið góður spilamaður snerti ég lítið á því spili um margra ára skeið. Það kom því oftar en skyldi fyrir að ég gerði mig sekan um klaufaskap af verstu tegund og stuðlaði þannig að verri útkomu okkar en hann var vanur. Þeir sem þekkja til bridgespilamennskunnar vita að stór og mikilvægur hluti spilsins er að rífast um spilamennskuna eftir hvert spil ef einhverjum verður á. Ég þurfti hins vegar aldrei að þola skammir af hendi Jóns. Hann benti mér góðfúslega á hvað betur hefði mátt fara og þar með var málið búið. Jón Sigurðsson á Sleitustöðum var lágur maður vexti en samsvar- aði sér vel. Hann var að ég held alla tíð heilsuhraustur og því var vart hægt að trúa, að hann væri kominn á tíræðisaldur þegar hann lést. Svo vel bar hann aldurinn. Með Jóni er genginn góður mað- ur, sannur vinur og velgjörðar- maður. Við Herdís eigum eftir að sakna hans og hugur okkar dvelur hjá ástvinum hans. Megi góður Guð vera þeim styrkur í sorginni. Pétur Bjarnason. Við andlát öðlingsins og heið- ursmannsins Jóns á Sleitustöðum koma margar góðar minningar upp í hugann, flestar tengdar íþróttum á æskuárum mínum á Hofsósi. Það er á engan hallað þegar ég fullyrði að Jón var alltaf helsti stuðningsmaður okkar, sem stunduðum íþróttir við frekar bágbornar aðstæður. Hann var alltaf jákvæður og uppörvandi, hrósaði og hvatti og stappaði í okkur stálinu þegar þurfti, þess fullviss að næst gengi okkur bet- ur. Oft keyrði hann okkur á æfing- ar eða á mót hingað og þangað og tók ábyggilega aldrei krónu fyrir það frekar en þegar þau Alda hýstu þjálfarana sem komu stund- um á sumrin og dvöldu þá nokkrar vikur hjá þeim í húsnæði og fæði. Íþróttaáhuginn fylgdi honum alla tíð. Eftir að ég fór að vinna á Króknum kom hann stundum á skrifstofuna til mín og þurfti að spjalla um þetta mikla áhugamál. Stundum hafði hann séð mjög efnilega krakka í fótbolta, sem hann vildi að yrði haldið vel utan um, eða honum fannst landsliðs- fólk, sem var skagfirskra ætta, standa sig vel í sínum greinum. Þegar við hittumst síðast, stuttu fyrir andlát hans, gáfum við veir- unni langt nef, föðmuðumst eins og venjulega og ræddum um að nú væri íþróttalífið að komast á skrið aftur. Ég þakka þessum vini mínum fyrir langa og góða vináttu og alla tryggðina og leyfi mér, fyrir hönd „gömlu“ handboltastelpnanna á Hofsósi, að þakka allan stuðning- inn og áhugann sem hann sýndi okkur. Ég votta fjölskyldu Jóns samúð mína. Þórdís Friðbjörnsdóttir. MINNINGAR 21 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. JÚLÍ 2020 Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamamma, amma og langamma, EVA MAGNÚSDÓTTIR, Heiðargerði 48, lést á Hjúkrunaheimilinu Boðaþingi mánudaginn 20. júlí. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Spóalundar, Hjúkrunarheimilinu Boðaþingi, fyrir frábæra umönnun, nærgætni og hlýju. Steinþór Marinó Gunnarsson Sigrún Steinþórsdóttir Erna Steinþórsdóttir Eyjólfur Hjaltason Hildur Steinþórsdóttir Jóhannes K. Guðlaugsson Guðrún Steinþórsdóttir Þorsteinn Pálmarsson barnabörn og barnabarnabörn Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, sonur, bróðir, tengdasonur og mágur, HANS ADOLF HJARTARSON, Krókavaði 23, Reykjavík, lést á heimili sínu laugardaginn 18. júlí eftir erfið veikindi. Útför fer fram frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 28. júlí klukkan 13. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á sameiginlegan reikning barna hans: 021207-2250, 0322-22-004504. Rakel Ósk Hreinsdóttir Helena Ósk Hansdóttir Hjörtur Hansson Hjörtur Hansson Kristín Þórisdóttir Geir Óskar Hjartarson Haukur Árni Hjartarson Kristinn Bragi Garðarsson Guðrún Hrönn Hjartardóttir Ragnar Smári Guðmundsson Ingibjörg Andrésdóttir Hreinn Guðmundsson Þegar tengdafaðir minn sagði mér lát vinar og fyrrverandi skipstjóra míns, Gísla M. Sigmars- sonar, setti mig hljóðan. Fyrir hug- skotssjónum birtust ýmsar myndir og atburðir frá liðinni tíð, frá þeim árum þegar ég reri sem háseti og kokkur hjá honum á Elliðaey VE. Vorið 1970 réðst ég í skipsrúm hjá honum og næstu þrjú árin hélt ég þessu sumarplássi og gott betur því þegar ég lauk háskólanámi og réð mig til Seðlabankans eyddi ég fyrsta sumarfríinu mínu á trolli með Gísla. Ég hafði sagt tengdaföður mín- um að ég hefði áhuga á að komast á sjó og hvar annars staðar væri það betra en í Eyjum. Ég bað hann því að athuga með pláss fyrir mig. Af öllum þeim fjölda skip- stjóra í Eyjum á þessum árum valdi hann Gísla. Þegar fram liðu stundir sá ég að það val hefði ekki getað orðið betra. Hafið heillaði mig í bernsku, var heimur sem ekki var á færi allra að kynnast en þangað leituðu þeir sem báru útþrá og kjark í brjósti. Lengi vel var bernskudraumurinn sá að verða sjómaður, ef til vill skip- stjóri eins og varð hlutskipti svo margra ungra manna. Auðvitað hálfkveið ég því að hitta skipstjórann í fyrsta sinn, hafði aldrei séð hann áður né vissi ég neitt um hann annað en að hann væri tengdasonur Binna í Gröf, þess mikla aflamanns. Ann- að angraði mig líka, það að hafa tekið að mér að elda ofan í sjö karla, ég sem varla kunni að hella upp á kaffi. Í ljós kom að Gísli var einstakur maður sem síðar varð mikill vinur minn fyrir lífstíð. Hafi ég óttast, eins og oft var sagt um skipstjóra á þessum árum, að þeir væru skapstórir og reyndar kolvitlausir Gísli Matthías Sigmarsson ✝ Gísli MatthíasSigmarsson fæddist 9. október 1937. Hann lést 6. júní 2020. Útför hans fór fram 16. júní 2020. margir hverjir, þá passaði ekkert af þessu við hann. Hann var einstak- lega hlýr og rólynd- ur maður, hækkaði varla róminn úr brú- arglugganum og mjög gætinn sjó- maður sem sífellt varaði áhöfnina við hættum sem fylgja trollfiskeríi. Hann fiskaði vel og var réttur maður á réttum stað. Gísli var áhugasamur skipstjóri og var sífellt tilbúinn að reyna eitt og annað til að fiska meira. Ég minnist þess að á þenn- an 90 tonna trébát var hann búinn að hengja bobbingalengju, sem passað hefði vel 300 tonna stálbáti. Í leiðinda brælum gekk svo mikið á, þegar trollið var tekið á síðuna, að ég hélt stundum að bobbing- arnir myndu brjóta bátinn þegar þeir slógust í hann í öllum látun- um. En þessi ráðstöfun skilaði sér líka vel því með henni gat hann veitt á erfiðum slóðum sem oft á tíðum gáfu meiri afla. Ég undi mér vel þessi rúm þrjú sumur með Gísla. Í stað þess að leggja mig á milli aðgerða eyddi ég oft tímanum uppi í brú hjá hon- um til að fylgjast með og læra á bleiðurnar, þar sem fiskað var. Ég hafði áhuga á að læra sem mest af þessum reynda sjómanni sem allt- af var reiðubúinn til að fræða mig um allt sem máli skipti. Nú þegar þessi gamli vinur er horfinn til austursins eilífa minn- ist ég hans með miklu þakklæti. Hann var mikill mannkostamað- ur, dugnaðarforkur sem hafði mikinn áhuga á ævistarfinu, léttur í lund, örlítið stríðinn sem engan meiddi, maður sem gaman var að vera með. Það sem líka hjálpaði honum í lífsbaráttunni var ein- dreginn stuðningur Bobbu, eigin- konu hans, sem hafði svo sannar- lega jafn mikinn áhuga á útgerðinni og hann sjálfur. Þau voru sannarlega samhent hjón. Bobbu og fjölskyldunni sendi ég mínar innilegustu samúðar- kveðjur. Halldór Guðbjarnason.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.