Morgunblaðið - 24.07.2020, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. JÚLÍ 2020
Rafstilling ehf
Dugguvogi 23, 104 Reykjavík, sími 581 4991, rafstilling@rafstilling.is
Opið mán.-fim. 8-12 og 13-18, fös. 8-14
Hröð og góð þjónusta um allt land
Áratug
a
reynsla
Startar bíllinn ekki?
Við hjá Rafstillingu leysum málið
„Í sjálfu sér er ekkert sem bannar
fólki að koma til Íslands, með áritun
frá Schengen-svæði,“ segir Þor-
steinn Gunnarsson, staðgengill upp-
lýsingafulltrúa Útlendingastofnun-
ar. Fátt er því til fyrirstöðu að þeir
sem eru utan ytri landamæra og hafa
fengið undanþágu til að ferðast til Ís-
lands geti ferðast innan Schengen-
svæðisins án þess að þurfa að afla
sér frekari undanþága. Fer slíkt eft-
ir tilhögun hvers og eins ríkis, að
sögn Þorsteins, enda hafi ýmis ríki
ákveðið að loka innri landamærum.
Framkvæmastjórn ESB hafi þó
hvatt ríki til þess að opna innri
landamæri sín.
„Fyrst og fremst var verið að setja
þessar takmarkanir til þess að
bregðast við aðstæðunum vegna
kórónuveirunnar,“ segir Þorsteinn.
Útlendingastofnun hefur til þessa
veitt ráðgjöf um samþykktir undan-
þága, í samráði við utanríkisráðu-
neytið og lögreglu. Alls hafa um 250
manns hafa fengið staðfestingu á því
að Útlendingastofnun álíti skilyrði
fyrir undanþágu uppfyllt.
„Það eru engar vísbendingar um
að það væri eitthvað óvenjulegt í
gangi með undanþágubeiðnirnar,“
segir hann.
Ferðatakmarkanir voru fyrst
teknar upp á grundvelli bráða-
birgðaákvæðis við reglugerð um för
yfir landamæri. Bráðabirgðaákvæð-
ið felur ekki í sér sérstakt umsóknar-
ferli en einstaklingar þurfa að geta
sýnt fram á að falla undir undanþág-
ur ákvæðisins við landamærin, en
vegna ferðatakmarkana tekur utan-
ríkisráðuneytið á móti fyrirspurnum
um undanþágur vegna brýnna er-
indagjörða.
Hægt að fá undanþágu og
ferðast innan Schengen
Undanþáguheimild gæti veitt aðgang að mörgum ríkjum
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Faraldur Enn er óheimilt að fara
inn fyrir ytri landamætri landsins.
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Snemma í gærmorgun mældist jarð-
skjálfti að stærð 3,3 undir norðan-
verðum Mýrdalsjökli og annar 2,7
stig varð fyrr um
nóttina. Dr. Páll
Einarsson, jarð-
eðlisfræðingur og
prófessor emer-
itus við Háskóla
Íslands, var
spurður hvort
þessir skjálftar
þýddu eitthvað
sérstakt.
„Það sem er
óvenjulegt við
Kötlu er hvað hún er búin að vera
róleg,“ sagði Páll. „Þetta hefur verið
rólegasta ár Kötlu sem ég man eftir.
Hún er kannski að verða eðlileg
aftur.“ Hann sagði að það hefði lengi
verið einkennandi fyrir Kötlu hvað
hún hefði verið skjálftavirk. En svo
varð heldur betur breyting á því.
Síðasta ár hefur hver dagurinn af
öðrum liðið án jarðskjálfta.
Síðasta stóra Kötlugos kom árið
1918. Svo urðu þrír atburðir sem
minntu á smágos. „Það var fyrst
1955, síðan 1999 og svo 2011,“ sagði
Páll. „Öllum þessum atburðum
fylgdu breytingar í skjálftavirkni og
flóð. Margt benti til þess að það
hefðu orðið gos undir jöklinum en
ekkert þeirra náði upp í gegnum ís-
inn.“ Mýrdalsjökull er allt að 800
metra þykkur og þarf því kraftmikið
gos til að komast í gegn. Hlaupin í
Múlakvísl voru svo öflug að þau tóku
af tvær brýr 1955 og 2011. Ekki
munaði nema hársbreidd að brúin
yfir Jökulsá á Sólheimasandi færi í
hlaupinu 1999 sem kom niður Sól-
heimajökul. Páll sagði að í öll skiptin
hefðu myndast sigkatlar í jöklinum.
Grímsvötn komin á tíma
Vísindaráð almannavarna fundaði
vegna Grímsvatna 18. júní. Þau eru
virkasta megineldstöð Íslands. Á
virknitímabilum eins og hefur verið
frá 1996 er algengt að 5-10 ár líði á
milli gosa þar. Á síðustu 200 árum
hafa orðið um 20 eldgos í Gríms-
vötnum og nágrenni.
Á síðustu öld varð 50 ára hlé á
gosvirkninni í Grímsvötnum. Svo
komu lítil gos 1983, 1998 og 2004.
Síðast gaus í Grímsvötnum árið 2011
og var það kröftugt eldgos.
Páll sagði að í Grímsvötnum væri
jarðhiti sem bræddi jökulísinn og þá
hækkaði í vötnunum ef útrás þeirra
væri stífluð. Svo brysti stíflan og þá
kæmi hlaup.
„Þarna undir er líka virk eldstöð
og hún hefur verið að safna kviku á
milli eldgosa nokkuð stöðugt síðustu
áratugina,“ sagði Páll. „Þrýstingur-
inn í kvikunni er nú kominn fram yf-
ir það sem hann var orðinn fyrir
síðasta gos. Þar að auki hefur ísstífl-
an haldið nú um nokkra hríð þannig
að það er líka komið að hlaupi.“
Páll sagði að sama staða hafi verið
uppi árið 2004, eldstöðin tilbúin að
gjósa þegar kom hlaup. Þegar fargið
fór af sauð í kvikunni og það gaus.
Gosið var fremur lítið og hlaupið
ekkert stórt heldur.
Auka mælistöð var sett ofan á ís-
helluna sem flýtur ofan á Grímsvötn-
um til að sjá hvenær hlaup byrjar, að
sögn Páls. Spurningin er hvort hlaup
muni hleypa af stað eldgosi. Páll tel-
ur talsvert líklegt að það gerist.
Hann minnti á að ekki þurfti jök-
ulhlaup til að hleypa af stað Gríms-
vatnagosinu 2011. Hlaup kom árið
áður en þá var eldstöðin ekki alveg
tilbúin. Flestir bjuggust við því að
þá kæmi eldgos en það kom ekki
fyrr en ári seinna. Reynslan kennir
að það er ekkert gefið í þessum
efnum.
„Ég held samt að það séu flestir
viðbúnir því ef það fer að hlaupa að
það geti orðið eldgos. Ef skyggnst er
lengra aftur í tímann virðist þetta
líka hafa gerst 1934 og 1922 þegar
gaus í Grímsvötnum. Í bæði skiptin
byrjaði atburðarásin með hlaupi.“
Náið er fylgst með eldstöðvunum
Katla hefur verið óvenjulega róleg
Kvikuþrýstingur í Grímsvötnum
Páll
Einarsson
Morgunblaðið/RAX
Grímsvatnahlaup 2010 Eldgos í Grímsvötnum kom árið eftir að hljóp.
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir
dómsmálaráðherra hefur lagt það til
við Ólaf Helga Kjartansson, lög-
reglustjóra á Suðurnesjum, að hann
víki úr starfi lögreglustjóra. Þetta
var fullyrt í kvöldfréttum Ríkis-
útvarpsins í gær. Ólafur Helgi tók
ekki afstöðu til fullyrðingarinnar í
samtali við mbl.is.
„Ég tjái mig ekki um málið að
öðru leyti en því að ég tel mikilvægt
að það ríki friður um starfsemi um
embættisins,“ sagði hann og kvaðst
ekki vilja staðfesta hvort honum
hefði borist þessi tillaga eður ei.
Kvartað undan framgöngu
Eins og sagt hefur verið frá í fjöl-
miðlum að undanförnu hefur dóms-
málaráðherra á borði sínu kvartanir
frá starfsmönnum lögreglunnar á
Suðurnesjum. Þar er kvartað undan
framgöngu Ólafs sem lögreglustjóra
og einnig undan einelti af hálfu
tveggja annarra starfsmanna hjá
embættinu, meðal annars Öldu
Hrannar Jóhannsdóttur, yfirlög-
fræðings embættisins.
Lagði til að
Ólafur Helgi
viki úr starfi
Ólafur segir mikil-
vægt að friður ríki
Það er hagkvæmni í vel völdu sumarstarfi.
Þegar sólin skín getur maðurinn á myndinni
sinnt þrennu í einu sem undir öðrum kring-
umstæðum þyrfti að afgreiða á mismunandi
stöðum. Hann vinnur, stundar líkamsrækt og
tekur lit. En lukkan er fallvölt, þannig að um leið
og dyntóttum veðurguðum snýst hugur geta lífs-
gæðin snarminnkað frá einum degi til annars. Í
dag verður þó áfram sól á höfuðborgarsvæðinu.
Morgunblaðið/Arnþór Birkisson
Þrjár flugur í einu höggi